Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 30
17. desember 2011 LAUGARDAGUR30 Ég hélt satt best að segja að það væri verið að grínast í mér, þegar ég fékk símtal um að ég ætti von á orðu frá Svíakon- ungi, alveg þangað til ég stóð frammi fyrir kóngi, tók í hönd- ina á honum og fékk frá honum orðu.“ Hrafnhildur var fyrr í des- ember á meðal fimm norrænna listamanna sem hlutu sænsku Prins Eugen-orðuna fyrir fram- úrskarandi listsköpun, en það var Karl Gústaf Svíakonungur sem veitti verðlaunin við hátíð- lega athöfn í konungshöll sinni. Með því komst Hrafnhildur í félagsskap norrænna lista- manna, sem hafa áður hlotið þessi virtu verðlaun sem veitt eru árlega þremur sænskum listamönnum og tveimur frá öðrum Norðurlöndum. Sjö ár eru frá því að íslenskur listamaður fékk Prins Eugen- orðuna síðast, en það var Hreinn Friðfinnsson árið 2004. Aðrir sem hafa fengið hana eru Magn- ús Pálsson árið 1998, Kristján Guðmundsson árið 1993, Rúrí árið 1989, Sigurður Guðmunds- son árið 1985, Erró árið 1979, Einar Jónsson 1947 og Jóhannes Kjarval 1958. Þegar Hrafnhildur fékk sím- talið frá höllinni var hún nýkom- in heim frá Svíþjóð, en í nóvem- ber hafði hún tekið við Norrænu textílverðlaununum þar í landi frá Stiftelsen Fokus Borås, sem eru veitt framúrskarandi textíl- listamönnum á tveggja ára fresti. „Já, það má segja að það hafi verið skandinavískt þema hjá mér í ár, alveg óvart. Ég byrjaði á því að fara til Borås í Svíþjóð snemma árs, þar sem var tilkynnt að ég hlyti Nor- rænu textílverðlaunin. Á svip- uðum tíma var ég beðin um að vera sýningarstjóri fyrir Nor- ræna tískutvíæringinn á vegum Norræna hússins sem haldinn var 30. september síðastliðinn í Nordic Heritage Museum í Seattle.“ Hún ferðaðist þá um Norður- löndin, hitti þar fjölmarga hönn- uði og listamenn og kynnti sér norrænar hefðir. „Undirbún- ingurinn, bæði fyrir verðlauna- sýninguna mína í Svíþjóð og tískutvíæringinn í Seattle, var alveg frábær. Það var hrika- lega skemmtilegt fyrir mig að komast inn í þessa norrænu stemningu. Myndlistin mín er líka alltaf undir áhrifum frá þessum norræna arfi, handverki og handavinnu, þó að hann sé ekki endilega í forgrunni verka minna.“ veggmyndir sem skríða niður eftir veggnum og út á gólf. Þetta er ein- hvers konar abstrakt leið að því að búa til málverk, eins og Hrafnhild- ur segir sjálf, þó að pensillinn komi hvergi við sögu. Í verkum henn- ar endurspeglast áhugi hennar á mannlegri hegðun. „Ég er eiginlega með mannlega hegðun á heilanum. Ég sé okkur stundum eins og frum- ur í líkama, sem er heimurinn, eða eins og sólkerfi. Ég tengi þetta allt saman. Við erum öll einhvern veg- inn á fartinni, að reyna að fúnkera, lifa af.“ Leifar af dýrinu í okkur Hégóminn sem hreyfiafl í lífinu er Hrafnhildi hugleikinn. Einn sá efniviður, sem hún tengir einna helst við hégómann, er hár. Það er líka sá efniviður sem hún hefur orðið hvað þekktust fyrir að nota í verkum sínum. „Ég nota hár, ýmist alvöru eða gervi, sem er notað af hárgreiðslustofum og tengist þess vegna því hvað við neyðumst öll til að taka kreatívar ákvarðanir, þegar kemur að því hvernig hár- greiðslu við viljum hafa. Við erum viðstöðulaust í því að temja á okkur hárið, sem eru einhverjar leifar af dýrinu í okkur og okkar villta eðli.“ Upphaf hárblætisins rekur Hrafnhildur til æskuáranna, þegar hún var tólf ára gömul og lét klippa af sér síða fléttuna. „Þetta var mín eigin ákvörðun, en ég fékk algjört taugaáfall. Mér leið eins og ég hefði misst útlim. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að ég væri um það bil að fara í gegnum algjöra umbreytingu. Þegar ég leit í spegil- inn var ég miður mín og mér fannst ekkert varið í mig.“ Annað atvik úr æsku tengir hún líka við hárið. „Amma mín geymdi fléttu ofan í snyrtiborðinu sínu inni í herbergi. Ég kíkti oft ofan í skúff- una og horfði á fléttuna. Þetta var eins og að horfa á lík og ég tók and- köf í hvert sinn sem ég sá hana. Mér fannst þetta guðdómlegt.“ Töff að vera með grátt hár Hrafnhildi sjálfa prýðir silfurgrátt hár, sem óneitanlega gerir hana bæði í senn virðulega og áhuga- verða. Hún hefur lengi stefnt að því að fullkomna þetta útlit. „Mér finnst töff að vera með grátt hár. Ég var alltaf hrifin af langömm- unum, sem voru með gráu flétt- urnar bundnar í 8-munstri aftan á hnakkanum, undir skotthúfunum. Ég man eftir að hafa hugsað: Mig langar að vera með svona þegar ég verð stór! Ég var tvítug þegar ég byrjaði að grána og mér fannst það mjög spennandi. Á meðan ég beið eftir því að fá almennilegt grátt hár lék ég mér að því að vera með alls konar hárgreiðslur og -liti, og fékk þannig útrás fyrir sköpunar- gleðina. Þegar ég svo uppgötvaði að ég væri komin með dágott magn af gráu hári hætti ég að lita það. Ég hef vakið athygli í New York fyrir þetta, ókunnugir koma upp að mér, spyrja hvort það sé litað eða nátt- úrulegt og vilja fá að vita hvar þeir geti fengið eins. Ég fíla mig bara vel svona. Mér finnst líka ákveðið „steitment“ í því að standa með því sem líkaminn tekur sér fyrir hend- ur. Með því að vinna svona mikið með hár og hugsa svona mikið um hégómann í myndlistinni minni held ég að mér hafi að mörgu leyti tekist að sefa minn eigin hégóma.“ FRAMHALD AF SÍÐU 28 ORÐA FRÁ KONUNGI Hrafnhildur Arnardóttir tók við Prins Eugen-orðunni fyrir fram úrskarandi listsköpun í sænsku konungshöllinni í desember. Á myndinni sést Hrafnhildur taka á móti orðunni úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs. MYND/ÚR EINKASAFNI Fékk orðu frá Svíakonungi fyrir framúrskarandi listsköpun ■ Í FÓTSPOR KJARVALS, ERRÓ OG EINARS JÓNSSONAR 1 2 1. Aimez vous avec ferveur Hrafnhildur vakti mikla athygli fyrir þetta risastóra verk sem hún vann í glugga hins nútímalistasafninu MoMA í New York, í samvinnu við myndlist- armennina Eli Sudbrack og Christoph Hamaide Pierson. 2. Röralist Í nýjustu verkum Hrafnhildar hefur hún meðal annars notað rör, sem hún raðar upp á mismunandi hátt eftir sýningarrýminu, og þekur með litríkum hárteygjum. Ef vel er að gáð má sjá auga við enda rörsins. 3. Hippie Planet Fyrir sýningu sína sem nú stendur yfir í Borås í Svíþjóð gerði Hrafnhildur nokkrar ólíkar týpur af hærðum plán- etum, sem á ensku heita „comets“, sem kemur úr grísku og þýðir síðhærð stjarna. 4. Ímyndaður vinur Hrafnhildur notar oft nytjahluti sem efnivið. Í þennan Ímyndaða vin, sem stendur á sýningu Hrafnhildar sem nú stendur yfir í Borås í Svíþjóð, notaði hún gömul ullarteppi sem hún fann á flóamarkaði fyrir utan bæinn. 5. Daðrað við tískuna Hrafnhildur ferðast frjálslega á milli listforma og daðrar meðal annars við tískuna. Þessa flík vann hún í samstarfi við Eddu Guðmundsdóttur fyrir VPL í New York. Myndin er frá tískuvikunni í New York árið 2010. 3 4 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.