Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Þær minningar sem við eigum um ömmu okkar eru einstaklega góðar og kær- leiksríkar. Að hafa átt ömmu Mar- gréti eru forréttindi sem okkur voru veitt og við verðum ávallt þakklát fyrir. Alltaf var hún brosandi, um- hyggjusöm og örlát. Sú gleði sem ríkti þegar hún birtist var ólýsanleg. Hún var alltaf vel tilhöfð og glæsi- leg, líkt og hún væri drottning. Það muna öll barnabörnin hennar eftir sundferðum og kleinum, lopahúfum og heitu kakói og ekki síst ferðunum í heita lækinn. Amma okkar var alltaf tilbúin til að eyða tíma með ömmubörnunum sínum og vildi helst alltaf hafa okkur öll með, sama hvaða til stóð. Hún tróð okkur í bílinn sinn og skipti þá engu hvað við vorum mörg, í sund skyldi farið. Hún leyfði okkur að hlaupa „hringinn“ í húsinu, renna okkur niður stigana eins og okkur lysti og að kveikja upp í arninum og Margrét Sigurðardóttir ✝ Margrét Sig-urðardóttir fæddist að Borgum á Skógarströnd 3. mars 1916. Hún lést í Holtsbúð í Garðabæ 9. janúar 2011. Útför Margrétar fór fram frá Bessa- staðakirkju 14. jan- úar 2011. hamast með ísbjörn- inn. Steikti svo klein- ur, ekkert var betra en ísköld mjólk og ný- steiktar kleinur hjá ömmu. Hún prjónaði og prjónaði og prjón- aði og skutlaðist svo í Hveragerði með af- raksturinn og þá var nú gaman að fá að fljóta með. Eftir að við fluttum á Álftanes var hún tíð- ur gestur á heimili okkar og átti það þá til að færa aðeins til hluti í herbergjum okkar svo þar liti nú aðeins betur út, vakti það mismikla lukku. Þrátt fyr- ir veikindi síðustu ár var amma gleðipinni, dásamlegt var að heim- sækja hana með börnin okkar. Þá ljómaði amma, brosti fallega brosinu sínu og tók stundum lagið með krökkunum. Það eru stundir sem við munum rifja upp með börnunum okkar og halda þannig uppi minn- ingu ömmu Margrétar. Nú er hún komin til afa, stjanar við hann eins og henni einni var lag- ið, skammar Sighvat sinn og pabba okkar og skálar svo í sérríi. Við kveðjum elsku ömmu okkar með miklum söknuði. Elsku Ella, Snorri, Stulli, Jónas, mamma og frændsystkini okkar, vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Andrea, Katrín Rósa, Fannar og Eirún. Kveðja frá Kvenfélagi Álftaness Látin er Margrét Sigurðardóttir, Sveinskoti á Álftanesi. Margrét gekk í Kvenfélag Bessastaðahrepps árið 1948 og varð fljótt virk og öflug kvenfélagskona. Hún var m.a. ritari félagsins og var gerður góður rómur að nákvæmum fundargerðum henn- ar. Alls starfaði hún í stjórn félags- ins í um 20 ár. Það var mikill fengur fyrir kvenfélagið að fá Margréti í sínar raðir og lagði hún mikla alúð í störf sín. Margrét var ein frum- kvöðla kvenfélagsins við þorrablóta- hald það sem tíðkast hefur í sveitar- félaginu síðan 1947 og virk í framkvæmd þeirra um langt árabil. Margrét var gerð að heiðurs- félaga Kvenfélags Bessastaða- hrepps á sjötugsafmæli sínu þann 3. mars 1986. Við minnumst Mar- grétar með þakklæti og hlýhug fyrir hennar óeigingjörnu störf í kven- félaginu í þágu okkar litla samfélags á Álftanesi. Fyrir hönd Kvenfélags Álftaness votta ég fjölskyldu Margrétar inni- lega samúð. Guðrún Brynjólfsdóttir, formaður. HINSTA KVEÐJA Ég kveð tengdamóður mína, Breiðfirðinginn Margréti Sig- urðardóttur með þakklæti og hlýhug. Okkar vinátta stóð í rúmlega hálfa öld og allan þann tíma þótti mér afar vænt um hana. Ég tel mig ríkari að hafa fengið að eiga þátt í lífi hennar. Hvíldu í friði Margrét. Jón Breiðfjörð Höskuldsson. Í dag verður til moldar borin heiður- skonan Gyða Stein- grímsdóttir. Þar sjá POWERtalk International-samtök- in á bak einum af sínum traustu bakhjörlum. Kynni okkar Gyðu hófust fljót- lega eftir inngöngu mína í samtökin fyrir rúmum átján árum. Hún var mikil félagsvera og var mjög víða falið að taka þátt í stjórnun, hún skoraðist aldrei undan nokkru verki. Hún gekk í POWERtalk- samtökin; sem þá gengu undir nafn- inu Málfreyjur, á níunda áratugnum þegar hún bjó enn í Vestmanna- eyjum. Eftir að hún var flutt til Reykjavíkur tók hún upp þráðinn að nýju. Gyða tók virkan þátt í ræðukeppnum, og í ræðustólnum naut hún sín ákaflega vel. Þar fór saman hæfni til að setja saman beinskeyttan og gagnrýninn texta, Gyða Steingrímsdóttir ✝ Gyða Steingríms-dóttir fæddist í Höfðakoti á Skaga- strönd 6. júní 1935. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 4. janúar 2011. Útför Gyðu fór fram í Grafar- vogskirkju 13. janúar 2011. og ekki síður sköru- legur málflutningur og kímni. Nú síðari árin hefur Gyða verið mjög virk í hlutverki leiðbeinand- ans, miðlað til ann- arra af reynslu sinni um ræðumennsku, framsögn og raddbeit- ingu. Einnig var hún einn reyndasti ræðu- keppnisdómari innan samtakanna, eða eins og hún sagði stundum sjálf; hokin af reynslu. Henni var einstaklega lagið að gera þetta skemmtilegt, hún talaði mál sem allir skildu, gagnrýndi á upp- byggilegan hátt og var í eins í fram- komu sinni við alla, alltaf glaðleg og hlý. Brosið hennar yljaði alltaf og gamanið ávallt græskulaust. Sú sem hér heldur á penna er full þakklætis fyrir að hafa fengið að njóta þess að eiga vinfengi við þessa greindu og skemmtilegu konu. Nú í haust áttum við samtal, ég hringdi í hana í þeim erindagjörðum að biðja hana að taka sæti í nefnd á vegum landssamtaka POWERtalk á Ís- landi. Hún tjáði mér þá að hún hefði nýlega greinst með sjúkdóm þann, sem svo skjótt hefur nú kippt henni í burt frá okkur, en varð eigi að síð- ur vel við beiðni minni, hún skyldi sinna þessu ef hún fengi að lifa og hefði heilsu til. Símtalinu lauk með því að hún varð á undan mér að þakka, hún þakkaði mér fyrir að hafa beðið sig þessa. „Það er svo gott að vita til þess að einhver vilji biðja mann um að gera eitthvað.“ Þessi viðbrögð eru mjög lýsandi fyrir Gyðu, alltaf jafn jákvæð og svo full af lífi og vilja. Nú að leiðarlokum vil ég fyrir hönd stjórnar landssamtaka PO- WERtalk International á Íslandi lýsa innilegu þakklæti fyrir alla gjafmildi hennar og starf í þágu samtakanna. Börnum hennar og öðrum aðstandendum sendum við hugheilar samúðarkveðjur á sorg- arstund. Blessuð sé minning mætr- ar konu og góðs vinar. Fyrir hönd landssamtaka POWERtalk International á Íslandi, Ingibjörg Vigfúsdóttir. Kær vinkona og starfsfélagi hefur nú kvatt eftir snarpa baráttu við krabbamein. Eyjakonan Gyða Steingrímsdóttir var hress og skemmtileg kona, því kynntist ég vel hér á árum áður, en þá störf- uðum við báðar í Svd. Eykyndli í Eyjum. Fórum í nokkrar skemmti- ferðir með Eykyndilskonum sem eru ógleymanlegar. En það eru 12 ár síðan Gyða hringdi í mig og fór að spyrja mig út í sölustarfið hjá Volare. „Getur svona kerling eins og ég farið að selja krem?“ spurði hún. Ég sagði henni að í fyrsta lagi væri hún engin kerling og í öðru lagi væri hún hjartanlega velkomin í hópinn okk- ar. Það sýndi sig fljótt að þetta átti vel við Gyðu. Í þessi 12 ár höfum við notið ná- vistar hennar bæði í leik og starfi, og var erfitt að átta sig á hve veik hún var orðin því hún bar sig alltaf svo vel. Alltaf þegar Gyða kom til Eyja kíkti hún á okkur og var tekið létt spjall yfir kaffibolla. Við eigum eftir að sakna þessara heimsókna. Elsku Gyða mín. Starfsfólk og söluráðgjafar Volare þakka þér samfylgdina þessi 12 ár og við send- um börnum þínum og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð um styrk þeim til handa. Hvíldu í friði, kæra vinkona. F.h. Volare, Guðmunda Hjörleifsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegrar dóttur minnar, móður, tengdamóður og ömmu, DÓRÓTHEU ANTONSDÓTTUR frá Vík í Mýrdal. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjálfsbjargar- heimilisins, Hátúni 12, fyrir einstaka umönnun. Charlotte Guðlaugsson, Anton Karl Þorsteinsson, Hanna Valdís Garðarsdóttir, Helga Þorsteinsdóttir, Baldur Þór Bjarnason, Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir, Hreimur Örn Heimisson og barnabörn. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, samúð og ómetanlegan stuðning við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HAUKS HALLDÓRSSONAR, Stuðlaseli 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Land- spítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Ástríður Björk Steingrímsdóttir, Davíð Hauksson, Vilborg Helga Harðardóttir, Heba Hauksdóttir, Emil Davíðsson, Steinunn Ásta Davíðsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU ÓLAFSDÓTTUR, Þingskálum 12, Hellu. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Lundar á Hellu fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Einnig þakkir til allra þeirra sem með akstri og fleiru gerðu henni kleift að stunda félagsstarf með eldri borgurum. Jóhanna Hannesdóttir, Jón Ingi Guðmundsson, Erna Hannesdóttir, Hjörtur Egilsson, Árni Hannesson, Guðbjörg Ísleifsdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Þorsteinn Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARNEYJAR I. GUÐMUNDSDÓTTUR, áður Háteigsvegi 50. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar F-2, Hrafnistu, fyrir hlýja og góða umönnun. Páll Birgir Jónsson, Guðrún Baldursdóttir, Guðmundur Rúnar Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Sigurður Valur Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir, Ómar Jón Jónsson, Valborg Röstad, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR K. HELGADÓTTUR, Ölduslóð 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Holtsbúðar í Garðabæ fyrir einstaka umönnun og umhyggju. Þóra Guðrún Sveinsdóttir, Arnór Egilsson, Þórdís Helga Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR KRISTÍNAR ERLENDSDÓTTUR, Stínu frá Hamragörðum, Hlíðarvegi 16, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær Helga Ragnarsdóttir ásamt öðru starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Traustason, Sigríður Heiðrún Guðjónsdóttir, Ágúst Ólason, Trausti Guðjónsson, Lísa María Karlsdóttir, Erlendur Reynir Guðjónsson, Guðfinna Björk Sigvaldadóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.