Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
✝ Stefán Jó-hannsson
fæddist á Seyð-
isfirði 12. ágúst
1924. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Austurlands á
Seyðisfirði 10. jan-
úar 2011. Stefán
var sonur
hjónanna Jóhanns
Hanssonar vél-
smíðameistara í
Vjelasmiðju Jó-
hanns Hanssonar,
seinna Vélsmiðju
Seyðisfjarðar og Jónínu Stef-
ánsdóttur. Stefán kvæntist þann
15. desember 1951, Guðrúnu P.
Auðunsdóttur f. 24. september
1931. Foreldrar Guðrúnar voru
Auðun Sæmundsson skipstjóri
og Vilhelmína Þorsteinsdóttir
frá Minni-Vatnsleysu. Systkini
Stefáns eru Helga Ólafia f. 1922
og Hans Þór f. 1925, d. 1983.
Stefán og Guðrún eignuðust 5
börn sem eru 1) Ólafía Þórunn,
gift Guðjóni Má Jónssyni og
eiga þau þrjú börn, Jón Kol-
tók sveinspróf í rennismíði 1944
og útskrifaðist Ingeniör frá
Göteborgs Tekniska Institut
1948. Hann starfaði á teikni-
stofu hjá Jönköpings Mot-
orfabrik 1948, við skipasmíðar
hjá Gool Shipbuilding and
Repairs í Englandi 1949 og við
samsetningu dieselvéla hjá Ru-
ston & Hornsby í Englandi
1949. Frá 1950-1993 var hann
forstjóri Vélsmiðju Seyð-
isfjarðar og á þeim tíma frum-
kvöðull í hönnun og smíði báta
og fiskiskipa. Stefán sat í bæj-
arstjórn Seyðisfjarðar 1958-
1966 fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Seyðisfjarð-
arkaupstað. Hann kenndi við
Iðnskóla Seyðisfjarðar á ár-
unum 1954- 1962 og kenndi ým-
is námskeið, s.s fyrir vélstjóra
og skipstjórnarmenn. Stefán var
sænskur konsúll og var heiðr-
aður fyrir störf sín með kon-
unglegu heiðursmerki. Þá var
hann gerður að heiðursborgara
Seyðisfjarðarkaupstaðar árið
2009. Hann var stofnfélagi í
Lionsklúbbi Seyðisfjarðar. Útför
Stefáns fer fram frá Seyð-
isfjarðarkirkju í dag, 15. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 14.
bein, Auði Ösp og
Kristján Smára.
Fyrir átti Ólafía
Helgu Dögg,
barnsfaðir Teitur
Stefánsson, 2) Jón-
ína, gift Paul
Waldmann og eiga
þau tvö börn,
Emmu Guðrúnu og
Benjamín Thor, 3)
Auður Jóhanna,
gift Níelsi Agli
Daníelssyni og
eiga þau tvö börn,
Daníel Jakob og
Guðrúnu Lísbet, 4) Jóhann,
kvæntur Báru Mjöll Jónsdóttur
og eiga þau einn son, Stefán.
Bára Mjöll átti fyrir Söndru
Hrafnhildi, barnsfaðir Hörður
Þór Benónýsson, 5) Stefán Þór,
sem á synina Óskar Braga,
barnsmóðir Ólafía Þ. Ósk-
arsdóttir, og Nóa Stein, barns-
móðir Júlía Harðardóttir. Næsta
kynslóð telur þrjá.
Stefán útskrifaðist úr Verzl-
unarskóla Íslands 1942, og Iðn-
skóla Reykjavíkur 1944. Hann
Elsku pabbi. Það er sárt að standa í
þessum sporum að skrifa minningar-
orð um þig en mér er það líka mjög
ljúft. Ég er þakklát fyrir hverja þá
stund sem við höfum átt saman og
þær eru margar. Þú varst einstaklega
mikið ljúfmenni og hlédrægur og vild-
ir aldrei láta hampa þér um of. Þú
varst að mörgu leyti einfari en hafðir
samt gaman af því að vera í góðra
manna hópi.
Þær eru ófáar sögurnar sem þú
hefur sagt okkur af mönnum og mál-
efnum, glettnissögur úr Smiðjunni,
sögur af bátum og útgerðum, sögur af
því þegar þú varst lítill drengur og líf-
inu hér á Seyðisfirði. Seyðisfjörður
var þinn staður, þú elskaðir fjörðinn
okkar fagra og þér var annt um það
hér væru góðir atvinnumöguleikar.
Þess vegna fórstu í það í lok síldaræv-
intýranna hér að leita nýrra leiða og
hófst að smíða fiskiskip. Fyrstu árin
voru bátarnir smíðaðir við frumstæð-
ar aðstæður undir berum himni í
slippnum. Í slippnum voru líka lengd-
ir bátar. Bátarnir þínir voru miklar
happafleytur og alltaf var þvílík
spenna og mikill fögnuður þegar þeim
var hleypt af stokkunum. Ég segi bát-
arnir þínir því þú bæði hannaðir og
stjórnaðir byggingu þeirra.
Þú nýttir tímann ævinlega vel og
varst búinn að vera á fótum lengi áður
en aðrir í fjölskyldunni vöknuðu og
nýttir morgnana til þess að hanna og
teikna. Bæjarbúar fylgdust allir með
og prufusiglingar voru alltaf mann-
margar. Fólkið í bænum gladdist með
þér og okkur við hvern bátinn sem fór
héðan. Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar Auðun afi var viðstaddur
þegar Fylki var hleypt af stokkunum
en hann hafði ásamt syni sínum stýrt
skipi með sama nafni.
En fyrst og fremst varst þú okkur
góður og yndislegur faðir sem lagðir
okkur lífsreglurnar á jákvæðan og
uppilegan hátt. Við öll systkinin störf-
uðum undir þinni stjórn í Smiðjunni,
þó voru Auður og Jóhann þau sem
lengst unnu með þér. Sjálfur tókst þú
við stjórn Smiðjunnar eftir að afi
veiktist og hans naut ekki lengur við.
Elsku pabbi, ég veit að amma, afi og
Þór bróðir þinn taka vel á móti þér á
nýjum stað. Við munum passa
mömmu vel og hugsa um hana.
Hvíldu í friði elsku vinur og hafðu
kæra þökk fyrir allt.
Þín dóttir,
Ólafía.
Elsku afi minn.
Ég kom til ömmu sl. mánudag og
þú komst ekki til dyra eins og þú varst
vanur að gera. Það var mjög skrýtið.
Ég sakna þín óendalega mikið, elsku
afi minn.
Ég hef verið að rifja upp ljúfar og
fallegar minningar sem ég á um þig
og ömmu. Ég er afar þakklát fyrir all-
ar þessar minningar. Ég, Ási, Krist-
ján Jakob og Höskuldur Már höfum
verið að skoða gamlar myndir af þér
og ömmu. Ég sit núna með mynd af
okkur saman fyrir framan mig.
Myndin er tekin á Túngötunni þar
sem þú heldur utan um mig í brúna
sófanum. Mér þykir svo vænt um
þessa mynd. Ótal minningar streyma
um kollinn á mér og ein þeirra er þeg-
ar við mamma bjuggum á neðri hæð-
inni í Bröttuhlíðinni. Við barnabörnin
fengum að vera í búðarleik inni á
skrifstofu hjá þér. Hvítu hillurnar á
hjólunum voru búðarborðið og svo
var ég yfirleitt búðarkonan, enda elst
barnabarna og réð því ansi miklu.
Daníel og Guðrún, frændsystkin mín,
keyptu síðan hluti sem við fundum
inni á skrifstofu hjá þér, t.d. kross-
fiskinn sem var uppi í hillu hjá þér.
Við fengum líka að nota stóra teikni-
borðið þitt til að teikna. Svo áttir þú
alltaf eitthvað gott í skápnum þínum í
skrifborðinu. Okkur krökkunum
fannst alltaf jafn spennandi að fá gott-
ið sem leyndist í skápnum þínum. Þú
áttir t.d. alltaf gult eða grænt Wrig-
leys-tyggjó, stundum var það orðið
glerhart en það skipti engu máli hjá
okkur krökkunum.
Það var gott að búa í Bröttuhlíðinni
á neðri hæðinni hjá ykkur. Stutt að
hlaupa upp stigann til ykkar.
Það er mér minnisstætt þegar ég
flutti til Danmerkur með fjölskyldu
minni. Þá var ég 9-10 ára gömul. Ég
vildi alls ekki fara með mömmu og
Guðjóni út heldur bað ég ykkur um að
leyfa mér að vera eftir og búa áfram á
neðri hæðinni.
Margar minningar frá sumarvinnu
eru úr Smiðjunni. Ég vann aldrei í
fiski eins og jafnaldrar mínir heldur
var ég í Smiðjunni hjá þér við af-
greiðslu í búðinni, mála, sópa, vinna á
skrifstofunni og margt fleira. Ég fékk
að hjálpa til á skrifstofunni að telja
peninga í umslög sem voru laun
smiðjukarlanna, það var stórt hlut-
verk. Svo var ég hlaupandi um alla
Smiðju að leita að þér þegar þú þurft-
ir að koma í símann.
Ég man líka vel bíltúrana út á Eyr-
ar með ykkur ömmu og þú leyfðir mér
að keyra, veiðiferðirnar í Hofsá í
Vopnafirði og þar var hinn afi Stefán
líka.
Nýliðin jól eru búin að vera erfið.
Þú veiktist annan í jólum og varst öll
jólin og áramót á sjúkrahúsinu á
Norðfirði með ömmu. Ég reyndi að
koma eins oft og ég gat og það var
sárt að sjá þig svona veikan eins og þú
varst. Ég er glöð í hjarta mínu að þú
skyldir hafa komist á sjúkrahúsið á
Seyðisfirði og fengið að hvílast þar.
Þú varst sannur Seyðfirðingur. Elsku
afi minn, ég sakna þín óendanlega
mikið og á bágt með sjálfa mig, græt
og græt yfir því að þú skulir vera far-
inn frá okkur. En ég veit að
langamma, langafi og bróðir þinn Þór
taka vel á móti þér og passa upp á þig.
Við pössum vel upp á elsku ömmu.
Ég er og verð alltaf litla afastelpan
þín. Ég elska þig af öllu mínu hjarta.
Þín
Helga Dögg.
Þegar fjölskylda okkar sem þetta
ritum flutti á Seyðisfjörð um miðja
síðustu öld, var Stefán Jóhannsson
nýkominn frá námi í Svíþjóð í skipa-
tækni- og verkfræði. Stefán var, með
þessa menntun og þá reynslu sem
hann hafði öðlast í Vélsmiðju Seyð-
isfjarðar frá unga aldri, þegar hér var
komið albúinn að taka við rekstrinum.
Það gerði hann líka smátt og smátt;
fyrst í félagi við föður sinn og bróður,
Þór, og síðar einn. Stefán var líka um
þessar mundir tilbúinn að taka við
öðrum „rekstri“, sem þá var gjafvaxta
frænka okkar og uppeldissystir, Guð-
rún Auðunsdóttir. Það varð ekki bara
gæfa Gunnu að eignast þennan ynd-
islega mann, heldur var það gæfa
okkar allra að hafa þá eignast hlut-
deild í honum ævilangt.
Þess ber að geta að tæknileg afrek
Jóhanns Hanssonar, föður Stefáns og
félaga við uppbyggingu smiðjunnar,
voru einstök. Smíðuðu þeir sjálfir
flestar vélar og verkfæri sem þurfti
við rekstur Smiðjunnar ásamt skipa-
dráttarbraut. Á þessum stað voru við
frumstæðar aðstæður unnin tæknileg
þrekvirki sem verðskulda nákvæma
skráningu fyrir komandi kynslóðir.
Fram til þessa höfðu helstu verkefni
Vélsmiðju Seyðisfjarðar verið viðhald
breskra togara og báta víða frá Aust-
fjörðunum, ásamt rafvæðingu sveita-
býla í nágrannasveitum. Þá var nýtt
frystihús og síldarbræðslur í bygg-
ingu. Svo kom blessuð síldartörnin
mikla með öllum sínum umsvifum.
Verandi með mikinn mannskap plötu-
og vélsmiða sem var í einni svipan
orðinn nánast verkefnalaus þegar
síldin hvarf. Í stað þess að henda sín-
um mannskap á dyr þegar harðna tók
á dalnum, kaus Stefán af sínu göfuga
hjartalagi að leggja fyrirtækið undir á
nýjum vettvangi. Það gerði hann með
því að hefja stálskipasmíðar, kannski
fyrst og fremst í þeim tilgangi að geta
skaffað sínu fólki áframhaldandi at-
vinnu.Við teljum að enginn sem til
þekkir velkist í vafa um að þessar
skipasmíðar Stefáns, við þær aðstæð-
ur sem ríktu í þjóðfélaginu á þessum
tíma, flokkist á sama hátt og upp-
bygging fyrirtækisins á sínum tíma
gerði, sem einstakt sögulegt afrek. Á
tímum þegar handstýrð verðbólga
skrúfuð upp af stjórnvöldum gat auð-
veldlega farið upp í þriggja stafa tölu
á meðan á einu smíðaverkefni stóð.
Stefán tók daginn snemma til þess
að geta verið með tilbúnar teikningar
að morgni. Öll þessi skip sem Stefán
hannaði sjálfur frá grunni eru án und-
antekinga tæknilega óvenju vel
heppnuð sjó- og aflaskip.
Það var því mikill hamingjudagur
þegar bæjarstjórin heiðraði Stefán á
85 ára afmæli hans í ágúst sumarið
2009. Það gerðu þeir með því að út-
nefna hann sem heiðursborgara
Seyðfirðinga með heillaóskum frá
bæjarbúum. Allan þann tíma sem við
höfum þekkt Stefán hefur hann verið
beri sátta, friðar og gleði. Skemmti-
legur öðlingur, höfðingi og einstakur
mannvinur sem við lútum höfði í
þakklæti og virðingu fyrir að hafa
fengið að kynnast og átt að vini allt
okkar líf.
Eftirlifandi eiginkonu Guðrúnu og
fjölskyldu sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Ykkar frænd-
systkini og vinir,
Vilhjálmur Auðun, Sigurður
R., Jón Ársæll, Kristrún
Þórðarbörn og makar.
Heiðursborgari Seyðisfjarðar,
Stefán Jóhannsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Vélsmiðju Seyðisfjarð-
ar, er fallinn frá. Þögn ríkir um stund
í firðinum fagra milli Bjólfs og Stran-
datinds. Faðir hans, Jóhann Hansson,
fæddist og ólst upp á Djúpavogi, fór
til náms í vélsmíði í Danmörku og
Noregi. Flutti til Seyðisfjarðar ungur
og setti á fót Vélsmiðju Jóhanns
Hanssonar 1907. Hún var eitt af
fyrstu fyrirtækjum sinnar tegundar á
landinu og álitin vera í fararbroddi
hvað búnað og faglega þekkingu varð-
aði.
Í þessu skapandi umhverfi ólst son-
urinn upp. Lifði hann og hrærðist
með föður sínum í vélsmiðjunni frá
unga aldri. Hann kynntist frá fyrstu
hendi vönduðum og nýjum vinnu-
brögðum. Hóf nám í vélsmiðjunni hjá
föður sínum en tók síðari hluta náms-
ins í Reykjavík samfara iðnskóla. Að
loknu námi fór Stefán til Gautaborgar
og útskrifaðist þar sem tæknifræð-
ingur 1948. Hann tók við stjórn Vél-
smiðju Seyðisfjarðar af föður sínum.
Hann ávann sér fljótt traust og út-
gerðir víðs vegar um land treystu vél-
smiðju hans best til viðgerða á skip-
um sínum þegar á þurfti að halda.
Stefán og hans menn leystu ótrúleg-
ustu verkefni, oft við erfiðar aðstæð-
ur. Í þorskastríðinu leituðu laskaðir
breskir togarar oft hafnar á Seyðis-
firði til viðgerða. Þegar síldin tók
Austurland 1960-1966 var mikið um-
leikis hjá vélsmiðjunni í viðgerðum
síldveiðibáta.
Þegar síldin hvarf hóf Stefán stál-
skipasmíði og voru smíðuð í fyrirtæki
hans alls um 30 skip árin 1967-1991 af
stærðinni 8-178 tonn. Hann lét reisa
hús til skipasmíðanna 1974, en fram
að þeim tíma hafði hún farið fram
undir berum himni. Hann smíðaði tvo
álbáta, sá fyrri, Andri, var fyrsti ál-
báturinn sem smíðaður var á Íslandi.
Hann teiknaði nær öll skip sem smíð-
uð voru í vélsmiðjunni, var sjálf-
menntaður í skipateikningum og vann
gjarnan að teikningum sínum áður en
hefðbundinn vinnudagur hófst eða frá
klukkan sex til hálf átta á morgnana.
Á síðari hluta níunda áratugarins
varð rekstrarumhverfi í skipaiðnaði
mjög óhagstætt og svo fór að síðla árs
1993 stöðvaðist reksturinn. Lauk þar
með sögu elsta og rótgrónasta málm-
iðnaðarfyrirtækis á Austurlandi. Það
var mikið áfall fyrir Ísland allt, fjöl-
skylduna og bæjarfélagið.
En sagan lifir og það er vel við hæfi
að Tækniminjasafn Austurlands er
nú til húsa í húsnæði vélsmiðjunnar.
Stefán var maður hæglátur, húmor-
isti, snillingur af guðs náð, fastur fyrir
er á reyndi, hvers manns hugljúfi.
Fulltrúi í bæjarstjórn 1958-1966 og
starfaði í nefndum fyrir sitt bæjar-
félag. Þau störf öll vann hann af vand-
virkni og trúmennsku.
Hann kenndi við Iðnskólann, var
stofnandi Lionsklúbbsins og sænskur
konsúll. Guðrún Auðunsdóttir eigin-
konan, sem lifir mann sinn, stóð sem
klettur honum við hlið í blíðu og
stríðu. Þau byggðu sér myndarlegt
heimili að Bröttuhlíð og þar ólust
börn þeirra upp, dætur þrjár og tveir
synir. Rómuð var gestrisni þeirra
hjóna og matarveislur. Þó nokkuð sé
um liðið þá finn ég enn lyktina og
gómsætt eftirbragðið.
Seyðisfjörður hefur misst einn sinn
mætasta mann.
Minningin lifir og með hlýju og
auðmýkt þökkum við samfylgdina.
Þorvaldur Jóhannsson
og fjölskylda.
Stefán Jóhannsson vinur minn hef-
ur kvatt okkur að sinni.
Nafn Stefáns bar fyrst á góma árið
1986, þegar við bræður höfðum mikið
velt því fyrir okkur hvar ætti að láta
smíða bát í staðinn fyrir gömlu Aðal-
björgina sem þá átti að úrelda. Mikið
var búið að spá og spekúlera, átti að
láta smíða bátinn erlendis eða á Ís-
landi? Vélsmiðja Seyðisfjarðar varð
fyrir valinu og var það mikið gæfu-
spor fyrir okkur bræður. Upphófust
nú margar ferðir til Seyðisfjarðar þar
sem við bræðurnir fylgdumst með
smíðinni og höfðum gaman af að sjá
hvernig gekk. Öll þau vandamál sem
upp komu leysti Stefán auðveldlega
og án nokkurs hávaða, þannig maður
var hann, leysti allt hægt og hljótt.
Á milli okkar myndaðist góður vin-
skapur sem hefur varað alla tíð síðan.
Stefán var mikill fagmaður og gam-
an að fylgjast með honum vinna, hann
hannaði og teiknaði þau skip sem
smíðuð voru hjá Vélsmiðju Seyðis-
fjarðar. Tjáði hann mér einhvern
tíma, að klukkan sex á morgnana sett-
ist hann við að teikna, það væri besti
tíminn til þeirra verka. Aðalbjörgin
hefur reynst okkur bræðrum vel og
staðist vel tímans tönn, enda var alltaf
leitað til Stefáns þegar á þurfti að
halda. Við lentum í tjóni með hinn bát-
inn okkar, Aðalbjörgu II, og var þá
Stefán fenginn til að teikna og hanna
endurbætur á bátnum sem tókust
mjög vel eins og öll hans verk.
Stefán hafði einlægan áhuga á fólki,
alltaf bað hann að heilsa konu minni
og spurði um dætur mínar og barna-
börn og vildi fylgjast með hvernig
þeim gengi í lífinu. Við hjónin höfum
heimsótt þau Stefán og Guðrúnu í
gegnum árin og alltaf hefur verið
jafngott að sækja þau heim. Nú
kveðjum við góðan dreng sem lengi
verður í minnum hafður. Elsku
Gunna mín, við Rúna sendum þér og
fjölskyldu þinni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Stefán Einarsson.
Stefán Jóhannsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi.
Við bræður erum sorgmædd-
ir og leiðir að þú skulir vera dá-
inn. Við söknum þín.
Okkur fannst gaman að
koma til þín og langömmu
Gunnu. Við fengum að leika
okkur með bátana þína,
langamma gaf okkur alltaf góð-
ar kökur.
Þú ert góður langafi. Við
bræður vitum að þú fylgist með
okkur á himnum þegar við leik-
um okkur saman.
Þínir langafadrengir,
Kristján Jakob
og Höskuldur Már.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður til heimilis að Kirkjuvegi 19,
Keflavík,
lést þriðjudaginn 11. janúar.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 18. janúar kl. 13.00.
Eyjólfur Kristinsson,
Kristinn Eyjólfsson, Karítas Bergmann,
Stefanía Eyjólfsdóttir, Guðmundur Karl Ólafsson,
Þóra Eyjólfsdóttir, Ragnar Karlsson,
Ólafur Eyjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.