Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 47
DAGBÓK 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
Hvað hugsar
Steingrímur J.
Sigfússon?
Hann hugsar ekki
neitt, miðað við það
sem maður fær í
fréttum. Við siglum
hraðbyri inn í Evr-
ópusambandið og
Steingrímur lokar
eyrum og augum
fyrir því. Við erum
að tapa sjálfstæði
okkar með aðstoð
þessarar rík-
istjórnar. Með þátt-
töku í Evrópusam-
bandinu er ekki
mikill vandi að sjá að við töpum
okkar helstu auðlindum, fiski-
miðum, sem verða þurrkuð upp á
tveim til þrem árum, landbún-
aður verður lagður í rúst, iðn-
aður okkar og atvinna verða fyr-
ir útlendinga en ekki okkar góðu
iðnaðarmenn. Hver eru rökin
sem ég get fært fyrir þessu?
Meðlimir ESB hafa eytt öllum
fiski í Eystrasalti, öll fiskimið
kringum England og Danmörk.
Fyrir ári heimtuðu ESB-löndin
að Bretar drægju saman afla
sinn í Norðursjó um 90%. Þarf
meiri vitna við til að sjá hvernig
okkar fiskimið yrðu ef þessum
löndum yrði frjálst að fiska í
okkar landhelgi? Ég segi bara:
Til hvers var þá barist um land-
helgina, er þetta ekki nóg Stein-
grímur?
Steingrímur og hans áhang-
endur eru að vinna að því með
refshætti að við töpum sjálfstæði
okkar. Einhvern tíma hefði þetta
kallast landráð. Mig minnir að
afli okkar upp úr sjó hafi verið
70-80 milljarða virði á síðasta ári
og fer ört vaxandi þar sem
þorskvísitalan hefur aldrei verið
hærri síðan mælingar hófust.
Þjóðin verður að vakna strax og
koma í veg fyrir afglöp rík-
isstjórnarinnar. Þjóðin veit að
með sama áframhaldi stefnir í
allsherjar fátækt
hérna, atvinnuleysi
aldrei sem fyrr og
um ókomna tíð
o.s.frv. Eins og er
núna erum við með-
al ríkustu þjóða ver-
aldar, eigum mestu
vistvæna orku ver-
aldar miðað við
stærð þjóðar. Því
verðum við að halda.
En það verður ekki
gert með þessa
óværu í stjórn-
arráðinu.
Ég skora á allt
hugsandi fólk að
losa okkur við þetta
úr stjórnarráðinu strax og boða
til kosninga, svo hið rétta andlit
sjáist á Alþingi. Jóhanna situr
sem einræðisherra og virðist
hafa þau heljartök á Steingrími
að hann er eins og mús undir
fjalaketti. Stjórnin situr sem
fastast, hér væri allt á uppleið ef
þessi minnihluta-stjórnarósvinna
hefði aldrei komist til valda.
Þjóðin er farin að líta með von í
augum til forseta lýðveldisins,
hann getur varla horft framhjá
þessu lengur. Það eina sem þessi
stjórn hefur gert er að svíkja öll
sín kosningaloforð, hún hefur
lagt skatta á alla þá sem minna
mega sín í þjóðfélaginu, aldraða,
öryrkja, sjúklinga og atvinnu-
lausa. Og ef þessi brjálæðislega
hugmynd þeirra um vegtolla úr
öllum þéttbýliskjörnum kemst í
framkvæmd, lækkar enn fram-
færslan hjá þeim er sækja vinnu
um þessar leiðir. Og ég er viss
um að sá skemmtilegi Þingvalla-
hringur sunnudagsins leggst
hreinlega af.
Með von um kosningar sem
fyrst og betri tíð.
Karl Jóhann Ormsson.
Ást er…
… að vera til staðar
hvort fyrir annað.
VelvakandiGrettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ERTU BÚINN
AÐ SLEIKJA
SKÁLINA?
ENGAN
ASA JÓN
MINN
KONUNGURINN HEFUR LAGT
Á SKATT SEM HANN ÆTLAR AÐ
NOTA TIL AÐ REISA STYTTU AF
FRÆGRI MANNESKJU
HVAÐA
MANN-
ESKJU?
GETTU!
HELDURÐU
AÐ HEIMUR-
INN ENDI
BRÁÐUM?
ÉG REYNI
AÐ HUGSA
EKKI UM
ÞAÐ
EN NÚNA
ÞEGAR ÉG
ER BÚINN
AÐ
MINNAST
Á ÞAÐ?
ÆI, GLEYMDU
ÞESSU BARA
EN ÞEGAR
HLUTIR ERU...
ÉG
REYNI BARA
AÐ GLEYMA
SVONA
HLUTUM
JAFNÓÐUM
ÉG ER EKKI VANUR
AÐ HLUSTA Á
KÓNGULÆR...
...EN KÓNGULÓARMAÐURINN
MÆLTI MEÐ ÞESSU LEIKRITI OG SVO ER
ÞESSI PARKER GELLA FREKAR HUGGULEG
HVERJU HEF ÉG
AÐ TAPA?
Á
FACEBOOK
GETURÐU FUNDIÐ
FÓLK SEM ÞÚ
HEFUR EKKI
SÉÐ LENGI
ER
ÞAÐ EKKI
NETT?
ÉG VEIT EKKI,
SUMT ÚR FORTÍÐINNI
ER BETRA AÐ LÁTA
EIGA SIG
ÞAÐ ER ALDREI AÐ
VITA HVAÐ GÆTI GERST
EF MAÐUR FÆRI AÐ HAFA
SAMBAND VIÐ GAMLA VINI
OG KUNNINGJA
ÞETTA
HLJÓMAÐI HÁLF
VÆNISJÚKT
ÆTLI EINHVERJIR
AF GÖMLU KÆRUSTUNUM
MÍNUM SÉU Á
FACEBOOK?
FINNST ÞÉR
FÓTAÓEIRÐ EKKI
SPENNANDI?
ÞÚ ERT
LEIÐINLEGUR
RUNÓLFUR,
ÉG ER FARINN
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Þorlákur Þórarinsson á Ósivar eitt af höfuðskáldum 18.
aldar. Hann var fæddur á Látr-
um 23. desember 1811 og
drukknaði í Hörgá 9. janúar
1773, „er hann fór yfir um hana,
á nokkuð sviplegan hátt, eftir
því sem sagt er“. Hann hafði
skírt á þessum tíma 432 börn,
gefið saman 80 hjón, sungið yfir
422 dauðum og fermt 142 ung-
menni. Hann orti Vetrarvísur:
Sumarið þegar setur blítt
sólar undir faldi
eftir á með eðlið strítt
andar veturinn kaldi.
Felur húm hið fagra ljós,
frostið hitann erfir,
væn að dufti verður rós,
vindur logni hverfir.
Lýðum þegar lætur dátt
lukkubyrinn mildi
sínum hug í sorgar átt
sérhver renna skyldi.
Það er eðlilegt á þessum jan-
úardögum að hugurinn reiki til
Akureyrar og snjókomunnar, en
Snjókoma er yfirskrift þessarar
vísu Stefáns Ólafssonar.
Ofan drífur snjó á snjó,
snjóar hylja flóa tó,
tóa krafsar móa mjó,
mjóan hefur skó á kló.
Bólu-Hjálmar grípur hug-
myndina á lofti. „Vísa þessi er
snúin úr vísu síra Stefáns Ólafs-
sonar,“ segir neðanmáls í ljóð-
mælum hans, og færð til dýrari
brags:
Nógan gefur snjó á snjó,
snjó um vefur flóa tó,
tóa grefur móa mjó
mjóan hefur skó á kló.
Þessi vísa Bólu-Hjálmars um
síra Benedikt Vigfússon á Hólum
er af öðrum toga:
Hjaltadals af dyngjum snæs,
dimmum þokurólum
mammons krapta belgur blæs,
Benedikt á Hólum.
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ofan drífur snjó á snjó
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is