Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þungarokkssveitin Darknote hefur verið að í sex ár en fyrsta platan, Walk into your nightmare, kom út fyrir stuttu. Er hún sjö laga og því skilgreind sem stuttskífa eða EP. „Við byrjuðum að vinna í þessu árið 2006,“ segir Jón Dal, gítarleik- ari og aðallagahöfundur. „Við tók- um upp fullt af demóum (prufuupp- tökum) en svo fór tónlistin að þróast. Við hentum út slatta af efni sem var bara ekki nógu gott og svo kom að því að ég fékk nóg af þess- um endalausu demóum og vildi fara að gera alvöru plötu. Það er alltaf talað mikið en minna um að menn bara kýli á það. En ég er nú einu sinni þannig að ég er aldrei sáttur, en á endandum verður bara að stoppa og sætta sig við það að hlut- irnir verða aldrei 100%.“ Þungarokkið er neðanjarðar Platan var tekin upp í æfingarými sveitarinnar á Hólmaslóð, þar sem TÞM (Tónlistarþróunarmiðstöðin) er til húsa. „Platan var ekki tekin upp í einu rennsli. Við erum allir háaldraðir menn (hlær) og þurftum að nýta öll þau færi sem gáfust. Börnum og öðrum skyldum þarf að sinna en sem betur fer erum við allir sem einn einbeittir í því að láta þetta ganga upp.“ Hvað dreifingu á tón- listinni varðar segist Jón einkum horfa til útlanda. „Þessi tónlist kemst takmarkað áfram hér á landi. Við erum mark- miðsbundið að reyna að fá umfjöllun úti, í gegnum vefsíður og slíkt. Svo erum við að svipast um eftir dreif- ingaraðila. Þessi þungarokksmark- aður er fyrst og fremst neðanjarðar og við reynum að vinna með þá eig- inleika. Nota netið o.s.frv.“ Áfram veginn Jón segir að Darknote hafi verið að spila melódískt dauðarokk/þrass í anda Arch Enemy t.d. en þeir séu að þyngjast í seinni tíð, teknísk bönd eins og Meshuggah og Gojira séu farin að kíkja í heimsókn til skáldhæða. „Svo þegar maður kemur verki loks út öðlast maður frelsi. Þegar búið er að sleppa tökum losnar um eitthvað og við erum þegar komnir með fleiri lagapælingar. Stefnan er að láta þetta gerast hraðar í þetta skipti og helst klára lögin fljótt og vel í æfingahúsnæðinu. Bara áfram veginn!“ „Einbeittir í því að láta þetta ganga upp“  Darknote gefur út sína fyrstu plötu  Fyrst og fremst horft til útlanda Öflug Darknote gefur út plötu og leitar að erlendum dreifingaraðila.  X TV hefur samið við stjórn Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, um sýningar á 16 liða úrslitum keppninnar í beinni vefútsendingu xtv.is. Fyrsta útsendingin var í gærkvöldi, frá keppni Menntaskólans í Kópavogi og Mennta- skólans við Sund. X TV er vefsíða sem „held- ur utan um íslenska netþætti og samfélag áhugamanna um kvikmyndagerð“, að því er fram kemur á vefnum og segir einnig að stefnt sé að því í framtíðinni að stofna sjón- varpsstöð sem muni senda út íslenskt, sjálf- stætt framleitt efni. Næstkomandi mánudag leiða saman hesta sína ræðumenn Fjölbrauta- skólans í Garðabæ og Verzlunarskóla Ís- lands. Umræðuefni þeirrar keppni er býsna magnað, „dauðinn“, og mælir Verzló með. Keppnin fer fram á hátíðarsal FG og hefst kl. 20. 16 liða úrslit Morfís sýnd í beinni á vefnum X TV  Hlustendur og starfsmenn Rásar 2 völdu á dögunum bestu erlendu plötur ársins 2010 og skv. því vali átti hljómsveitin Arcade Fire bestu plötuna, The Suburbs. Platan High Vio- let með The National hreppti annað sætið og í því þriðja situr John Grant með plötuna Queen Of Denmark. Þá koma Band Of Horses með Infinite Arms, The Black Keys með plötuna Brothers, gamli refurinn Neil Young er í sjötta sæti með Le Noise og Deerhunter í því sjöunda með Halcyon Digest. Gullbarkinn Robert Plant hreppti áttunda sæti með plötuna Band of Joy og Nick Cave og félagar í Grinderman það níunda með Grinderman II. Íslandsvin- irnir í Belle and Sebastian verma svo tíunda sæti með Write About Love. Af öðrum plötum má nefna My Beautiful Dark Twisted Fan- tasy með Kanye West sem lenti í 14. sæti. Arcade Fire átti bestu plöt- una í fyrra að mati Rásar 2 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is 18. og 19. janúar nk. verða haldnar opnar kvöldsýningar, kl. 20, á verki leikhópsins 540 gólf - leikhús, Hvað EF, í Þjóðleikhúsinu. Hvað EF? er skemmtifræðsla og uppistand ætlað ungling- um, foreldrum og kenn- urum en í því eru tekin fyr- ir málefni og freistingar sem ungt fólk stendur frammi fyrir um það leyti er æskunni sleppir og heimur hinna fullorðnu tekur við. Meðal þeirra málefna sem tekin eru fyrir, á skemmtilegan og nýstárlegan hátt, eru vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál, eins og því er lýst í til- kynningu. Um uppistandið sjá leikararnir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Ævar Þór Benediktsson en leik- stjóri er Gunnar Sigurðsson. Verk þetta var sýnt í Hafnarfjarðarleikhús- inu á árunum 2005-2007 og sáu það þá um þrettán þúsund unglingar í 9. og 10. bekk grunnskóla, foreldrar og kennarar en í októ- ber í fyrra var frumsýnd ný og endurbætt út- gáfa af því í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. 30 sýningar voru haldnar fyrir fullu húsi og sáu verkið um fjögur þúsund manns. Til þessa hafa fyrirtæki og stofnanir boðið skólum á sýningar á skólatíma en vegna fjölda fyr- irspurna þess efnis hvort hægt væri að halda sýningu utan skólatíma og án kostunar hefur leikhópurinn ákveðið að bjóða upp á tvær kvöldsýningar á verkinu fyrrnefnda daga í þessum mánuði. Gunnar Sigurðsson leikstjóri segir sýn- inguna hafa gengið ótrúlega vel. Sýningin hafi upphaflega heitið EF en nafninu hafi verið breytt í Hvað EF? þar sem hún snúist að miklu leyti um „hvað ef?“-spurningar. „Hvað ef við hefðum nú gert hitt og þetta og hvað ef við myndum nú gera svona,“ nefnir Gunnar sem dæmi. Hann segir sýninguna hafa haft mikil áhrif á unglinga. „Í fyrsta lagi er þetta skemmtun, númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er ekki upphugsað sem eitthvert endalaust þvað- ur. Þú sest niður, skemmtir þér og fræðist í klukkutíma og það er fullt af bröndurum og hlegið mikið,“ segir Gunnar. Þá stefnir hóp- urinn að því að sýna verkið á Akureyri í næsta mánuði. Ekki fyllibyttusögur „Þetta er meira eða minna svona uppi- stand. Þetta eru leikararnir sjálfir, þeirra sögur dálítið og þetta eru ekki einhverjar fyllibyttusögur eða eitthvað svoleiðis. Ævar Þór hefur t.d. aldrei drukkið áfengi en hann er 26 ára. Jara smakkaði ekki áfengi fyrr en eftir tvítugt og sama með Guðmund Inga. Þau eru svolítið að spila á sjálf sig á milli þess sem þau leika persónur og breytast í upplýs- ingaveitur, mikið vídeó á bakvið og upplýs- ingastreymi,“ útskýrir Gunnar. Þá sé sungið og grínast og allir galdrar leikhússins nýttir. Gunnar segir ekki verið að banna einum eða neinum að gera eitthvað ákveðið með verkinu, heldur sé það unnið út frá stað- reyndum og upplýsingum frá sérfróðum. Leikhópurinn hafi kynnt sér vel umfjöllunar- efnin og að auki hafi verið leitað til hundrað unglinga í 9. og 10. bekk og spurt hvernig þeir vildu hafa svona sýningu. Þeir hafi viljað fræðast, láta skemmta sér og tekið skýrt fram að þau vildu engar skammir. Og út frá þeim óskum hafi leikhópurinn unnið. Samsett mynd. Grafík: Auglýsingastofan Dagsverk. Lærdómsríkt Úr sýningunni Hvað EF?, skemmtifræðslu og uppistandi sem fram fer á fjölum Kassans í Þjóðleikhúsinu. Fræðsla og engar skammir  Hvað EF? er skemmtifræðsla ætluð unglingum, foreldrum og kennurum  Vímuefni, áfengi, einelti og kynferðisofbeldi meðal umfjöllunarefna Samsett mynd. Grafík: Auglýsingastofan Dagsverk. Dramatískt Leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson í forgrunni í Hvað EF? Gunnar Sigurðsson hvadef.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.