Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
Á fallegum vetr-
armorgni milli jóla
og nýárs kvaddi ástkær vinkona
okkar, Edda.
Hugurinn leitar til áranna í MR
þar sem við bundumst tryggðar-
og vinaböndum, sem aldrei hefur
borið skugga á.
Síðan bættust mennirnir okkar
og börn í hópinn og saman höfum
við átt margar góðar stundir jafnt
í gleði og sorg.
Margt höfum við gert saman á
liðnum árum en upp úr standa
ferðalögin. Síðasta ferðin okkar
var til Rómar í október 2008. Sú
ferð verður okkur ávallt ógleym-
anleg, ekki síst vegna þess kjarks
og viljastyrks sem Edda sýndi
með því að fara með okkur og taka
þátt í öllu sem við gerðum, þó að
sjúkdómurinn væri þá þegar far-
inn að hafa áhrif á þrek hennar.
Edda vinkona okkar ferðaðist
vítt og breitt um heiminn og gam-
an var að heyra frásagnir hennar
af þessum ferðum, m a. til Japans,
Ástralíu, Nýja-Sjálands, Tasman-
íu, Egyptalands og Taílands. Hún
var fróðleiksfús og aflaði sér upp-
lýsinga og vitneskju um öll þau
lönd sem hún ferðaðist til. Við
nutum þess að heyra ferðasögurn-
ar, þó svo að margt sem hún upp-
lifði hefðum við hinar kannski ekki
verið tilbúnar að reyna, eins og
t.d. að gista í tjaldi með köngulóm
og snákum í óbyggðum Ástralíu.
Edda var mjög sjálfstæð kona
og okkur góð fyrirmynd. Hún var
góð heim að sækja og margar góð-
ar minningar eigum við frá fallegu
heimili hennar á Reynimel. Hún
var góður kokkur og engan annan
þekkjum við sem var áskrifandi að
sérstöku blaði um súkkulaði. Við
fengum að reyna margt góðgætið
úr því blaði.
Eftir að Edda flutti í Sóltún,
nutum við áfram gestrisni hennar
og var gjarnan boðið upp á kon-
fekt og púrtvín.
Á árunum sem Guðný var við
nám og störf í París var Edda þar
tíður gestur og allt franskt var
henni kært. Í júní 2002 þegar
Edda varð sextug fórum við
nokkrar og áttum með henni
ánægjudaga í París.
Í veikindum sínum sýndi Edda
ótrúlegt hugrekki og æðruleysi.
Hún kvartaði aldrei. Var ávallt já-
kvæð og það gerði öllum auðvelt
að gera henni lífið eins bærilegt
og hægt var.
Í sumar nutum við þess að fara
saman upp að Heklurótum og
heimsækja vini okkar Ellu og
Guðna. Þetta var á björtum sum-
ardegi og Edda gat notið ferð-
arinnar með okkur. Nú í desem-
ber kom hún í saumaklúbb og hinn
18. desember þáðum við boð henn-
ar og Guðnýjar þar sem saman
voru komnir ættingjar þeirra og
vinir. Allt þetta er okkur ómetan-
legt.
Edda var fagurkeri og naut
þess að sækja alla listviðburði.
Hún var smekkkona, hafði gaman
af fallegum fötum, skarti og skóm.
Fram á síðasta dag vildi hún vera
vel klædd og með skartið sitt ef
hún fór á mannamót. Gullið frá
Egyptalandi og fallegi hringurinn
frá Guðnýju voru á sínum stað.
Í dag minnumst við einnig með
hlýju vinkonu okkar Bjarkar sem
kvaddi 26. júlí 2006.
Við kveðjum Eddu með miklum
söknuði og vottum Guðnýju inni-
lega samúð okkar.
Anna, Elín, Jóhanna,
Kristín, Ólöf og Sigrún.
✝ Edda Sigurð-ardóttir líf-
eindafræðingur
fæddist í Reykjavík
12. júní 1942. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 28. desember
2010.
Útför Eddu fór
fram frá Dómkirkj-
unni 14. janúar
2011.
Ég held ég geti sagt
með sanni að ég
kynntist Eddu næst-
um um leið og ég
kynntist Guðnýju
dóttur hennar og
bekkjarsystur minni.
Þær voru svo sam-
rýndar mæðgur að
annað var í raun ekki
hægt.
Það var þó fyrst í
París að ég fékk að
kynnast henni al-
mennilega, en þegar
hún kom í heimsókn
til Guðnýjar reyndi ég alltaf að ná
að hitta hana, enda næstum jafn-
gott og að hitta mína eigin
mömmu.
Edda var yndisleg manneskja og
gott að vera nálægt henni. Hún var
mjög smekkleg og fylgdist alltaf
vel með straumum og stefnum án
þess þó að vera snobbuð eða fara í
manngreinarálit á nokkurn hátt.
Og á bak við settlega dömuna
leyndist lúmskur húmoristi sem
gat stundum fengið okkur til að
taka bakföll af hlátri, svo nösk var
hún að draga fram skoplegar hlið-
ar mannlífsins.
Þetta hljómar kannski klisju-
lega, en svona bara var hún samt,
hún Edda. Og hún hélt bæði kven-
leikanum og húmornum sínum í
gegnum öll veikindin, sem má telj-
ast hálfgert kraftaverk.
Mér er sérstaklega minnisstætt
hvað mér þótti alltaf gaman að
uppgötva alls konar furðuleg „sys-
tem“ á heimili þeirra mæðgna.
Ég er fyrst að átta mig á því
núna, að kannski tengdust þessar
furðulegu reddingar, sem komu í
stað alvöru viðgerða, einfaldlega
því að enginn karlmaður var til
staðar á heimilinu. Hver veit? En
það var svo gaman að því að þurfa
að snúa aðeins upp og til hliðar til
að opna ísskápinn, taka takkann
sem er uppi á hillu og setja framan
á eldavélina til að stilla hitann,
passa sig að ganga alltaf vinstra
megin í gegnum fallega perluheng-
ið því hægra megin var það svo
laust að það datt alltaf af … Þetta
er reyndar tilbúningur, nema
perluhengið, því mér er gersam-
lega ómögulegt að muna í dag hvað
það var sem virkaði ekki alveg hjá
þeim, enda meira en tuttugu ár
síðan þetta var. Edda var vitan-
lega búin að flikka heldur betur
upp á íbúðina sína.
Edda var Guðnýju dóttur sinni
allt og stóð með henni í öllu sem
hún gerði. Og fékk það vissulega
launað til baka, Guðný hefur staðið
sem bjarg með mömmu sinni í
gegnum þessi ömurlegu veikindi
sem nú hafa tekið Eddu frá okkur
öllum.
Það er með sorg í hjarta sem ég
kem heim til Íslands til að fylgja
henni til grafar, en um leið er ég
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast henni og þakklát fyrir að
hafa fengið að verða vitni að því
hvað vináttan skiptir miklu máli.
Það er góð áminning sem ég
mun reyna að varðveita. Því að þó
að Edda hafi ekki átt stóra fjöl-
skyldu var þétt net af góðu fólki í
kringum hana og þær mæðgur all-
an tímann sem heilsu hennar hrak-
aði. Svo þétt og sterkt, að eftir því
var tekið í heilbrigðiskerfinu, sem í
vanmætti sínum og fjárskorti þarf
að treysta á ættingja og vini til að
sjá um sjúklinga sem með réttu
ættu að njóta fullrar umönnunar.
Ég kveð því Eddu í dag með
ljúfsárri blöndu af sorg og gleði í
hjarta. Ég sendi Guðnýju dóttur
hennar og vinkonu minni mínar
innilegustu samúðarkveðjur, sem
og öllum ómetanlegum vinum
Eddu, sem ég veit að munu halda
áfram að hugsa um Guðnýju sem
væri hún þeirra eigin dóttir.
Kristín Jónsdóttir.
Edda vinkona mín er látin. Und-
anfarin ár hefur hún barist við
óvæginn, ömurlegan sjúkdóm. Hélt
þó andlegri skerpu og reisn til
hinstu stundar. Sumarið 1962 fór-
um við til Noregs að loknu stúd-
entsprófi að vinna á fjallahóteli í
Guðbrandsdalnum. Þessi sumar-
dvöl leiddi til ævarandi vináttu
okkar Eddu og Kristínar Erlings-
dóttur.
Fljótlega gerði ég mér grein fyr-
ir að hún var vel að sér um nær
alla hluti og sönn heimskona enda
alin upp á róttæku, bóhemísku
menningarheimili.
Haustið 1966 fórum við saman
til Gautaborgar og unnum í ár á
Sahlgrenska sjúkrahúsinu. Okkur
fannst ekki mikið fjör í Gautaborg
og nýttum hvert tækifæri til að
skreppa til Kaupmannahafnar.
Dansstaðir opnir allan sólarhring-
inn og hægt að fá sér snúning í
morgunsárið. Ógleymanleg er
sumarleyfisferð okkar til Búlgaríu
og Istanbúl. Þegar við vorum bún-
ar að fá nóg af strandlífinu
ákváðum við að fljúga til Sófíu.
Flugferðin til baka í afar fornfá-
legri rússneskri vél er minnisstæð.
Mikil ókyrrð og hossingur og flug-
freyjan endaði í fanginu á okkur,
sturluð af hræðslu. Við vorum al-
veg kúl, enda vanar rútum á Ís-
landi. Í Gautaborg kynntist Edda
Einari Hákonarsyni listmálara,
þau bjuggu saman um tíma og
eignuðust Guðnýju sem ólst upp í
faðmi Eddu og fjölskyldu hennar.
Við ferðuðumst mikið saman,
bæði innanlands og utan. Það var
auðvitað samfelld veisla, hvort sem
farið var um söguslóðir, tökustaði
kvikmynda, bókmenntir eða gríska
goðafræði, alls staðar var hún vel
heima. Edda kom til okkar þegar
við bjuggum í Michigan í Banda-
ríkjunum og fórum við akandi til
New Orleans og Flórída. Upplifð-
um stemninguna í suðurríkjunum,
þræddum djassbúllurnar og æfð-
um bragðlaukana á kreólamatnum.
Mér fannst stundum skorta á
áræðið hjá Eddu og Jósef heitnum
bónda mínum, augliti til auglitis
við framandi sjávarfang, en þau
voru ekkert hikandi og afar sam-
taka þegar kom að ís og súkkulaði.
Eftirminnileg ferðalög voru á
æskuslóðir Kristínar vinkonu í
Kelduhverfi. Þá var svipast um í
Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur geng-
in. Ökuferð um Evrópu á 9. ára-
tugnum var vettvangur fræðslu og
upplýsinga um heimsstyrjaldir og
sögu austurríska keisaradæmisins.
Við fórum saman í fjölmargar
borgarferðir, Edda vissi alltaf
hvað helst ætti að gera í London,
París, Berlín, Búdapest eða Ma-
drid. Þetta voru ekki verslunar-
ferðir, miklu frekar til að njóta og
skoða litríkt mannlíf, leikhús og
listasöfn. Kom þó fyrir, ef ég var
að dást að einhverri flík sem hún
var í, að hún sagði: „Þú lést mig
kaupa þetta í London/París.“ Ekki
furða að mér þætti hún fín! Auðvit-
að „lét“ ég Eddu ekki gera neitt,
þetta var hennar skemmtilegi
húmor, það ráðskaðist enginn með
hana.
Undanfarið ár bjó hún í Sóltúni í
eins góðu yfirlæti og hægt er við
þær aðstæður sem forsjónin bjó
henni. Undantekning ef hún var
ein þegar maður kom við. Enda
var alltaf gaman og upplýsandi að
koma til hennar, hugurinn skarpur
og frjór, engin þörf á að „gúgla“,
maður fletti bara upp í Eddu.
Hún var einstök vinkona, vitur,
töff, trygg og skemmtileg. Hennar
verður sárt saknað.
Elín Guðmundsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Kuldinn er nístandi rakur í
Normandí og fjarlægðin er sár. Ég
geng um sléttlendið og sakna
Eddu. Lopapeysan mín er hennar
og hún hlýjar mér nú. Ég kynntist
dóttur Eddu í Frakklandi fyrst.
Síðan nutum við þess að hittast,
bara si-svona. Áttum lund saman.
Hittumst ósjaldan, sérstaklega eft-
ir að ég reyndi að koma alkomin
heim og Guðný var enn úti. Hún
lagaði eitthvað gott og við höfðum
það þægilegt, kvöldstund sem
morgunstund. Hún þekkti mínar
kærustur og vini. Ákaflega sjarm-
erandi alltaf. Innilega glæsileg.
Heilbrigð og hispurslaus. Það var
hún sem prjónaði á mig peysuna
sem hlýjar mér nú.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson)
Hanna Steinunn Þorleifsdóttir.
Minnið er undarlegt fyrirbæri
og oftar en ekki dregur það fram
fáránlega hversdagsleg atvik aftan
úr fortíðinni og spilar fyrir mann í
kviksjá kollsins á meðan þau atvik
sem ætla mætti að væru öðrum
merkilegri eru undarlega óljós og
ná ekki fullri skerpu.
Þannig er minningin um fyrsta
fund okkar Eddu fremur óskýr í
mínum kolli, það sem kemur upp á
yfirborðið er hversu hlýja og já-
kvæða nærveru hún hafði og
hversu vel hún vildi manni.
Ég man óljóst eftir eigin vand-
ræðagangi og feimni sem Edda
sléttaði yfir og gerði lítið úr af
nærgætni og hlýju. Hún hefði án
efa hrist hausinn og flissað hefði
hún getað lesið þessar línur en það
var nú samt þannig að hún laðaði
fram það besta í fólki. Hún Edda
var góð kona með blik í auga og
þrusugóða kímnigáfu. Hún fór ekki
í loftköstum um þennan heim, nei,
með hægð og næmi umgekkst hún
samferðamenn sína. Það átti einn-
ig við um okkur unglingana, vini
hennar Guðnýjar dóttur hennar
sem fylltum oft íbúðina á Reyni-
melnum af skvaldri og hávaða á ní-
unda áratug síðustu aldar. Þær
Edda og Guðný voru alla tíð sam-
rýndar mæðgur og mjög góðir vin-
ir og sú vinátta smitaði út frá sér
ef svo má að orði komast. Edda tók
vel á móti þessum menntskæling-
um sem allt þóttust vita og kunna
og á sinn hægláta hátt laumaði hún
inn ýmiskonar vitneskju hjá okkur,
nánast án þess að við tækjum eftir
því. Hún vissi það kannski ekki
sjálf en það var hún sem kenndi
mér að meta bæði þá Tom Waits
og Leonard Cohen og hún vísaði
mér einnig veginn að góðri mat-
arlist. Það er Eddu að þakka að ég
veit meira um kakóbaunina en
góðu hófi gegnir því hún var
heimsborgari og áskrifandi að fag-
tímaritinu Chocolatier og ég
gleymi seint frönsku súkkulaðikök-
unni sem hún galdraði fram af síð-
um blaðsins. Á þessum árum bjór-
líkisins þótti bara flott að fá
hnallþórur hjúpaðar brúnlituðum
hnoðmör sem nefndist súkkulíki en
Edda opnaði augu mín fyrir nýjum
víddum á því sviði.
Edda hafði unun af ferðalögum
og fyrir utan fjölmargar heimsókn-
ir til Guðnýjar í París fór hún vítt
og breitt til að skoða sig um. Í eitt
skipti heimsóttu þær mæðgur mig
til London. Þær voru í menning-
arreisu og er fundur okkar þá ein
af þessum hvunndagslegu minn-
ingum sem koma á óvart. Ég man
hvað þær hlógu innilega að vitleys-
unni í söngleiknum sem þær höfðu
séð kvöldið áður og hversu hjákát-
legur einhver dillibossi sem þar
steig á stokk hafði verið. Það er
þannig sem ég man eftir henni
með tárin í augunum eftir gott
hláturkast.
Dagur Gunnarsson.
Edda Sigurðardóttir
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
likkistur.is
Íslenskar kistur og krossar.
Hagstæð verð. Sími 892 4605
Á yndislega falleg-
um vetrardegi kvaddi
Gyða Jónsdóttir, sú
mæta kona. Hún var
sterkur persónuleiki með áhuga á
svo mörgu; náttúruvísindum, listum
og mannfólki, enda var hún víðlesin
kona. Það hefði átt vel við hana að
sjá tunglmyrkvann á stysta degi árs-
ins. Hún talaði stundum um gamla
tímatalið eins og einmánuð, þorrann
og góuna. Þar var hún á heimavelli.
Gyða var hin besta frænka og
nutu systursynir hennar góðs af því
og einnig þeirra fjölskyldur. Hún
var alltaf tilbúin fyrir börnin, gat
lesið fyrir þau, föndrað, boðið þeim í
bæjarferð með strætó eða bara
spjallað. Gyða hafði sterkar skoðan-
ir á hlutunum og sagði stundum
„maður er ekkert nema sérviskan“.
Í vor kvöddu tvö systkini hennar
sama daginn, þau Ólafur og Erna,
Gyða Jónsdóttir
✝ Gyða Jónsdóttirfæddist í Reykja-
vík 27. september
1920. Hún andaðist á
líknardeild Landa-
kotsspítala 20. desem-
ber sl.
Útför Gyðu var
gerð frá Fríkirkjunni
í Reykjavík 29. des-
ember 2010.
og varð það henni
mikið áfall, enda var
sterk vinátta á milli
þeirra. Eins og oft áð-
ur reyndu frændur
hennar að gera vel við
hana og buðu henni í
mat og bíltúra og
hafði hún gaman af
því.
Í sumar buðum við
henni með okkar í
nokkrar dagsferðir
ásamt strákunum okk-
ar. Fórum við meðal
annars vestur á Snæ-
fellsnes og austur undir Eyjafjöll
þar sem verksummerkin eftir eld-
gosið voru skoðuð. Í þessum ferðum
fengum við frábært veður og gátum
setið úti og snætt okkar nesti. Þessu
hafði Gyða gaman af og gat þá sagt
okkur frá skemmtilegum ferðalög-
um sem hún fór í forðum daga um
þessar slóðir.
Ég minnist Gyðu með hlýhug og
er þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast henni. Öllu því góða fólki
sem hugsaði um hana af alúð og
virðingu á Landakoti síðastliðnar
vikur færi ég mínar bestu þakkir.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Una Guðlaug Haraldsdóttir.