Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þetta var með því erfiðara, sem ég hef lent í, kannski það erfiðasta,“ sagði Viggó Sigurðsson, sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Viggó seig eftir skipverja á litháíska flutn- ingaskipinu Skalva sem statt var um 115 sjómílur SV af Reykjanestá í fyrradag. Veður var mjög slæmt, mikil ölduhæð og skipið lítt hlaðið þannig að það valt mikið. „Aðstæður voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Viggó. „Skipið var tómt og haugasjór þannig að skipið dansaði eins og korktappi á öldunum. Vissulega fær maður adr- enalín-spark út úr svona átökum og þetta gekk blessunarlega vel. Það skiptir öllu í svona aðgerðum að Landhelgisgæslan ræður yfir góðum mannskap, það er í raun fagmaður í hverju sæti.“ Vita hvernig skip og öldur haga sér í slíku veðri Viggó er 34 ára gamall og hefur starfað lengi hjá Gæslunni. Hann byrjaði sem smyrjari, starfaði síðan sem háseti og bátsmaður og fór þá í Stýrimannaskólann og hefur verið stýrimaður á varðskipunum. Sig- maður hefur hann verið frá haustinu 2006. Hann segir að þekking á sjón- um skipti miklu máli við erfiðar að- stæður og ekki skemmi fyrir að í flugstjórasætinu hafi verið reynslu- bolti sem líka hafi verið til sjós. „Það er ómetanlegt að kanóna eins og Benóný Ásgrímsson, reynslumesti flugstjórinn okkar, hafi stjórnað þyrlunni. Hann veit hvernig skip og öldur haga sér í slíku veðri,“ segir Viggó. Þyrlan virtist á myndum vera ískyggilega nærri brú flutninga- skipsins, en þó alltaf sé hætta við að- stæður sem þessar þá segist Viggó ekki telja að mikil hætta hafi verið á að hann lenti utan í brúnni. Öryggis sé gætt og fara þurfi að öllu með gát. Þá þurfi að sæta lagi í veltingnum. „Skipið veltur upp og niður og fram og aftur í sjónum og þyrlan flakkar svolítið líka þannig að hugs- anlega gæti maður frekar slegist ut- an í síðu skipsins,“ segir Viggó. Svo getur skipið komið svo hratt upp á móti sigmanninum að hætta er á að hann hlammist niður á skipið. Í svona veltingi er líka erfitt að lenda á lestarlúgu sem er ekki gerð til þess að ganga á henni, því það er ekkert sett í málninguna til að gera hana stama. Ég hafði áhyggjur af því að renna af stað þegar ég sá að menn- irnir sem voru niðri að taka á móti mér voru í líflínum en skautuðu samt fram og aftur á dekkinu.“ Báðar þyrlur Landhelgisgæsl- unnar, TF-GNA og TF-LIF, fóru í verkefnið á fimmtudaginn þar sem skipið var svo langt frá landi. Þær eru af gerðinni Super Puma L1 og nánast eins útbúnar. Gná er þó með mun kraftmeira spil og var hún not- uð til að hífa skipverjann. Líf var hins vegar send með til öryggis fyrir áhöfn Gnáar. Hugsanlega hefði hún líka getað tekið við ef Gná hefði ekki lokið aðgerðinni, en Líf er með stærri eldsneytistanka. „Hífingarhraði spilsins í TF-GNÁ er helmingi meiri en á hinni þyrlunni og þetta skipti sköpum,“ segir Viggó. „Þegar verið var að hífa mig upp var spilið sett í botn og Benni lyfti þyrlunni samtímis. Skipið elti mig upp lengi vel að mér fannst og bilið milli mín og þess jókst ekkert. Skipið hefur ábyggilega rokkað 10- 15 metra á öldunni.“ Þegar óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar var það mat lækna að sjómaðurinn væri upp- handleggsbrotinn, en síðar kom í ljós að hann hafði farið úr axlarlið. Að sögn Viggós mátu læknar stöð- una þannig að maðurinn þyrfti að komast undir læknishendur innan fjögurra sólarhringa, en skipið átti eftir 5-7 sólarhringa siglingu á áfangastað. Samskipti þyrlunnar og skipstjóra flutningaskipsins fóru fram á ensku, en samskiptin gengu hins vegar ekki greiðlega þegar Viggó var lentur á dekki skipsins. „Þegar ég kom um borð virtist enginn skilja ensku og skipstjórinn var uppi í brú. Það var því ekki ann- að að gera en að þreifa á karlgreyinu og sjá hvenær hann gretti sig. Hann var greinilega sárkvalinn.“ „Skipið elti mig upp lengi vel“  Aðstæður voru eins slæmar og þær geta orðið, segir Viggó Sigurðsson, sigmaður Gæslunnar  Fær adrenalín-spark út úr svona átökum  Góður mannskapur og fagmaður í hverju sæti Ljósmynd/ LHG Adrenalínspark Viggó sigmaður og TF-Gná yfir flutningaskipinu djúpt vestur af Reykjanesi í vonskuveðri á fimmtudaginn. Hvasst var og ölduhæð mikil og skipið ólestað þannig að það var eins og korktappi á öldunum. Á þriðjudagskvöld var leitað eftir aðstoð Landhelgisgæsl- unnar, en sjómaður hafði slas- ast um borð í íslenskum togara um 80 sjómílur vestur af Garð- skaga. Slæmt veður var á svæðinu, 20-25 m/sek og öldu- hæð 6-10 metrar. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að koma Viggó, sem þá var einnig sigmaður þyrlunnar, um borð í togarann en þyrlan varð frá að hverfa vegna ölduhæðar og veðurs. Ástand skipverjans var metið stöðugt. „Það var slæmt að geta ekki klárað þessa aðgerð,“ segir Viggó. „Auk þess hve veðrið var slæmt var svartamyrkur og svo var miklu minna pláss á dekki togarans til að athafna sig en um borð í flutningaskip- inu.“ Erfitt að athafna sig URÐU FRÁ AÐ HVERFA Flug Landhelgisgæsluþyrlanna Flutningaskipið Skalvameð slasaðan skipverja um borð. Beiðni um aðstoð LHG barst kl. 10.26. Skipið var þá um 115 sjómílur SV af Reykjanestá. TF-GNA og TF-LIF fóru í loftið kl. 11.40. Þyrlurnar lenda aftur í Reykjavík kl. 14.28, með skipverjann. Flug fram og til baka var 289 sjómílur (um 535 km). Þyrlurnar voru í 27 mínútur yfir skipinu, frá 12.38 til 13.05. 1 2 3 4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynsluboltar Sigurður Vopni, Viggó Sigurðsson, sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar, og Benóný Ásgrímsson flugstjóri. Óprúttnir aðilar sem reyna að svíkja fé út úr Íslendingum hafa undanfarin misseri byrjað að nota þýðingarvélar til þess að íslenska póstinn en yfirleitt er slíkur póstur á ensku. Pósturinn er nokkuð augljóslega afrakstur sjálf- virkra þýðingarvéla enda er hann á afar bjagaðri íslensku. „Ef þú lest þetta koma þarna orð sem eru eins og skratt- inn úr sauðarleggnum og setningaskipanin er alveg út úr kú. Þetta æpir á mann,“ segir Gylfi Gylfason, lögreglu- fulltrúi hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir að það sé viðvarandi svindl í gegnum tölvu- póst í gangi sem falli í yfirflokkinn Nígeríusvindl og reglu- lega berist áframsendingar á slíkum pósti til embættisins. Það hafi nokkrum sinnum sent út viðvaranir til almennings um svindl af þessu tagi og að hunsa beri þennan póst. Oft er um að ræða tilkynningar um að viðtakandi hafi unnið í happdrætti eða hann beðinn að leggja góðgerð- armáli lið. Gylfi segist ekki vita til þess að nokkur hafi fallið fyrir þessum íslenskuðu tölvubréfum. Engu að síður sé ástæða til að vara fólk við að falla í net þessara svindlara. kjartan@mbl.is Svikahrappar nota þýðing- arvélar á svindltölvupóst Það fer varla á milli mála að svindlpóstarnir á íslensku hafi verið settir í gegnum sjálfvirkar þýðingarvélar á netinu. Þannig er setningaskipan óeðlileg og einstök orð ekki í neinu samhengi við innihald setninganna. Þá er fjölda enskra orða einnig að finna í textanum. Eft- irfarandi er dæmi um slíkan svindlpóst sem Morg- unblaðinu var bent á: „Subject: hamingjuóskir. Þetta bréf er að tilkynna þér að Email Address fest við Ticket N (106012)hefur unnið til verðlauna summa 500,000.00 GBP (fimm hundruð þúsund pundOnly) í getraun Take E-mail forrit sem hald- inn var 30. desember 2010.vinsamlegast samband kröfu liðsforingi í gegnum fyrir neðan fá upplýsingar.“ „Krafa liðsforingja“ BJÖGUÐ ÍSLENSKA Í SVINDLPÓSTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.