Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 102
17. desember 2011 LAUGARDAGUR70
FÖNIX Raftækjaverslun . Hátúni 6a . Sími 552 4420 . fonix@fonix.is
www.fonix.is
Eftirlætisbíómyndirnar um jólin
Þótt frí sé af skornum skammti hjá þorra landsmanna um jólin er þessi árstími engu að síður tilvalinn til að slaka á yfir
klassískum bíómyndum. Fréttablaðið spurði áhuga- og kunnáttufólk í fræðunum um eftirlætiskvikmyndir þess á jólunum.
E inhver jólin lagðist ég í að horfa á allar kvikmyndir Charlie Chaplin,
sem gerði margt meistaraverkið, en
Gullæðið (Gold Rush) er ein af hans
allra bestu myndum. Gullæðið kom
út árið 1925 og segir af ævintýrum
litla flakkarans í gullgrafarabæ í
snæviþöktum fjöllum Yukon í Kanada. Myndin
gerist reyndar aðeins að hluta til yfir hátíðarnar
en hefur allt til að bera sem prýðir það sem við
skilgreinum alla jafna sem jólamyndir. Hún lýsir
baráttu lítilmagnans fyrir betra lífi og veltir fyrir
sér andstæðum græðgi og samhjálpar í mannlegu
eðli. Svo má ekki gleyma húmornum, en gamanat-
riði á borð við þau sem eiga sér stað í hrörlegum
fjallakofa á fjallstindi eru einhver þau snjöllustu
í sögu kvikmyndanna. Myndin er fyrir alla fjöl-
skylduna en gætið þess að horfa á upprunalegu
þöglu útgáfuna frá árinu 1925 en ekki talútgáfuna
sem var gefin út mörgum árum síðar.“
Heiða Jóhannsdóttir, kvikmyndafræðingur
The Gold Rush
Leikstjóri: Charles Chaplin Útgáfuár: 1925
Ólafur H. Torfason, kvikmyndagagnrýnandi og
formaður Kvikmyndaráðs
Börn náttúrunnar
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson
Útgáfuár: 1991
Börn náttúrunnar, í hnitmiðaðri leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar og grípandi myndatökustjórn
Ara Kristinssonar, var frumsýnd um tíu árum eftir að
reglubundin kvikmyndaframleiðsla hófst hér á landi.
Hún er eina íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem
tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna, sem besta
erlenda myndin 1992. Hún stendur fyllilega undir því
vali, er full af andstæðum og magnast að áhrifum við hvert áhorf.
Sagan er dularfull, hugljúf og nærfærin og áhorfendur fá sterka
samúð með sveitabörnunum öldruðu (Gísli Halldórsson og Sigríður
Hagalín) sem njóta sín ekki á dvalarheimili í höfuðborginni heldur
hnupla jeppa og strjúka á heimaslóðir. Sagan og andrúmsloftið
bergmála að nokkru efnið og stemninguna í Eldsmiðnum (1983),
heimildarmynd sem Friðrik og Ari gerðu áratug fyrr. Börn náttúr-
unnar var á sinn hátt frelsari og trúboð fyrir íslenska kvikmynda-
gerð því hún opnaði augu umheimsins fyrir því að hér eru skapaðar
athyglisverðar kvikmyndir og opnaði þannig farvegi til allra
heimshorna.“
Vera Sölvadóttir, kvikmyndagerðarmaður
The Godfather-þríleikurinn
Leikstjóri: Francis Ford Coppola
Útgáfuár: 1972, 1974 og 1990.
Ég veit ekki hversu jóla-legur boðskapur þess-
ara mynda er en ég tengi
The Godfather-þríleik-
inn við jólin. Þetta er tími
þar sem maður getur legið
yfir nokkrum myndum
og serían hentar einstak-
lega vel til þess. Mafíósar, dráp, spilling
og eiturlyf geta aldeilis komið manni í
rétta jólagírinn. Al Pacino, James Caan,
Diane Keaton, Robert De Niro, Robert
Duvall og Marlon Brando eru ekki
slæmt teymi. Plottið er brjálað og hver
rammi er listaverk í þessari trílógíu
Francis Ford Coppola. Sannkallaðar
fjölskyldumyndir sem fá hárin til að
rísa yfir hátíðarnar.“
Hugleikur Dagsson, teiknimyndasögu-
höfundur og bíónörd
Batman Returns
Leikstjóri: Tim Burton
Útgáfuár: 1992
Svo myrk er önnur Bat-man-mynd Burtons að
McDonald’s hætti við að
selja Batman Returns-dót
í barnamáltíðum sínum.
Mynd sem hefst á því
að nýbakaðir foreldrar
kasta vansköpuðu barni sínu í holræsið
á aðfangadag er ekki mjög McDonald‘s-
væn. Hér segir frá því þegar Mörgæs-
in stal jólunum í Gotham-borg. Danny
DeVito túlkar þennan dvergvaxna skúrk
sem stökkbreyttur Ríkarður þriðji, á
meðan Kattarkonan (Michelle Pfeiffer)
sippar um í sadó-masó búningi og
sprengir verslunarmiðstöðvar. Batman
(Michael Keaton) reynir að bjarga jólun-
um en kemst þó ekki frá því að sjá sjálfan
sig í óvinum sínum. Hann veit að eins og
þau mun hann sjálfur eyða jólunum einn.“