Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 62
heimili&hönnun2
● Forsíðumynd: Ari Magg tók mynd af hönnun Tinnu
Pétursdóttur og Inga Þórs Guðmundssonar Útgáfufélag:
365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000
Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og
Sólveig Gísladóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar:
Ívar Örn Hansen s. 512 5429 Útlitshönnuður: Sæmundur
Freyr Árnason sfa@frettabladid.is.
Verð frá 64.990
Ryksugu vélmenni
heimili&
hönnun
SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI
desember 2011
FRAMTÍÐIN
BJÖRT Í BERLÍN
Tinna Pétursdóttir og Ingvi Þór Guðmundsson reka hönnunar-
fyrirtækið Dottir & Sonur í höfuðborg Þýskalands. BLS. 6
Epli, popp og
sykurstafir
Sigríður Heimisdóttir
skrifar um uppruna
jólaskrautsins.
SÍÐA 4
Leikföng úr lerki
Hjónin Guðrún Valdimarsdóttir og
Oddur Jóhannsson hanna skemmtilega
kubba. SÍÐA 2
Gíg. Kertastjakarnir eru í þremur
stærðum, fyrir sprittkerti og hand-
málaðir að ofan í nokkrum litum.
Þá segir Guðrún frekari útfærslu
á mahónístjökum fyrir hærri kerti
á teikniborði þeirra hjóna og verða
þeir frumsýndir á HönnunarMars.
„Svo er mögulega ný litapaletta
væntanleg í glerhellunum okkar
Öldu Halldórsdóttur,“ segir Guð-
rún, en hellurnar unnu þær Alda
fyrir glerverksmiðjuna Samverk
á Hellu. Hellurnar eru framleidd-
ar úr afskurði sem fellur til í verk-
smiðjunni og henta sem litl-
ir bakkar, fylgidiskar eða
skurðarbretti. Þá segir
Guðrún mögulegan
útflutning á hell-
unum á döfinni.
„Þær þreifing-
ar eru þó á byrj-
unarstigi og
ekkert komið á
fast en þetta er
allt mjög spenn-
andi.“ - rat
pop-up í Hörpu
● HANDOFNIR KOLLAR Ísraelski hönnuðurinn Yaacov
Kaufman, stofnandi gaga&design, er þekktur fyrir
framúr stefnulega hönnun. Nýjustu afurðir hans
höfða þó vel til almennings og þjóna
hversdagslegum þörfum.
Þetta eru snæriskollar og
stólar sem eru handofn-
ir upp á gamla mátann.
Hann leggur ríka áherslu
á sterka liti og fást þeir í
ýmsum litasamsetning-
um. Sjá nánar á www.
gagaanddesign.com/
„Verkefnið hófst í sumar og er á
lokastigi. Oddur framleiðir kubbana
sjálfur og þeir fást nú í Epal,“ segir
Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönn-
uður, en hún og eiginmaður hennar
Oddur Jóhannsson grunnskólakenn-
ari fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði
Landsbankans í haust til að fram-
leiða leikfangakubba úr íslensku
lerki úr Hallormsstaðaskógi.
Oddur ólst upp í sveit og lék sér
oft með afgangs spýtukubba sem
féllu til við smíði fjárhúss. Þau Guð-
rún útbjuggu kubba fyrir fjögurra
ára son sinn og upp úr því spratt
hugmyndin um framleiðslu.
„Við prófuðum okkur áfram með
viðartegundir og var síðan bent
á lerkið. Lerkið er mjög fallegur
viður og mikið líf í því,“ útskýrir
Guðrún. „Kubbarnir eru ómálaðir
og allir eins en passa í hlutföllum
saman, það er að breiddin gengur
upp í lengdina þegar þeim er raðað
saman. Við gátum prufukeyrt kubb-
ana á stráknum okkar í framleiðslu-
ferlinu og hann byggir úr þeim heilu
kastalana,“ segir Guðrún.
Fyrr í vikunni kom einnig á
markaðinn lína af kertastjökum
úr mahóníi eftir Guðrúnu og
Odd, sem þau kalla
Íslenskt lerki í leikföng
● Hjónin Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönnuður og Oddur Jóhannsson grunnskólakennari
hönnuðu kubba úr íslensku lerki með styrk úr Nýsköpunarsjóði Landsbankans.
Hjónin Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönnuður og Oddur Jóhannsson grunnskólakennari ásamt drengjunum sínum Torfa og Stíg.
Þau hönnuðu leikfangakubba úr íslensku lerki úr Hallormsstaðarskógi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ný lína kertastjaka úr mahóníi eftir Guðrúnu og Odd kom
á markað í vikunni og fæst í Epal og Hrími. Þá er von á nýrri
litapalettu í glerhellunum sem Guðrún hannaði ásamt Öldu
Halldórsdóttur fyrir fyrir glerverksmiðjuna Samverk á Hellu.
NÝTT UNDIR SÓLINNI
● HÁTÍÐAR POP
UP VERZLUN markað-
ur íslenskra hönnuða verð-
ur haldinn í dag og á morg-
un í Hörpu.
Á markaðnum verður
fjölbreytt úrval af hönn-
unarvörum frá yfir þrjátíu
hönnuðum, meðal annars
frá fatahönnuðum, vöru-
hönnuðum og grafískum
hönnuðum. Meðal hönnuða
sem taka þátt er Ragnheiður
Ösp Sigurðardóttir vöru-
hönnuður, en púðarnir
NotKnot eftir hana hafa
vakið athygli hönnunar-
bloggara um allan heim. Af öðrum vörum fyrir heimilið má nefna
sængurver og klukkur en auk þess verða á boðstólnum jólatengdar
vörur eins og skraut, pappír og kort. Pop-up markaðurinn verður opinn
frá klukkan 12 til 18 í dag og á morgun.
● SILKIÞRYKKTUR
TEXTÍLL Hjónin Þorbjörg
Helga Ólafsdóttir, grafískur
hönnuður og Sæþór Örn Ás-
mundsson vídeóhönnuður reka
fyrirtæki undir nafninu Farvi í
kringum eigin verk og vörur.
„Þetta eru jólakort, merkimið-
ar, silkiþrykktir bolir, silkiþrykkt
verk og annað gúmm elaði,“
segja þau. „Við höfum það að
leiðarljósi að nota vönduð og
helst umhverfisvæn efni, skipt-
um við Svansvottaðar prent-
smiðjur og handþrykkjum allt
textílefni.“ Púðar með grafík-
verki er glæný afurð. Verkið
heitir Droplaug og er selt í 10 eintökum Hjónin eru með vinnustofu að
Laugavegi 13 (fyrir ofan Tiger) og verður opið hús milli 12 og 19 í dag.
● MY TEAPOT Litríkar keramikvörur frá hol-
lenska hönnuðinum Anouk Jan-
sen hafa vakið mikla athygli og
birtast oftsinnis í skandínavískum
hönnunartímaritum. Hér á landi fást
tekatlar, bollar og sykurkör frá fyrir-
tæki hennar, Jansen+co, til að mynda
í Kokku. Fyrirtækið er í eigu Anouk og
eiginmanns hennar, Harm Magis. Þessi
teketill tilheyrir línu sem kallast My Teapot.