Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Með tím-anum erað birtast æ skýrari mynd af ríkisstjórninni sem kennir sig við velferð og skjald- borg. Smám saman er að koma í ljós að pukrið og leynd- arhyggjan er allsráðandi og ríkisstjórninni er ómögulegt að svara fyrirspurnum hik- laust og af hreinskilni. Þetta þekkja fjölmiðlar vel en þing- menn eru einnig að reka sig æ oftar á þetta vandamál. Dæmi um þetta eru fyrir- spurnir vegna sérfræðikostnað ríkisstjórnarinnar. Óli Björn Kárason lagði fyrirspurn um málið fyrir forsætisráðherra sl. sumar og síðan hefur Guð- laugur Þór Þórðarson fylgt málinu eftir. Þrátt fyrir mikla eftirfylgni hefur reynst ómögulegt að fá skýr svör frá forsætisráðherra og nú er svo komið að Guðlaugur Þór hefur sent ríkisendurskoðanda minnisblað vegna málsins og óskað eftir að stofnunin fari yfir málið. Ástæða þess að svo langt hefur þurft að ganga er að augljóst má telja að upplýsing- arnar sem forsætisráðherra hefur veitt hafa verið ófull- nægjandi og jafnvel rangar. Ráðherra hefur beitt klækjum til að komast hjá því að svara og telur bersýnilega að upp- lýsingarnar þoli ekki dagsins ljós. Guðlaugur Þór færir rök fyrir því í minnisblaði sínu að þegar svör við svipuðum spurningum fleiri þingmanna eru borin saman megi sjá mis- ræmi í svörum og upplýsingar skorti. Þannig sé til að mynda ekki upplýst um allar greiðslur til Stefáns Ólafssonar, pró- fessors, sem vinn- ur ýmis störf fyrir ríkisstjórnina auk þess að vera tíður álitsgjafi í fjöl- miðlum. Ennfremur vantar upplýsingar um greiðslur til Þórólfs Matthías- sonar, prófessors, sem sinnir umfangsmiklum störfum fyrir ríkisstjórnina á milli þess sem hann er fenginn sem álitsgjafi um helstu verk hennar. Annar vinsæll álitsgjafi, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, hefur verið fengin til að vinna tímabundin störf fyrir ýmis ráðuneyti, en eins og mörg önnur störf sem gagnsæja og faglega velferðarríkisstjórnin hefur ráðið í voru þessar ráðn- ingar allar án auglýsinga. Ekki hefur tekist að fá for- sætisráðherra til að veita upp- lýsingar um greiðslur vegna þessara tímabundnu starfa. Ríkisstjórnin hefur slegið skjaldborg um þær upplýs- ingar eins og margar aðrar sem kæmu sér illa fyrir rík- isstjórnina yrðu þær opin- berar. Þrátt fyrir að ríkisstjórninni hafi mistekist að reisa skjald- borg um heimilin hefur henni þó tekist að reisa þessa skjald- borg. Og þó að almenningur í landinu finni ekki fyrir velferð ríkisstjórnarinnar verður ekki annað séð en háværustu stuðn- ingsmenn hennar hafi orðið varir við velferðina. Vegna pukursins vantar þó enn ná- kvæmar upplýsingar um um- fang þessarar velferðar, en það hlýtur að mega gera ráð fyrir að Ríkisendurskoðun bregðist vel við erindi þing- mannsins og bæti úr hið bráð- asta. Velferð ríkisstjórn- arinnar hefur náð vel til helstu tals- manna hennar} Skjaldborg um upplýsingar Kári Stef-ánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gagnrýnir for- gangsröð stjórn- valda í aðgerðum eftir hrunið í Sunnudagsmogganum nú um helgina. „Hérna hafa menn reist al- þýðuhallir í austurþýskum stíl og eytt í það fé sem hefði verið hægt að nota í að reka Háskóla Íslands og kannski allt okkar skólakerfi í óbreyttu formi og jafnvel aukið því kraft,“ segir Kári í viðtalinu. „Ég held að það hefði verið gífurlega mik- ilvægt á meðan á kreppunni stendur að geta boðið ungu fólki upp á háskólanám, í stað þess að takmarka aðgang og sjá með þeim hætti til þess að þegar við kom- um út úr þessari kreppu höfum við samfélag af vel menntuðu, bjart- sýnu, ungu fólki, sem gæti byggt upp hér atvinnu af ann- arri gerð en við höfum reitt okkur mest á upp á síðkastið.“ Þetta er rétt hjá Kára. Hann viðurkennir að það sé auðveld- ara að láta svona ummæli falla í blaðaviðtali en að taka ákvarðanir sem varða atvinnu fólks. En staðreyndin er sú að betra er að taka út sársaukann nú en færa þær fórnir sem fylgja því að veikja mennta- kerfið. Betra er að taka út sársaukann nú en færa þær fórnir sem fylgja því að veikja menntakerfið.} Misráðin forgangsröð G era má ráð fyrir því að þjóðin standi á öndinni á næstunni vegna HM í handbolta. Ekki skemmir frábær byrjun í gær. Ein eftirminnilegasta keppni „strákanna okkar“ er firnasterk B-keppni í Frakklandi 1989 þar sem þeir náðu í gullið. Ég hélt reyndar ekki dagbók meðan á dvölinni stóð, en þetta hefðu getað verið kaflar. – – – Fimmtudagur 16. febrúar; Cherbourg í Normandy. Alfreð Gíslason lenti í því óhappi í heimsókn í barnaskóla í morgun að stíga með vinstra fæti í hundaskít. Íslensku leikmennirnir hlógu dátt en frönsku börnin komu þeim í opna skjöldu þegar þau klöppuðu saman lófunum og brostu breitt. Voru hin ánægðustu. Þau sögðu það nefnilega boða gæfu í Frakklandi ef menn stíga í skít – en bara ef það er með vinstra fæti! – – – Föstudagur 17. febrúar, Cherbourg. Skyldu krakkarnir hafa verið að ljúga? Alfreð gerði ekki einasta mark í stórsigri á Kúveit í gærkvöldi. Ísland vann að vísu stórsigur þannig að hann þurfti þess ekki. – – – Mánudagur 20. febrúar, Strassborg. „Gott að sjá þig, Bjarni. Nú get ég verið alveg róleg- ur,“ sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari Íslands, í dag eftir að hann hitti Bjarni Fel sem er mættur til að lýsa í sjónvarpinu. Pólski harðjaxlinn segist aldrei hafa tapað leik sem Bjarni lýsir í beinni útsendingu. Sögulegur sigur á mjög sterku liði Vestur- Þýskalands í ótrúlegum leik, 23:21, í kvöld. Formaður HSÍ, Jón Hjaltalín Magnússon, var afar óhress með frönsku dómarana eins og aðrir Íslendingar í húsinu. Eftir að Krist- jáni Arasyni var í tvígang vísað af leikvelli snemma leiks fyrir litlar sakir var Jóni nóg boðið. Stóð upp úr sæti sínu, gekk að borði eftirlitsmanns alþjóða handknattleiks- sambandsins og þrumaði: „Þetta gengur ekki lengur.“ Lamdi svo hnefanum í borðið og gekk svo aftur til sætis. Ógleymanlegt. – – – Miðvikudagur 22. febrúar, Strassborg. Frétti að heiman að ÁTVR hefði tekið á móti fyrsta bjórnum í dag. Sala áfengs öls verður leyfð á Íslandi frá og með 1. mars. Eins marks sigur á Sviss í kvöld, 19:18, í miklum spennuleik. Tveir leikmenn teknir í lyfjapróf, Alfreð Gíslason og svissneski markvörðurinn Peter Hürlimann. Það tengdist varla ÁTVR-málinu en þeir félagar gátu ekki pissað þrátt fyrir gegndarlausa vatnsdrykkju og náðu ekki að útvega prufu fyrr en móts- haldarar gáfu þeim bjór – marga bjóra, reyndar – og komu ekki upp á hótel fyrr en langt á eftir okkur. Hür- limann virtist mjög lúinn eftir prófið því Alfreð hélt á honum inn í afgreiðsluna. Sjálfur skælbrosandi, en mér sýndist markvörðurinn sofandi… skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Úr óskrifaðri dagbók – V STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Flogið oftar, hærra, lengra og víðar FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is M ikil eftirspurn virðist vera eftir flugi til og frá Íslandi um þess- ar mundir miðað við framboð flugfélaga og ferðaskrifstofa. Icelandair jók framboð sitt á flugi um Keflavíkurflugvöll um 14% í fyrra og var boðið upp á 155 ferðir vikulega á háannatímanum, en far- þegum fjölgaði úr 1,3 milljónum manns í 1,5 milljónir eða um 14,4%. Sætanýtingin var 78,4% og hefur aldrei verið betri, en hún var 75% 2009. Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair, segir í til- kynningu að skyndilega sé ákveðið tækifæri á markaðnum milli Evrópu og Norður-Ameríku vegna þess að flugvélaframleiðendur hafi lent í vandræðum með framleiðslu nýrra véla og auk þess hafi mikill vöxtur í Asíu togað til sín flugvélar frá sam- keppnismörkuðum Icelandair. Því sé lag að bæta við ferðum og auka fram- boðið en ekki megi búast við sama vexti á næsta ári. Aldrei fleiri með Icelandair Í ár er stefnt að áframhaldandi vexti. Flugið verður aukið um 17%, enn verður bætt við áfangastöðum og flogið til 31 staðar. Boðið verður upp á 183 ferðir vikulega á háannatímanum, sem þýðir 26 brottfarir og 26 komur að meðaltali á hverjum degi. Það þýð- ir allt að 9.000 farþega á dag með 14 Boeing 757-þotum í áætlunarflugi, tveimur fleiri en í fyrrasumar. Gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi um 250 þúsund og fari í ríflega 1,7 milljónir í ár. Icelandair fjölgar ferðum til helstu áfangastaða félagsins og bætir við nýjum áfangastöðum. Félagið skiptir farþegum sínum eftir þremur mörkuðum. Í fyrsta lagi er um að ræða ferðamenn á leið til Íslands. Í öðru lagi Íslendinga á leið til útlanda og í þriðja lagi farþega á leið milli Evrópu og Norður-Ameríku með við- komu á Keflavíkurflugvelli. Í fyrra varð sú breyting að farþegum á leið um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 51% og voru nær 40% af heildinni en farþegar til Íslands og frá Íslandi voru ámóta margir og 2009. Fram hefur komið að áætlað er að skattar á félög innan Icelandair Group hækki á árinu um 1,3 milljarða króna. Skattahækkanirnar geta haft áhrif á áform um fjölgun ferða og leiða til hækkunar á fargjöldum. Í tilkynningu frá Icelandair seg- ir að bókanir ferðamanna til Íslands á fyrsta ársfjórðungi nýhafins árs séu 10% fleiri en á sama tíma í fyrra. Um næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að áhrif skattahækkana og bókunar- staða liggi ljósar fyrir og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvort 14. flugvélinni verði bætt í flotann. Um 80% sætanýting Ferðaskrifstofan Iceland Ex- press boðar líka aukningu í ferðum og áfangastöðum. Félagið var með 80,5% sætanýtingu á liðnu ári og ætl- ar að auka sætaframboðið um rúm 20% á þessu ári. Auk þess kemur fram í tilkynningu að rúmlega 30% fleiri farmiðar hafi selst í ferðir ársins en á sama tíma í fyrra. Erlend flugfélög hafa í auknum mæli flogið til Íslands á nýliðnum ár- um og enn virðist framboðið ætla að aukast í ár. Í mörgum tilfellum er um leiguflug frá Evrópu að ræða en einn- ig er áætlunarflug í boði, bæði frá Evrópu og New York í Bandaríkj- unum. Aukin samkeppni og aukið fram- boð til æ fleiri staða ætti að koma ferðalöngum til góða og bókanir benda til þess að margir hugsi sér til hreyfings sem fyrr. Morgunblaðið/Ernir Keflavíkurflugvöllur Umferð um völlinn eykst mikið í ár gangi áform um fjölgun flugferða eftir, en væntanleg aukning skapar líka atvinnu. 31 áfangastaður í Evrópu og Norður- Ameríku er það sem Icelandair býð- ur meðal annars upp á á þessu ári 26 áfangastaðir í Evrópu og Norður- Ameríku eru á dagskrá hjá Iceland Express þetta árið 1,7 milljónir farþega fljúga væntanlega með Icelandair í ár eða allt að 9.000 á viku að meðaltali 80.000 farþegar flugu á vegum Iceland Express í júlí 2010 og er það 35% fjölgun frá sama tíma 2009 ‹ FLUGTÖLUR › »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.