Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Klassískt Edda Björg Eyjólfsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson í hlutverkum sínum í Fjalla-Eyvindi. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Fjalla-Eyvindur er ein magnaðasta ástarsaga íslensks leiksviðs og fjallar um stórar ástir og miklar fórnir, flókið samband karls og konu sem talar jafnmikið til okkar í dag og hún gerði fyrir hundrað ár- um. Leikhópurinn Aldrei óstelandi segir nú söguna samkvæmt sínum smekk. Meðvitað til vinstri „Okkur langaði að búa til leikhús algjörlega á okkar forsendum og ekki til að höfða til ákveðins hóps,“ segir Marta Nordal, leikstjóri sýn- ingarinnar. „Við erum alveg trú sögunni og einblínum á kjarna hennar en útfærum hana að okkar hætti. Við erum öll með frekar hefðbundinn bakgrunn í leiklistinni og vorum því meðvituð um það að í staðinn fyrir að beygja alltaf til hægri, eins og maður er vanur að gera, að reyna að beygja til vinstri og fara aðra leið að hlutunum. Það er kannski þess vegna sem sýningin verður óvenjulegri,“ segir Marta. Í sýningunni er meðal annars spiluð tónlist Clash og þýsku ný- bylgjusveitanna Khan og Neu! Ekkert slegið af Leikhópurinn Aldrei óstelandi varð til við eldhúsborðið heima hjá Mörtu þar sem þær Edda Björg Eyjólfsdóttir, sem leikur Höllu, ræddu um hvað þær gætu sett upp saman. Úr varð að setja upp Fjalla- Eyvind sem er draumaverkefni Mörtu, jafnvel þótt það væri svolít- ið stórt í sniðum til að takast á við á eigin spýtur án styrkja. En þær stöllur ákváðu að láta draumana rætast og ekki slá neitt af. Við- brögð leikaranna sem þær höfðu samband við voru góð og í kjölfarið hófst leit að húsnæði. „Okkur langaði í dálítið hrátt iðn- aðarhúsnæði og því hentaði Norð- urpóllinn vel. Þar er rýmið hrátt og hátt til lofts. Forsvarsmenn Norð- urpólsins vinna skemmtilegt starf fyrir listina og tóku okkur vel en uppsetning verksins er dálítið í stíl við rýmið. Við færum ekki söguna til nútímans en við erum bara leik- arar að segja þessa sögu og erum í nútímafötum. Enginn klæðist gær- um í sýningunni en það er nóg af lopa í henni,“ segir Marta í léttum dúr. Hún segir verkið alltaf eiga við því það sé um ástina, sterkasta afl í heimi, sem manneskjan hafi gert bæði góða og vonda hluti fyrir. Hópurinn tók þá ákvörðun að frum- sýna ekki fyrr en verkið væri tilbú- ið, undirbúningurinn tók sinn tíma og margt var prófað. Engum reglum þurfti að fylgja sem Marta segir mikið frelsi fyrir listamann, að búa til list á eigin forsendum. Það sé í raun hið fullkomna frelsi. Leikhópurinn Aldrei óstelandi frumsýnir Fjalla-Eyvind í Norðurpólnum í dag Trú sögunni á sinn eigin hátt Í gær opnaði Karl R. Lillien- dahl sýningu á ljósmyndum í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, á 6. hæð að Tryggvagötu 15. Sýninguna kallar Karl Ljós réttlátra... Myndirnar voru teknar á Austurvelli 15. nóv- ember 2008 þar sem fjölmenn- ustu mótmæli á Íslandi í lang- an tíma áttu sér stað. Mótmælendur kölluðu eftir gömlum gildum sem höfðu verið sett til hliðar. Undir myndunum eru setningar úr Orðskviðum Salómons úr Biblíunni þar sem orð eins og viska, réttlæti, agi og réttvísi koma við sögu. Ljósmyndun Ljós réttlátra... í Ljósmyndasafninu Hluti af einni ljós- mynd Karls. Á morgun sunnudag, klukkan 15, mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykja- víkur, bjóða upp á leiðsögn um hin nýju aðföng sem safninu hafa áskotnast undanfarin fimm ár og eru nú til sýnis á Kjarvalsstöðum. Í leiðsögninni mun hann varpa ljósi á mikilvægi þess fyrir listasöfn að hafa skýra stefnu þegar kemur að innkaupum eða söfnun á listaverkum. Alls hafa 711 verk bæst við safnkostinn á þess- um árum og er hluti þeirra á sýningunni. Auk þess er aðgengileg skrá yfir aðföngin á tímabilinu. Myndlist Hafþór fræðir gesti um ný aðföng Hafþór Yngvason Nýárstónleikar hljómsveit- arinnar Salon Isl- andus verða í Salnum í dag, laugardag klukk- an 17. Einsöngv- ari með hljóm- sveitinni á tónleikunum er Sigrún Hjálmtýs- dóttir – Diddú. Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar hefur starfað síðan í ársbyrjun 2004. Hún kom fram á nýárstónleikum í Tíbrárröðinni frá 2004 til 2009 en utan hennar nú í ár. Hljómsveitin kemur einnig reglu- lega fram á tónleikum víða um land. Forverar þessarar átta manna hljómsveitar eru tríó og síðar kvartett sem allt frá níunda áratug síðustu aldar héldu reglulega Vín- ar- og aðra skemmtitónleika og hafa margir frábærir söngvarar komið fram með hljómsveitunum í gegnum tíðina. Á efnisskrá tónleikanna er Vín- artónlist og önnur sígild tónlist í léttari kantinum. Þá mun afmælis- barnið Franz Liszt koma við sögu. Nýárstón- leikar Salon- sveitar  Diddú kemur fram með Salon Islandus Sigrún Hjálmtýs- dóttir - Diddú Á morgun, sunnudag, klukkan 16 hefst málþing um búnaðarskólann í Ólafsdal í Þjóðarbókhlöðu og um leið verður opnuð þar sýning um skólann. Skóli Torfa Bjarnasonar var fyrsti búnaðarskóli á Íslandi, stofnaður árið 1880, en þá hófu fimm ungir menn þar nám. Sýningin er samstarfsverkefni Ólafsdalsfélagsins og Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns auk þess sem fjölmargar stofnanir, fyrirtæki og fé- lagasamtök veittu Ólafsdalsfélag- inu styrki til sýningarhaldsins. Meðal frummælenda eru Stein- grímur J. Sigfússon, Bjarni Guð- mundsson og Sigríður Hjördís Jör- undsdóttir. Þing um skól- ann í Ólafsdal „Í Arinstofunni sýni ég vefnað og uppi í Ásmundarsal er þrívíð innsetning þar sem ég vinn með hugmyndir um vefnaðinn og þráðinn,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir mynd- listarkona. Hún opnar sýningu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag, laugardag, klukkan 15. „Ég nota líka í innsetningunni hurðir sem ég hef sank- að að mér, héðan og þaðan,“ segir hún. „Hurðin hefur forna táknræna merkinu, hún opnast inn í heima og lok- ar heimum. Hurðir koma af mismunandi menningar- svæðum og ég velti fyrir mér erkitýpunni sem grunn- þætti og flýtur samvitund mannanna á milli þeirra.“ Ingibjörg segist nota vírþræði og aðra þræði í verkið, hún tengir þá saman og er þá meðal annars að velta fyrir sér hugsunum og hugmyndum í tíðarandanum. „Hug- myndir leita upp á yfirborðið,“ segir hún. „Á eldvirkum svæðum kraumar eldvirknin undir niðri og leitar sér að farvegi, eins er það með hugmyndir.“ - Og listin, hún leitar sér líka farvegs? „Já, er það ekki? Allar mannanna hugsanir,“ svarar hún. „Lífið og listin endurtaka sig, það má sjá ef litið er á söguna. Síðan er alltaf þetta eilífðarflæði, þar sem eitt tekur við af öðru,“ segir hún og vísar í innsetninguna. Ingibjörg nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands seint á áttunda áratugnum og lagði stund á framhalds- nám í Mexíkó og Danmörku. Síðasta einkasýning hennar var í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, árið 2008 en hún sýndi þar innsetningu. Hún sýndi síðast í Listasafni ASÍ árið 2006. efi@mbl.is Ingibjörg Jónsdóttir opnar sýningu í Listasafni ASÍ í dag Hurðir opnast inn í heima Morgunblaðið/RAX Vefarinn Ingibjörg Jónsdóttir í innsetningu sinni í Ás- mundarsal Listasafns ASÍ. Sýningin verður opnuð í dag. Sýningin Óskabarn - Æskan og Jón Sigurðsson verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 15. Sýningin er samstarfsverk- efni Afmælisnefndar Jóns Sig- urðssonar og Þjóðmenning- arhússins og fyrsti viðburður afmælisárs Jóns Sigurðssonar, en 17. júní n.k. verða liðin 200 ár frá fæðingu hans. Sýningin er ætluð börnum. Þetta er lit- rík sýning um sveitastrák í Arnarfirði, búðarsvein í Reykjavík og stjórnmálamann í Kaupmanna- höfn. Höfundar sýningarinnar eru Brynhildur Þórarinsdóttir og Sigurjón Jóhannsson. Ólafur J. Engilbertsson sá um grafíska hönnun sýningar. Þjóðmenningarhúsið Sýning um æskuna og Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson „Það verður þeim að list sem hann leikur,“ er yfirskrift innsetningar Hildigunnar Birgisdóttur sem verð- ur opnuð í Gryfju Listasafns ASÍ í dag klukkan 15. Hildigunnur segir að í innsetn- ingunni noti hún lítil myndverk sem hún hafi oft notað sem kveikju að stærri verkum og seríum eins og hún vinni alla jafnan, en hér séu litlu verkin komin í öndvegi. „Ég tek þessi aukaverk, geri þau að aðalverkunum og set þau upp í stærðfræðilega jöfnu. Set þau þannig í merkingarlegt samhengi,“ segir hún. Hildigunnur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur sýnt hér heima og erlendis. Hún hefur verið virk á ýmsum svið- um listarinnar og hefur m.a. stýrt sýningum annarra listamanna, eins og Grasrótarsýningu Nýlistasafns- ins 2005 og þá var hún fram- kvæmdastjóri Skaftfells. Aukaverkin verða að aðalverkunum Morgunblaðið/RAX Verk í jöfnu Hildigunnur við inn- setningu sína í Gryfjunni. Platan var ekki tekin upp í einu rennsli. Við erum allir háaldraðir menn 50 »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.