Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 8
FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Minnkandi sala á áfengi á síðasta ári hefur haft áhrif á áætlanir ríkissjóðs um tekjur af áfengisgjaldi á þessu ári. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2011 var reiknað með tekjum upp á 11,2 milljarða króna en í samþykktum fjárlögum var talan komin niður í 10,8 milljarða króna. Lækkunin nemur 400 milljónum króna. Áætlun um tóbaksgjaldið lækkaði einnig, úr 5,3 milljörðum í fjárlaga- frumvarpinu niður í 4,9 milljarða í sjálfum fjárlögunum. Er þá búið að gera ráð fyrir 10% hækkun sem varð á áfengis- og tóbaksgjaldi um ára- mótin, sem og hækkun virðisauka- skatts upp á 1%. Þá er í fjárlögunum búist við að ÁTVR skili hagnaði á þessu ári upp á 852 milljónir króna en að arð- greiðslur til ríkissjóðs muni nema um einum milljarði króna. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu dróst sala á áfengi saman um 5,1% á síðasta ári, miðað við árið þar áður. Munaði þar mest um 34% samdrátt á sölu sterkra drykkja. Sala á sígarettum dróst saman um 11,5% milli ára. Árið 2010 á áætlun Samkvæmt upplýsingum frá Fjár- sýslu ríkisins liggja innheimtutölur fyrir árið 2010 ekki fyrir en verða birtar um miðjan næsta mánuð. Í lok nóvember 2010 höfðu tæpir 9,2 milljarðar króna verið innheimtir af áfengisgjaldinu og er það lítils- háttar lægri fjárhæð en áætlun gerði ráð fyrir, sem var ríflega 9,2 millj- arðar fyrir fyrstu ellefu mánuði árs- ins. Munar þar 79 milljónum króna og samkvæmt því telur Fjársýsla ríkisins að áfengisgjaldið verði nokk- urn veginn á áætlun ársins 2010, sem var upp á tæpa 10,2 milljarða króna. Í fjárlögum fyrir það ár var reiknað með tekjum af áfengisgjaldi upp á tæpa 10,3 milljarða. Samkvæmt reikningi ríkissjóðs fyrir árið 2009 skilaði gjaldið 9,7 milljörðum króna í kassann. ÁTVR kaupir vörur með áfengis- gjaldi af innflytjendum á áfengi. Út frá seldu magni á síðasta ári var áfengisgjaldið um 8,3 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Gróflega má gera ráð fyrir að hlutur ÁTVR í tekjum ríkissjóðs af áfengisgjöldum sé 78-80% og af- gangurinn komi af sölu áfengis á veitingahúsum. Samkvæmt þessum tölum ætti áætlun síðasta árs að vera nokkuð nærri lagi, sem fyrr segir. Áfengisgjald skilar minni tekjum en reiknað var með  Áætlun í fjárlögum lækkaði um 400 milljónir þó áfengisgjald hækki um 10% Morgunblaðið/Árni Sæberg Áfengissala Endanlegar tölur fyrir árið 2010 liggja ekki fyrir en áfeng- isgjaldið var þó líklega á áætlun ríkissjóðs. Sala áfengis hefur minnkað. Áfengis- og tóbaksgjald Frumvarp Fjárlög 2011 2011 Áfengisgjald 11,2 10,8 Tóbaksgjald 5,3 4,9 Tölur eru í milljörðum kr. Minnkandi sala » Þó að sala á sterkum drykkjum hafi dregist saman um 34% á síðasta ári jókst sala á léttvíni um 2,6%. » Á meðan sala á sígaréttum minnkaði um 11,5% í fyrra jókst sala á neftóbaki um 7,3% frá árinu 2009. » Vínbúðirnar seldu áfengi í fyrir 21,3 milljarða króna á síð- asta ári. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Eftir að Seðlabankinn misstisjálfstæði sitt hafa ýmis álit komið frá honum sem virðast víðs- fjarri efnahagslegum lögmálum. Álitin eiga það hins vegar sameiginlegt að koma að góðum notum fyrir rík- isstjórnina og eiga að auðvelda henni að halda því fram að hvítt sé svart.    Seðlabankinn sendi í byrjun vik-unnar frá sér álit á nýjasta Ice- save-samningnum og þar dregur bankinn ekkert af sér í hags- munagæslunni fyrir ríkisstjórnina.    Í áliti sínu gerir Seðlabankinn ráðfyrir því að gengi krónunnar muni styrkjast á næstunni þrátt fyr- ir tugmilljarða króna útstreymi með tilheyrandi sölu á krónum verði samningurinn að veruleika.    Um leið segir að forsendur umgengi krónunnar hafi „veru- leg áhrif á útkomuna“ og fram kemur að gengishækkun hefði til- tölulega lítil jákvæð áhrif. „Áhrif gengislækkunar umfram 10% eru hins vegar veruleg,“ er viðurkennt í álitinu.    En til að koma í veg fyrir að fólktaki mark á viðvöruninni segir Seðlabankinn líka að takist honum að halda verðbólgu nálægt verð- bólgumarkmiðinu séu „hverfandi líkur“ á mjög mikilli gengislækkun.    Nýlega hafa Seðlabankinn ogríkisstjórnin gefið í skyn að nú fari að styttast í að gjaldeyr- ishöftin hverfi. Hverjar eru lík- urnar á að það gangi eftir ef Ice- save-samningurinn verður gerður?    Ætli það geti nokkuð verið aðþær líkur séu hverfandi? Már Guðmundsson „Hverfandi líkur“ Seðlabankans STAKSTEINAR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 18. janúar í 14 nætur á frábæru tilboði. Þú bókar fllugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað í 14 nætur á ótrúlegum kjörum. frá kr. 59.900 Kanarí 18. janúar í 14 nætur stökktu til Kr. 84.900 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í 14 nætur. Stökktu tilboð 18. janúar. Kr. 129.900 allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í 14 nætur með allt innifalið. Stökktu tilboð 18. janúar. Kr.59.900 Netverð á mann, flugsæti til Kanaríeyja 18. janúar og heimflug 1. febrúar. beint morgu nflug með Icelan dair Veður víða um heim 14.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 1 alskýjað Egilsstaðir 3 alskýjað Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað Nuuk -8 heiðskírt Þórshöfn 6 skýjað Ósló -10 skýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur -7 skýjað Helsinki -5 skýjað Lúxemborg 10 skýjað Brussel 11 skúrir Dublin 7 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 8 léttskýjað París 12 skýjað Amsterdam 10 skýjað Hamborg 10 súld Berlín 11 skýjað Vín 11 skýjað Moskva -2 snjókoma Algarve 17 skýjað Madríd 13 heiðskírt Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 15 heiðskírt Róm 12 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -13 snjókoma Montreal -7 snjókoma New York -6 heiðskírt Chicago -5 alskýjað Orlando 11 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:56 16:20 ÍSAFJÖRÐUR 11:28 15:57 SIGLUFJÖRÐUR 11:12 15:39 DJÚPIVOGUR 10:32 15:42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.