Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 22
22 17. desember 2011 LAUGARDAGUR
Kastljós RÚV gaf okkur á dögun-um áhugaverða innsýn í flókið
net viðskipta föllnu bankanna með
eigin bréf. Fyrir venjulega borg-
ara líta gjörningar af þessu tagi
út sem hreinræktaðar svikamyllur
en dómstólarnir munu hugsanlega
gefa okkur allt aðra mynd. Almennt
er þó víðtæk samstaða í fræða-
heiminum um að efnahagsbrot
séu með alvarlegustu brotum sam-
félagsins og kostnaðurinn margfalt
meiri en hlýst af venjulegum auðg-
unar- og strætisbrotum.
Hins vegar er jafnljóst að við-
brögð samfélagsins og réttar-
vörslukerfisins eru í litlu sam-
ræmi við þennan alvarleika sem
birtist t.d. í því að hvítflibbar eru
sjaldséðir í fangelsum, ekki bara
hér á landi, heldur víðar í V-Evr-
ópu. Sumir telja ástæðuna felast í
því að málin séu flókin og erfitt að
sýna fram á saknæman ásetning
meðan aðrir álíta löggjöfina sniðna
að hagsmunum hinna auðugu og
valdameiri. Stundum heyrum við
að hart sé tekið á efnahagsbrotum
í Bandaríkjunum og bent á Madoff
og Enron-málið því til staðfesting-
ar en þessi mál eru undantekning-
ar. Sem dæmi má taka að engin
víðtæk afbrotarannsókn er í gangi
vegna fjármálakreppunnar vestra
þótt margir telji fulla ástæðu til.
Rannsókn sérstaks saksóknara
Rannsókn sérstaks saksóknara
hér á landi vekur því óneitanlega
mikla athygli og ekki bara hér á
landi heldur erlendis líka. Umfang-
ið er stórfellt og ef eitthvað svip-
að væri í gangi í Bandaríkjunum
væru nokkur hundruð þúsund
bankamanna með stöðu grunaðra á
Wall Street, sem örugglega myndi
sæta tíðindum í því landi.
Af þessum sökum er brýnt að
vandað sé til verka við rannsókn
fjármálafyrirtækjanna. Málsmeð-
ferðin verður að vera skotheld og
dómsniðurstöður trúverðugar sem
endurspegla allan málatilbúnað-
inn. Ef málalyktir verða rýrar og
almenningur fær á tilfinninguna
að margir sleppi auðveldlega frá
réttvísinni geta afleiðingarnar
orðið dýrkeyptar. Því hvers vegna
eiga venjulegir borgarar að fara
eftir lögunum þegar efnamenn
virðast komast upp með stórfelld
brot án þess að lögum verði komið
yfir þá? Og auðveldara verður
fyrir síbrotamenn að réttlæta
afbrotahegðan sína og erfiðara að
fá þá til að snúa við blaðinu.
Sumir fræðimenn telja alvar-
legustu afleiðingar viðskiptabrota
einmitt siðferðislegar. Traust
almennings á fjármálakerfinu og
opinberum stofnunum getur auð-
veldlega dvínað og erfitt getur
reynst að endurheimta það. Mikið
er því í húfi að rannsókn sérstaks
saksóknara byggist á traustum
grunni og dómstólarnir reynist
vandanum vaxnir.
Voru föllnu
bankarnir ein stór
svikamylla?
Efnahagsbrot
Helgi
Gunnlaugsson
prófessor í félagsfræði
við HÍ
Ef málalyktir
verða rýrar og
almenningur fær á
tilfinninguna að margir
sleppi auðveldlega frá
réttvísinni geta afleiðing-
arnar orðið dýrkeyptar.
Hænufet í rétta átt
Nýlokið er árlegri loftslagsráð-stefnu Sameinuðu þjóðanna,
sem þetta skiptið var haldin í Dur-
ban í Suður-Afríku. Væntingar
fyrir ráðstefnuna voru litlar sem
engar, sér í lagi eftir vonbrigði
sem urðu með loftslagsráðstefn-
una í Kaupmannahöfn fyrir tveim-
ur árum, en þvert á væntingar
þokaði málum áfram. Því miður
er varla hægt að segja að þar hafi
verið um meira en eitt hænuskref
að ræða, þó að vissulega hafi orðið
vart við mjög mikil vægan sam-
hljóm á ráðstefnunni.
Samkomulag í sjónmáli?
Leiðin að alþjóðlegum aðgerðum
gegn loftslagsbreytingum hefur
verið þyrnum stráð undanfarna
tvo áratugi. Fljótt þótti ljóst að
upphaflegur loftslagssamningur
Sameinuðu þjóðanna, sem undir-
ritaður var árið 1992, dygði ekki
til að koma í veg fyrir loftslags-
breytingar upp að því marki sem
æskilegt væri. Til að bregðast við
því var Kýótó-bókunin gerð við
samninginn árið 1995, þar sem
komið var á nokkuð skýru kerfi,
með mælanlegum og lagalega
bindandi markmiðum. Kýótó-bók-
unin mætti talsverðri mótspyrnu
og þess sér enn merki í því að
Bandaríkin hafa aldrei staðfest
bókunina. Þannig stendur eitt
stærsta losunarríkið utan Kýótó-
bókunarinnar, en jafnframt hafa
ört vaxandi þróunarríki á borð
við Kína, Indland og Brasilíu ekki
tekið á sig skuldbindingar.
Undanfarin ár hafa ríki sem nú
losa um 16% gróðurhúsaloftteg-
unda á heimsvísu lýst sig reiðu-
búin að halda áfram skuldbinding-
um í takt við Kýótó-bókunina, en
betur má ef duga skal. Hafa við-
ræður því stefnt að því að auka
það hlutfall til muna í nýju sam-
komulagi, sem gæti tekið gildi
þegar fyrsta skuldbindingatíma-
bil Kýótó endar undir lok árs
2012. Því miður var niðurstaða
loftslagsráðstefnunnar í Durban
í meginatriðum sú að eina ferð-
ina enn var ákveðið að komast að
niðurstöðu síðar. Kýótó-bókunin
verður framlengd um nokkur ár í
stað þess að nýtt samkomulag taki
gildi en vonir eru bundnar við að
hægt sé að ljúka vinnu við alþjóð-
lega aðgerðaáætlun fyrir 2015 sem
tekið geti gildi árið 2020.
Viðhorfsbreyting
Einu ber þó sérstaklega að fagna.
Það er sú þróun sem hefur verið
undanfarin ár en kom sérstaklega
skýrt fram í Durban, að þjóðir
heims eru hættar að karpa um það
hvort loftslagsváin sé raunveruleg
og aðgerða sé þörf. Þetta er mikil-
vægt skref, því nú virðast öll lönd
heimsins vera tilbúin að nálgast
lagalega bindandi samkomulag –
þótt enn greini þau á um eðli og
inntak slíks samkomulags. Í fyrsta
sinn eru ríki eins og Bandaríkin,
Kína og Indland, sem til þessa
hafa ekki viljað ljá máls á lagalega
bindandi samkomulagi, komin að
samningaborðinu. En tíminn er
naumur og aðgerða er þörf.
Heimurinn hefur ekki efni á því
að sífellt sé bætt við viljayfirlýs-
ingum um að senn þurfi að bregð-
ast við loftslagsvandanum. Fyrir
sum ríki heims er tíminn í raun
runninn út, fyrir enn fleiri er of
seint að bregðast við vandanum
innan einhverra ára. Að óbreyttu
þurfum við að horfast í augu við
gjörbreytt veður- og náttúrufar
um alla jörð.
Í þessum málum hefur Ísland
tekið skýra stöðu með þeim ríkj-
um sem vilja framlengja Kýótó-
bókunina. Fyrir tveimur árum
var sú ákvörðun tekin að vera í
samfloti með nágrannaþjóðum
okkar í Evrópu í samningavið-
ræðunum, en Evrópusambandið
myndar meginstoð þeirra ríkja
sem standa undir losunarskuld-
bindingum samkvæmt Kýótó-
bókuninni.
Hér skiptir máli að ganga fram
með góðu fordæmi, sama hversu
stór eða smá ríki eru. Í því skyni
hafa íslensk stjórnvöld sett saman
aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
sem til stendur að endurskoða
rækilega á næsta ári. Þar eru
sett fram metnaðarfull og raun-
hæf skref í átt að minni losun á
þeim sviðum þar sem Íslending-
ar standa sig ekki sem skyldi.
Við megum vera ánægð með það
hversu lítil losun er hér á landi í
tengslum við húshitun og orku-
framleiðslu en þegar kemur t.d.
að samgöngum erum við óvenju-
miklir umhverfissóðar.
Stærsta verkefni samtímans
Loftslagsmálin eru stærsta við-
fangsefni stjórnmála samtím-
ans og eitt stærsta jafnréttis-
mál okkar daga. Loftslagsmálin
snúast um jafnrétti á milli þjóða
heims, en þau ríki sem verst
verða úti við loftslagsbreyting-
ar eru mörg hver meðal þeirra
fátækustu og þau sem menga
mest oft þau auðugustu. Lofts-
lagsmálin snúast líka um jafn-
rétti kynslóðanna, að tryggja að
komandi kynslóðir hafi sama rétt
og við til að njóta gæða jarðarinn-
ar um ókomna tíð.
Umhverfisvernd
Svandís
Svavarsdóttir
umhverfisráðherra
Fyrir sum ríki heims er tíminn í raun runn-
inn út, fyrir enn fleiri er of seint að bregð-
ast við vandanum innan einhverra ára.