Morgunblaðið - 15.01.2011, Síða 21

Morgunblaðið - 15.01.2011, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Á rúmum tveimur árum hafa Holl- vinasamtök Sjúkrahúss Seyðis- fjarðar, HSSS, og velunnarar fært sjúkrahúsinu að gjöf tæki og hús- gögn, að verðmæti um 15 milljónir króna. 12. janúar sl. færðu Hollvina- samtökin sjúkrahúsinu að gjöf „stafrænan röntgenbúnað“ en sjúkrahúsið var eina heilbrigðis- stofnunin innan HSA sem ekki átti slíkan búnað. HSSS hrinti af stað öflugri söfn- un fyrir búnaðinum á fjölmennum samstöðufundi í Herðubreið 5. nóv. sl. Á 50 dögum söfnuðust rúmar 6 milljónir kr. hjá bæjarbúum, fé- lögum og fyrirtækjum á staðnum. Þorvaldur Jóhannsson, formaður HSSS, afhenti Ólafi Sveinbjörns- syni, yfirlækni sjúkrahússins, bún- aðinn f.h. velunnara með gjafa- bréfi. Búnaðurinn er þegar uppsettur á sjúkrahúsinu. Á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði er sérhæfð heilabilunardeild HSA með öflugu sérhæfðu starfsliði, sú eina á Austurlandi. Gáfu röntgenbúnað til sjúkrahússins Stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi ræddi tilfærslu málefna fatlaðra á fundi 12. janúar sl. Stjórnin lýsir furðu sinni yfir óvissu sem fylgir málaflokki fatlaðra við þessar ástæður. Stjórnin bendir meðal annars á í ályktun að mat hafi ekki verið gert á öllum fyrverandi skjólstæðingum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Þá liggi ekki fyrir hver hefur með málefni fatlaðra á svæðinu að gera. Eins ríki óvissa um stjórn- sýslulega skipan varðandi fjöl- marga þætti málaflokksins. Lýsa furðu yfir óvissu sem ríkir Frumkvöðlakeppni Innovit, Gull- eggið 2011, hefst brátt. Markmiðið er að hjálpa hugmyndum að verða að veruleika. Allir sem luma á við- skiptahugmyndum eru því hvattir til þess að senda þær inn í keppnina og fá í kjölfarið aðstoð við að breyta hugmyndunum í fullbúnar viðskiptaáætlanir. Allir sem hafa viðskiptahugmynd geta farið inn á www.gulleggid.is og sent inn sína hugmynd fyrir 20. janúar 2011. Fullur trúnaður ríkir vegna þeirra hugmynda sem sendar eru inn. Gulleggið 2011 Dr. Kári Stef- ánsson, stofn- andi, forstjóri og yfirmaður rann- sókna Íslenskrar erfðagreiningar, flytur erindið „Hönnun manns – hvernig mað- urinn skapast af samspili erfða og umhverfis“ við Háskóla Íslands í tilefni aldar- afmælis Háskóla Íslands. Erindi Kára Stefánssonar er hið fyrsta í röð hátíðarfyrirlestra rektors á af- mælisári. Fyrirlesturinn fer fram í Hátíða- sal Háskóla Íslands í dag, laug- ardaginn 15. janúar kl. 15, og er öll- um opinn. Flytur fyrirlestur um hönnun mannsins Kári Stefánsson STUTT Skráð atvinnuleysi í desember 2010 var 8% af þeim sem eru á vinnu- markaði á Íslandi. Að meðaltali voru 12.745 manns atvinnulausir í mán- uðinum, segir í yfirliti Vinnumála- stofnunar. Atvinnuleysi eykst um 0,3% frá nóvember 2010 eða um 382 manns að meðaltali. Mest fjölgar atvinnulausum hlut- fallslega á Vestfjörðum en þar fjölg- ar um 30 manns á atvinnuleysisskrá að meðaltali. Atvinnuleysið er 8,5% á höfuðborgarsvæðinu en 7% á lands- byggðinni. Mest er það á Suðurnesj- um, 13,1%, en minnst á Norðurlandi vestra, 3,1%. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í janúar 2011 aukist og verði á bilinu 8,3-8,6%. Alls voru 13.972 atvinnulausir í lok desember. Þeir sem voru atvinnu- lausir að fullu voru hins vegar 11.647, af þeim voru 3.211 í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnu- málastofnunar, auk þess sem mikill fjöldi fer í ráðgjafarviðtöl, á kynn- ingarfundi og í vinnumiðlun. Fjölgun atvinnulausra í lok des- embermánaðar frá lokum nóvember nam 353 en 316 fleiri karlar voru á skrá og 37 fleiri konur m.v. nóvemer. Á landsbyggðinni fjölgar um 271 en um 82 á höfuðborgarsvæðinu. Langtímaatvinnuleysi eykst Fjöldi þeirra sem hafa verið at- vinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 7.221 og fjölgar um 20 frá lokum nóvember og er um 52% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í lok des- ember. Þeim sem verið hafa atvinnu- lausir í meira en eitt ár fjölgar úr 4.649 í lok nóvember í 4.696 í lok des- ember. Alls voru 2.377 á aldrinum 16-24 ára atvinnulausir í lok desember en 2.329 í lok nóvember eða um 17% allra atvinnulausra í desember og fjölgar um 48 frá því í nóvember. Í desember 2009 var fjöldi at- vinnulausra ungmenna 2.754 og hef- ur því fækkað í þeim hópi um 377 frá desember 2009. sisi@mbl.is Atvinnuleysi í desember var 8%  Atvinnulausum fjölgaði hlutfallslega mest á Vestfjörðum  13,1% án vinnu á Suðurnesjum  52% þeirra sem eru á skrá án atvinnu í meira en 6 mánuði Altarisklæði og höklar sem fengnir eru að láni frá ýmsum kirkjum landsins eins og Akureyrarkirkju, Landakirkju í Vestmannaeyjum, Seltjarnarneskirkju og Langholtskirkju verða til sýnis. Einnig nokkrar vatnslitamyndir, trúarlegs eðlis eftir Herder. Höklar og vatnslitamyndir til sölu. Sýningin stendur yfir til 6. febrúar. Í dag 15. janúar 2011 kl. 16.00 verður opnuð sýning á HÖKLUM hannaðir og saumaðir af HERDER HÖKLAR HERDER Séra Jón Helgi Þórarinsson býður gesti velkomna. Rakel Björnsdóttir syngur einsöng. Langholtsdætur syngja. Sýningin er opin alla daga frá 12-17, lokað mánudaga. Norræna húsið, Sturlugata 5, 101 Reykjavík, sími 551 7030, nh@nordice.is, norraenahusid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.