Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 140

Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 140
17. desember 2011 LAUGARDAGUR108 sport@frettabladid.is DEILDARBIKAR HSÍ mun fara fram á milli jóla og nýárs líkt og síðustu ár. Fjögur efstu liðin í N1- deildunum fyrir jól taka þátt. Í karlaflokki munu Fram, FH, Haukar og HK etja kappi en í kvennaflokki eru það Valur, Fram, HK og Stjarnan. Leikið verður í Strandgötu og mótið er spilað 27. og 28. desember. Maður hefur oft séð hann spila í sjónvarpinu en loksins sá maður þetta beint. Þetta eru ótrúlegar spyrnur og líka svo fastar. Það var magnað að fylgjast með honum. RAY ANTHONY JÓNSSON UM DAVID BECKHAM FÓTBOLTI Fyrir rúmu ári var Grind- víkingurinn Ray Anthony Jónsson valinn í landslið Filippseyja. Faðir Rays er íslenskur en móðir hans frá Filippseyjum. Þar sem hann hafði aldrei leikið fyrir A-landslið Íslands var hann gjaldgengur í fil- ippseyska landsliðið. Ray ákvað að stökkva til og taka slaginn. Hann sér ekki eftir því í dag. Hann er nýkominn heim eftir enn eina ævintýraferðina, þar sem hann lék með landsliðinu gegn David Beckham og félögum í LA Galaxy. Leikið var í Maníla á Fil- ippseyjum. „Þetta var mögnuð reynsla. Það var samt leiðinlegt að tapa svona stórt og í raun algjör óþarfi. Þeir refsuðu okkur samt grimmilega,“ sagði Ray, en leiknum lyktaði með 6-1 sigri Galaxy. Ray sagði að tals- vert hefði munað um að tvo fasta varnarmenn vantaði í lið Filipps- eyja. Ray spilar sem vinstri bak- vörður hjá landsliðinu og batt því nokkrar vonir við að mæta Beck- ham, sem leikur oftar en ekki á hægri kantinum. Beckham lék aftur á móti sem djúpur miðjumað- ur í leiknum og Ray gat því lítið tekið á honum. Magnað að fylgjast með Beckham í návígi „Hann var ekkert mikið að rekja boltann. Það var ein snerting og svo snilldarsending. Maður hefur oft séð þetta í sjónvarpinu en loks- ins sá maður þetta beint. Þetta eru ótrúlegar spyrnur og líka svo fast- ar. Það var magnað að fylgjast með honum,“ sagði Ray og mátti heyra að draumur hefði verið að rætast með því að spila gegn Beckham. „Daginn fyrir leik fórum við allir að horfa á æfingu með þeim. Það eiga margir mynd af sér þar sem þeir standa við hlið Beckhams en ég vildi eiga mynd þar sem ég er að berjast við hann á vellinum. Ég var spenntastur fyrir að fá svo- leiðis mynd og hún náðist. Það var snilld,“ sagði Ray, en hann náði líka að fara í taugarnar á ofur- stjörnunni. „Ég gaf honum óvart olnboga- skot. Hann var ekki sáttur við það. Hann bölvaði eitthvað og ætl- aði svo í ökklann á mér. Hann hitti mig ekki og var reiður við mig,“ sagði Ray og hló við. „Hann fór samt lítið í návígi og hoppaði upp úr öllum tæklingum. Hann vildi greinilega ekki meiða sig enda með lausan samning.“ Fékk frí frá æfingu til þess að biðja um treyju Beckham Ansi sérstök uppákoma átti sér stað daginn fyrir leik þegar stærsta stjarna filippseyska lands- liðsins, Phil Younghusband, mætti á blaðamannafund með Beckham og tryggði sér keppnistreyju Beck- hams eftir leikinn. „Hann fékk frí á æfingu til þess að fara á blaðamannafundinn. Þar stóð hann upp fyrir framan alla og spurði hvort Beckham myndi ekki gefa honum treyjuna eftir leikinn. Beckham gat ekki sagt nei enda í erfiðri stöðu. Þetta var helvíti gott hjá honum,“ sagði Ray. Beckham deildi út treyjum þennan daginn því er hann kom af velli afhenti hann frægasta íþróttamanni Fil- ippseyja, hnefaleikamanninum Manny Pacquiao, líka treyju. „Þetta var líka mjög sérstakur leikur og okkur leið eins og á úti- velli enda flestir að styðja Beck- ham. Við vorum meira að segja sendir í búningsklefa aðkomuliðs- ins á meðan Galaxy var í okkar klefa. Dómgæslan var meira að segja afar hliðholl Galaxy. Þetta var alveg magnað.“ 50-60 flugferðir á einu ári Árið hefur verið mikið ævin- týri fyrir Ray, sem hefur ferðast á ótrúlega staði, og fram undan er mikið af spennandi verkefnum. „Ég er að fara í æfingaferð með liðinu til Tyrklands í janúar. Svo förum við til Dúbaí í enda febrú- ar. Við förum svo á spennandi átta liða mót í Nepal í byrjun mars. Við erum því að undirbúa okkur fyrir það mót. Þar mætum við meðal annars Suður-Kóreu, Indlandi, Brúnei og fleirum. Það verður hrikalega heitt þarna og ég mun örugglega þurfa 1-2 leiki til þess að venjast hitanum,“ sagði Ray, sem bíður engu að síður spenntur eftir því að fara til Nepal. „Ég og einn strákur í liðinu fljúgum venjulega saman í leiki frá Englandi og við töldum að við værum búnir að fara 50-60 sinn- um í flugvél á þessu ári. Við þurf- um venjulega að fara í þrjú flug í leiki og jafn mikið til baka. Þetta er orðið ansi mikið og maður verð- ur að fara að nýta punktana,“ sagði Ray léttur. Bakvörðurinn viðurkennir að hafa ekki vitað hvað hann væri að fara út í þegar hann ákvað að taka slaginn með Filippseyingum. Mikill uppgangur hjá landsliðinu „Fyrstu mánuðina var þetta afar sérstakt. Þá keyrðum við um í ónýtum rútum. Í fyrsta mótinu mínu náðum við góðum árangri og þá komu styrktaraðilar að lið- inu og eftir það hefur þetta verið allt annað líf. Nú eigum við tvær flottar rútur og gistum á almenni- legum hótelum. Það er mikill upp- gangur hjá okkur núna og gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Ray Antony og bætti við að hann væri búinn að ferðast til flestra landa í Asíu. „Þetta er búið að vera frábært ævintýri og ég sé ekki eftir því að hafa tekið slaginn. Ég er orðinn 32 ára og ætla að njóta þess að taka þátt þessi fáu ár sem ég á eftir í boltanum,“ sagði Ray Anthony Jónsson. henry@frettabladid.is Stjarna Filippseyinga tryggði sér treyju Beckhams á blaðamannafundi Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson hefur verið á ferð og flugi síðastliðið ár með landsliði Filippseyja. Bakvörðurinn hefur lent í ýmsum skemmtilegum ævintýrum á árinu og á dögunum hlotnaðist honum sá heiður að spila gegn David Beckham. Ray gaf ofurstjörnunni óvart olnbogaskot í leiknum. SKREFI Á UNDAN BECKHAM Ray Anthony er hér með boltann í leiknum gegn Galaxy og sjálfur David Beckham þjarmar að Grindvíkingnum. Ray náði að pirra Beckham í leiknum. NORDIC PHOTOS/AP Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao er lang- stærsta stjarna Filippseyja og í raun algjör þjóðhetja í landinu. Þjóðlífið hreinlega lamast þegar hann stígur í hringinn. Pacquiao er farinn að mæta á flesta leiki hjá Ray og félögum og er í ágætu sambandi við þá. „Hann bauð okkur á síðasta bardagann sinn, sem fór fram um daginn. Ég var búinn að fá fjóra miða en vinur minn var að gifta sig sömu helgi þannig að ég varð að gefa það frá mér að þessu sinni,“ sagði Ray. Í maí er stefnt að því að Pacquiao mæti Floyd Mayweather, en það yrði stærsti hnefaleikabardagi sem fram hefur farið í mörg ár. Ray á möguleika á því að komast þangað í boði Pacquiao. „Ég er búinn að tryggja mér miða á þann bardaga ef hann fer fram. Það er örugglega geðveikt að horfa á þetta á staðnum. Ég vona bara það besta og von- andi kemst ég til Las Vegas.“ Margoft hefur verið reynt að láta verða af bardaga með þessum köppum en það hefur ekki gengið til þessa. Umboðsmenn kappanna eru þó nokkuð bjartsýnir á að það takist að þessu sinni og miðað við eftirspurnina sem verður eftir miðum á þennan viðburð er Ray afar heppinn að fá miða frá þjóðhetju Filippseyja. Besti boxari heims býður Ray á bardaga Forvalshópurinn Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson* Magdeburg Hreiðar Levý Guðmundsson* Nötteroy Aron Rafn Eðvarðsson Haukar Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Aðrir leikmenn: Arnór Atlason* AG Ingvar Árnason Viking Sturla Ásgeirsson Valur Bjarki Már Elísson HK Fannar Þór Friðgeirsson Emsdetten Oddur Gretarsson* Akureyri Snorri Steinn Guðjónsson* AG Ólafur Guðmundsson Nordsjælland Róbert Gunnarsson* RN Löwen Arnór Þór Gunnarsson Bittenfeld Ólafur Gústafsson FH Ásgeir Örn Hallgrímsson* Hannover Ingimundur Ingimundarson* Fram Sverre Jakobsson* Grosswallstadt Rúnar Kárason Bergischer Kári Kristján Kristjánsson * Wetzlar Þórir Ólafsson* Kielce Aron Pálmarsson* Kiel Alexander Petersson* Füchse Berlin Ólafur Bjarki Ragnarsson HK Sigfús Sigurðsson Valur Guðjón Valur Sigurðsson* AG Ólafur Indriði Stefánsson* AG Vignir Svavarsson* Hannover * Var á HM 2011 HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari þurfti að senda inn lista með 28 leik- mönnum til EHF í gær. Aðeins leikmenn af þessum lista koma til greina í 16 manna hópinn fyrir Evrópumeistaramótið í janúar. Þann hóp þarf að tilkynna eigi síðar en 14. janúar. Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Indriði Stefánsson er í hópnum þó svo að hann sé nýbyrjaður að spila og hafi gefið í skyn að hann þurfi að hvíla í janúar. Guðmund- ur hefur því ekki gefið upp alla von um að nýta krafta Ólafs en það kemur í ljós síðar hvort Ólaf- ur fer með til Serbíu. Einnig vekur athygli að Sigfús Sigurðsson er á þessum lista en Guðmundur opnaði dyrnar fyrir Sigfúsi á dögunum. Sigfús hefur tekið sig hraustlega í gegn, er kominn í ágætis form og vonast enn eftir því að fá kallið frá Guð- mundi á nýjan leik. Ekkert pláss er þó fyrir Ægi Hrafn Jónsson sem æfði með landsliðinu á dögunum. Sigur- bergur Sveinsson er heldur ekki í myndinni. Þá er áhugavert að sjá Valsarann fyrrverandi Ingvar Árnason í forvalshópnum en hann spilar nú í Noregi. - hbg Hverjir koma til greina á EM? Ólafur og Sig- fús á listanum SIGFÚS SIGURÐSSON Er í 28 manna hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.