Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Kveðja vil ég vin minn Kristján Pétursson. Við kynntumst fyrir hálfum öðrum áratug og áttum síð- an margar góðar og eftirminnileg- ar stundir á golfvöllum og í skíða- brekkum. Kristján átti þá að baki langan og merkilegan feril sem Kristján Pétursson ✝ Kristján Pét-ursson, fv. deild- arstjóri Tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli, fæddist á Steini á Reykjaströnd í Skagafjarðarsýslu l7. maí l930. Hann and- aðist á Landspít- alanum 4. janúar 2011. Útför Kristjáns fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 13. janúar 2011. lögreglumaður og síðar deildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Hann var þekktur fyrir rannsóknir sín- ar á sakamálum sem sum hver voru þau stærstu á þeim tíma. Hann var einnig þekktur fyrir baráttu sína gegn innflutningi á fíkniefnum til landsins. Vegna rann- sóknanna og skrifa í dagblöð var oft stormasamt um hann. Valdamenn og þeir sem í hlut áttu í saka- málum sóttu að honum. Titillinn á bókinni „Margir vildu hann feigan“ sem hann skrifaði árið 1990 segir sína sögu. Fjórum árum síðar skrifaði hann bókina „Þögnin rof- in“. Í bókunum segir hann frá glímu sinni við sakamenn og emb- ættismenn og lýsir þeim lífsháska sem hann lenti stundum í við störf sín. Kristján lét verulega að sér kveða í þjóðfélagsmálum. Eftir hann liggja fjölmargar greinar í dagblöðum. Síðustu árin hélt hann úti eigin bloggsíðu. Hann gekk snemma til liðs við Alþýðuflokkinn og fylgdi samherj- um sínum í þeim flokki síðar í öðr- um samtökum þeirra. Kristján var mikill íþróttamaður alla sína tíð. Um tvítugsaldur var hann meðal fremstu frjálsíþróttamanna í Kefla- vík. Hans besta grein var kringlu- kastið. Árið 1950 bætti hann Suð- urnesjametið í 40,37 m. og árið eftir í 41,88 m. Hann var ágætur skíðamaður. Um árabil stóð hann fyrir hópferðum á skíðaslóðir er- lendis og kenndi þá mörgum. Oft bauð hann mér með sér í Skálafell eða í Bláfjöllin. Þótt hann væri kominn vel á áttræðisaldurinn renndi hann sér niður brekkurnar af slíkri djörfung að mér þótti stundum nóg um. Og til þess að þurfa ekki að sjá hann geysast fram úr mér á leiðinni niður brekk- urnar kaus ég venjulegast að láta hann fara á undan mér niður. Kristján stundaði líka golfíþróttina áratugum saman. Hann var frum- kvöðull að stofnun Golfklúbbs Suð- urnesja árið 1964. Síðar gekk hann í Golfklúbb Kópavogs og Garða- bæjar og lék sitt golf á velli klúbbsins svo til daglega yfir sum- artímann, a.m.k þau ár sem við átt- um samleið. Á vetrum æfði hann sig innanhúss því alltaf var hann að bæta sveifluna og púttin. Hann var góður kylfingur og síðasta ára- tug eða svo í hópi bestu kylfinga landsins á hans reki. Næsta sumar verður Kristjáns saknað á golfvellinum af mörgum félögum hans. En minningin um spennandi viðureignir mun lifa. Það var gaman að spila við hann. Keppnisgleðin var mikil. Bestur var hann þegar mikið lá við, t.d. þegar hann þurfti að ná góðu inn- áhöggi eða setja niður langt pútt til að tapa ekki holu eða leik. Þá gat hann verið ótrúlega seigur. Kristján kunni tök á fleiru en íþróttum. Hann var hagmæltur og mælti fram kveðskap sinn við ýmis tækifæri. Þegar konan hans átti merkisafmæli fyrir nokkrum árum orti hann ljóð til hennar á ensku og samdi fallegt lag við það! Honum var ekki fisjað saman. Hans verður lengi minnst. Ingimar Jónsson. Kristján Pétursson var einn af stofnendum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann var ákaflega ötull golfari og það voru ekki margir dagar á sumri sem féllu úr hjá honum á golfvellinum. Hann kom venjulega á golfbílnum sínum og spilaði gjarnan mestan hluta dagsins. Þeir voru margir sem hann var búinn að leiðbeina í golfinu og hann virtist bæði hafa yndi og næga þolinmæði til að kenna öðrum sem styttra voru komnir í íþróttinni. Kristján hafði mikinn áhuga á innra starfi klúbbsins og á fundum kom hann oft með athyglisverða punkta og hugmyndir um hvernig hlutirnir gætu verið með öðrum hætti. Þannig eiga menn að vera og slíkir menn eru öllum félögum dýrmætir. Það er mikill sjónarsviptir að Kristjáni af golfvellinum og vita- skuld munum við félagar hans sakna vinar í stað. En það eru fleiri sem munu sakna Kristjáns, því hann var mik- ill náttúruunnandi og bar mikla umhyggju fyrir fuglunum sem á vellinum voru. Endurnar á vell- inum þekktu greinilega bílinn hans því þær komu alltaf kjagandi til hans þegar hann kom á vissar brautir vallarins, enda var hann gjarnan með einhverja brauðmola til að gefa þeim. Það verða því ekki bara við félagar hans í GKG sem söknum hans heldur líka fuglar himinsins sem sjá á eftir góðum vini og félaga. Ég vil með þessum fáu orðum færa Kristjáni bestu þakkir fyrir samveruna í GKG og sendi fjöl- skyldu hans allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Oddsson, formaður GKG. Fallinn er frá Kristján Péturs- son, fyrrverandi deildarstjóri á Keflavíkurflugvelli, eftir stutt veik- indi. Kynni okkar hófust eftir að ég réðst til starfa hjá bæjarfóg- etanum í Keflavík árið 1971 en þrátt fyrir að við störfuðum ekki hjá sama embættinu lágu leiðir okkar víða saman næstu árin þar á eftir. Að sjálfsögðu hafði ég heyrt mannsins getið áður enda ekki hjá því komist þar sem hann var áber- andi í opinberri umræðu og þá sér- staklega þegar kom að fíkniefna- málum. Kristján hafði opinberlega varað við þeirri hættu sem af þessu nýja efni stafaði og taldi ástæðu til að sinna forvörnum og leggja áherslu á rannsókn fíkni- efnamála. Segja má að á brattann hafi verið að sækja fyrir hann og þá sem þannig töluðu þar sem al- mennt var litið svo á, ekki síst af mörgum stjórnmálamönnum, að engin hætta væri á ferðinni hér á landi enda íslensk ungmenni að upplagi skynsöm. Menn töldu að nægilegt væri að beina sjónum að áfenginu þegar kom að forvörnum. Kristján hafði hins vegar rétt fyrir sér þarna eins og síðar kom á dag- inn og það ekki aðeins í þessu sam- bandi. Í starfi mínu í Keflavík varð ekki komist hjá því að dást að sífelldri baráttu Kristjáns við að uppræta spillingu og óheiðarleika í kringum sig. Og af nógu var að taka á Keflavíkurflugvelli í þá daga. Þá var gaman að fylgjast með Krist- jáni síðari árin sérstaklega vegna þess að hann fór aldrei út af spor- inu heldur hélt sínu striki án þess að hvika. Þannig hafa margir orðið vitni að því að aðilar, sem vitað var að reyndu allt til að komast að kjötkötlunum og taka þátt í dans- inum í kringum gullkálfinn, voru fyrstir og harðastir til að fordæma allt eftir hrun bankanna. Slíkt er ekki merki um mikla stórmennsku. Þarna var Kristján hins vegar heill að vanda. Engu skipti þótt hans nánustu væru að gera það gott á þessum árum. Skyndigróði hugn- aðist honum einfaldlega ekki. Sam- hengi átti að vera á milli launa og vinnu. Og hann varð aldrei þreytt- ur á því að hneykslast og fjalla um þessa hluti svo að stundum þótti mönnum nóg um. En svona var Kristján og þegar upp er staðið var þetta í raun hans aðalsmerki enda ávallt trúr sinni sannfæringu. Það er sjónarsviptir að Kristjáni og ég veit að ættingjar og vinir munu sakna hans og hans ævar- andi festu. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Kristjáns og börnum hans mína innilegustu samúð. Valtýr Sigurðsson. Þegar ég sest niður til að skrifa minning- argrein um hann afa minn kemur fyrst upp í huga minn Hraunbrúnin í Hafnarfirði þar sem við systkinin fengum oft að gista og áttum margar góðar stundir með ömmu og afa. Síðar fluttu þau til Njarðvíkur á Hlíðarveginn og voru kölluð eftir það amma og afi á Hlíðó. Þegar ég fór að vinna á verkstæð- inu hjá pabba fyrir 12 árum fékk ég að kynnast honum enn betur því við unnum oft tvö saman og þá var mik- ið spjallað. Stríðinn var hann mjög og eflaust muna þeir sem unnu með honum eftir límbandsboltunum sem hann henti í okkur og faldi sig svo. Þegar dætur mínar hringdu í hann til að bjóða honum í afmæli, þá þóttist hann ekkert heyra í þeim svo þær voru farnar að öskra í sím- ann, það fannst honum rosalega fyndið. Fyrir tveimur árum hætti hann að vinna en kom daglega í kaffi og Halldór Rósmundur Helgason ✝ Halldór Rós-mundur Helgason fæddist í Vest- mannaeyjum 1. júní 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. janúar 2011. Útför Halldórs fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 14. jan- úar 2011. spjall. Ég kem til með að sakna þessara stunda okkar mjög mikið. Minning um yndis- legan afa býr í hjarta mér. Sigrún Ragnarsdóttir. Þegar við setjumst niður til að rita minn- ingarorð um afa Dóra, koma margar hlýjar og góðar minningar upp í hugann. Ég man þegar ég ungur drengur fékk stundum að gista um helgar hjá ömmu og afa á Hraunbrúninni í Hafnarfirði. Það var vel hugsað um mig og ég minn- ist þessara stunda með hlýhug. Afi og amma fluttu svo suður með sjó til Njarðvíkur og fór hann að vinna með okkur feðgum í verksmiðjunni. Þá kynntist ég honum enn betur og það voru mikil forréttindi fyrir mig. Afi var með eindæmum lífsglaður og skemmtilegur maður og ávallt var stutt í húmorinn hjá honum og hann var líka skemmtilega stríðinn. Hann var mikill bílakarl og átti ófáa glæsivagnana og hugsaði hann ein- staklega vel um þá, eins og reyndar alla sína hluti. Ég er glaður í hjarta mér að börnin mín fengu að kynnast honum vel og eiga margar góðar stundir með honum. Hann var mjög réttsýnn og fyrir honum voru allir jafnir. Afi hugsaði vel um fólkið sitt og var mjög stoltur af því. Við eig- um eftir að sakna hans mikið og huggum okkur nú við að hann sé kominn á góðan stað í góðra vina hópi. Við munum ávallt hugsa hlýtt til hans og minningin um hann mun ylja okkur um hjartarætur um ókomin ár. Friðrik og Svandís. Að kveðja þig, afi minn, reynist mér mjög erfitt. Ég kveð þig með miklum söknuði og trega. Allar þær minningar sem ég á um þig, elsku afi minn, munu verða í mínu hjarta alla tíð. Mig langar að kveðja þig hinstu kveðju, elsku afi minn, með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þinn Hinrik Svavar Gíslason. Afi minn Halldór Rósmundur eða afi á Hlíðó er látinn. Stór hluti af æskuminningum mínum er tengdur afa og ömmu sem bjuggu í Hafn- arfirði. Þær voru ófáar helgarnar sem við systkinin fengum að koma til þeirra í helgardvöl þar sem dekr- að var við okkur. Í ömmu- og afakot var alltaf gott að koma og á ég svo endalaust margar fallegar og góðar minningar sem nú ylja manni um hjartarætur. Afi var mikill húmor- isti og hafði gífurlega gaman af því að gleðja aðra. Afi bjó áfram á Hlíð- arveginum eftir að amma féll frá fyrir tæpum 18 árum. Hann flutti svo í nýja íbúð fyrir þremur árum þar sem hann fékk útsýni yfir hafið. Þar gat hann fylgst með umferð á bryggjunni og bátum sem komu inn til hafnar. Afi var mjög handlaginn, hann hafði mjög gaman af því að skera út í tré. Klukkur, gestabækur, loftvog- ir, skartgripaskrín er hluti af því sem hann skar út og gaf okkur. Afi hafði mjög gaman af því að eiga fal- lega bíla. Hann var mjög duglegur að halda þeim hreinum og var stundum gantast með það að hann færi út í bílskúr til að bjóða bílnum góða nótt áður en hann færi að sofa. Þrátt fyrir að hafa verið mjög veik- ur síðustu dagana þá var húmorinn alltaf til staðar. Ég trúi því að hann sé kominn á góðan og fallegan stað þar sem hon- um líður vel í faðmi ástvina sinna sem taka vel á móti honum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði, elsku afi minn, Þín Sigríður Halldóra. Elsku bróðir minn, ég á svo góðar minningar um þig og hana Siggu okkar, sem fór alltof snemma. Alltaf voruð þið við mig eins og bestu for- eldrar, þið studduð mig og mína alla tíð. Alltaf gat ég treyst á ykkur. Þið voruð svo dugleg að koma til okkar, líka eftir að þið fluttuð til Njarðvík- ur, það var alltaf jafn skemmtilegt að fá ykkur í heimsókn. Eftir að Sigga okkar lést þá kynntist þú góðri konu, henni Guð- rúnu, og var hún þér góður vinur. Ég á svo margar góðar minningar um ykkur sem ég hugsa um núna og varðveiti. Kæri bróðir, þú fórst alltof fljótt og við eigum eftir að sakna þín sárt. Þannig varstu bróðir, sem besti bróð- ir minn, mínum börnum vinur og afi, þér við aldrei munum gleyma. Af hjarta biðjum drottin að launa lífs- störf þín, í ljósi þinnar náðar um eilífð þig að geyma. (Sigurunn Konráðsd.) Börnunum þínum, Magneu, Ragnari, Halldóru og fjölskyldum þeirra og vinkonu þinni, Guðrúnu, biðjum við Guðs blessunar á þessum erfiðu tímum. Þín systir, Margrét, Hjörtur og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, PÁLS GÍSLASONAR læknis, Árskógum 8, Reykjavík. Soffía Stefánsdóttir og börn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, ÁSTRÍÐAR ODDBERGSDÓTTUR, Höfn í Hornafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSSA fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ásdís Marteinsdóttir, Hrollaugur Marteinsson, Anna Elín Marteinsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.