Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
„Þetta er hundfúlt. Hér er ekkert ADSL eða ljós-
leiðarasamband og símafyrirtækin hafa ekki sýnt
áhuga á að setja hér upp endurvarpa,“ segir Ing-
ólfur Benediktsson, bóndi á Árnesi II í Árnes-
hreppi á Ströndum, sem er ósáttur við að geta
ekki horft á leiki íslenska landsliðsins í handbolta
á HM í Svíþjóð, sem sýndir eru á Stöð 2 Sport.
Ingólfur segir um 20 heimili í hreppnum vera
með nettengingu gegnum 3G-kerfið og ekkert
þeirra hafi kost á að sjá leikina á mótinu beint.
Sambandið sé einnig hægfara ef nota eigi vefsíð-
ur sem sýni leiki frá mótinu. Að sögn Ingólfs er í
mesta lagi eitt heimili í hreppnum sem nær ein-
hverjum útsendingum Stöðvar 2 þar sem það er í
sjónlínu yfir Húnaflóann að endurvarpsstöðvum.
Haft var eftir forráðamönnum Stöðvar 2 ný-
verið að útsendingar af HM í handbolta næðu til
97% heimila landsmanna. Hrannar Pétursson,
upplýsingafulltrúi Vodafone, fullyrðir að hlutfall-
ið hjá þeim sé 99%, bæði með Digital Ísland og
Sjónvarpi Vodafone yfir ADSL og ljósleiðara.
„Við höfum á undanförnum árum verið að stækka
og bæta dreifikerfin okkar og nú ná þær sjö
stöðvar sem mesta dreifingu hafa, þar með talin
Stöð 2 Sport, til 99% landsmanna. Enginn þétt-
býliskjarni á landinu þarf þess vegna að fara á
mis við mótið,“ segir Hrannar en bætir við að ein-
staka bæir séu þannig í sveit settir að ekki hafi
þótt svara kostnaði að koma sjónvarpsmerkingu
til þeirra.
Sjónvarp Símans nær til um 83% heimila í
landinu. Að sögn Margrétar Stefánsdóttur, upp-
lýsingafulltrúa Símans, eru hin 17% mjög dreifð
um landið. Nær allir þéttbýlisstaðir hafi aðgang
að Sjónvarpi Símans, nema Hrísey og Grímsey.
„Það eru bara þeir sem búa í dreifbýli, eru með
langar línuleiðir eða eru tengdir dreifbýlissím-
stöðvum, sem þjóna mjög fáum heimilum, sem
ekki hafa aðgang að þessari þjónustu,“ segir
Margrét. bjb@mbl.is/einarorn@mbl.is
Enginn handbolti í Árneshreppi
Íbúar ósáttir við að ná ekki útsendingum af HM í handbolta Vodafone segir sitt kerfi ná til 99%
landsmanna en Sjónvarp Símans nær til 83% Of dýrt að koma strjálbýlustu svæðum í samband
Útsendingar frá HM
» 365 miðlar tryggðu sér sýn-
ingarrétt á leikjum frá HM í
handbolta í Svíþjóð, eftir að
hafa boðið betur en RÚV.
» Tilboði RÚV um að kaupa
sýningarréttinn rétt fyrir mót
var hafnað af 365 miðlum og
sagt framhald af áramóta-
skaupi sjónvarpsins.
» Beinar lýsingar á leikjunum
á HM verða á mbl.is. Einnig má
ná útsendingum af mótinu á
vefsíðunni myp2p.eu en þó
þarf að skrá sig inn.
Reuters
Handbolti Frá opnunarleik HM í Svíþjóð milli
Svía og Sílemanna í Gautaborg á fimmtudag.
Landspítalinn þarf að skera niður
um 730 milljónir króna á þessu ári.
Það er um 120 milljónum kr. lægri
upphæð en sú sem sem hefur verið
kynnt. Björn Zoëga, forstjóri Land-
spítalans, segir í föstudagspistli sín-
um á vef spítalans að þetta skýrist af
góðum árangri í rekstri í fyrra.
„Ég hefur áður kynnt fyrir ykkur
helstu sparnaðaraðgerðir á þessu
ári. Nú liggur þetta endanlega fyrir
og er ljóst að við þurfum að skera
niður sem svarar 730 milljónum. Er
það 120 milljónum lægri upphæð en
sú sem við höfðum kynnt áður, mest
vegna þess að við náðum betri
árangri í rekstri árið 2010,“ segir
Björn í pistli sínum.
Mikið álag
Þá segir hann að óvenjumikið álag
hafi verið á spítalanum síðustu vik-
una, mest vegna magapestar og
inflúensu. Þannig hafi 725 sjúklingar
legið inni á spítalanum í fyrradag, en
venjulega séu opin 657 rúm.
„Starfsfólk hefur staðið sig frá-
bærlega vel og hugað vel að öryggi
sjúklinganna á þessum erfiðu tím-
um. Vonandi minnkar álagið fljót-
lega,“ segir Björn.
Af einstökum aðhaldsaðgerðum
spítalans nást 200 milljónir króna
með því að draga úr kostnaði vegna
birgðahalds, fækka vörunúmerum
og einfalda verkferla. Með útboðum,
reglugerðarbreytingum og sér-
stökum aðgerðum á að lækka lyfja-
kostnað spítalans um 80 milljónir
króna og önnur eins fjárhæð á að
nást með lækkun launakostnaðar á
stoðsviðum. Lækka á rekstrar-
kostnað sömu sviða um 40 milljónir
króna á árinu. bjb@mbl.is
730 millj-
óna niður-
skurður
Morgunblaðið/Ernir
Landspítalinn Björn Zoëga for-
stjóri segir álagið hafa verið mikið.
Minna en LSH
hefur áður kynnt
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Þrettándahátíð Karlakórsins Heim-
is var haldin fyrir fullu húsi í menn-
ingarhúsinu Miðgarði í Skagafirði
um liðna helgi. Heiðursgestur var
Guðni Ágústsson, fv. ráðherra og
formaður Framsóknarflokksins,
sem þótti fara á kostum í hátíð-
arræðu kvöldsins. Lofaði hann
„skagfirska efnahagsundrið“ og vís-
aði þar væntanlega til umsvifa
Kaupfélags Skagfirðinga og sterkr-
ar stöðu Framsóknarflokksins í hér-
aðinu. Hann sagðist samt vel geta
hugsað sér að vera samfylking-
armaður í Skagafirði þar sem Sam-
fylkingin í héraðinu hefði engan
áhuga á að ganga í ESB. Frekar
ætti því að bjóða ESB inngöngu á
„skagfirska efnahagssvæðið“.
Skiljanlega voru stjórnmálin
ofarlega í huga Guðna en viðstaddir
höfðu orð á því að þingmenn
kjördæmisins hefðu verið
óvenjufjölmennir á Heim-
iskvöldinu. Mæting hefði ver-
ið góð úr öllum flokkum,
nema Samfylkingunni.
Á vefsíðu Heimis
segir að tals-
verð eftirvænt-
ing hafi verið
hjá bæði kór-
mönnum og
gestum fyrir
þessum fyrstu
tónleikum undir stjórn Helgu Rósar
Indriðadóttur, sem leysir Stefán R.
Gíslason af þennan veturinn. En
viðtökurnar voru góðar og „við kór-
drengir hylltum nýja stjórnandann
ákaft í lokin ásamt kátum áheyr-
endum“.
Blikaði tár á hvarmi
Á efnisskrá tónleikanna voru
17 lög af ýmsum gerðum. Í lokin
söng kórinn „Nú árið er liðið“ og
segja Heimismenn að hafi mátt sjá
tár blika á hvarmi í salnum, hvort
sem um hrifningu hafi verið að
ræða eða eymsl í lófum eftir klapp-
ið. Einnig lék Jón Þorsteinn Reyn-
isson, ungur og efnilegur harm-
onikkuleikari úr Skagafirði, með í
mörgum lögum. Gunnar Sandholt
kynnti lög félaga sinna og mun
nokkur móður hafa runnið af honum
í kjölfar ræðu Guðna. Þá var ekki
laust við að söngmenn ættu í nokkr-
um erfiðleikum með þindaröndun
eftir hláturskrampa yfir ræðu hátíð-
argestsins. „En dragsúgur Guðna
fleytti kórstuðinu og stórgóðri
stemningu í salnum allt til enda. Að
tónleikum loknum var stuð á balli
með Geirmundi og skemmtu menn
sér hið besta fram eftir nóttu,“ seg-
ir að endingu á vef karlakórsins, en
þess ber að geta að Heimismenn
eru á leið suður yfir heiðar í næsta
mánuði, helgina 25.-26. febrúar,
fyrst í Njarðvíkurkirkju og síðan
Langholtskirkju.
ESB komi frekar á skag-
firska efnahagssvæðið
Guðni Ágústsson fór á kostum á þrettándahátíð Heimis
Ljósmynd/Thomas Higgerson
Söngur Helga Rós Indriðadóttir hitar Heimismenn upp fyrir tónleikana á þrettándahátíð kórsins í Miðgarði.
Menntaráð Reykjavíkur hefur sam-
þykkt tillögur starfshóps um leiðir til
að efla foreldrasamstarf í leik- og
grunnskólum borgarinnar. Þær
kveða m.a. á um að skólar geri sér
áætlun um foreldrasamstarf og að
megináhersla í fræðslu til skóla-
stjórnenda verði á samstarf foreldra
og skóla. Þá er lagt til að leikskólar
starfi samkvæmt nýútgefinni hand-
bók um samstarf fjölskyldna og
skóla.
Áheyrnarfulltrúi samtaka foreldra
grunnskólabarna, SAMFOKs, lýsti
yfir ánægju með áformin og kvað þau
vonandi upphafið að vakningu skóla-
stjórnenda, kennara og foreldra um
mikilvægi slíks samstarfs.
Meira sam-
starf í skólum
Samkeppniseftirlitið hefur sett ít-
arleg skilyrði fyrir kaupum Fram-
takssjóðs Íslands á Eignarhalds-
félaginu Vestia ehf. Eru skilyrðin
sett í því skyni að draga úr röskun á
samkeppni sem getur stafað af
eignarhaldi sjóðsins á þeim at-
vinnufyrirtækjum sem sjóðurinn
keypti.
Með kaupum á Vestia fékk Fram-
takssjóðurinn yfirráð yfir Teymi
hf., Húsasmiðjunni hf., Plastprenti
hf. og Icelandic Group hf. Í við-
skiptunum felst jafnframt að NBI
hf. (Landsbankinn) eignast fjórð-
ungshlut í sjóðnum. Áður hafði
Landsbankinn yfirtekið Teymi,
Húsasmiðjuna og Plastprent.
Það er niðurstaða Samkeppn-
iseftirlitsins að yfirráð Framtaks-
sjóðsins á framangreindum fyr-
irtækjum geti að óbreyttu raskað
samkeppni og að nauðsynlegt sé að
koma í veg fyrir það með því að
setja skilyrði fyrir yfirtökunni.
Þannig telur Samkeppniseftirlitið
að yfirráðin kunni að takmarka
samkeppni á þeim mörkuðum þar
sem viðkomandi atvinnufyrirtæki
starfa. Þá geti eignarhald NBI á
hlut í sjóðnum raskað samkeppni á
viðkomandi mörkuðum og valdið
misvægi í samkeppni á fjár-
málamarkaði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á flugi Icelandair var eitt þeirra
fyrirtækja sem fylgdu með Vestia.
Ítarleg skil-
yrði fyrir að
eiga Vestia
Heimismenn segja að Guðni
Ágústsson hafi strokið Skag-
firðingum með hárunum og
hyllt bæði hestinn og efnahags-
undrið. „Hann nýtti sér til hins
ýtrasta fengið frelsi hins fyrr-
verandi stjórnmálamanns, hafði
mörg sverð á lofti og hjó til allra
handa en skildi engin sár eftir
óplástruð,“ segir á vef kórsins.
Í ræðu sinni þakkaði Guðni
Skagfirðingum fyrir hollustu í
sinn garð. Nefndi hann sem
dæmi Árna Sigurðsson, bónda á
Marbæli. Hann hefði um árið
fengið þrjú eintök af ævisögu
Guðna í jólagjöf. Höfðu sveit-
ungar hans spurnir af þessu og
inntu Árna eftir hátíðina eftir
því hvort hann væri ekki
búinn að skila aukaein-
tökunum tveimur. Þá
mun Árni hafa svarað:
„Nei, ég er búinn að
lesa þær allar og sú síð-
asta var langbest!“
Síðasta eintak
ævisögunnar
langbest
ÞAKKAÐI SKAGFIRÐINGUM
HOLLUSTUNA
Guðni
Ágústsson