Fréttablaðið - 17.12.2011, Qupperneq 72
Þættirnir Downton Abbey eru þekktir fyrir að grípa vel anda fortíðarinnar. Nýlega
kom þó upp gagnrýni á þættina um að þeir fylgdu ekki nógu vel tísku þess tíma sem
þeir eiga að gerast á. Þannig væru fyrirmenni á veiðum í komandi jólaþætti klæddir í
anda 1890 þegar þættirnir eiga að gerast í kringum 1920.
Kynning
Undir merkjum VARMA eru framleiddar ullarflíkur, sokkar í ýmsum gerðum og smávörur
eins og húfur, treflar, sjöl, vettlingar
og ennisbönd. Mest er framleitt úr ís-
lenskri ull en einnig töluvert úr angóra-
ull og íslensku mokkaskinni. Á sumr-
in er stærsti markhópurinn erlendir
ferðamenn en Íslendingar hafa verið
að taka vel við sér síðustu misseri og er
mikil aukning í sölunni til Íslendinga,
einkum yfir veturinn, enda vörurnar
bæði einstaklega fallegar og hlýjar.
„Salan fyrir jólin hefur margfald-
ast síðustu ár,“ segir Birgitta Ásgríms-
dóttir, sölu- og markaðsstjóri. Vörur
með átta blaða rósinni hafa t.d. notið
vaxandi vinsælda og eiga margar ung-
lingsstúlkur á landinu ennisband með
átta blaða rós frá okkur. Belgvettling-
ar og fleira í þessum stíl hefur einnig
notið mikilla vinsælda. Þessar vörur
eru tilvaldar í jólapakkann í ár, enda
verðið viðráðanlegt fyrir f lesta og
margar vörur til fyrir börn, konur og
karlmenn á öllum aldri.
Útf lutningur hefur líka verið að
aukast mikið, til dæmis hefur útflutn-
ingur til Skandinavíu og sérstaklega
Danmerkur þrefaldast síðan í fyrra og
einnig er góð aukning í útflutningi til
Þýskalands og fleiri landa.
Um þessar mundir erum við að
ljúka þróun á nýrri mokkavörulínu
og munum við leggja áherslu á aukna
mokkaframleiðslu á næstu mánuð-
um. Við teljum mikla möguleika á að
nýta íslenska mokkaskinnið meira
og selja sem fullbúna vöru bæði hér
heima og erlendi. Við þróunina feng-
um við Sigríði Heimisdóttur hönn-
uð til að hanna nýjar útgáfur af okkar
klassísku mokkavörum þ.e. lúffum
og húfum. Einnig hannaði hún alveg
nýjar vörur eins og töskur, kraga og
vesti. Þá munum við fara inn á alveg
ný svið með heimilislínu úr mokka-
efni og ull.
Allar okkar vörur eru seldar undir
vörumerkinu „VARMA, the warmth of
Iceland“.
Sjá nánar www.varma.is og á Face-
book undir VARMA – the warmth of
Iceland.
VARMA ullarvörur í jólapakkann
VARMA vörumerkið hefur til þessa staðið að mestu leyti fyrir ullarvörur og er fyrirtækið stærsti framleiðandinn á vélprjónuðum ullarvörum á
Íslandi. Starfsmenn eru tæplega 50 og fyrirtækið er með framleiðslu á Akureyri, Hvolsvelli og í Kópavogi.
Birgitta Ásgrísmdóttir, sölu- og markaðsstjóri VARMA, í saumastofu fyrirtækisins. MYND/GVA
Ýmsar þekktar kvikmyndastjörnur klæddust
til dæmis smóking eða jakkafötum á gull-
aldarárum Hollywood, á hvíta tjaldinu sem
og utan þess. Þar má meðal annars nefna
Gretu Garbo og Marlene Dietrich. Þá vakti
hátískuhönnuðurinn Yves Saint Laurent
heimsathygli þegar hann kynnti Le Smok-
ing til sögunnar á sjöunda áratugnum en
síðan hafa buxnadragtir átt
vinsældum að fagna meðal
kvenna um allan heim. Enn
á ný virðist herraleg kven-
tíska eiga upp á pallborðið
sem má sjá af vetrarlínum
tískuhúsanna Chloé, Michael
Kors og Celine.
Þessi mynd af leikkonunni Demi Moore
olli miklu fjaðrafoki þegar hún birtist á
forsíðu Vogue.
Leikkonan Marlene Dietrich klæddist jakka-
fötum á og utan hvíta tjaldsins.
Herraleg kventíska
Jakkaföt, skyrtur og bindi einskorðast ekki aðeins við karlmenn heldur
hafa notið vinsælda meðal kvenþjóðarinnar gegnum árin.
Vaxfígúra af söngkonunni Lady
Gaga, sem stendur í vaxmyndasafni
Madame Tussaud’s í Blackpool á Eng-
landi, hefur fengið ný klæði fyrir jólin.
Styttan verður hluti af jólauppsetn-
ingu safnsins og af því tilefni hefur
hún verið klædd í kjól sem hannað-
ur er af Adnan Bayatt og er búinn til
úr matarfilmu. Kjóllinn sómir sér vel á
Gaga sem er fyrirmyndar snjódrottn-
ing í hinum frumlegu klæðum.
Snjódrottning-
in Lady Gaga
VAXMYND AF LADY GAGA HEFUR
FENGIÐ NÝTT HLUTVERK.
Vaxmyndin af söngkonunni hefur verið
klædd í frumlegan kjól úr matarfilmu.
NORDICPHOTOS/AFP
Tímaritið Vogue hefur útbúið nokk-
uð skemmtilegan lista yfir hverjar
blaðið telur bestu partímyndir
ársins 2011. Á þeim partí-
myndum lentu meðal annars
fyrir sæturnar Gisele Bündchen
og Naomi Campbell.
Heimild: www.vogue.com
Celine
Dion.