Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Inga systir og Hörður hittust í Þórskaffi í lok átt- unda áratugarins. Hún sagði okkur þá sögu kvöldið eftir andlát hans. „Það var kortér í danslok og enginn tími til að dansa eða blanda geði. Hörður tók happ- drættismiða úr jakkavasa sínum, hripaði símanúmerið sitt á annan endann, reif miðann í sundur, rétti mér og bað mig endilega að hafa samband.“ Hún fann hinn hluta happdrættismiðans í veskinu hans kvöldið eftir að hann dó. Miðinn reyndist þeirra vinningur og okkar hinna í fjölskyldunni sem kynnt- umst Herði og deildum með hon- um ánægjulegum stundum. Okkur þótti öllum vænt um Hörð. Hann var einstaklega geð- prúður og þægilegur í umgengni og frá honum stafaði notaleg hlýja. Hann var í eðli sínu hæglátur en hafði ákveðnar skoðanir og fylgd- ist vel með þjóðmálum og krufði mál til mergjar. Hann var lipur og greiðvikinn, snyrtimenni og tón- listarunnandi, naut lífsins lysti- Hörður Þorvaldsson ✝ Hörður Þorvalds-son fæddist á Deplum í Fljótum, Skagafirði, 12. nóv- ember 1942. Hann andaðist á heimili sínu 4. janúar 2011. Útför Harðar var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 13. janúar 2011. semda og var höfð- ingi heim að sækja. Þau Inga áttu fallegt heimili þar sem stór- fjölskyldan kom iðu- lega saman á hátíð- um og tyllidögum. Hörður lét ekki sitt eftir liggja við slíkar aðstæður. Hann var nægjusamur og hóg- vær með eindæmum. Okkur er minnis- stæð nýársnótt eitt árið á Vesturgötunni. Hörður hafði allt kvöldið af sinni einstöku prúð- mennsku gengið um og séð til þess að allir hefðu lögg í glasi. Eftir miðnætti þegar búið var að heilsa nýju ári var skálað í freyðivíni. Undir tónlist var svo dansað og þar nutum við systurnar dansfimi Harðar. Við tókum þá eftir því að hann hafði bundið um hönd sér vasaklút og spurðum hann hverju sætti. Hann gerði lítið úr en kvaðst hafa slasað sig lítilsháttar þegar flugeldur sprakk. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að hann var illa skorinn en vildi fyrir enga muni trufla bráðamóttökur á slíkum tíma. Tókst okkur systrum með herkjum að fá að gera að sárinu heima. Hörður vann um áraraðir sem bifvélavirki en fyrir nokkrum ár- um fór hann til starfa við hús- vörslu hjá Háskóla Íslands. Hon- um var þetta starf mikils virði, ekki síst félagsskapurinn. Það kom ekki síst í ljós eftir að hann greindist með illvígan sjúkdóm fyrir einu og hálfu ári. Eftir erfiða aðgerð og nokkurn afturbata fyllt- ist hann eldmóð, fór aftur til starfa um nokkurt skeið og lét engan bil- bug á sér finna. Síðustu dagana sem hann starfaði var hann orðinn helsjúkur, en hugur réði för. Þá kom þrautseigjan og æðruleysið í ljós sem einkenndi hann. – Það er gamlársdagur og kyrrðin alger í húsinu við Vest- urgötu. Hörður hvílir máttvana í drifhvítum sængurklæðum, svo fallegur, rólyndur og hlýr. Inga systir heldur í hönd hans og strýk- ur honum um enni og vanga. – Friðurinn og sérstök fegurðin sem umlukti þau og fjölskylduna þenn- an síðasta dag ársins er okkur greypt í minni. Við gerðum okkur grein fyrir að baráttan var að styttast. Nú er jarðnesku lífsverki lokið, andinn leystur úr líkaman- um eins og fiðrildi úr hjúp sínum. Elsku Inga systir, Hrönn, Stein- gerður, Hörn, Þorgeir og barna- börn: Megi almættið styrkja ykkur í söknuðinum. Blessuð sé minn- ingin um góðan dreng. Steinunn og Margrét, mágkonur. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er um garð gengin hefur góður vinur lagt upp í sína hinstu ferð. Hörður kom inn í fjölskylduna fyrir rúm- um þrjátíu árum þegar Ingibjörg frænka mín og hann tóku upp sambúð og giftu sig síðar. Strax í öndverðu gekk Hörður Steingerði frænku minni í föður- stað, sem er elst barna hennar Ingu. Í framhaldi eignuðust þau saman yndisleg börn, Hörn og Þorgeir Orra, en fyrir átti Hörður, Hrönn og Vilhjálm sem látinn er langt fyrir aldur fram. Við fráfall Villa eins og hann var kallaður missti Hörður mikið og bar hann harm sinn í hljóði. Hörður var einn af þeim mönn- um sem virtust ekkert eldast, hvað sem tímanum líður. Hann var um margt einstakur maður. Hann var ljúfur, hógvær og hafði góða nær- veru. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á hlutum, mönnum og mál- efnum. En í öllu umtali var hann nærgætinn og gekk aldrei fram þannig að aðrir þyrftu að vera sammála honum, frekar fékk hann mann til að hugsa að lífið er ekki bara svart og hvítt. Ég held að Hörður hafi verið hamingjusamur maður, hann hafi fundið hamingjuna innra með sjálfum sér, í gleði, í sátt, í hug- arró, í heiðarleika og ást til fjöl- skyldu sinnar og vina. Saman komu þau Inga og Hörð- ur sér upp fallegu heimili og var ávallt gott að tylla sér þar niður og ræða um daginn og veginn. Eft- ir að veikindi Harðar komu upp, bar hann þau af æðruleysi allt fram á síðustu stundu. Ef maður spurði um líðan hans, var svarið eitthvað á þá leið að það væri ekk- ert að honum. Síðustu vikur og dagar voru vini mínum örugglega erfiðir vegna veikinda hans. Með ótrúlegri elju, dugnaði og mætti tókst henni Ingu, frænku minni að búa svo um að Hörður gæti kvatt þennan heim í faðmi fjölskyldunnar, með því að hjúkra honum og sinna allt til hins síðasta á heimili sínu á Vesturgöt- unni. Ég kveð nú góðan mann og vin sem hefur markað djúp spor í sínu umhverfi í lifanda lífi. Elsku Inga frænka, Steingerður, Hörra, Þorgeir Orri, Hrönn og öll litlu börnin sem glöddu afa sinn með nærveru sinni, megi góður guð styrkja ykkur á erfiðri stund. Við Alla og börn biðjum góðan guð að blessa ykkur, minnug þess að mannsandinn líður ekki undir lok, frekar en sólin sem gengur til við- ar en heldur alltaf áfram að lýsa. Sveinn Guðmundsson. Það var sárt að fylgjast með Herði veikjast alvarlega og lúta loks í lægra haldi. Einhvern veg- inn fannst mér Hörður vera svo mikið hreystimenni að slíkt gæti ekki hent hann. Ég kynntist Herði þegar ég var enn unglingur er Ingibjörg elsta systir mín og hann stofnuðu fjölskyldu. Saman eign- uðust þau börnin Hörn og Þorgeir Orra, en úr fyrra hjónabandi átti Hörður börnin Hrönn og Vilhjálm Boga. Vilhjálmur Bogi lést fyrir rúmum áratug og syrgði Hörður hann mjög. Steingerði systurdótt- ur minni reyndist Hörður ætíð vel en barnung missti hún föður sinn þegar hann fórst við læknis- og björgunarstörf í Vestmannaeyjum. Hörður var fæddur og uppalinn í Fljótunum norður í Skagafirði. Hann nam bifvélavirkjun og starf- aði í nokkur ár hjá bifreiðaumboð- inu Heklu og um skeið hjá bíla- leigu. Hann rak síðan bifreiðaverkstæði í þrjá áratugi í Vesturvörinni í Kópavogi ásamt Níelsi Níelssyni sem hann kynntist hjá Heklu. Níels lést fyrir nokkr- um árum. Ég kom iðulega á verk- stæðið með druslurnar mínar bil- aðar og Hörður bætti úr með bros á vör fyrir lítinn pening, stundum vart nema fyrir nauðsynlegum varahlutum. Á verkstæðinu og ekki síður á nágrannaverkstæðinu Málningarverki sf. þar sem karl- arnir í hverfinu drukku gjarnan morgunkaffi var oft fjör og þar skiptust menn á skoðunum um allt milli himins og jarðar. Þar naut Hörður sín vel í umræðu, enda fróður um marga hluti og vel les- inn. Fyrir nokkrum árum ákvað Hörður að skipta um starfsvett- vang, seldi húsnæði sitt í Vest- urvörinni og hóf störf við hús- vörslu hjá fasteignum Háskóla Íslands en þar var fyrir Eggert Steinþórsson, góðvinur Harðar, sem lést árið 2009. Ég fann að Herði þótti vænt um hinn nýja starfsvettvang og kynni sín af samstarfsfólki þar. Hörður var afskaplega þægileg- ur maður, rólyndur, traustur og góður. Hann var sérstaklega barn- góður og í fangi hans voru börn eins og englar. Hann var nægju- samur á veraldlega hluti og hygg ég að þar hafi uppeldi og umhverfi hans í æsku átt ríkan þátt. Hörður var bóngóður og hjálpsamur. Iðu- lega rétti hann mér hjálparhönd við íbúðabrölt mitt og vann þá jafnan erfiðasta verkið. Hann var snyrtilegur og hugsaði vel um um- hverfi sitt. Á hverju sumri mátti sjá hann uppi í stiga að sinna við- haldi á Vesturgötu 40. Hann kenndi mér þá ágætu reglu að við- hald yrði aldrei erfitt eða dýrt ef menn sinntu því örlítið á hverju ári, t.d. mála einungis suðurhliðina eitt árið og vesturhliðina það næsta. Hörður sinnti starfi sínu í Há- skólanum á meðan þrek leyfði. Sárveikur lagfærði hann litla Volkswagenrúgbrauðið sem hafði verið óökufært um hríð, ferðabíl- inn, eða sofubílinn, eins og Þorgeir Orri nefndi hann gjarnan en á honum ferðaðist fjölskyldan um landið á árum áður. Hörður ferðast ekki meira á sofubílnum eins og hann ætlaði sér. Hann er lagður af stað í sína hinstu ferð. Hörður tók veikindum sínum af æðruleysi. Ingibjörg systir mín annaðist hann heima í veikindun- um og hjúkraði af stakri alúð fram á síðasta dag. Blessuð sé minning Harðar Þor- valdssonar. Þórir Hallgrímsson og fjölskylda. Við Hörður vorum um margra ára skeið samstarfsmenn hjá Há- skóla Íslands. Það má segja að fljótlega eftir að Hörður hóf störf sem bílstjóri hjá „Rekstri fast- eigna“ hafi hann virkað eins og blóðrásin í samfélagi okkar um- sjónarmannanna hvað aðdrætti og ýmsa hjálpsemi varðaði. Okkur umsjónarmennina á austursvæðinu leysti Hörður af í forföllum og var þá fljótur að setja sig inn í verkin. Tæknileg atriði varðandi kennslu- tæki, sem ég hafði glósað niður á mörgum mánuðum, setti Hörður sig inn í á nokkrum mínútum, þeg- ar hann gekk í verkin mín. Hörður var einstakt ljúfmenni í samskipt- um, gríðarlega mikill verkmaður og kunni sér ekki hóf til verka vegna ósérhlífni. Allt sem Hörður tók að sér stóð jafnan eins og stafur á bók og lét hann sig hag félaganna varða og var jafnan með útrétta hjálpar- hönd til taks bæði innan vinnu- staðar og utan. Vinnan var honum afar mikils virði og í þeim langvinnu veik- indum sem að lokum drógu hann til dauða var hann jákvæður og sýndi ótrúlegt þrek og harðfylgi og það þykist ég vita að yfirmenn hans hafi oft haft frumkvæði að því að hann mætti ekki fárveikur til vinnu. Þegar ég kvaddi vinnustaðinn fyrir tæpu ári leit út fyrir að Hörður hefði sigrast á sjúkdómn- um en meinið tók sig upp og nú er hann allur. Þessi fáu minningar- og þakk- arorð segja lítið, en margar bjart- ar minningar um góðan dreng lifa. Ég votta aðstandendum Harðar innilega samúð mína og bið þeim Guðs friðar. Ársæll Þórðarson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍNUS G. JÓHANNESSON úrsmiður, Bólstaðarhlíð 40, lést á heimili sínu sunnudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 17. janúar kl. 13.00. Kolbrún Edda Júlínusdóttir, Davíð Karlsson, Klemenz Ragnar Júlínusson, Halldóra Hauksdóttir, Erling Þór Júlínusson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, HELGI MARKÚS KRISTÓFERSSON, Silfurteigi 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudag- inn 18. janúar kl. 13.00. Anna M. Jensdóttir, Guðný Á. Helgadóttir, Karl Ragnarsson, Áslaug Helgadóttir, Carl Kjettrup, Hulda Helgadóttir, Hjálmar Sigurðsson, Jens B. Helgason, Guðrún Ragnars og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR JÓNSSON, Árskógum 8, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 6. janúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 19. janúar kl. 13.00. Margrét Pétursdóttir, Illugi Óskarsson, Kristín Thea Pétursdóttir, Auður Churukian, Gordon Churukian, Hjördís Pétursdóttir, Björn Hafsteinsson, Hrönn Pétursdóttir, Jóhann Eiríksson, Þóra Pétursdóttir, Ólafur Rögnvaldsson, Sigurður Pétursson, Sigríður Magnúsdóttir, Jón Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær bróðir okkar og frændi, HÖRÐUR BJÖRNSSON húsasmíðameistari frá Borgarfirði eystra, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni mánudags- ins 10. janúar. Kveðjuathöfn verður í kapellunni í Kirkjugarði Hafnarfjarðar mánudaginn 17. janúar kl. 13.00. Jarðsungið verður frá Bakkagerðiskirkju. Nánar auglýst síðar. Systkini og systrabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, DAGBJÖRT HALLDÓRSDÓTTIR frá Hlöðum, Hörgárdal, til heimilis að Asparási 8, sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, föstudaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtudaginn 20. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Dagbjartar er bent á minningarsjóð Holtsbúðar í Garðabæ, s. 535 2000. Halldór G. Hilmarsson, Sigríður Finnbjörnsdóttir, Eysteinn Hilmarsson, Irene Dzielak, Óskar Hilmarsson, María Ragnarsdóttir, Emil Hilmarsson, Hafdís Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.