Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
Bandaríska leikkonan Scarlett
Johansson hefur látið nokkuð að
sér kveða seinustu misseri sem
söngkona, m.a. tæklað lög Tom
Waits á plötu. Nú berast fréttir af
því að Johansson muni taka lagið
fyrir heimildarmynd um ein-
hverfu, Wretches & Jabbers, og
koma fleiri þekktir listamenn að
því verkefni: Norah Jones, Carly
Simon, Ben Harper, Bob Weir,
Steven Stills og Vincent Gallo.
Plata með tónlist úr myndinni
verður gefin út á iTunes. Tónlist-
ina við myndina semur J. Ralph en
í myndinni segir af tveimur mönn-
um sem ferðast um heiminn með
það að markmiði að breyta við-
horfi fólks til einhverfu.
Syngur í heimildarmynd
Reuters
Listakona Scarlett Johansson virð-
ist margt til lista lagt.
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Þetta fyrirkomulag, að maður fái tækifæri til
að heyra lögin áður en þau verða frumflutt í
Sjónvarpi, er snilld. Hvort heldur í útvarpi
eða á netinu fær maður tækifæri til að melta
lögin í dágóðan tíma og spennan er alla jafna
meiri fyrir vikið á undanúrslitakvöldinu.
Munu mínir menn standa sig eða fara þeir út
af laginu? Næstu þrjá laugardaga verða sem
sagt fimmtán lög leikin og komast sex áfram í
úrslitaþátt sem fram fer 12. febrúar. En hætt-
um nú þessu röfli og kíkjum á þetta …
Ástin mín eina
Höfundur: Arnar Ástráðsson.
Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir.
Erkiballaða hér á ferðinni. Fiðlur og læti.
Erna Hrönn er ein af okkar bestu söngkonum
og hún fer langt með lagið sem er því miður
ekkert sérstaklega burðugt. Nær einhvern
veginn ekki því dramatíska flugi sem það
hótar í blábyrjuninni, er full línulegt og til-
þrifalítið.
Ef ég hefði vængi
Flytjandi: Haraldur Reynisson.
Höfundur: Haraldur Reynisson.
Haraldur Reynisson, eða Halli Reynis,
er einn af okkar bestu söngvaskáldum en
hann hefur ekki verið sérstaklega áberandi
út á við hin síðustu ár. Segja má að Halli sé
af Bubba skólanum og þessi söngvaskálda/
trúbadúrataug þræðir sig um þetta litla og
snotra lag. Fínasta smíð í raun, einfalt og
lætur lítið yfir sér og það er einhver heið-
arleiki í því sem heillar. Viðlagið er þá giska
sterkt og vinnur vel á með tímanum, flutning-
urinn er fyrirtak og söngur Halla ástríðu-
fullur. Eina spurningin er: er það nógu Evr-
óvisjónlegt?
Elísabet
Flytjandi: Pétur Örn Guðmundsson.
Höfundur: Pétur Örn Guðmundsson.
Án efa einkennilegasta lagið hér – en um
leið það besta. Eins og með lag Halla lætur
það lítið yfir sér en vinnur svo á með hverri
spilun, læðist eiginlega aftan að þér. Pétur
syngur lagið lágvært og viðkvæmnislega og
það er einhver áttunda áratugar tónn, jafnvel
Geimsteinstónn (?) sem er hrífandi. Undir
restina lyftist lagið svo upp og verður drama-
tískara, án þess þó að það sé yfirkeyrt. Text-
inn er nett kersknislegur líka og það er spurn-
ing hvað Pétur nær langt á þessum óræða
sjarma.
Huldumey
Flytjandi: Hanna Guðný Hitchon.
Höfundar: Ragnar Hermannsson (lag) og
Anna Þóra Jónsdóttir (texti).
Evróvisjón er heimahöfn kraftballaðanna
og þessi smíð er af þeim meiði. Lagið er ríg-
bundið á klafa erlendra fyrirmynda og býr yf-
ir litlum sérkennum. Það veldur því að það fer
inn um annað og út um hitt. Hanna syngur af
dágóðum krafti en á það til að fara yfir strikið
í túlkuninni, setur of mikinn sprengikraft í
kafla þar sem það á ekki við.
Lagið þitt
Höfundur: Ingvi Þór Kormáksson.
Flytjendur: Böddi og JJ Soul Band.
Hinn ágæti lagasmiður og JJ Soul Band-
meðlimur Ingvi Þór Kormáksson fer hér
Hjálmaleiðina, en hér á ferðinni þægilega dill-
andi reggípopp. Böddi flytur það af mikilli list,
hann er hörkusöngvari pilturinn. Lagið flæðir
höfugt áfram, er þægilegt og viðlagið er
sterkt. Gæti svei mér þá farið langt ef þannig
liggur á þjóðinni. „Þetta er lagið mitt, ég legg
það í þinn dóm,“ eins og segir í textanum.
„Þú veist að ég get verið lúði …“
Hin sívinsæla söngvakeppni Sjónvarpsins hefst í kvöld Í greinarstúf þessum tekur einn af menn-
ingarblaðamönnum blaðsins sig til og rýnir í lögin fimm sem ríða á vaðið
Ballaða Erna Hrönn Ólafsdóttir
syngur ballöðu af mikilli list.
Söngvaskáld Halli Reynis nýtir
sér andagift trúbadúrsins.
Óræður Pétur „Jesú“ stráir sér-
kennilegum sjarma yfir lagið sitt.
Kraftur Hanna Guðný syngur af
elju mikilli og áræðni.
Reggí Böddi siglir af öryggi í
gegnum ljúft reggípopp.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
SAW 3D Sýnd kl. 8 og 10 ótextuð
THE TOURIST Sýnd kl. 8 og 10:10
ALFA OG ÓMEGA Í 3D Sýnd kl. 2 (950kr), 4 og 6 ísl. tal
ALFA OG ÓMEGA Í 2D Sýnd kl. 2(700kr)
GULLIVER’S TRAVELS 3D Sýnd kl. 4
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D Forsýnd kl. 6 ísl. tal
LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 1:50(700kr), 4, 6 og 8
DEVIL Sýnd kl. 10
GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR
MERKTAR MEÐ RAUÐUTilboð í bíó
FORSÝNING
SÝND Í 3D
HROTTALEG SPENNA Í ÞVÍVÍDD
3D GLERAUGU
SELD SÉR
3D GLERAUGU
SELD SÉR
3D GLERAUGU
SELD SÉR
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Í 3-D OG 2-D
MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 3-D
-H.S, MBL-K.G, FBL
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
BURLESQUE kl. 5.50 - 8 - 10.10
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 2 (900kr.) - 4
THE TOURIST kl. 10
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 5.50 - 8
LITTLE FOCKERS kl. 2 (600kr.)
L
L
12
L
12
Nánar á Miði.is
BURLESQUE kl. 3.10 - 5.20 - 8 - 10.35
BURLESQUE LÚXUS kl. 2.40 - 5.20 - 8 - 10.35
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 1 (950kr.) - 3.10
THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 1 (950) 3.20 - 5.50 - 8 - 10.10
LITTLE FOCKERS Kl. 8 - 10.20
GAURAGANGUR KL. 5.50
MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 1 (950kr.)
NARNIA 3 3D KL. 1 (950kr.) - 3.30
L
L
L
12
L
12
7
L
7
BURLESQUE kl. 8 - 10.30
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 2 (950kr.)* - 4 - 6
THE TOURIST KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20
GULLIVER´S TRAVELS 3D KL. 1.30 (950kr.)* - 3.40 - 5.50
DEVIL KL. 10.20
GAURAGANGUR KL. 1.30* - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
NARNIA 3 2D KL. 8
L
L
12
L
16
7
7
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR * Aðeins sunnudag