Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 8
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Minnkandi sala á áfengi á síðasta ári
hefur haft áhrif á áætlanir ríkissjóðs
um tekjur af áfengisgjaldi á þessu
ári. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2011
var reiknað með tekjum upp á 11,2
milljarða króna en í samþykktum
fjárlögum var talan komin niður í
10,8 milljarða króna. Lækkunin
nemur 400 milljónum króna.
Áætlun um tóbaksgjaldið lækkaði
einnig, úr 5,3 milljörðum í fjárlaga-
frumvarpinu niður í 4,9 milljarða í
sjálfum fjárlögunum. Er þá búið að
gera ráð fyrir 10% hækkun sem varð
á áfengis- og tóbaksgjaldi um ára-
mótin, sem og hækkun virðisauka-
skatts upp á 1%.
Þá er í fjárlögunum búist við að
ÁTVR skili hagnaði á þessu ári upp á
852 milljónir króna en að arð-
greiðslur til ríkissjóðs muni nema
um einum milljarði króna.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu dróst sala á áfengi saman
um 5,1% á síðasta ári, miðað við árið
þar áður. Munaði þar mest um 34%
samdrátt á sölu sterkra drykkja.
Sala á sígarettum dróst saman um
11,5% milli ára.
Árið 2010 á áætlun
Samkvæmt upplýsingum frá Fjár-
sýslu ríkisins liggja innheimtutölur
fyrir árið 2010 ekki fyrir en verða
birtar um miðjan næsta mánuð.
Í lok nóvember 2010 höfðu tæpir
9,2 milljarðar króna verið innheimtir
af áfengisgjaldinu og er það lítils-
háttar lægri fjárhæð en áætlun gerði
ráð fyrir, sem var ríflega 9,2 millj-
arðar fyrir fyrstu ellefu mánuði árs-
ins. Munar þar 79 milljónum króna
og samkvæmt því telur Fjársýsla
ríkisins að áfengisgjaldið verði nokk-
urn veginn á áætlun ársins 2010, sem
var upp á tæpa 10,2 milljarða króna.
Í fjárlögum fyrir það ár var reiknað
með tekjum af áfengisgjaldi upp á
tæpa 10,3 milljarða. Samkvæmt
reikningi ríkissjóðs fyrir árið 2009
skilaði gjaldið 9,7 milljörðum króna í
kassann.
ÁTVR kaupir vörur með áfengis-
gjaldi af innflytjendum á áfengi. Út
frá seldu magni á síðasta ári var
áfengisgjaldið um 8,3 milljarðar
króna, samkvæmt upplýsingum frá
ÁTVR. Gróflega má gera ráð fyrir að
hlutur ÁTVR í tekjum ríkissjóðs af
áfengisgjöldum sé 78-80% og af-
gangurinn komi af sölu áfengis á
veitingahúsum. Samkvæmt þessum
tölum ætti áætlun síðasta árs að vera
nokkuð nærri lagi, sem fyrr segir.
Áfengisgjald skilar minni
tekjum en reiknað var með
Áætlun í fjárlögum lækkaði um 400
milljónir þó áfengisgjald hækki um 10%
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áfengissala Endanlegar tölur fyrir árið 2010 liggja ekki fyrir en áfeng-
isgjaldið var þó líklega á áætlun ríkissjóðs. Sala áfengis hefur minnkað.
Áfengis- og tóbaksgjald
Frumvarp Fjárlög
2011 2011
Áfengisgjald 11,2 10,8
Tóbaksgjald 5,3 4,9
Tölur eru í milljörðum kr.
Minnkandi sala
» Þó að sala á sterkum
drykkjum hafi dregist saman
um 34% á síðasta ári jókst
sala á léttvíni um 2,6%.
» Á meðan sala á sígaréttum
minnkaði um 11,5% í fyrra
jókst sala á neftóbaki um 7,3%
frá árinu 2009.
» Vínbúðirnar seldu áfengi í
fyrir 21,3 milljarða króna á síð-
asta ári.
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
Eftir að Seðlabankinn misstisjálfstæði sitt hafa ýmis álit
komið frá honum sem virðast víðs-
fjarri efnahagslegum lögmálum.
Álitin eiga það hins
vegar sameiginlegt
að koma að góðum
notum fyrir rík-
isstjórnina og eiga
að auðvelda henni
að halda því fram að
hvítt sé svart.
Seðlabankinn sendi í byrjun vik-unnar frá sér álit á nýjasta Ice-
save-samningnum og þar dregur
bankinn ekkert af sér í hags-
munagæslunni fyrir ríkisstjórnina.
Í áliti sínu gerir Seðlabankinn ráðfyrir því að gengi krónunnar
muni styrkjast á næstunni þrátt fyr-
ir tugmilljarða króna útstreymi
með tilheyrandi sölu á krónum
verði samningurinn að veruleika.
Um leið segir að forsendur umgengi krónunnar hafi „veru-
leg áhrif á útkomuna“ og fram
kemur að gengishækkun hefði til-
tölulega lítil jákvæð áhrif. „Áhrif
gengislækkunar umfram 10% eru
hins vegar veruleg,“ er viðurkennt í
álitinu.
En til að koma í veg fyrir að fólktaki mark á viðvöruninni segir
Seðlabankinn líka að takist honum
að halda verðbólgu nálægt verð-
bólgumarkmiðinu séu „hverfandi
líkur“ á mjög mikilli gengislækkun.
Nýlega hafa Seðlabankinn ogríkisstjórnin gefið í skyn að
nú fari að styttast í að gjaldeyr-
ishöftin hverfi. Hverjar eru lík-
urnar á að það gangi eftir ef Ice-
save-samningurinn verður gerður?
Ætli það geti nokkuð verið aðþær líkur séu hverfandi?
Már
Guðmundsson
„Hverfandi líkur“
Seðlabankans
STAKSTEINAR
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Nú bjóðum við síðustu sætin í
sólina á Kanaríeyjum þann 18.
janúar í 14 nætur á frábæru
tilboði. Þú bókar fllugsæti og
fjórum dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
Gríptu tækifærið og njóttu
lífsins á þessum vinsæla
áfangastað í 14 nætur á
ótrúlegum kjörum.
frá kr. 59.900
Kanarí
18. janúar í 14 nætur
stökktu til
Kr. 84.900
Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi /
studíó / íbúð í 14 nætur.
Stökktu tilboð 18. janúar.
Kr. 129.900 allt innifalið
Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi /
studíó / íbúð í 14 nætur með allt innifalið.
Stökktu tilboð 18. janúar.
Kr.59.900
Netverð á mann, flugsæti til Kanaríeyja
18. janúar og heimflug 1. febrúar.
beint morgu
nflug
með Icelan
dair
Veður víða um heim 14.1., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Bolungarvík 1 skýjað
Akureyri 1 alskýjað
Egilsstaðir 3 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað
Nuuk -8 heiðskírt
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló -10 skýjað
Kaupmannahöfn 1 skýjað
Stokkhólmur -7 skýjað
Helsinki -5 skýjað
Lúxemborg 10 skýjað
Brussel 11 skúrir
Dublin 7 léttskýjað
Glasgow 7 léttskýjað
London 8 léttskýjað
París 12 skýjað
Amsterdam 10 skýjað
Hamborg 10 súld
Berlín 11 skýjað
Vín 11 skýjað
Moskva -2 snjókoma
Algarve 17 skýjað
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 15 heiðskírt
Róm 12 léttskýjað
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg -13 snjókoma
Montreal -7 snjókoma
New York -6 heiðskírt
Chicago -5 alskýjað
Orlando 11 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:56 16:20
ÍSAFJÖRÐUR 11:28 15:57
SIGLUFJÖRÐUR 11:12 15:39
DJÚPIVOGUR 10:32 15:42