Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 11
og hina frægu hönnun á Rocking Horse,
skóm sem Westwood hannaði árið 1987 og
eru hluti af Harris Tweed-línunni. „Þú lifir
mun betra lífi ef þú ert í fötum sem
hafa áhrif,“ lét Westwood eitt sinn hafa
eftir sér.
Í mars næstkomandi verður opnuð í Museum
at the Fashion Institute of Technology í New
York sýningin Vivienne Westwood 1980-89.
Þetta verður fyrsta sýningin til að einblína ein-
göngu á tísku breska fatahönnuðarins Vivi-
enne Westwood frá níunda áratugnum. Á sýn-
ingunni verður ljósi beint að hönnun hennar
frá þeim áratug og þeim breytingum sem
hönnun hennar tók þá. Westwood er mörgum
kunn enda bæði áberandi fatahönnuður og
einstaklingur en útlit hennar hefur löngum
þótt áberandi og nokkuð djarft á köflum. Í
byrjun níunda áratugarins má segja að hönnun
Westwood hafi verið nokkuð á jaðri
tískuheimsins en þetta breyttist þegar
kom fram á miðjan áratuginn. Þá fór hún
að hanna föt með ákveðnara kvenlegu
sniði en hún hafði hingað til gert og
fékk hún gjarnan innblástur frá ýmsum
tímabilum mannkynssögunnar. Þetta
vakti athygli fjölmiðla og breikkaði við-
skiptahóp Westwood. Á sýningunni verður
meðal annars hægt að skoða kvenföt úr
Buffalo-línunni svokölluðu frá árinu 1982
Tíska í New York
Sýning tileinkuð
Westwood
Brúðarkjólar Hönnun Vivienne Westwood
er oftast óvenjuleg, litrík og áberandi.
Hönnuðurinn Vivienne
Westwood er stórt nafn í
tískuheiminum.
Reuters
sykur. Hann má nota í góðlátlegt
gabb og villa um fyrir fólki með því
að búa t.d. til svartan jarðaberja-
brjóstsykur!
Grænt klúður
Þegar blandan er orðin hæfilega
heit er komið að þátttakendum að
sýna snilli sína í því að klippa niður
brjóstsykursmola og móta að vild.
Þetta gengur ekki alveg nógu vel hjá
mér í fyrsta skiptið enda ljósmyndari
að þvælast fyrir mér og ég ekki nógu
snör í snúningum. „Þetta er klúður,“
segir Andri góðlátlega um grænu,
hörðu klessuna sem eftir verður á
borðinu. Við hana er ekkert að gera
nema, jú, það má bræða hana aftur,
henda henni í pottinn eða örbylgjuofn-
inn. Næst tekur við að klippa niður
rauðan og hvítan perubrjóstsykur og
það gengur aðeins betur. Með því sýn-
ir Andri okkur líka hvernig tveimur
litum er blandað saman. Loks er svo
komið að því sem ég og vinkona mín,
sem ég hafði með til andlegs stuðn-
ings, höfum beðið eftir í allt kvöld.
Æsandi lakkrísbrjóstsykur
„Það er ekkert gaman að
ávaxtabrjóstsykri,“ segir Andri og
tilkynnir að nú verði gerður lakkrís-
brjóstsykur. Þátttakendur fá að
smakka á salmíak- og lakkrísdufti og
færist nokkur æsingur í okkur vin-
konurnar. Lakkrísbrjóstsykurinn
skal þó ætíð gera síðast því þá er
platan orðin heit sem er mikilvægt til
að blandan nái að krauma vel saman.
Andri hitar nýja sykurblöndu og
skellir síðan góðum slatta af duftinu
út í. Nokkrir taka andköf en sjálf fæ
ég nostalgíukast. Væri hægt að bæta
vodka út í þetta? spyr ég, minnug
breskra skóladaga þar sem bræddur
var sterkur brjóstsykur í potti og síð-
an blandað saman við vodka. Hver
veit nema slíkur brjóstsykur gæti
slegið í gegn? Andri segir að svo geti
vel verið þó hann vilji ekki mæla með
slíku á blaðsíðum Morgunblaðsins.
Blaðamaður mun því sjálfur bera
ábyrgð á slíkum tilraunum einn dag-
inn. Eftir að búið er að klippa sterka
brjóstsykurinn, sem er mjög góður
og rífur í, og hann orðinn hæfilega
heitur er sett salmíakduft yfir mol-
ana. „Ég treysti ykkur fullkomlega
og þið hafið staðið ykkur vel,“ segir
Andri að lokum. Þetta tökum við vin-
konurnar til okkar og höldum glaðar
í bragði heim þar sem við leggjum á
ráðin um frekari brjóstsykursgerð.
Hmmm Blaðamaður klúðrar saman grænum sleikjóbrjóstsykri.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
Í kvöld, laugardagskvöld,
verður haldið svokallað
Norðlendingapartí á SPOT
Kópavogi og er fullyrt að það
verði eins og þau gerast
best. Einnig hefur verið sagt
að allir sem hafa einhvern-
tíman komið á Norðurland
muni verða þarna og hvur
veit nema einhverjir
Norðurlandabúar láti líka sjá
sig og kannski nokkrir frá
Asíu. Hinir einu sönnu
Hvanndalsbræður ætla að
sjá um að skemmta gestum
en þó aðallega sjálfum sér og
miðað við fíflaganginn sem
þeir eru hvað frægastir fyrir
þá má búast við skrautlegum uppákomum.
Eldhús staðarins ætlar að bjóða af þessu tilefni upp á hópseðil fyrir þá sem
koma í flokkum og vilja byrja gott kvöld snemma á góðri máltíð.
Borðapantanir í síma 544 4040.
Allir sem finna sig í norðri sameinist
Kátir Hvanndalsbræður eru einstakir.
Norðlendingapartí með
Hvanndalsbræðrum
Morgunblaðið/Eggert
Allt sem til þarf í brjóstsykurs-
gerðina má kaupa á vefnum
slikkeri.is eða mommur.is. Þar
er hægt að kaupa bragðefni,
þrúgusykur, sykurhitamæli,
litarefni og fleira. Mikilvægast
er að fylgjast vel með hitanum á
sykurblöndunni og fara varlega
þegar blandan er skafin fram og
til baka. Enda er hún mjög heit
og passa þarf að litlir fingur
komi þar hvergi nærri. Þess fyr-
ir utan er brjóstsykursgerð
skemmtileg afþreying fyrir alla
aldurshópa.
Hráefnin og
allt sem þarf
BRJÓSTSYKURSGERÐ
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
52
20
9
01
/1
1
PÁLL ÓSKAR OG
EUROVISION-
STJÖRNUR ÍSLANDS
Í KÖBEN 5. MAÍ 2011
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði í eina nótt, aðgöngumiði á tónleika Páls Óskars og EUROVISION-stjarna ásamt
þriggja rétta kvöldverði, aðgöngumiða á dansleik.
GESTASÖNGVARAR:
Icy-hópurinn
(Pálmi Gunnarsson, Eiríkur
Hauksson, Helga Möller)
Stebbi & Eyfi
Björgvin Halldórsson
Hera Björk
Jóhanna Guðrún
Selma Björns
Friðrik Ómar
Regína Ósk
VERÐ Á MANN FRÁ:
89.900* KR. Í TVÍBÝLI
99.900* KR. Í EINBÝLI
EINSTÖK TÓNLISTARUPPLIFUN
FYRIR HÓPA OG KLÚBBA.
Eurovision-stórtónleikar í Cirkus í Kaupmannahöfn þar sem Páll Óskar skemmtir ásamt fjölda
söngvara sem hafa allir tekið þátt í söngvakeppninni á árum áður.
Tónleikarnir fara fram undir borðhaldi þar sem snæddur verður glæsilegur þriggja rétta kvöldverður meðan
listamennirnir skemmta gestum. Síðan verður dansleikur og stanslaust stuð til kl. 02.00 þar sem
Páll Óskar sér um tónlistina og heldur uppi fjörinu eins og honum er einum lagið.
Nánari upplýsingar á www.icelandair.is