Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Á rúmum tveimur árum hafa Holl- vinasamtök Sjúkrahúss Seyðis- fjarðar, HSSS, og velunnarar fært sjúkrahúsinu að gjöf tæki og hús- gögn, að verðmæti um 15 milljónir króna. 12. janúar sl. færðu Hollvina- samtökin sjúkrahúsinu að gjöf „stafrænan röntgenbúnað“ en sjúkrahúsið var eina heilbrigðis- stofnunin innan HSA sem ekki átti slíkan búnað. HSSS hrinti af stað öflugri söfn- un fyrir búnaðinum á fjölmennum samstöðufundi í Herðubreið 5. nóv. sl. Á 50 dögum söfnuðust rúmar 6 milljónir kr. hjá bæjarbúum, fé- lögum og fyrirtækjum á staðnum. Þorvaldur Jóhannsson, formaður HSSS, afhenti Ólafi Sveinbjörns- syni, yfirlækni sjúkrahússins, bún- aðinn f.h. velunnara með gjafa- bréfi. Búnaðurinn er þegar uppsettur á sjúkrahúsinu. Á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði er sérhæfð heilabilunardeild HSA með öflugu sérhæfðu starfsliði, sú eina á Austurlandi. Gáfu röntgenbúnað til sjúkrahússins Stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi ræddi tilfærslu málefna fatlaðra á fundi 12. janúar sl. Stjórnin lýsir furðu sinni yfir óvissu sem fylgir málaflokki fatlaðra við þessar ástæður. Stjórnin bendir meðal annars á í ályktun að mat hafi ekki verið gert á öllum fyrverandi skjólstæðingum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Þá liggi ekki fyrir hver hefur með málefni fatlaðra á svæðinu að gera. Eins ríki óvissa um stjórn- sýslulega skipan varðandi fjöl- marga þætti málaflokksins. Lýsa furðu yfir óvissu sem ríkir Frumkvöðlakeppni Innovit, Gull- eggið 2011, hefst brátt. Markmiðið er að hjálpa hugmyndum að verða að veruleika. Allir sem luma á við- skiptahugmyndum eru því hvattir til þess að senda þær inn í keppnina og fá í kjölfarið aðstoð við að breyta hugmyndunum í fullbúnar viðskiptaáætlanir. Allir sem hafa viðskiptahugmynd geta farið inn á www.gulleggid.is og sent inn sína hugmynd fyrir 20. janúar 2011. Fullur trúnaður ríkir vegna þeirra hugmynda sem sendar eru inn. Gulleggið 2011 Dr. Kári Stef- ánsson, stofn- andi, forstjóri og yfirmaður rann- sókna Íslenskrar erfðagreiningar, flytur erindið „Hönnun manns – hvernig mað- urinn skapast af samspili erfða og umhverfis“ við Háskóla Íslands í tilefni aldar- afmælis Háskóla Íslands. Erindi Kára Stefánssonar er hið fyrsta í röð hátíðarfyrirlestra rektors á af- mælisári. Fyrirlesturinn fer fram í Hátíða- sal Háskóla Íslands í dag, laug- ardaginn 15. janúar kl. 15, og er öll- um opinn. Flytur fyrirlestur um hönnun mannsins Kári Stefánsson STUTT Skráð atvinnuleysi í desember 2010 var 8% af þeim sem eru á vinnu- markaði á Íslandi. Að meðaltali voru 12.745 manns atvinnulausir í mán- uðinum, segir í yfirliti Vinnumála- stofnunar. Atvinnuleysi eykst um 0,3% frá nóvember 2010 eða um 382 manns að meðaltali. Mest fjölgar atvinnulausum hlut- fallslega á Vestfjörðum en þar fjölg- ar um 30 manns á atvinnuleysisskrá að meðaltali. Atvinnuleysið er 8,5% á höfuðborgarsvæðinu en 7% á lands- byggðinni. Mest er það á Suðurnesj- um, 13,1%, en minnst á Norðurlandi vestra, 3,1%. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í janúar 2011 aukist og verði á bilinu 8,3-8,6%. Alls voru 13.972 atvinnulausir í lok desember. Þeir sem voru atvinnu- lausir að fullu voru hins vegar 11.647, af þeim voru 3.211 í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnu- málastofnunar, auk þess sem mikill fjöldi fer í ráðgjafarviðtöl, á kynn- ingarfundi og í vinnumiðlun. Fjölgun atvinnulausra í lok des- embermánaðar frá lokum nóvember nam 353 en 316 fleiri karlar voru á skrá og 37 fleiri konur m.v. nóvemer. Á landsbyggðinni fjölgar um 271 en um 82 á höfuðborgarsvæðinu. Langtímaatvinnuleysi eykst Fjöldi þeirra sem hafa verið at- vinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 7.221 og fjölgar um 20 frá lokum nóvember og er um 52% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í lok des- ember. Þeim sem verið hafa atvinnu- lausir í meira en eitt ár fjölgar úr 4.649 í lok nóvember í 4.696 í lok des- ember. Alls voru 2.377 á aldrinum 16-24 ára atvinnulausir í lok desember en 2.329 í lok nóvember eða um 17% allra atvinnulausra í desember og fjölgar um 48 frá því í nóvember. Í desember 2009 var fjöldi at- vinnulausra ungmenna 2.754 og hef- ur því fækkað í þeim hópi um 377 frá desember 2009. sisi@mbl.is Atvinnuleysi í desember var 8%  Atvinnulausum fjölgaði hlutfallslega mest á Vestfjörðum  13,1% án vinnu á Suðurnesjum  52% þeirra sem eru á skrá án atvinnu í meira en 6 mánuði Altarisklæði og höklar sem fengnir eru að láni frá ýmsum kirkjum landsins eins og Akureyrarkirkju, Landakirkju í Vestmannaeyjum, Seltjarnarneskirkju og Langholtskirkju verða til sýnis. Einnig nokkrar vatnslitamyndir, trúarlegs eðlis eftir Herder. Höklar og vatnslitamyndir til sölu. Sýningin stendur yfir til 6. febrúar. Í dag 15. janúar 2011 kl. 16.00 verður opnuð sýning á HÖKLUM hannaðir og saumaðir af HERDER HÖKLAR HERDER Séra Jón Helgi Þórarinsson býður gesti velkomna. Rakel Björnsdóttir syngur einsöng. Langholtsdætur syngja. Sýningin er opin alla daga frá 12-17, lokað mánudaga. Norræna húsið, Sturlugata 5, 101 Reykjavík, sími 551 7030, nh@nordice.is, norraenahusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.