Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 35
Hann hafði átt við mikið heilsuleysi að stríða til margra ára, var búinn að gangast undir margar aðgerðir en alltaf stóð hann upp fullur bjart- sýni að ná aftur styrk og heilsu. Aldrei heyrði ég hann kvarta þótt ég vissi að hann væri oft sárþjáður. Hann háði sitt dauðastríð með æðruleysi og lést 30. desember sl. eftir að hafa legið á Sjúkrahúsi Akraness um nokkurn tíma. Guðleif eiginkona hans var hjá honum á spítalanum síðustu vikuna sem hann lifði og vafði hann hlýju, umhyggju og ástúð. Við kynntumst þeim hjónum nokkru eftir að dóttir okkar Sigríð- ur Anna og sonur þeirra Jón Guð- mundur fóru að vera saman. Þá höf- um við í nokkur skipti verið á sama tíma og þau úti á Kanaríeyjum. Voru það mjög ánægjulegar stund- ir. Við þökkum þeim góð kynni og vinsemd í okkar garð. Börnin þeirra Sigríðar Önnu og Jóns Guðmundar, þau Ottó Andrés og Guðrún Inga, voru mjög hænd að afa sínum og ömmu og voru æði oft hjá þeim í Borgarnesi. Við vottum þér, Gulla mín, börn- um, barnabörnum og öðrum ástvin- um okkar dýpstu samúð og vitum að góður Guð mun vaka yfir ykkur. Inga og Hörður. Að leiðarlokum vinur, þér senda viljum kvæði, viðmót ljúft við þökkum og árin fyrr og síð. Að taka á móti gestum, þið hjónin kunnuð bæði, ykkar mjúki faðmur var opinn alla tíð. (Höf ók.) Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Systkinin af Kjartansgötu 5, Birna, Ingibjörg (Inga), Konráð (Konni), Jóhanna, Andrés, makar og börn. Kær og traustur vinur er fallinn frá eftir hetjulega og snarpa við- ureign við illkynja mein. Ottó kynntumst við fyrst fyrir rúmum 30 árum og síðar Gullu, hans ágætu eiginkonu. Ottó starfaði við múr- verk í Ólafsvík um langt árabil og honum kynntumst við á Ólafsvík- urárum okkar nokkru fyrir 1980. Tengslin við Ottó urðu enn sterkari og nánari eftir að við fluttum suður. Á ferðum sínum suður kom hann gjarnan við á heimili okkar í kaffi- sopa og spjall. Við hittumst einnig oft bæði á Rotary-fundum og eins á fundum í Frímúrarareglunni. Það var aðdáunarvert að sjá Ottó vinna við múrverk vestur í Ólafsvík, bæði við nýbyggingu Félagsheim- ilisins á Klifi og Dvalarheimili aldr- aðra Jaðar. Hann var snyrtimenni hið mesta, virtist aldrei flýta sér en vannst allt mjög vel og var afkasta- mikill í starfi. Úthald hans var ótrú- legt við þetta erfiða starf og mér fannst undravert hve lengi svona grannvaxinn maður gat unnið við múrverk. Milli okkar Ottós ríkti einlæg og gagnkvæm vinátta. Ottó var vel hugsandi og íhugull maður. Við átt- um oft skemmtilegt spjall um and- leg málefni og þar var ekki komið að tómum kofunum hjá Ottó. Síðastliðið sumar áttum við hjón- in ánægjulegar samverustundir með Gullu og Ottó bæði í sumarbú- stað upp við Hreðavatn og eins á heimili þeirra í Borgarnesi. Við er- um afar þakklát fyrir þessar sam- verustundir og aðrar ánægjulegar samverustundir í gegnum árin. Það er bjart yfir minningu okkar um góðan dreng. Elsku Gulla og börn. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi minningin um góðan eiginmann og föður sefa sorg ykkar. Kæri vinur, Ottó. Hvíl í friði. Kristófer Þorleifsson og Sigríður Magnúsdóttir. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 ✝ Hanna GuðnýHannesdóttir fæddist að Þurranesi í Saurbæ, 17. sept- ember 1916. Hún and- aðist á Heilbrigð- isstofnuninni á Hvammstanga 6. jan- úar 2011. Foreldrar Hönnu Guðnýjar voru Hann- es Guðnason, f. 13.3. 1868, d. 21.2. 1924, og Margrét Kristjáns- dóttir, f. 18.8. 1876, d. 23.2. 1955. Margrét og Hannes eignuðust tíu börn sem nú eru öll látin.Var Hanna Guðný næstyngst sinna systkina. Hinn 10. september 1939 giftist Hanna Guðmundi Sigfússyni, f. börn níu og barnabarnabarn eitt. 3) Ásdís, f. 2. janúar 1942, maki Pálmi Sæmundsson, f. 25. september 1933. Synir þeirra eru þrír og barnabörn tíu. 4) Margrét Hanna, f. 16. nóvember 1955, maki Guð- mundur Rúnar Erlendsson, f. 26. apríl 1954. Dætur hennar eru þrjár og barnabörn fjögur. 5) Sigfús, f. 5. janúar 1958, maki Ingibjörg Sigríð- ur Karlsdóttir, f. 3. september 1952. Dætur hennar eru tvær og barnabarn eitt. Hanna og Guðmundur hófu bú- skap á Kolbeinsá árið 1937 og bjuggu þar í sjö ár. Fluttu þá að Stóru-Hvalsá og bjuggu þar í u.þ.b. tvö ár. Eftir það keyptu þau hálfa jörðina Kolbeinsá og stunduðu þar búskap til ársins 1999, er þau fluttu á Heilbrigðisstofnunina á Hvamms- tanga. Með búskapnum vann Hanna ýmis störf utan heimilis og tók virk- an þátt í félagsmálum í sveitinni. Útför Hönnu Guðnýjar fer fram frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði í dag, 15. janúar 2011, og hefst at- höfnin kl. 11. 5.11. 1912, d. 5.11. 2004. Foreldrar hans voru Kristín Gróa Guðmundsdóttir, f. 8.10. 1888, d. 15.2. 1963, og Sigfús Sig- fússon, f. 7.8. 1887, d. 29.1. 1958, frá Stóru- Hvalsá í Hrútafirði. Börn Hönnu og Guð- mundar eru: 1) Hilm- ar, f. 2. apríl 1938, maki Sigurrós Magn- ea Jónsdóttir, f. 5. september 1939. Börn þeirra eru fjögur, barnabörn fjórtán og barna- barnabörn fjögur. 2) Guðbjörn Agnar, f. 8. júní 1940, maki Sólveig Guðbjört Guðbjartsdóttir, f. 3. mars 1940. Börn þeirra eru fimm, barna- Elsku mamma, við þökkum þér fyrir samfylgdina og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín börn og tengdabörn, Hilmar og Rósa, Agnar og Sólveig, Ásdís og Pálmi, Margrét og Guðmundur, Sigfús og Ingibjörg. Elsku amma, ég efast ekki um að hann afi hafi tekið vel á móti þér. Satt best að segja held ég að þið hafið stigið saman dans við þrett- ándabrennu 6. janúar, þegar þú sagðir skilið við þennan heim. Ég er sannfærð um að þú ert nú komin á góðan stað með góðu fólki. En það koma nú upp í huga mér svo margar minningar. Þær fyrstu eru um vorin sem ég og Villi Gunni vorum hjá ykkur afa í sauðburð- inum á Kolbeinsá. Það var svo oft kalt og hráslagalegt úti en þér fannst miklu betra að hafa kul af sjónum, heldur en steikjandi hita. Gekkst í fjárhúsin á móti norðan- strekkingnum með frárennt háls- málið. Alltaf með hendurnar fyrir aftan bak á þínum eigin hraða. Það gekk líka alltaf allt vel þegar það var á þínum hraða. Sama hvort það var við að smala lambfénu, eða við að yfirdekkja sófasett. Þú fórst svo varlega að lambfénu þegar verið var að sleppa upp fyrir veg, það þurfti aldrei að hlaupa eða vera með læti. Þú vissir að þetta gengi best þegar kindunum væri gefinn tími til að átta sig í rólegheitunum og svo sannarlega var það satt. Þegar þú varst hins vegar í kjall- aranum með heftibyssuna í hönd- unum við að yfirdekkja, þá gekk allt örugglega og fumlaust fyrir sig. Þú vissir alltaf hvernig þú myndir leysa hvert verkefni fyrir sig. Já, það var ýmislegt brasað og alltaf gaman hjá ykkur Munda afa á Kol- beinsá. Eftir að þið afi fluttuð hingað á Hvammstanga, þá var alveg sama við hvern maður var að tala. Allir töluðu um það hvað það væri gam- an að umgangast ykkur, hvað þið væruð samheldin og dugleg. Afi spjallaði við karlana á sjúkrahúsinu svo það lyftist á þeim brúnin og þú varst hlaupandi út um allan bæ. Þér fannst svo gaman að taka þátt í kvennahlaupinu og ég man að í eitt skiptið sem þú komst með mér í kvennahlaupið, þá skokkaðirðu með mér hluta af leiðinni, ég held að það séu kannski svona 10 ár síðan. Og fékkst svo auðvitað gullpeninga fyr- ir hlaupin sem þú hafðir uppi við í stofunni hjá ykkur. Svo er það handavinnan þín. Þegar ég hitti þig þá fórstu að sýna mér hvað þú hafð- ir verið að gera í föndrinu og líka í prjónaskap. Satt best að segja þá þoldu mín handavinnuverk engan samanburð við þín handavinnuverk, þín höfðu algerlega yfirhöndina þrátt fyrir að sjónin þín hafi verið lítil sem engin. Já, geri aðrir betur. En nú er komið að kveðjustund. Elsku amma, hvíl í friði. Ég læt hér fylgja með bænina sem þú kenndir okkur Ellý þegar við komum til ykkar afa að Kolbeinsá þegar við vorum litlar. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson.) Helena og fjölskylda. Það er tæpur tími til að kveðjast stundum óvænt örlög binda enda á vina- fundum. Þó er sælla að sofna svona í fangi dagsins en bíða eftir andblæ sólarlagsins. (Björn.) Já, ljóðið fallega á við um Hönnu þó árin geti talist mörg. Hún var sí- starfandi og hugurinn skír til hinsta dags. Burtkall Hönnu úr þessum heimi fór allt að vonum fyrir hana, það var án fyrirhafnar fyrir aðra. Þannig var upplag hennar. Hún hafði mjög ung farið að heiman til að vinna fyrir sér og mótaði það hana á margan hátt. Hanna hafði einstakt viðhorf til vinnu. Hún gekk í nánast hvaða verk sem var og var framúrskar- andi handlagin. Sauma, prjóna, yf- irdekkja, smíða; fátt vafðist fyrir henni. Mér fannst Hanna hugsa allt í lausnum, engin vandamál og slík hugsun í bland við létta lund gat bara leitt til góðra verka. Glaðværð var Hönnu eðlislæg, enda held ég að öllum hafi liðið vel í návist henn- ar. Hún lét sér annt um ungviði, hvort heldur börn eða dýr. Vorin voru hennar gæðastundir, taka á móti lömbum, huga að æðarkollum, þurrka dún, já, hafa næg verkefni. Það voru dýrðardagar og ekki skemmdi fyrir að hann væri á norð- an, því fátt vissi Hanna meira hressandi en að koma út í „blessaða norðanáttina“. Þegar Hanna var ung bar hún þá von í brjósti að geta lært til ljós- móður en aðstæður leyfðu það ekki. Þess í stað gerðist hún bóndi á Kol- beinsá með Guðmundi sínum og varði það yfir hálfa öld. Saman komu þau upp 5 börnum og lögðu grunn að gæfu margra annarra barna. Það eiga margir þeim hjón- um margt að þakka og þar á meðal ég. Hönnu mína kveð ég með þökk og virðingu fyrir öllu því sem hún stóð fyrir og eftirfarandi litlu ljóði eftir Jón Helgason, því ég þekki fáa eða engan sem það á betur við um. Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend, á himni ljómar dagsins gullna rönd. Sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. Samúðarkveðjur til allra þeirra er tengdust Hönnu á einn eða ann- an hátt. Veri hún Guði falin. Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir (Inga). Elsku Hanna mín. Nú á fullorðinsárum sé ég hvað það voru mikil forréttindi að fá að alast upp á Kolbeinsá og ég kem til með að búa að því alla mína ævi. En það var ekki alltaf auðvelt. Það komu tímar, eins og hjá öllum öðr- um, þar sem ég var mjög einmana og ég gekk í gegnum erfiða hluti. Ég er alveg sannfærð um það að ég hefði aldrei komist í gegnum þetta allt án þín. Þegar ég var barn og unglingur, varst þú besta vinkona mín. Alltaf gat ég stólað á að kíkja yfir og þú hlustaðir á mig og stapp- aðir í mig stálinu. Ef ég hafði ekk- ert að gera gat ég farið yfir til þín og þú sagðir mér sögur úr sveitinni, sýndir mér handavinnu og hjálpaðir mér. Alltaf var svo gott að fara nið- ur til þín þar sem þú varst að bólstra og endurgera fallega hluti, þá spjölluðum við saman. Þú varst líklega eina manneskjan í mínu lífi sem var alltaf í góðu skapi. Þú varst jákvæð og sást hlut- ina oft í skemmtilegu ljósi. Það var svo auðvelt að vera í kringum þig. Lífið varð skemmtilegra, fyndnara og mun auðveldara. En þetta á ekki bara við um mig. Þú hefur alltaf verið svo hlý og góð við alla. Ég hef lært svo mikið af þér, Hanna mín. Þú kenndir mér að gef- ast aldrei upp, vera dugleg og vera góð við minni máttar. Af þér lærði ég að reyna að bjarga mér með alla hluti, hvort sem það er að skipta um rafmagnskló eða prjóna fallega flík á mig. Það varst þú sem kennd- ir mér að elda grjónagraut, baka kleinur, sauma ermar á peysu, lesa ljóð, kalla á kindur, stinga upp kartöflugarð, sauma krosssaum og margt, margt fleira. Aldrei nennti ég að fara í kirkju nema með þér. Og hvað mig langaði að ganga í kvenfélagið og vera eins og þú. Það flottasta af öllu, mig langaði svo ósköp mikið að geta sett tunguna upp á nef eins og þú. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt. Það var vor og síðasti skóladagurinn runninn upp. Mig langaði að fara í sparifötunum í skólann en mamma bannaði mér það. Ég hágrét því ég vissi að allir ætluðu að vera fínir og skólabíllinn var alveg að koma að sækja mig. Þá komst þú yfir, tókst utan um mig og huggaðir. Ekki man ég hvað þú sagðir nákvæmlega en þú fékkst mig til að líða betur. Ég hætti að gráta og fór í skólann. Eins og ég vissi voru flestir þennan dag í sparifötunum. En mér leið ekkert illa og bar höfuðið hátt vegna orða þinna. Elsku besta Hanna Guðný mín, þótt þú værir alvöru amma mín gæti mér ekki þótt vænna um þig. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og systur mína. Mig langar að þakka þér sérstaklega vel fyrir að aldrei fundum við fyrir því að við værum ekki „alvöru“ barnabörn þín. Þá langar mig líka að þakka þér vel fyrir stuðninginn sem þú hefur sýnt mér undanfarin ár í sambandi við barneignir. Ég er mikið fegin að hafa náð því að segja þér að ég á von á barni og að það sé strákur. Mér þykir samt leitt að hafa ekki náð því að segja þér frá því að hann á að heita Sigfús, en ég held að þú hafir samt vitað það. Bestu kveðjur til þín og ég bið kærlega að heilsa Munda. Þín Rósa Hlín. Þrátt fyrir háan aldur var ekkert sérstakt sem benti til þess að hún Hanna á Kolbeinsá væri á förum. Alltaf jafn hress og kát fram á síð- asta dag og lét ekki fara mikið fyrir sér þegar hún kvaddi. Á 95. aldurs- ári lagði hún sig eftir kvöldmat í byrjun janúar og var öll stuttu síð- ar. Þessi góða og gegna kona fór í gegnum lífið glaðvær, æðrulaus og jákvæð. Það var ævinlega gott og gefandi að hitta hana, hún var áhugasöm um fólk og fjölskyldu manns og sagði fús frá eigin börn- um, barnabörnum og öllum „fóst- urbörnunum“ sem dvöldu hjá þeim Munda gegnum árin. Hreinn var einn af þeim og hefur ætíð litið til Hönnu sem góðrar fósturmóður öll sumur í 10 ár. Þau Mundi, Guðmundur Sigfús- son frá Stóru-Hvalsá, áttu saman langt og gott líf. Á bænum þeirra, Kolbeinsá í Bæjarhreppi, var alltaf nóg að starfa og mikið unnið. Þrátt fyrir þrengsli fyrstu hjúskaparárin og sambýli við fleiri ungar fjöl- skyldur gekk allt vel. Í augum Hönnu gat lífið ekki annað en geng- ið vel. Það hvorki þýddi né hjálpaði neinum að kvarta eða kveina. Lang- best að gera hlutina fumlaust og ákveðið, án þess að hugsa um leið- indi, vandamál eða hindranir. Það var hennar skapgerð. Á Kolbeinsá var margt í heimili alla tíð, einkum á sumrin, og bæn- um tilheyra hlunnindi eins og sel- veiði, dúntekja og reki. Þótt karl- arnir sæju um selveiðarnar tók mikil vinna við þegar komið var heim með aflann. Þar var Hanna í fararbroddi þegar verka skyldi sel- skinn eða æðardún. Húsmóðir var hún hin besta og ekki hefur öðrum farnast betur að súrsa selshreifa. Að ógleymdum hinum hefðbundnari sveitastörfum við heyskap, mjaltir eða sauðburð, þar lét hún sko hlut- ina ganga og hún var einstaklega natin við kýr og kindur sem áttu í erfiðleikum við burð afkvæma sinna. Ekki má gleyma handavinn- unni, hvort sem þurfti að prjóna flíkur eða yfirdekkja húsgögn, allt lék í höndum hennar. Hanna var ættuð úr Dölum en tók ástfóstri við Hrútafjörðinn. Þar sá hún alltaf sól og yfirleitt logn eða í mesta lagi golu, nokkuð sem aðrir léku ekki eftir henni. Síðustu árin dvaldi Hanna á dval- arheimili á Hvammstanga, en þau Mundi fluttu þangað eftir að þau brugðu búi. Þótt það hafi verið þeim erfitt að yfirgefa Kolbeinsá, leið þeim vel á heimilinu. Mundi lést eftir fáein ár en þar til nú hefur Hanna gengið um og veitt sam- ferðafólkinu á staðnum af glaðværð sinni og umhyggju eins og öðrum sem hún umgekkst á lífsleiðinni. Henni þótti vænt um allar stundir á heimilinu sem lutu að trúarlífinu, hún hafði orð á því. Þá tók hún að sér vökvun sumarblóma sl. sumar og hafði ánægju af – þrátt fyrir afar litla sjón. Jólakortin bjó hún til sjálf og skrifaði, síðast nú fyrir nýliðin jól. Mikið væri nú heimurinn betri og skemmtilegri ef fleiri hefðu að leið- arljósi bjartsýnina og glaðværðina hennar Hönnu á Kolbeinsá. Blessuð sé minning hennar. Hreinn og Ólöf. Hanna Guðný Hannesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.