Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 27
Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Talið er að þúsundir manna séu enn grafnar undir braki og aur í Brasilíu eftir að flóð og aurskriður í kjölfarið lögðu þúsundir heimila í rúst í Serr- ana-héraði, norður af Rio de Janeiro. Staðfest er að yfir 500 manns hafi látist í náttúruhamförunum sem eru þær mestu í sögu þjóðarinnar. Lík sem finnast eru sett í svarta ruslapoka og flutt á vörubílspöllum í líkhús, sem sumum hverjum var skotið upp til bráðabirgða þegar önnur fylltust. Margir hafa safnast saman við líkhúsin til að bera kennsl á lík, en þar sem símkerfið liggur víða niðri og samgöngur eru í lama- sessi þar sem vegir fóru í sundur hafa margar fjölskyldur ekki getað haft samband sín á milli og vita því ekki hvort ástvinir eru lífs eða liðnir. Grófu eftir fólki í þrumuveðri Hamslaus rigning sem hófst að- faranótt miðvikudags olli flóðunum, en á einum sólarhring var úrkoman jafnmikil og að jafnaði fellur á mán- uði á þessum slóðum. Í bænum Ter- esopolis vöknuðu íbúar um miðja nótt við að fjallshlíðin ofan við bæinn féll og lagði heilt hverfi í rúst. Raf- magnslínur slitnuðu og reiddu íbúar sig á ljósblossa frá eldingum til að leita að nágrönnum sínum og grafa með berum höndum í rústunum. Aurskriður og flóð eru nánast árlegir fylgifiskar regntímabilsins í suðausturhluta Brasilíu en aldrei með jafnhörmulegum afleiðingum og nú. Það má að hluta rekja til þétt- leika byggðarinnar, sem hefur þre- faldast á síðustu 30 árum. Húsin sem standa í bröttum fjallshlíðum eru mörg illa byggð og á veikum grunni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu og engir reglur um gæði bygginga. Sumar byggðir eru algjörlega einangraðar og þurfa björgunar- menn að fara um bratta stíga í skógi vöxnum hlíðum til að ná til þeirra. Yfirvöld hafa komið upp neyðar- sjúkraskýlum en þau anna engan veginn þörfum hundraða slasaðra. Óttast er að tala látinna muni enn fara hækkandi eftir því sem fleiri finnast í rústunum. Þá virðist hörmungunum hvergi nærri að linna því útlit er fyrir áframhaldandi úr- hellisrigningu um helgina. Mestu náttúruham- farir í sögu Brasilíu  527 látnir og þúsunda saknað  Rigningin heldur áfram Reuters Leðja Aurskriður tóku heilu hverfin með sér og lögðu heimili fólks í rúst. Árið 2009 var mikið hamfaraár um allan heim og afleiðingarnar eru þær að matvælaverð heims- ins er nú í hæstu hæðum. Það sem af er ári 2011 hafa hamfar- irnar haldið áfram með flóð- unum í Brasilíu, Ástralíu og Sri Lanka auk óvenjuharðs veturs í Bandaríkjunum. Óttast er að þetta geti leitt til frekari verð- hækkana og matvælaskorts. Matvælaverð fer hækkandi HAMFARIR VÍÐA UM HEIM Dönsku tvíburarnir sem nú eru vikugamlir sváfu vært í örmum foreldra sinna, Frederiks krónprins og Mary krónprinsessu, frammi fyrir hafsjó fréttaljósmyndara á Rigshospitalet í gær. Prinsinn og prinsessan eru nú komin heim til eldri systkina sinna tveggja og konungs- fjölskyldan er alsæl með nýjustu erfingjana. Prinsinn og prinsessan nýfæddu komin heim í Amalíuborgarhöll Reuters Allra augu á konunglegu tvíburunum Formleg rannsókn er hafin á hendur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna gruns um að hann hafi greitt fyrir kynlíf með 17 ára gamalli stúlku. Sjálfur er hann 75 ára. Að sögn Guardian er Berlusconi einnig grunaður um að hafa misnot- að völd sín með því að þrýsta á lög- reglu að láta stúlkuna lausa úr varð- haldi eftir að hún hafði verið handtekin sökuð um þjófnað. Hann er sagður hafa reynt að leyna því að hann væri viðskiptavinur vændiskonu undir lögaldri og viljað koma í veg fyrir að út spyrðist að hann hefði haldið svallveislur á heimili sínu. Ráðherrann mun hafa haldið því fram við lögreglu að stúlk- an væri ættingi forseta Egypta- lands, Hosni Mubarak. Stúlkan er frá Marokkó og gengur undir nafn- inu Ruby. Fram kemur í ítölskum fjölmiðl- um að einnig sé verið að rannsaka hvort stúlkan hafi verið seld nauðug í vændi. una@mbl.is Berlusconi í vandræðum  Sakaður um að greiða stúlku undir lögaldri fyrir vændi Silvio Berlusconi RAFIÐNAÐARSAMBANDS ÍSLANDS Fundaferð í janúar 2011 Akureyri Hótel KEA þri. 18. janúar kl. 12.00 Reykjavík Grand Hótel mið. 19. janúar kl.12.00 Egilsstaðir Hótel Hérað mið. 19. janúar kl.19.30 Selfoss Hótel Selfoss fös. 21. janúar kl. 12.00 Reykjanesbær Flughótel mán. 24. janúar kl.12.00 Akranes Gamla Kaupfélagið þri. 25. janúar kl. 17.00 Sauðárkrókur Kaffi Krókur fim. 27. janúar kl. 12.00 Hádegisverður Félagar, fjölmennum, sýnum samstöðu og stöndum vörð um okkar kjör! •Staðan •Kröfurnar •Horfurnar Almennir fundir um stöðuna í kjaramálum Stöndum saman RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Stórhöfða 31. Sími 580-5200 www.rafis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.