Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 106
17. desember 2011 LAUGARDAGUR74
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Nýtt verk úr smiðju Vesturports
frumsýnt í janúar
Tryggðu þér miða strax!
Krossgáta
Lárétt
1. Mölva guð og mála hann um augun (7)
4. Lasin því hugur brást (10)
11. Tætingstraustur, bæði landinn og kolsvartur
kaffisopinn (10)
12. Hljóðfæri geymir úrelta mynt (9)
13. Bolur og ból (3)
14. Takmörkuð skynsemi einkennir
látlausa list (10)
15. Vindur um miðjan ás leiðir til frunsu (9)
18. Bísar lík fyrir austrænar (8)
19. Þessi eyja var bara að finnast (12)
21. Haraldur Ólafsson er það oftar en
Nostradamus var þótt sumir trúi öðru (8)
24. Baulubunur eru litlar og sætar og
góðar í bakstur (8)
26. Söng þegar karlinn sótti
birgðastjórann (12)
27. Salt er fiski það sem hjálmur er boxara (7)
28. Gamall, lesinn og göldróttur (10)
29. Er hún fyrir bí pössunin á skólalóðinni? (9)
31. Smávaxinn rottuhundur eða
vesælt nagdýr? (9)
32. Fór frá Hlíðarendagengi til að vera í fyrsta
flokks hópi (10)
34. Hægindi sletta ensku hingað til (5)
35. Ranglæti ræður ríkjum meðal unglinga (8)
36. Leita í einveruna til að ná meðvitund (8)
Lóðrétt
1. Kuklari konungs kremur klæði (6)
2. Sjúkleg purusteik ofdrykkjumannsins? (11)
3. Það litla sem hann lét eftir sig er gamla
kjaftasagan (9)
4. Framganga fanna bendir til hægfara og
kuldalegra risa (10)
5. Norðan hvassviðri neyðir mig
til að gista (5)
6. Borg milli Úsbekistan og Búlgaríu (8)
7. Kyrrsævi tvinna tónverk um aflagðan
fjölþjóða félagskap (15)
8. Er messað í messanum á þessu fleyi? (10)
9. Ærnar eru ástæður þess að bændur skoða
lista yfir karlpening (10)
10. Skæðaskot liðkar fyrir fæti um hæl (7)
16. Skrítnar en ætterni hjálpar (8)
17. Körpum af krafti um söðul (12)
20. Látnar nýjungar í útvarpinu (12)
21. „Prýðistilbrigði“ er meinlausara orð
yfir þetta (11)
22. Svamla og rukka aðgangseyri
fyrir þrjótinn (11)
23. Óska heilla hrygg í Háskólabyggingu (9)
25. Hér blása hólmahviður Höllubónda (8)
26. Frethólkur Línu til bjargar
skipbrotsmönnum (9)
30. Vettlingur þýðir að ég læt undan (5)
33. Kemst ekkert áfram þrátt fyrir góðan byr (4)
1 2 3 4 5 6 7 8 9
10 11
12 13
14 15
16
17 18
19 20
21 22 23
24 25
26
27
28 29
30
31 32 33
34
35 36
H U N D S P O T T M A R M A R A H A F
Ú Á F Ó I O E A Ó
S Ó L B R Ú N U M K O L B E I N N T
A Æ Ý A I U Ð D Í L
S Æ G R Æ N T T I L S L A K A F E
U Ð V T A S E R Ó L E G
N I I Ó R A V E G I S J G
D Ó N A S K A P E U Ö L M Ó Ð U
I N K E R R A T R
Ð I E I R R A U Ð A M A G N A R I
S I U N O O N
S K R Ú Ð H Ú S U M G A R Ð Á R I N N
I Á Ö E A Ð Ð
U N D A N G E N G I N N A B B A D Í S
H F Ö G N Ó N N T
E F N U M S K R Á N I N G U N A
Á L F E L G U R Æ A A J Ð
G R U T R A N S F R Ó M A S
I M N I K S E
E N D A T A F L I Ð D Ý R M Æ T A S T
F R O S T -
H Ö R K U R
Vegleg verðlaun
Lausnarorð
Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist
nokkuð sem margir víkja sér undan en allir ættu að hjálpast að með
sem geta. Sendið lausnarorðið fyrir 21. desember næstkomandi á
krossgata@frettabladid.is merkt „17. desember“.
Lausnarorð síðustu viku var
frosthörkur.
Vikulega er dregið er úr
innsendum lausnarorð-
um og fær vinningshafi
gjafakörfu frá Te og kaffi
að verðmæti 5.000 kr..
Vinningshafi síðustu viku
var Jón Guðmundsson,
Reykjavík.
Jólagátan
Lausnarorð í jólagátunni
var möndlugjöfin.
Vinningshafi var
Margrét Skúladóttir,
Akureyri.
Á þessum degi fyrir réttum 22 árum, hinn 17. desember
árið 1989, var fyrsti þátturinn
um Simpson-fjölskylduna sýnd-
ur á Fox-sjónvarpsstöðinni. Fáa
hefur sennilega grunað hvað ætti
eftir að liggja fyrir fjölskyldunni
frábæru, en þættirnir eru lang-
samlega langlífasta teiknimynda-
þáttaröð allra tíma í bandarísku
sjónvarpi og raunar hefur eng-
inn annar skrifaður þáttur verið
sýndur lengur á besta sýningar-
tíma.
Hómer, Marge, Bart, Lísa og
Maggí höfðu áður komið fyrir
sjónir sjónvarpsáhorfenda, sem
stutt innslög í skemmtiþætti
Tracy Ullman, en Fox ákvað að
taka áhættuna á að semja við
Matt Groening um að gera þætti
í fullri lengd.
Fyrsti þátturinn var jóla þáttur
þar sem fjölskyldan var að gera
jólainnkaupin. Hómer fékk engan
jólabónus í vinnunni og þess
vegna hafði hann ekki efni á
gjöfum. Eftir ýmiss konar vand-
ræði fór hann á veðhlaupabraut-
ina þar sem hann vann ekkert, en
kom hins vegar heim með hund-
inn sem hefur fylgt þeim síðan.
Fljótlega tóku þættirnir
heimsbyggðina með trompi og
vöktu strax athygli fyrir að taka
hressilega á ýmsum samfélags-
legum álitamálum. Þeim hefur
fátt verið óviðkomandi í þeim
efnum, meðal annars hvað varð-
ar skólakerfið, heilbrigðis kerfið,
stjórnmál og umhverfisvernd.
Fyrst um sinn var Bart í fyrir-
rúmi í þáttunum og þótti mörg-
um sem prakkaraskapur hans og
frjálslegt viðhorf til skólagöng-
unnar hefði slæm áhrif á æsku
landsins. Það voru kannski engin
nýmæli þar sem flestallar ung-
linga- og barnahetjur frá upp-
hafi dægurmenningarinnar eftir
seinna stríð hafa verið litnar
hornauga af „fullorðna fólkinu“.
Síðan hafa áherslur breyst og
Hómer er oftar en ekki í for-
grunni. Þó að margir harðir
aðdáendur séu þeirrar skoðunar
að þættirnir hafi dalað í gæðum
síðasta áratuginn eða svo er
þáttur inn enn óhemju vinsæll um
allan heim og þegar samningar
voru endurnýjaðir í haust varð
ljóst að þeir myndu halda áfram
að gleðja fólk um allan heim allt
fram á árið 2014.
Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1989
Fyrsti þátturinn um
Simpson-fjölskylduna
Átti eftir að verða langlífasti þáttur af sinni gerð frá upphafi