Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 37
með Jóni Braga götuna fram eftir veg, en lengra verður ekki haldið í bili. Við leituðum eftir vináttu hvor annars og á þá vináttu féll aldrei skuggi. Nú á kveðjustund þökkum við María honum allar góðu og glöðu stundirnar, fyrst með Guðrúnu og börnunum og síðar með Ágústu. Við sendum öllum syrgjendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs. Jón Ásbergsson. Sakir vináttu foreldra okkar Jóns Braga lét hann sig hafa það í miðjum próflestri sínum til stúd- entsprófs vorið 1969 að taka mig í einkatíma og forða mér frá því falli sem blasti við mér í stærðfræði á landsprófi. Ég hef verið honum þakklátur æ síðan. Ég held hins vegar að Jón Bragi hafi alla tíð síð- an vorkennt mér svolítið fyrir það sem honum þótti vafalaust óskilj- anlegt getuleysi á sviði raunvísinda. Ég fann að minnsta kosti oftsinnis í nánu samstarfi okkar síðasta rúm- an áratuginn innan veggja Ensím- tækni að hann setti sig í sérstakar samúðarstellingar þegar hann þurfti að útskýra fyrir mér grund- vallaratriðin í virkni ensíma, hvers vegna PENZIM virkar eins og raun ber vitni eða annað álíka sem tyggja þurfti ofan í mig margsinnis áður en örla tók á skilningi. Í þessum efnum var Jón Bragi eins og fiskur í vatni. Hann var eld- klár og metnaðarfullur hugsjóna- maður á sviði vísinda og þar að auki ósérhlífið félagsmálatröll og mikill áhugamaður um stjórnmál og alþjóðleg efnahagsmál. Um þessi hugðarefni sín var hann stöðugt lesandi, hugsandi og talandi. Og helsti viðmælandinn var ekki af verri endanum. Ágústa eiginkona hans stóð við hlið hans bæði í leik og starfi og veitti honum bæði per- sónulegan og faglegan félagsskap sem engum gat dulist að gaf ævi- starfi Jóns Braga sem prófessors við Háskóla Íslands, í ýmsum fé- lagsmála- og trúnaðarstörfum inn- an vísindasamfélagsins og í vinnunni fyrir Ensímtækni byr undir báða vængi. Ég er sannfærður um að starfið sem Jón Bragi skilur eftir sig í Ensímtækni á eftir að skipta miklu máli í heimi húð-, heilsu- og snyrti- vara um langa framtíð. Óbilandi trú hans á yrkisefni sínu dreif hann áfram í stöðugri leit að nýjum upp- götvunum með náttúrulega virkni þorskensímanna í broddi fylkingar. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur á undanförnum árum staðfest væntingar hans um árangur og segja má að eftir ríflega tíu ára þróunarstarf hafi tími uppskerunn- ar verið að renna upp. Því miður mun Jón Bragi ekki njóta ávaxt- anna sem skyldi. Ég hef það frá fyrstu hendi að stelpurnar sem voru með Jóni Braga í Gagnfræðaskóla Kópavogs á unglingsárunum hafi dáðst að honum bæði sakir útlits og atgerv- is. Sama var upp á teningnum þeg- ar hann kenndi við sama skóla sam- hliða háskólanámi sínu og eflaust hefur hann gert hið sama síðar í kennslu sinni við háskólann um áratuga skeið. Ég hef það líka frá fyrstu hendi að kvöldinu áður en hann lést hafi hann verið hrókur alls fagnaðar í hópi bandarískra kunningja sinna – og konurnar í boðinu hafi hvíslað því margsinnis að eiginkonu hans hvílíkt sjarmat- röll hann væri. Það sópaði að hon- um þar sem endranær þrátt fyrir að hann hefði ekki verið heill heilsu um hríð. Honum leið vel þetta kvöld, kenndi sér einskis meins, kvaddi fólkið með bros á vör og sofnaði bjartsýnn og hamingjusam- ur. Að morgni var Jón Bragi allur. Blessuð sé minning hans. Ég votta Ágústu, börnum þeirra Jóns Braga, foreldrum hans, systk- inum og öðrum aðstandendum sam- úð mína. Gunnar Steinn Pálsson.  Fleiri minningargreinar um Jón Braga Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Helga Sigurjóns- dóttir, vinur og félagi okkar til margra ára, er látin. Íslenskar konur standa í þakkarskuld við hana fyrir framlag hennar til réttindabaráttu kvenna. Reynslan af uppvexti meðal frum- byggja Kópavogs, sem lifðu á margan hátt við kröpp kjör, og af hálfrar aldar kennaraferli í sama bæ veitti henni víðtækan skilning á stöðu fjölskyldna, barna og mæðra þeirra. Það lá því nokkuð beint við að hún hrifist af kvennahreyfingu sem skaut upp kollinum árið 1970 – Rauðsokkahreyfingunni. Í hita baráttunnar lét fræðileg nálgun á málefnunum Helgu best. Hún kynnti sér þau frá öllum hlið- um, íhugaði og gekk því ávallt fram af yfirvegun. Hún var í hópi þeirra sem þekktu vel sögu kvennabar- áttu fyrri tíma, bæði hér á landi og erlendis. Fyrir þetta naut hún virð- ingar baráttusystra sinna. Ígrund- aðar niðurstöður Helgu bæði í kvenna- og kennslufræðum voru oft óhagganlegar og endanlegar og ekki settar fram til þess að ræða frá fleiri hliðum. Sú afstaða átti eft- ir að einangra Helgu meðal sam- ferðarmanna sinna þegar fram liðu stundir. Á löngum kennaraferli bar hún ekki síst fyrir brjósti hag þeirra nemenda sem stóðu höllum fæti og hún beitti sér fyrir úrræðum þeim til handa. Um árabil starfrækti hún eigin skóla þar sem hún kenndi bráðungum börnum að lesa ásamt börnum og fullorðnum sem höfðu ekki náð tökum á lestri í skólakerf- inu. Hún var þess fullviss að allir gætu lært að lesa. Þeir sem eftir sátu ólæsir hefðu ekki fengið rétta handleiðslu. Hún sagði gjarnan: „Allir geta lært allt en á mislöngum tíma.“ Eitt er víst: hún opnaði lestrartæknina fyrir fjölda fólks á öllum aldri. Helga var um tíma virk í stjórn- málum og sat í bæjarstjórn Kópa- vogs á tveimur kjörtímabilum. Hún var meðal annars frumkvöðull að því að stofnuð var jafnréttisnefnd á vegum Kópavogsbæjar og önnur sveitarfélög í landinu fylgdu á eft- ir.Vegna fræðilegs áhuga var Helga gjarnan skrefi framar en við hinar í þróun hugmyndafræðinnar. Þess má geta að íslenska orðið kvennamenning notaði Helga fyrst hér á landi. En þetta hugtak varð einkunnarorð kvennabaráttunnar síðustu tvo áratugi 20. aldar. Við þrjár áttum margar notaleg- ar kvöldstundir saman heima hjá hver annarri, borðuðum góðan mat og ræddum bækur sem Helga hafði gjarnan valið og lagt fyrir okkur um kvennafræði, stjórnmál og skólamál. Þá voru lesnir ákveðnir kaflar heima og svo var efnið kruf- ið. Helga var ljúf kona. Trú kvennamenningunni sat hún iðu- lega með prjóna á milli handa, yfir henni var friður og myndugleiki. Hún hafði áhuga á aðstæðum vina sinna og lagði gott eitt til málanna. Á erfiðum stundum var hún vin- konum sínum stuðningur, en í hennar miklu sorg við sonarmissi máttu tilraunir þeirra til endur- gjalds sín lítils. Helga Ólafsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast vinkonu minnar og kollega Helgu Sigurjónsdóttur. Við Helga hittumst fyrst fyrir einum 60 árum þegar hún var unglingur í Kópa- vogsskóla og ég nýbyrjuð kennslu þar veturinn 1948-’49, en hún var í Helga Sigurjónsdóttir ✝ Helga Sigurjóns-dóttir fæddist á Vatnsholti í Vill- ingaholtshreppi í Ár- nessýslu 13. sept- ember 1936. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. janúar 2011. Útför Helgu fór fram frá Kópavogs- kirkju 13. janúar 2011. einum fyrsta ár- gangnum sem gekk í þann skóla. Löngu síðar, eftir að hún hafði sjálf hafið störf við kennslu í Kópa- vogsskóla urðum við nánar vinkonur og áttum margt sameig- inlegt, t.d. höfðum við báðar mikinn áhuga á lestrarkennslu, þó hún væri þegar fram í sækti töluvert virkari í þeim áhuga sínum en ég, því hún stofn- aði sinn eigin lestrarskóla eins og kunnugt er. Eitt af einkennum Helgu var gríðarmikill dugnaður. Hún var afar virk í félagsstörfum og lagði hún mikið af mörkum til samfélagsins í heimabæ okkar Kópavogi. Við fórum líka stundum saman í sumarbústaðinn hennar, gistum þar og mösuðum mikið. Þá bauð hún mér margoft á tónleika hjá Kvennakór Reykjavíkur eftir að hún fór að syngja í honum og voru það ánægjulegar stundir. Einnig þáði ég veislur hjá henni og Þóri manni hennar, en þau voru höfðingjar heim að sækja. Síðast- liðin ár voru Helgu erfið, eftir að hún missti son sinn Gísla. Við vor- um eftir það í sérstaklega miklu sambandi, þar eð ég missti son minn ári síðar. Það er sárt að sjá á bak góðri vinkonu svona fljótt. Drottinn blessi minningu hennar. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Sveinsdóttir. Helgu Sigurjónsdóttur kynntist ég í gegnum systur mína Helgu Friðfinnsdóttur, en þær stöllur kynntust í MR og urðu stúdínur saman 1956. Ég vissi að mín góða systir Helga myndi ekki velja sér vinkonu nema hún væri hlý og góð manneskja og þá hlið sýndi Helga Sigurjónsdóttir mér alltaf. „Helg- urnar“ héldu sinni vináttu við og fjölskyldur þeirra beggja, eigin- menn og börn nutu góðs af og ég svo sannarlega líka. Fyrst kemur upp í hugann stutt síldarævintýri sem ég og Helga systir lentum í á Siglufirði þegar ég var 15 ára gömul, sem var svo stutt og mikið eftir af sumrinu, að ég fékk vinnu sem kaupakona hjá for- eldrum Helgu, hjónunum Sigurjóni og Herdísi en þau voru um þessar mundir með búskap að Hurðarbaki í Kjós. Ég minnist þeirra hjóna alltaf með hlýju og þakklæti því þau voru tillitssöm og góð í minn garð og skynjaði ég strax þarna unglingurinn innri hlýju þeirra þó þau væru bæði frekar lokuð eins og fólk var margt í þá daga, sem þurfti að strita til að lifa. Þeir sem voru svo heppnir að kynnast Helgu, sáu það að þar var á ferð heilsteypt kona og dugnaðarforkur, sem barð- ist fyrir þeim málum sem hún tók sér fyrir hendur af heilum hug. Hennar hjartans mál var að hjálpa fólki sem átti í erfiðleikum með að læra og náði hún oft frábærum ár- angri þar sem aðrir töldu litla von um árangur. Helga var mikil baráttukona fyr- ir jafnrétti allra og ekki síst jafn- rétti kynjanna. Bókin „Í nafni jafn- réttis“ eftir Helgu var kveikjan að forvitni minni til að fræðast meira um kvennasögu. Ég komst á nám- skeið hjá Helgu, sem opnaði augu mín fyrir mörgu sem ég hafði ekki haft hugmynd um áður. Nú er Helga trúlega komin til Sumarlandsins þar sem engin veik- indi eru til staðar og hún búin að hitta heitt elskaðan soninn Gísla. Ég votta fjölskyldu Helgu Sig- urjónsdóttur mína dýpstu samúð við fráfall mætrar konu. Líney Friðfinnsdóttir. Kveðja frá Menntaskólanum í Kópavogi Þegar nýja árið heilsaði með góð- um fyrirheitum og hækkandi sól kvaddi Helga Sigurjónsdóttir, fv. kennari við Menntaskólann í Kópa- vogi, þetta jarðlíf eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Við erum enn minnt á hve lítils megnug við erum andspænis dauð- anum nú þegar ævisól hennar hníg- ur til viðar. Með Helgu er gengin merk kona sem lét sér fátt óviðkomandi svo víðlesin og áhugasöm sem hún var. Helga Sigurjónsdóttir réðst að Menntaskólanum í Kópavogi vorið 1982 til kennslu í íslensku og sál- fræði. Strax var ljóst hversu góðum hæfileikum Helga var gædd jafnt til kennslu sem annarra starfa enda var henni falið að taka við og efla námsráðgjöf innan skólans sem þá var í mótun í framhalds- skólum. Helga tókst á við þetta verkefni af miklum metnaði og lagði grunn að því öfluga starfi námsráðgjafa sem verið hefur við skólann síðan. Samhliða því að Menntaskólinn í Kópavogi varð fjölbrautaskóli árið 1982 var ákveðið að hefja kennslu í fornámsdeild. Helgu var falin um- sjón með deildinni og byggði hún þar á reynslu sinni en hún hafði kennt í fornámi Víghólaskóla á ár- unum 1977-1982. Það var ekki létt verk sem beið Helgu þegar kom að því að annast umsjón með nýrri deild en þar kom fljótt í ljós að Helga var á heima- velli. Hún skildi betur en flestir aðrir vanda þessara unglinga og auk þess að greina námsvanda þeirra lagði hún áherslu á andlega uppbyggingu, hvatningu og já- kvæðan aga. Loks taldi hún mik- ilvægt að breyta viðhorfi þeirra til skóla og náms, sem í flestum til- fellum var orðið neikvætt eftir röð mistaka í námi. Helga fékk til liðs við sig Önnu Sigríði Árnadóttur dönskukennara og saman unnu þær sem einn mað- ur að þróun námsins. Ekki voru all- ir á eitt sáttir um fornámið og sum- ir töldu að þessir nemendur ættu ekki heima í menntaskóla. Þær stöllur Helga og Anna Sigríður létu þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta enda höfðu þær daglega fyrir augunum lifandi sannanir fyrir því að starfið skilaði árangri. Það var því mikil gæfa fyrir skólann að fá til starfa jafn hæfa og reynda konu og Helgu. Helgu voru falin ýmis ábyrgðar- störf innan skólans á þeim sautján árum sem hún starfaði við MK, m.a. var hún deildarstjóri íslensku- deildar um sjö ára skeið og sinnti faglegri forystu deildarinnar af sama kappi og öðrum störfum sín- um. Hún fylgdist vel með nýjung- um, tók þátt í þróunarverkefnum, samdi kennsluefni og kom að nám- skrárgerð. Helga lét sig alltaf miklu varða velferð nemenda sinna með ákveðnum en mildum hætti. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Menntaskólans í Kópavogi þakka Helgu Sigurjónsdóttur fyrir það brautryðjandastarf sem hún vann á starfsferli sínum við skólann. Ég vil votta henni virðingu okkar og þakka henni samfylgdina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Þá vil ég fyrir hönd starfsmanna Menntaskólans í Kópavogi senda aðstandendum Helgu okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðja góðan Guð að styrkja þá í sorg þeirra. Margrét Friðriksdóttir skólameistari. Skólasaga Kópavogs er ekki ýkja löng. Í því samhengi má nefna að jafnaldrar undirritaðs eru fyrsti skólaárgangurinn sem lauk öllu sínu skyldunámi í Kópavogsskóla, elsta skóla bæjarins. Og þegar sá hinn sami réðst þangað sem kenn- ari 1961, vart kominn af unglings- aldri, voru frumherjarnir enn upp á sitt besta undir dyggri stjórn Frí- manns Jónassonar og Magnúsar B. Kristinssonar. Að vísu hafði frum- herjahópnum þá bæst liðsauki ungra og efnilegra kennara. Helga Sigurjónsdóttir var í þeim hópi. Helga lauk kennaraprófi 1957 og réðst þá þegar til kennslustarfa í Kópavogsskóla. Hún var framsæk- inn kennari og bar ávallt hag nem- enda sinna fyrir brjósti eins og góðum kennara sæmir. Eitt var henni þó þyrnir í augum í skóla- starfinu öðru fremur: Hin kyn- bundna handavinnukennsla sem þá tíðkaðist. Drengir lærðu smíðar og stúlkur hannyrðir. Helgu varð fljótt hugleikið á kennsluferlinum að fá þessu breytt. Og það gekk eft- ir í tímans rás. Eftir að ákveðin vatnaskil urðu í aðstöðu framan- greindra námsgreina í Kópavogs- skóla 1965 varð fljótlega úr að kyn- bundin handavinnukennsla skyldi heyra sögunni til í efstu bekkjum skólans. Þetta frumkvæði Helgu og fram- sýni samstarfsmanna hennar í Kópavogsskóla hafði víðtæk áhrif, t.d. fylgdi arfleifðin úr Kópavogs- skóla undirrituðum austur í Egils- staði er hann gerðist þar skóla- stjóri 1972 – og kynbundinni kennslu var almennt hætt í öllum skólum Kópavogs 1975. Helga lét af störfum í Kópavogs- skóla 1972 eftir að hafa starfað þar í 15 ár samfleytt eða því sem næst þriðjung starfsævinnar. Helga starfrækti Lestrarskóla Helgu síð- astliðin 11 ár og telja má líklegt að reynslan úr Kópavogsskóla forðum hafi reynst þar notadrjúg. Undirritaður þakkar Helgu Sig- urjónsdóttur störfin í Kópavogs- skóla og samfylgdina á þeim vett- vangi forðum og þykist þar mæla fyrir munn annarra eftirlifandi samstarfsmanna hennar um leið og Þóri, börnum þeirra Helgu og barnabörnum eru sendar samúðar- kveðjur. Ólafur Guðmundsson fv. skólastjóri. Ferja hefur festar losað farþegi er einn um borð. Mér er ljúft – af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (Jón Har.) Góð og hjartahlý kona er gengin. Í dag kveðjum við Helgu Sigur- jónsdóttur, ástkæran og eftir- minnilegan kennara okkar úr Menntaskólanum í Kópavogi. Við minnumst Helgu sem einstaklega umhyggjusamrar konu sem bæði var ljúf og næm og sýndi nemend- um sínum virðingu og nærgætni. Helga var baráttukona, fylgin sér og hreinskiptin og lét í ljós skoð- anir sínar jafnvel þó að þær mættu andstöðu. Hún var einlæg kven- frelsiskona og jafnréttissinni. Menntamál voru Helgu afar hug- leikin. Hún hvatti okkur, nemendur sína, óspart til að láta til okkar taka í samfélaginu, vera gagnrýnin, taka ekki öllu sem gefnu og skoða hlut- ina út frá fleiri sjónarhornum. Hún var skólamanneskja af lífi og sál. Þegar leiðir okkar og Helgu lágu saman kenndi hún okkur sálfræði og vakti með okkur bæði óskiptan áhuga á faginu og kennslu og mót- aði um margt viðhorf okkar til lífs- ins og mannlegra samskipta. Eftir útskrift úr menntaskóla hélst sú vinátta sem myndaðist á þessum námsárum alla tíð og áttum við góðar og eftirminnilegar stundir bæði á heimili hennar og í sum- arhúsinu í Mosfellsdal. Þá ræddum við gjarnan menntamál og málefni líðandi stundar. Helga fylgdist með okkur fullorðnast, deildi með okkur stórum stundum í lífi okkar með sinni ljúfu nærveru. Helga var jafnan tilbúin til að fara á flug með okkur þegar ímyndunaraflið hóf sig á loft, ögra okkur til að gera betur eða leita fleiri svara við lífsins gát- um. Það var gott og hollt að hafa Helgu sem samferðamann í lífinu. Við kveðjum hana með söknuði og góðum minningum og sendum eft- irlifandi eiginmanni hennar og af- komendum samúðarkveðjur. Anna Þóra Bragadóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Guðrún Jóna Bragadóttir og Guðrún Stella Giss- urardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.