Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Vinur minn, Sigurð- ur Elli Guðnason, er fallinn frá eftir baráttu við langvarandi og erfið veikindi. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig hann tókst á við erf- iðleika sína með jafnaðargeði og æðruleysi. Sigurður Elli hóf starfsferill sinn sem flugmaður árið 1967 þegar hann réðst til starfa hjá Flugfélagi Ís- lands. Hann flaug þá á DC3 en síðan þeim flugvélum sem þurfti á sinni u.þ.b. 30 ára starfsævi, síðast sem flugstjóri á B737 hjá Flugleiðum. Starfi sínu sinnti hann af miklum áhuga og nákvæmni og var hann sér- staklega vel að sér í öllum tæknimál- um. Í frítíma sínum tók Sigurður Elli sér ýmislegt fyrir hendur og má segja að hann hafi haft áhuga á og látið sig varða allt á milli himins og jarðar. Hann stundaði stangveiði víða um land og var mjög lunkinn fluguveiði- maður. Árið 1976 lét hann smíða fyrir sig tæplega tveggja tonna eikartrillu, Bylgju HF16, sem hann gerði út í frí- stundum frá Hafnarfirði og var hún nýtt til handfæraveiða og til veiða á svartfugli. Skotveiði stundaði hann líka og minnisstæðar eru þær mörgu ferðir sem við fórum til rjúpna á há- lendinu auk annarra fjallaferða sem farnar voru. Sögur af Sigurði Ella og ferðum hans væru efni í heilan bóka- flokk. Ég þakka kærum vini mínum fyrir einlæga vináttu og samveru síðustu 44 ár. Við fjölskyldan sendum Mundu og öðrum ástvinum Sigga okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Gísli Þorsteinsson. Við kynntumst Sigga Ella best í árlegum rjúpnaveiðiferðum inn á miðhálendi Íslands. Hann var sjálf- skipaður bryti og sá um allan kostinn enda vanur ferðalögum, skipulagður fram í fingurgóma með uppskrifaðan gátlista fyrir allt sem þurfa þótti. Alltaf var samt hægt að bæta ein- hverju nauðsynlegu á tékklistann fyrir næstu ferð enda er svona gát- listi aldrei fullunninn. „Strákar það er ræs klukkan sjö sextán í fyrramálið, er ekki örugg- lega búið að sækja vatn fyrir hita- brúsana og uppvaskið?“ voru síðustu orð að kveldi og „Strákar, byrja að hita vatnið fyrir hitabrúsana“ kallaði skipandi rödd Sigurðar fljótlega upp úr sjö að morgni. Það var ákveðin eldskírn fyrir nýj- an veiðifélaga að fara með Sigga í innkaup fyrir veiðitúrinn, en engum öðrum var hægt að treysta fyrir kostinum, svo kom upp tékklisti þar sem búið vað telja upp á hár kart- öflur á mann, grænar baunir mældar upp á gramm fyrir hverja máltíð, sósupakkarnir, brauðið, mjólk, ost- ur, allt eftir kúnstarinnar mæliregl- um brytans, neyðarmatur ef ófært yrði á áætluðum heimferðardegi. Siggi búinn að hringja á undan í kjöt- borðið í búðinni og panta kjöt eftir nákvæmum fyrirmælum, strax í and- dyri verslunarinnar var hann byrj- aður að kalla í starfsfólk með nafni og tilkynna að Sigurður væri mættur að sækja kjötið sem hann pantaði, jafnvel þótt kjötborðið væri í hinum endanum. Eftir eftirminnilega ferð var ákveðið að reyna að skrifa niður ferðasögur í bók og skrifa svo stutta lýsingu á hverju ári. Árið 1999 er skrifuð mannlýsing á öllum ferðalöngunum og Sigurði lýst svo af skrásetjara: „Sigurður inn Sigurður Elli Guðnason ✝ Sigurður ElliGuðnason, fv. flugstjóri, fæddist í Vestmannaeyjum 12. maí 1943. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. desem- ber 2010. Útför Sigurðar Ella fór fram frá Kópa- vogskirkju 14. janúar 2011. digri: Hann er jarpur á hár og sveipur í hárinu, eygður vel, föl- leitur og snarpleitur, liður á nefi og liggur hátt tanngarðurinn, munnljótur nokkuð og þó manna her- mannlegastur. Lang- orður og margorður.“ Kjötsúpugerðin var mikil ástríða og ákveð- in röð á öllu sem í súp- una fór, allar breyting- ar og lagfæringar voru færðar inn á listann fyrir næstu ferð og endalausar vangaveltur um hvort og þá hvernig væri hægt að betrumbæta uppskrift- ina. Áhugasamir fengu senda hand- skrifaða uppskrift með leiðbeining- um brytans og langt símtal í kjölfarið þar sem farið var ofan í saumana á uppskriftinni og réttum tímasetningum við eldamennskuna. Smurt nesti úr bænum var líka eftir ákveðinni forskrift, „hún Munda mín gerir þetta alltaf svona“, samlokur með salati eða gúrkum og tómötum, þetta varð að borða fyrsta daginn eða í allra síðasta lagi á öðr- um því annars urðu samlokunar of blautar og ókræsilegar, rúgbrauð eða flatkökur með hangiketi mátti hins vegar geyma fram á síðasta dag ferðar. Sigga var mjög kært að halda „samninga“ í ferðunum, það er að segja að taka „lögboðin kaffihlé“, var þá stoppað og hlustað á fréttir og veðurfréttir á meðan nestinu voru gerð skil og kaffi drukkið enda varð að klára nestisskammt dagsins, ann- að var ekki hægt. Það var mikill missir þegar Sig- urður hætti að treysta sér í fjalla- ferðirnar með okkur vegna veikinda en alltaf var vitnað í hann. Við kveðjum einstakan vin og veiðifélaga með mikilli eftirsjá. Guðjón og Ólafur. Siggi Elli vinur minn hefur fengið fararleyfi eftir langa og erfiða bar- áttu. Hann hafði ótrúlega mikinn bar- áttuþrótt og við göntuðumst oft með það að hann hefði ekki bara níu líf eins og kötturinn, heldur tuttugu og níu a la Siggi Elli. Við vorum alin upp í sama hverfi í Reykjavík fyrir og upp úr miðri síð- ustu öld. Hann sjö árum eldri en ég og bjó í „hinum hluta“ hverfisins svo við þekktumst ekki sem slík. Ég var unglingur þegar hann flutti að heim- an og stofnaði fjölskyldu. Ég vissi bara að hann hefði lært að fljúga og væri flugmaður hjá Flug- félagi Íslands. En Ísland er lítið og leiðir íbúa þess liggja oft saman oftar en einu sinni á lífsleiðinni. Árið 1970 réð ég mig í starf flugfreyju hjá FÍ og þá hittumst við Siggi aftur. Við flugum talsvert saman það sumar. Siggi var alltaf kátur í fluginu enda var það bæði starf hans og ekki síður ástríða. Hann var flugmaður af guðs náð. Hann stríddi mér í fluginu með þeim hætti að ég segi ekki frá því hér en það var mikið hlegið og gantast. Eft- ir þetta sumar hittumst við ekki í 15 ár. En svo árið 1985 fór ég að vinna með Guðmundu Kristinsdóttur, Mundu vinkonu minni, sem var þá sambýliskona Sigga en varð síðar eiginkona hans. Þá kynntist ég Sigga upp á nýtt og við höfum verið vinir alla tíð síðan. Þeir eru ófáir kaffiboll- arnir sem ég hef drukkið með þeim hjónum við borðstofuborðið þeirra á Víghólastígnum. Og að ég nú ekki tali um allar kræsingarnar sem þar hafa verið bornar á borð. Siggi var mikill áhugamaður um mat og mat- argerð og hafði alltaf skoðanir á öllu sem fram var borið. Hann lagði líka gjarnan orð í belg yfir pottunum og vildi kannski að það yrði sett „ívið minna“ eða „ívið meira“ af einhverju í það sem þar mallaði. Hann átti stórt safn af matreiðslubókum sem hann gluggaði oft í og miðlaði svo hugmyndum. Síst fannst mér upp- skriftabókin hans um hvernig hægt væri að matreiða heila á 100 vegu eða svo. Hann gerði tilraun til að fá mig til að smakka á lambsheila sem hann hafði soðið í álpappír og botn- aði ekkert í að ég skyldi afþakka pent. Siggi var mikill útivistarmaður á meðan hann hafði heilsu til og elsk- aði fátt meira en veiðar í ám og vötn- um eða uppi á fjöllum með hólkinn um öxlina. Hann veiddi bæði fugla og fiska. Síðustu árin hefur Siggi ekki haft mörg tækifæri til að sinna þeim hugðarefnum. En nú sé ég hann fyrir mér hinum megin með hundunum sínum öllum í sælustraffinu með kaffibolla í veiðiferð. Við hittumst síðar Siggi „elskan mín“ eins og hann sagði svo oft sjálf- ur. En þangað til kveð ég hann og bið fjölskyldu hans allri blessunar. Olga Clausen. Það var nokkuð ljóst er við hittum Sigurð Ella síðast hvert stefndi. Samt er maður aldrei undir það bú- inn að það sé komið að leiðarlokum, það er eitthvað svo endanlegt, þótt við vitum að við munum hittast síðar. Þrátt fyrir mikil veikindi Sigga Ella komu hann og Munda til okkar í kaffi nýverið og áttum við ógleym- anlega stund saman, stund sem er okkur ómetanleg. Siggi Elli var ein- lægur, ákveðinn og hreinskilinn maður, maður sem hafði frá mörgu skemmtilegu að segja, enda hafði hann upplifað mörg ævintýri og séð margt sem okkur er framandi og var skemmtilegur sögumaður. Í gegnum tíðina urðu klukkustundirnar hjá þeim oft fleiri en áætlað var þar sem það var gaman að ræða við þau hjón- in um lífið og tilveruna. Stundir eins og að elda murtu úr Þingvallavatni yfir sumartímann og skötustappa með rúgbrauði um jólin eru dýrmæt- ar minningar sem ylja hjartanu og maður fyllist þakklæti fyrir. Það var gott að leita til Sigga Ella um ráð í fiskveiði, enda var hann reyndur veiðimaður og góður leiðbeinandi. Elsku Munda, megi góður Guð halda utan um þig og styrkja í sorg þinni og söknuði. Þú mátt vita að hér í Danmörku er tendrað vina- og kær- leikskerti sem okkur þykir einstak- lega vænt um. Við sendum öðrum ættingjum og vinum Sigga Ella ein- lægar samúðarkveðjur. Minning um góðan mann mun lifa. Guðmundur Ólafur Hall- dórsson og Brynja S. ’Blomsterberg. Með fáum fátæklegum orðum vil ég minnast vinar míns í gegnum tíð- ina, hans Sigga Ella. Hugurinn leitar aftur til ársins 1962, en þá um haust- ið kom Siggi til vinnu og náms í eld- smiðjunni í Héðni, en ég var þar fyr- ir. Í eldsmiðjunni hófst kunnings- skapur og vinátta okkar Sigga, sem varað hefur æ síðan. Um miðjan febrúar 1963 var ég sendur við ann- an mann til Patreksfjarðar til að færa til vélar og undirbúa komu vél- búnaðar í nýja síldarverksmiðju, sem setja átti upp í húsnæði þeirrar gömlu á Vatneyrinni. Um mánuði seinna kom svo stór hluti vélbúnaðarins, þriggja manna vinnuflokkur frá Héðni með og mér til mikillar ánægju var Siggi einn þeirra. Við deildum herbergi næstu átta mánuðina. Það var okkur mikið áfall þegar eigandi verksmiðjunnar, Þorbjörn Áskelsson, fórst í hörmulegu flug- slysi við Osló, en fljótlega var ákveð- ið að halda áfram við framkvæmd- irnar með umsjón Njáls, sonar Þorbjarnar heitins. Þjóðhátíðardaginn 17. júní ákváðum við um kvöldverðarleytið að láta nokkuð langþráðan draum rætast: að klifra upp í klettabeltið í fjallinu ofan bæjarins. Hreint und- urfögur sýn blasti við okkur, þegar upp var komið, sjórinn spegilsléttur, sólin rétt ofan við hafflötinn við enda fjarðarins og fjöllin sem gulli slegin, fegurðin var ólýsanleg og fyllti okk- ur lotningu. Oft höfum við minnst þessa þegar við höfum hist. Við vor- um ungir og hraustir og allt lífið framundan. Eftir sveinspróf árið eftir skildi leiðir, en við hittumst samt af og til, stundum á verkstæði Guðmundar heitins Bjarnasonar frænda míns. Siggi var þá gjarnan þar að dytta að rússajeppanum sínum, sem var ávallt eins og nýr í hans höndum. Siggi fór að læra flug, en ég gerðist slökkviliðsmaður í Reykjavík, frétt- um hvor af öðrum af og til. Vegna starfs míns hjá Brunamálastofnun þurfti ég oft að fljúga innanlands og erlendis. Siggi var orðinn flugstjóri á Fokker og bauð mér ávallt fram í flugstjórnarklefann, ef hann vissi af mér innanborðs. Hann var óþreyt- andi að útskýra fyrir mér mæla, takka og leiðsögubúnað vélarinnar. Ég er sannfærður um að hann vissi hvað voru mörg hnoð í skrokki Fokk- ersins. Sitjum saman á hóteli og veitinga- húsi Kalla og Ingu í Grevenmacher í Lúxemborg. Siggi var þá að þjálfa flugmenn á Fokker. Það gera engir aukvisar. Fréttir af alvarlegum heilsubresti hjá Sigga alltof ungum. Björn sonur okkar og hans fjöl- skylda kaupa Víghólastíg 20, næsta hús við Sigga, sem gjarnan situr á góðviðrisdögum á palli við útidyrnar farinn að heilsu, en vel málhress. Við höfum margs að minnast frá yngri árum og oft verða samtölin nokkuð löng. Góð vinátta skapast milli fjöl- skyldnanna á Víghólastíg 20 og 22. Heilsu Sigga hrakar og baráttunni lýkur milli jóla og nýárs. Ég vona að samskonar sýn og birt- ist okkur forðum á fjallinu við Pat- reksfjörð hafi mætt honum handan við móðuna miklu. Minningin um góðan dreng lifir. Við Gerður, Björn og Kristín vott- um aðstandendum Sigga okkar dýpstu samúð. Guðmundur P. Bergsson. Meira: mbl.is/minningar ✝ Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANIVAL FINNBOGASON, Garðavegi 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mánudaginn 17. janúar kl. 15.00. Guðný Ólafsdóttir, Ólafur Danivalsson, Laufey Danivalsdóttir, Tómas Ibsen, Katrín Danivalsdóttir, Sveinbjörn Björnsson, Herdís Danivalsdóttir, Páll R. Valdimarsson, Guðný H. Danivalsdóttir, Egill H. Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við fráfall okkar elskulega HALLDÓRS BJARNASONAR frá Uppsölum, Skagafirði, hjúkrunarheimilinu Mörk. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Vífils- stöðum og í Mörkinni fyrir frábæra umönnun undanfarin tvö ár. Bjarni H. Johansen, Sigurlaug Halldórsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Anna Björk Bjarnadóttir, Tómas Holton, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Erlendur Pálsson, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Halldór Heiðar Bjarnason, Lilián Pineda, Guðjón Már Magnússon, Sigrún Ásta Magnúsdóttir, Steinar Már Sveinsson, Hákon Örn Magnússon, langafabörn og systkini hins látna. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns og föður, HALLGRÍMS STEINGRÍMSSONAR. Ágústa Hannesdóttir, Snorri Hallgrímsson og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls elskulegs eigin- manns, pabba, tengdapabba og afa, ERLINGS SIGURLAUGSSONAR bifvélavirkjameistara, Nesbala 3, Seltjarnarnesi. Halldóra Sigurgeirsdóttir, Reynir Erlingsson, Rúnar Erlingsson, Ingilaug Erlingsdóttir, Jóhann Kjartansson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.