Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Happafugl? Auðnutittlingurinn er fallegur fugl og nettur. Í íslenskri þjóðtrú þótti það góðs viti ef smáfugl hljóp á veginum á undan lestarmanni og er nafn auðnutittlingsins e.t.v. orðið þannig til. Ómar Í fréttum Ríkisútvarpsins annan dag ársins kom fram að þriðjungur landsmanna hefði sótt kirkju um jól. Vitnað var í tölur úr Þjóðarpúlsi Capacent. Það er gríðarlega mikill fjöldi þó að skilja mætti annað af fréttinni, sem í báðum tilvikum var orðuð á þann hátt að „að- eins“ þriðjungur sækti messu um jól. Ég staldraði við þetta orðalag og reiknaði nokkrum sinnum hve margir teldust þriðjungur landsmanna. Nið- urstaðan var alltaf rúmlega hundrað þúsund manns. Það var ekki laust við að mér þætti fréttamaðurinn tala niður kirkjusókn með smáorðinu „aðeins“. Mér er stórlega til efs að mörg lönd þar sem kristni er ríkjandi trú geti státað af jafn- almennri þátttöku í helgihaldi um jól. Til samanburðar má nefna að 15% meðlima norsku kirkjunnar (ekki 15% lands- manna) sóttu messu á að- fangadagskvöld í fyrra. Könn- un Capacent spyr ekki um kirkjudeildir og því má reikna með að það sem hér flokkast undir kirkjusókn sé bæði Þjóðkirkjan og aðrar kristnar kirkjudeildir. Það eru heldur ekki margir viðburðir hér á landi sem draga jafnmarga til sín og jólahátíðin gerir í kirkjum. Mýtan um tómu kirkjuna er hins vegar sterk og mér varð einmitt hugsað til fréttamanns sem sagði fyrir nokkrum árum við mig að „kirkjan væri hvort sem er tóm“ og var þá að ræða um Hallgrímskirkju í desembermánuði. All- an þann mánuð ómar kirkjan af söng og helgihaldi og má sem dæmi nefna að þar voru 800 manns við aftansöng og 720 við miðnæturmessu um síðustu jól. Rúmlega 2000 manns tóku þátt í helgihaldi í kirkjunni yfir háhelgina en mun fleiri ef aðventan er talin með. Alls tóku hátt í þrettán þúsund manns þátt í helgihaldi og tónleikum í Hall- grímskirkju í desember 2010. Þá eru ótaldir þeir sem komu í öðrum erindagjörðum. Kirkjan var ekki tóm. En það er auðvitað ljóst að ekki fara allir í kirkju um jól. Helgihald á öldum ljósvakans skiptir líka máli þegar jólahald Íslendinga er skoðað. Vinsælasta útvarpsefnið ár hvert er útsending Rásar 1 frá guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni á aðfangadagskvöld og um síðustu jól hlustuðu 99.000 Íslendingar á aldrinum 12-80 ára á útsendinguna á Rás 1 eða í gegnum Sjón- varpið. Að auki horfðu 16,4% á jólamessu Sjónvarps á að- fangadagskvöld. Stöð 2, Bylgjan og Vísir.is sendu líka út aftansöng á aðfangdags- kvöld. Í fyrrnefndri könnun Capa- cent, þar sem þátttakendur merktu við ýmsa þætti í jóla- haldi, var staðhæfingin um kirkjusókn orðuð: „Fer í kirkju fyrir eða um jólin.“ Þetta bendir til þess að telja megi þátttöku í aðventukvöld- um með í þessari tölu. Ekki um kirkjudeildir og því má reikna með að það sem hér flokkast undir kirkjusókn sé bæði Þjóðkirkjan og aðrar kristnar kirkjudeildir. Upplýsingar um þátttöku í helgihaldi og kirkjusókn benda til að aðventukvöld séu almennt vel sótt og kirkjur fullar á aðfangadag, bæði hjá Þjóðkirkjunni og öðrum kristnum kirkjum. Í stærri sóknum Þjóðkirkjunnar er helgi- hald alla jóladagana. Í minni prestaköllum, svo sem víða í sveitakirkjum er iðulega messað einu sinni í hverri kirkju presta- kallsins um jól. Þátttaka þar er iðulega góð, enda sýndi könnun Capacent að kirkjusókn á landsbyggðinni var hlutfallslega betri en meðal höfuðborgarbúa, 41% á móti 30%. Það er gaman að skoða tölur um kirkjusókn frá fámennari stöðum. Sem dæmi má taka að í Hofsprestakalli á Vopnafirði sóttu 500 manns guðsþjónustur í kirkjunum um að- ventuna, jól og áramót, en á Vopnafirði búa um 650 manns. Í Eiðaprestakalli tóku að meðaltali 55% sóknarbarna þátt í messunum um jól. Það er því greinilegt að það að sækja kirkju eða hlýða á helgihald er hluti af jóla- undirbúningi og jólahaldi landsmanna og enn er stór hópur sem gerir það. Kirkjusókn er þó mest í elsta hópnum og hlýtur það að vera hvatning til safnaða um allt land að sofna ekki á verðinum heldur halda áfram góðu starfi svo að ekki færri en þriðjungur landsmanna njóti þess að fylla áfram kirkj- urnar fyrir eða um næstu jól. Eftir Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur »Ég reiknaði nokkrum sinnum hve margir teldust þriðjungur landsmanna. Niðurstaðan var alltaf rúmlega hundrað þúsund manns. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Höfundur er verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Mýtan um tómu kirkjuna Sigurður Kári Krist- jánsson alþingismaður hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarna daga vegna máls drengs sem fæddist á Indlandi í nóvember sl. Sigurður Kári veit mætavel að erfitt er fyrir mig sem innanrík- isráðherra að bregðast við fullyrðingum og spurningum um mál- efni einstaklinga eins og hann setur fram í opnu bréfi til mín í Morg- unblaðinu 12. janúar sl. Ég kemst hins vegar ekki hjá því að svara Sig- urði Kára þar sem hann hefur ákveð- ið að nýta sér þetta mál, sem snertir örlög lítils drengs, indverskra hjóna og íslenskra hjóna, í pólitískum til- gangi. Ég staldra mjög við fullyrðingar Sigurðar Kára um „tregðu“ innanrík- isráðuneytisins í málefnum barnsins. Slíkar fullyrðingar hafa átt fylgi að fagna í fjölmiðlum, sem hafa sumir hverjir fjallað af mikilli óvarkárni um þetta viðkvæma mál og ítrekað slegið fram röngum fullyrðingum. „Tregða“ innanríkisráðuneytisins hefur ein- faldlega verið fólgin í því að fara eftir lögum og reglum og standa við al- þjóðlegar skuldbindingar. Þannig hefur ráðu- neytið farið fram á að þegar barn er fætt af staðgöngumóður og ætl- að að flytja til Íslands sé skýrt hver fari með forsjá viðkomandi barns og hverjir teljist rétt- mætir foreldrar þess. Þær kröfur hafa ekki með einstaklinga að gera heldur einfaldlega skuld- bindingar Íslands gagn- vart réttindum barna. Samskipti við Indland Innanríkisráðuneytið hefur reynt eftir fremsta megni að leiðbeina og aðstoða fólk sem sækir um ríkisfang fyrir börn sem fædd eru með stað- göngumæðrun. Íslensk stjórnvöld geta hins vegar ekki upp á sitt ein- dæmi ákveðið hver fer með forsjá barns sem fætt er af erlendri konu í öðru landi. Þetta veit Sigurður Kári. Hann veit líka að aðeins lögmætir forsjáraðilar geta sótt um vegabréf fyrir hönd barna sinna og að ómálga barn getur ekki gert það sjálft. Í þessu tilfelli hafa íslensk stjórn- völd upplýst indversk stjórnvöld um samþykki Alþingis á veitingu rík- isborgararéttar til barnsins og óskað eftir því við indversk stjórnvöld að fá úr því skorið hvort barnið sé einnig indverskur ríkisborgari og hvort þeim skilningi íslenskra stjórnvalda að íslensku hjónin fari með forsjá barnsins sé mótmælt af hálfu Ind- lands. Því fer fjarri að innanrík- isráðuneytið eða utanríkisráðuneytið hafi dregið lappirnar í þessu máli. Frá því að fyrst var haft samband við innanríkisráðuneytið vegna málsins, hinn 18. nóvember sl., hafa starfs- menn ráðuneytisins unnið að því að skýra stöðu barnsins þannig að rétt- ar þess sé gætt. Eins og staðan er núna bíða ís- lensk stjórnvöld viðbragða ind- verskra stjórnvalda. Ég get því mið- ur ekki fullyrt um hvenær þau liggja fyrir. Það sem að okkur snýr er hins vegar að hafa öll gögn tilbúin af hálfu íslenskra stjórnvalda þannig að um leið og viðbrögð eru ljós sé hægt að leiða málið til lykta þegar í stað. Ég vona að þessa sé mjög skammt að bíða. Alþjóðlegt áhyggjuefni Þetta er í fyrsta sinn sem mál barns fætt af staðgöngumóður á Ind- landi ratar inn á borð íslenskra stjórnvalda með þessum hætti. Laga- rammi utan um staðgöngumæðrun þar í landi þykir óljós og réttarstaða þessara barna að sama skapi. Stjórn- völd annarra Evrópuríkja hafa glímt við sambærileg mál og ríkisborgarar þeirra þurft að dvelja á Indlandi á meðan úr þeim málum er leyst. Ein- mitt vegna þessara vandamála hafa Evrópuríki og jafnframt Evrópusam- bandið hvatt Indverja til að hafa lagaramma um staðgöngumæðrun skýran og ótvíræðan; til að vernda nýburana sem um ræðir, stað- göngumæðurnar og tilvonandi for- eldra. Umræðan um staðgöngumæðrun nær langt út fyrir málefni ein- staklinga. Hún er alþjóðleg og snert- ir á mörgu því viðkvæmasta sem fram fer í samskiptum ríkra jarð- arbúa og fátækra. Þetta veit Sig- urður Kári og í þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun, sem nú liggur fyrir Alþingi og hann er meðal flutn- ingsmanna að, er gerð grein fyrir þeim áhyggjum að staðgöngumæðr- un gegn greiðslu bjóði alvarlegum hættum heim. Þar segir m.a.: „Nokk- ur siðferðileg álitaefni vakna þegar rætt er um möguleikann á lögleið- ingu staðgöngumæðrunar. Almennt eru menn neikvæðir gagnvart stað- göngumæðrun í hagnaðarskyni út frá því sjónarmiði að verið sé að nota lík- ama konu í annarlegum tilgangi og einnig væri hægt að líta á slíka gjörð sem einhvers konar form af við- skiptum með börn. Staðgöngumæðr- un í hagnaðarskyni hefur verið líkt við vændi og hugsanlegt er að konur sem búa við fátækt og þröngar fé- lagslegar aðstæður gerist stað- göngumæður vegna slæmra að- stæðna. Þessi álitamál eiga þó betur við um samfélög þar sem mikil fá- tækt er ríkjandi og heilbrigðisþjón- usta og samfélagsform er með öðru sniði en í vestrænum löndum, t.d. á Indlandi.“ Þessar hættur eru raunverulegar þótt alhæfingar geti verið varasamar á þessu sviði eins og í öðru. Einmitt þess vegna verða íslensk stjórnvöld, líkt og stjórnvöld annarra ríkja sem glíma við sambærileg mál, að gæta þess í hvívetna að rétt sé staðið að málum í þessum efnum. Ef menn á annað borð vilja taka þessa umræðu þarf að gera það heiðarlega en ekki með ómaklegum dylgjum. Óskað velfarnaðar Ég ítreka að málið er gríðarlega viðkvæmt og allir hlutaðeigandi auð- særanlegir. Sársaukinn getur orðið mikill þegar almenn umræða er heimfærð á einstök tilvik. Þess vegna hef ég viljað forðast að samtvinna þetta tiltekna persónulega mál um- ræðu sem við þó erum nauðbeygð að taka ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm. Eftir Ögmund Jónasson Ögmundur Jónasson » Það sem að okkur snýr er hins vegar að hafa öll gögn tilbúin af hálfu íslenskra stjórnvalda … Höfundur er innanríkisráðherra. Meint tregða innanríkisráðuneytisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.