Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 96
17. desember 2011 LAUGARDAGUR64
Þ
að má segja að þessi bók sé summan
af því sem við höfum verið að gera
undanfarin tuttugu til tuttuguog-
fimm ár,” segja þau Inga Elsa Berg-
þórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson,
sem eru höfundar bókarinnar Góður
matur – gott líf sem kom nýverið út. Í bókinni eru
uppskriftir að mat sem fellur að árstíðunum auk
ýmis konar ráðlegginga og um hráefni, ræktun,
nýtingu jurta og fleiri atriða sem tengjast matar-
gerð. „Við bjuggum í Frakklandi í nokkur ár og
kynntumst þar öðrum viðhorfum til matargerðar
en tíðkuðust hér. Þar sáum við til dæmis að heima-
vinnsla var í hávegum höfð. Síðan við fluttum heim
höfum við verið viðloðandi mat á margvíslegan
hátt.“ Gísli hefur meðal annars starfað við tíma-
ritaljósmyndun og Inga Elsa sem grafískur hönn-
uður á Fabrikunni, en saman leggja þau krafta sína
í bókina, sem er þeirra afurð að öllu leyti. Bókin er
tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sem
þau segja að hafi verið afar ánægjulegt. „Það er
mikill heiður og kom okkur á óvart enda hefur mat-
reiðslubók ekki verið tilnefnd áður.“ Í síðustu viku
var hún einnig tilnefnd til hinna virtu Gourmand-
verðlauna (Gourmand World Cookbook Award) í
flokknum best hannaða matreiðslubókin.
Gísli og Inga Elsa reyna að fylgja árstíðum í
hráefnavali og njóta lífsins í íslenskri náttúru.
„Margir hugsa ekki út í þau gæði sem er að finna
alls staðar í kringum okkur, það er hægt að renna
fyrir silung á sumrin og krydda lambakjötið í úti-
legunni með jurtum úr náttúrunni allt um kring.
Við vildum með bókinni meðal annars benda á
þessa möguleika og veita fólki innblástur til þess
að eiga matarupplifun í íslenskri náttúru. Það er
til dæmis mjög gaman að virkja börn í matargerð-
inni úti, leyfa þeim að hjálpa til við að finna jurtir,
krakkar hafa líka afar gaman af því að fara í berja-
mó og svo er upplifun að borða sultu úr berjunum
kannski mörgum mánuðum síðar.“
Gísli veiðir í jólamatinn en fjölskyldan heldur þá
hefði í heiðri að borða rjúpur á aðfangadag. „Svo
höfum við haldið í þá hefð síðan við vorum í Frakk-
landi að borða anda- eða gæsalifur yfir hátíðarnar.
Að öðru leyti erum við ekki mjög fastheldin á siði
nema þá að við reynum iðulega að prófa að elda
eitthvað nýtt og spennandi, jafnvel úr dýrara hrá-
efni en við notum vanalega.“
■ EINN DRYKKUR OG ÞRÍR RÉTTIR AÐ HÆTTI INGU ELSU OG GÍSLA TIL ÞESS AÐ SETJA Á VEISLUBORÐIÐ
1. Rósa
Fordrykkur handa 1
½ msk. rósasíróp
kalt þurrt kampavín eða freyðivín
tvö rósablöð til skreytingar
Hellið rósasírópi í kampavínsglös. Fyllið glasið
með kampavíni eða freyðivíni. Skreytið með
rósablöðum.
2. Kryddlegin lúða
Smáréttur handa 6–8
600 g lúða
safi úr 1 sítrónu
safi og börkur úr 2 límónum
1–2 rauð chili
2 msk. ferskt dill
4 msk. ólífuolía
salt og pipar
Skerið lúðuna í litla bita. Rífið límónu-
börkinn með fínu rifjárni og látið í skál.
Skerið sítrónuna og límónurnar í sundur og
kreistið safann í skálina. Fræhreinsið chili-
ið og saxið. Saxið svo dillið og blandið
öllu saman. Saltið og piprið. Látið bíða í
ísskáp í 1–2 klukkutíma. Skiptið lúðunni
í nokkur glös og berið strax fram skreytt
með fersku dilli.
3. Kjúklingalifrarkæfa í
sparifötunum
Forréttur handa 10–12
500 g kjúklingalifur
270 g smjör
1 laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksrif, smátt saxað
1 tsk. timjan
12 einiber, marin eða steytt
2 msk. púrtvín
svartur pipar
Snyrtið lifrarnar. Bræðið 40 g af smjörinu
á pönnu og steikið saxaða laukinn við
meðalhita í 5–7 mínútur eða þar til hann
hefur mýkst og tekið á sig gullinn lit. Bætið
þá hvítlauknum við og steikið áfram í eina
mínútu. Hækkið hitann og setjið lifrarnar á
pönnuna ásamt timjani, einiberjum og pipar.
Steikið lifrarnar í 3–5 mínútur, þær mega
vera bleikar í miðju en ekki hráar. Hellið
púrtvíninu á pönnuna og sjóðið áfram í
eina mínútu.
Færið lifrarnar af pönnunni yfir í mat-
vinnsluvél og hellið vökvanum yfir.
Maukið vel í matvinnsluvélinni og
bætið afgangssmjörinu við í litlum
bitum þar til allt hefur blandast
vel saman. Setjið sigti yfir skál og
hellið kæfunni í sigtið. Pressið hana
gegnum sigtið með sleikju eða sleif.
Þetta tekur smá tíma.
Hellið svo kæfunni í mót, hyljið með
eldhúsfilmu og setjið í kæliskáp.
Borðið á næstu 3–4 dögum.
4. Bláberjagleði
Eftirréttur handa 6–8
450 g frosin bláber
1 msk. rifin engiferrót
2 msk. flórsykur
2 msk. appelsínulíkjör eða hlynsíróp
250 ml jógúrt eða skyr
350 ml rjómi, þeyttur
1 marensbotn, sjá uppskrift á bls. 134, í bókinni
Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar, gerið
hálfa uppskrift.
handfylli af ferskum eða frosnum bláberjum
Setjið frosin berin í pott og hitið á lágum hita
þar til mesta frostið er farið úr. Bætið flórsykri
og líkjör eða sírópi út í.
Takið af hitanum og kælið. Hrærið jógúrtinni
eða skyrinu saman við þeyttan rjómann og
myljið marensbotninn saman við. Setjið eftir-
réttinn lagskiptan í eina stóra skál eða skiptið
honum í 6–8 glös. Skreytið með afganginum af
berjunum. Berið strax fram.
Innblástur í íslenskri náttúru
Matur og matargerð hafa verið líf og yndi Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egils Hrafnssonar í aldarfjórðung. Þau nýta
íslenska náttúru til hins ítrasta, rækta, veiða og tína og elda mat með árstíðabundna matreiðslu að leiðarljósi.
1 2 3 4
STOLT Þau Inga Elsa
Bergþórsdóttir og Gísli
Egill Hrafnsson vonast
til að bókin þeirra
Góður matur – gott líf
veiti fólki innblástur í
matargerð og lífsstíl.