Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
kreditkort.is
Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið.
FÁÐU ÞÉR
MASTERCARD
HJÁ OKKUR
HVAÐA KORT HENTAR ÞÉR?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
„Það sem haft er eftir blaðafulltrú-
anum stangast algjörlega á við það
sem kom fram á fundi sameiginlegu
EES-nefndarinnar í dag, sá fundur
var haldinn að ósk framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins og að
þeirra sögn einungis til að upplýsa
um það að Evrópusambandið hefði
til skoðunar að setja löndunarbannið
á. Í því er ekkert nýtt, þeir hafa sagt
það áður en gera það með formleg-
um hætti með þessu,“ sagði Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra
þegar falast var eftir viðbrögðum
hans við þeirri frétt að Evrópusam-
bandið hefði ákveðið með formlegum
hætti að leggja bann á löndun makr-
íls frá Íslandi í höfnum ESB-ríkja.
Samkvæmt tilkynningu frá blaða-
fulltrúa Mariu Damanaki, sjávarút-
ræður og reyna að ljúka þessu máli.
Við mótmæltum að sjálfsögðu
áformum þeirra og sögðum mjög
ákveðið að það væri ekki góð aðferð
til þess að leysa deilu að hefja beit-
ingu refsiaðgerða af þessu tagi,“
sagði Össur. Hann útilokar ekki að
makríldeilan geti haft áhrif á aðild-
arviðræður Íslands að ESB ef hún
fer í hart. „Mér finnst það annars
ólíklegt, þetta er hefðbundin fisk-
veiðideilda en ef hún dregst á lang-
inn og ef ekki finnst lausn þá útiloka
ég það ekki. Ég dreg það líka í efa að
ýmsar vinaþjóðir okkar sem vinna
innan Evrópusambandsins telji rétt
af hálfu ESB að grípa til svona ráð-
stafana á þessu stigi málsins en það
verður bara að koma í ljós.“ ingveld-
ur@mbl.is
vegsstjóra ESB, frá því í gær ákvað
Evrópusambandið með formlegum
hætti að leggja á bann á fundi í sam-
eiginlegu EES-nefndinni í gær og
átti það að taka strax gildi.
„Mér er tjáð að þessi ákvörðun
liggi ekki fyrir innan ESB og hana
eigi eftir að taka í þar til bærum
stofnunum. Sömuleiðis kom það
skýrt fram á fundinum að þeir lýstu
fullum vilja til þess að taka upp við-
Ósammála um löndunarbann
Össur segir löndunarbann á makríl ekki hafa verið sett á
Blaðafulltrúi sjávarútvegsstjóra ESB segir hið gagnstæða
Mér er tjáð að
þessi ákvörðun
liggi ekki fyrir inn-
an Evrópusam-
bandsins
Össur Skarphéðinsson
Aðeins mættu níu manns á fé-
lagsfund svæðisfélags VG í Skaga-
firði sem haldinn var á skemmti-
staðnum Mælifelli í gær, auk
frummælenda. Litlu fleiri mættu á
almennan fund sem haldinn var í
kjölfarið eða 11-12 manns, að sögn
Úlfars Sveinssonar, fundarstjóra og
varaformanns svæðisfélagsins.
Frummælendur á fundinum voru
þau Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, þingmennirnir Árni Þór
Sigurðsson og Lilja Rafney Magn-
úsdóttir auk framkvæmdastjóra
flokksins, Auðar Lilju Erlings-
dóttur.
Á annað hundrað manns eru í
svæðisfélaginu. Úlfar sagði að skýr-
ingin á slakri mætingu væri sú að
Skagfirðingar hefðu lítinn áhuga á
að hlusta á það sem Árni Þór Sig-
urðsson hefði fram að færa. Fund-
armenn hefðu á hinn bóginn lýst
stuðningi við Jón Bjarnason og Ás-
mund Einar Daðason.
runarp@mbl.is
Níu á félags-
fundi VG í
Skagafirði
Fólk um allt land var hæstánægt með frammistöðu íslenska landsliðsins í
handbolta gegn Ungverjum í gær og ekki voru fagnaðarlætin minnst á
Players í Kópavogi. Þar var nokkur fjöldi samankominn til að fylgjast með
og ánægjan leyndi sér ekki þegar strákarnir okkar settu boltann í netið.
Miklu meira en sátt við strákana sína
Morgunblaðið/Ómar
Hólmsá
Atley
Stöðvarhús
Göng
Miðlunarlón
Hrífunes
GröfHólmsárvirkjun við Atley
Stíflugarður
Stífla
Grunnkort: LMÍ
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landsvirkjun og RARIK hafa sam-
ið við eigendur tveggja þriðju hluta
vatnsréttinda í Hólmsá í Skaftár-
tungu vegna áforma um byggingu
Hólmsárvirkjunar við Atley. Ríkið
á þann þriðjung sem eftir er og eru
viðræður nýlega hafnar við það.
Efni samninganna er bundið trún-
aði en áætla má að leiguverðið sé
nálægt 300 milljónum í heildina.
Ekki hefur verið gengið frá nauð-
synlegum breytingum á aðalskipu-
lagi.
Landsvirkjun og RARIK –
orkuþróun hafa unnið sameiginlega
að rannsóknum á virkjanakostum í
Skaftártungu í átta ár. Í þeim áætl-
unum sem nú liggja fyrir er gert
ráð fyrir að Hólmsá verði stífluð
norðan við hæðina Atley og auk
þess gerður lágur stíflugarður
vestan við suðurenda eyjarinnar.
Með því er myndað miðlunarlón
neðan við Hólmsárfoss, allt að 10
ferkílómetrar að stærð. Úr miðl-
unarlóninu er vatni veitt um 6,5
kílómetra löng göng að stöðvarhúsi
sem verður á milli bæjanna Hrífu-
ness og Flögu. Þaðan er vatnið síð-
an leitt um göng og skurð út í
Flögulón og Kúðafljót. Vatnsvegir
og mannvirki verða að mestu
neðanjarðar.
Í nýjustu áætlunum er miðað við
að uppsett afl virkjunarinnar verði
65 megawött.
Skipulagsferli ekki lokið
Frumhönnun virkjunarinnar er
nú lokið og samkvæmt upplýsing-
um Landsvirkjunar er gert ráð fyr-
ir að unnið verði að verkhönnun og
mati á umhverfisáhrifum á næstu
tveimur árum. Hólmsárvirkjun er
talinn hagkvæmur virkjunarkostur,
í sama flokki og Búðarhálsvirkjun
sem Landsvirkjun er að byggja.
Stíflun Hólmsár og myndun lóns
mun breyta ásýnd svæðisins sem
og frárennsli virkjunarinnar.
Rannsóknir benda ekki til þess
að sérstakar vistgerðir séu í hættu
við gerð lónsins.
Gert er ráð fyrir þessari virkjun
og fleirum í breytingum á aðal-
skipulagi Skaftárhrepps sem nú er
til umfjöllunar í sveitarstjórn. 45
athugasemdir bárust þegar tillagan
var kynnt. Þær snúa flestar að
breytingum á mörkum Vatnajök-
ulsþjóðgarðs og virkjunum, sam-
kvæmt upplýsingum Skaftár-
hrepps. Í athugasemdum kemur
meðal annars fram ótti við áhrif
virkjana á ímynd sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið er að undirbúa svör
við athugasemdunum.
Landsvirkjun og RARIK hafa
gengið frá samningum við landeig-
endur, aðra en ríkissjóð. Það stað-
festir Ragna Sara Jónsdóttir, yf-
irmaður samskiptasviðs Lands-
virkjunar. Efni samninganna er
hins vegar trúnaðarmál og ekki
gefið upp.
Samningar fyrr í ferlinu
Ef miðað er við leigu á vatnsrétt-
indum fyrir aðrar virkjanir, svo
sem Kárahnjúkavirkjun, og bygg-
ingarkostnað sambærilegra virkj-
ana og tekið tillit til stefnu rík-
isvaldsins um að leigja ekki
nýtingarrétt orkuauðlinda til of
langs tíma má áætla að heildar-
leiguverð Landsvirkjunar og RA-
RIK fyrir vatnsréttindi Hólmsár-
virkjunar geti numið nálægt 300
milljónum kr.
Samningarnir eru gerðir þótt að-
alskipulag hafi ekki verið staðfest.
Ragna Sara Jónsdóttir segir að
samkeppni ríki á raforkumarkaðn-
um og þurfi Landsvirkjun þess
vegna að tryggja réttindi sín fyrr í
ferlinu en áður var.
Samið við eigendur vatnsréttinda
Landsvirkjun og RARIK undirbúa Hólmsárvirkjun við Atley í Skaftártungu Verkhönnun og um-
hverfismat að hefjast Ekki hefur verið gengið frá skipulagi Áætlað að landeigendur fái 300 milljónir