Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 ✝ Þóra Guðrúnfæddist á Vatns- hóli í Línakradal 2. mars 1924. Hún lést á líknardeild LSP, Landakoti, 4. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Jósep Jóhann- esson, f. 1886, d. 1961, og Þóra Guðrún Jóhannsdóttir, f. 1889, d. 1973. Systkini Þóru Guð- rúnar eru Jóhannes, f. 1911, d. 1995, Ingi- björg, f. 1912, d. 2008, Katrín, f. 1914, d. 1994, Jóhann Hjalti, f. 1916, d. 2007, Zóphonías, f.1920, d. 2006, Dýrunn, f. 1930 og Að- alsteinn, f. 1930, d. 2006. Þóra Guðrún giftist 1946 Einari Jónssyni, f. 3. apr. 1918, d. 3. feb. 2002, bónda á Tannstaðabakka í V- Hún. Foreldrar Einars voru Jón Einarsson, f. 1879, d. 1961 og Jó- hanna Þórdís Jónsdóttir, f. 1881, d. 1957. Börn Þóru Guðrúnar og Ein- ars eru: 1) Einar Gunnar Jónsson (fóstursonur), f. 1950, d. 1993. Eig- inkona hans var Anna Guðný Hall- dórsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Sigvarður Örn, f. 1972, maki Emelia D. V. Maleeraq Jakobsen, f. Rúnar, f. 1982, samb.k. Katrín Hauksdóttir, f. 1982. b) Eyþór Helgi, f. 1983, samb.k. Guðrún B. Halldórsdóttir, f. 1982. 6) Jóhann Almar, f. 1964, maki Rut Kristjáns- dóttir, f. 1965, börn þeirra eru: a) Andrea Eir, f. 1995 og b) Oliver Ísak, f. 1998. 7)Þorsteinn, f. 1966, maki Ingibjörg Hreiðarsdóttir, f. 1964, börn þeirra eru: a) Emilía Agnes, f. 1992 og b) Egill Gauti, f. 1997. Barnabarnabörnin eru orðin 13. Þóra Guðrún ólst upp hjá for- eldrum sínum. Hún stundaði nám í Héraðssk. Reykholti 1942-1943, í Samvinnuskólanum Reykjavík 1943-1945. Húsmóðir á Tann- staðabakka 1946-1984. Þóra Guð- rún kenndi við Barnaskóla Staðar- hrepps í tvo vetur og sat í skólanefnd þar 1954-1978. Var í stjórn Kvenfélags Staðarhrepps í um 30 ár og formaður um skeið. Stjórnarstörf hjá Kvennabandinu í V.-Hún 1973-1979 og formaður þess 1984. Starfaði í kirkjukór Staðarsóknar í 20 ár. Sá um Byggðasafnið að Reykjum ásamt Einari sumrin 1985-1987. Flutti til Reykjavíkur 1984. Starfaði um skeið við þvottahús Landakotsspít- ala. Þóra Guðrún var virk í fé- lagsstörfum, söng með Kvöldvöku- kórnum, seinna Söngfuglum á Vesturgötu, dansaði með FEB í Stangarhyl, ásamt því að fara í sumarferðir með vinum. Útför Þóru Guðrúnar fer fram í Staðarkirkju í dag, 15. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. 1982, b) Halldór Val- ur, f. 1973, c) Hrafnhildur Unnur, f. 1977, maki Garðar V. Hallfreðsson, f. 1977, d) Drífa Dröfn, f. 1979, maki Ævar V. Ævarsson, f. 1983, e) Einar Már, f. 1979, maki Lára Guð- mundsdóttir, f. 1984. 2) Jón, f. 1953, maki Guðrún Þorsteins- dóttir, f. 1956. Synir Jóns eru: a) Björgvin Jóhann, f. 1974 (m. Jónína Jóhannsdóttir), samb.k. Margrét A. Atladóttir, f. 1980. b) Einar f. 1979, maki Ósk Ólafsdóttir f. 1981. 3) Skúli, f. 1955, maki Ólöf Ólafsdóttir, f. 1956, börn þeirra eru: a) Laufey Kristín, f. 1979, maki Indriði Einarsson f. 1979, b) Eyrún Ösp, f. 1982, samb.m. Bjarki F. Karlsson, f. 1980, c) Guðrún Eik, f. 1988, samb.m. Óskar M. Jónsson, f. 1986, d) Ólafur Einar, f. 1989. 4) Þórir Jósep, f. 1957, maki Unnur Ragnarsdóttir, f. 1964, börn þeirra eru: a) Sara Karen, f. 1988, b) Þórir Raggi, f. 1990, c) Einar Darri, f. 1996. 5) Svanborg Guðrún, f. 1959, maki Úlfar Rúnar Reynisson, f. 1956, synir þeirra eru: a) Sindri Í dag kveðjum við Guðrúnu Jóseps- dóttur eða „ömmu Dúu“ eins og við kölluðum hana alltaf. Margs er að minnast og mikið að þakka. Ég fékk að njóta samvista hennar í 21 ár sem tengdadóttir hennar og á ljúfar minn- ingar um góðvild hennar og hlýju í minn garð. Fjölskyldan skipaði stóran sess hjá Dúu og barnabörnin hennar voru hennar stolt og yndi. Aldurinn var svo afstæður þegar kom að Dúu, hún var alveg ótrúlega dugleg kona og heilsu- hraust og vílaði fátt fyrir sér. Hún var mikil félagsvera og skemmti sér best í hópi fólks. Hún sótti vikulega dans með öldruðum, var í kór og ferðaðist á hverju sumri síðustu árin með öldr- uðum um landið þvert og endilangt. Hún var ljóðelsk og vel lesin og mundi allt. Þegar Dúa greindist með krabba- mein í sumar kom æðruleysi hennar vel í ljós og í einu spjalli okkar sagði hún: „Inga mín, maður verður að deyja úr einhverju og þetta er ábyggi- lega ekkert verra en hvað annað.“ Hún hræddist ekki dauðann og vegna starfa minna spurði hún mig oft hvað biði hennar með þennan sjúkdóm og vildi að ég væri hreinskilin við sig. Ég spurði hana eitt sinn í spjalli okkar hvort hún kviði því að kveðja og hún svaraði á þann hátt sem lýsir henni vel: „Nei, ég er sátt við Guð og menn og allt er í góðu lagi hjá börnunum mínum og barnabörnum svo ég hef engu að kvíða.“ Það er erfitt að sjá fyrir sér tímann framundan án henn- ar, hún var höfuð fjölskyldunnar, tengdi okkur öll saman og margir fastir punktar í tilverunni henni tengdir sem verða nú minning ein, en eins og sonur minn komst að orði þá er amma Dúa komin í fangið á Einari afa aftur og það er ljúfsár tilhugsun. Ég vil færa öllu því frábæra heil- brigðisstarfsfólki, sem annaðist hana með hlýju og virðingu frá upphafi veikindanna og allt til loka, kærar þakkir og votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Dúu mína samúð. Við kveðjum hljóð, í hjörtum harmur svíður, þó hugir fagni þinni lausnarstund, en til oss andar blærinn Drottins blíð- ur og ber oss von um hlýjan endurfund. Er skyggnst er aftur, blíðu birtast árin, er blessun þín oss vafði heit og skær, því verður hugum hlýtt í gegnum tárin og hver þín minning ljúf og hjartakær. ( G.Þ.) Ég þakka þér, Dúa, samfylgdina og allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér og óska þér Guðs blessunar. Þín tengdadóttir, Ingibjörg Hreiðarsdóttir. Elsku amma mín. Þakka þér fyrir blíða brosið þitt og öll faðmlögin. Þakka þér fyrir að vera alltaf svo áhugasöm um mitt líf. Þakka þér fyrir öll köldu mjólkurg- lösin og kleinurnar. Þakka þér fyrir að vera alltaf svo hlý og góð við mig. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. (Höf. ók.) Guð blessi þig og varðveiti, elsku amma mín. Þinn Egill Gauti. Elsku amma er farin. Já, það er undarlegt að skrifa þessi fjögur orð niður og hugsa sér að ekki verði farið í fleiri sunnudagsheimsóknir til ömmu Dúu í Stóragerðinu. Amma var ein af yndislegustu manneskjum sem ég hef kynnst. Hún var hjartahrein, hlý, tal- aði aldrei illa um neinn og í raun besta fyrirmynd sem ömmubarn getur átt. Amma talaði alltaf beint frá hjartanu og hafði alltaf eitthvað gott að segja um allt og alla. Í mínum augum var amma fullkom- in og hennar verður sárt saknað. Amma Dúa og Einar afi eru nú loksins saman á ný og gæta okkar sem eftir lifum. Við kveðjum þig kæra amma með kinnar votar af tárum á ást þinni enginn vafi til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju- og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Guð og englarnir vaki yfir þér, elsku amma. Þín Emilía. Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar. Hún amma Dúa var falleg, ljúf og frábær kona. Það sem einkenndi hana var hlýleiki, glaðværð og einstök gest- ristni. Hún tókst á við lífið með reisn, var sjálfstæð og ákveðin, naut lífsins og auðgaði það með tónlist, ljóðum, söng og dansi. Hún elskaði landið okkar og fjölskylduna og fólkið sitt mikið. Allar ljúfu samverustundirnar við eldhúsborðið í Stóragerðinu eru þær minningar sem sitja hvað fastast. Þegar ég sé ömmu Dúu fyrir mér þá situr hún þar ennþá, glöð og brosandi. Ég man ennþá þegar hún kenndi mér símanúmerið sitt. Ég man þegar hún gaf mér djús í eldhúsinu í sveitinni. Ég man þegar við fórum saman á Ár- bæjarsafnið á harmonikkutónleikana. Ég man eftir henni og afa sitja í eld- húsinu, borða og ræða saman um daginn og veginn. Ég man síðasta skiptið sem ég heimsótti hana og síð- asta skiptið sem ég talaði við hana í símann. Ég man öll skiptin sem mér leið eins og ég væri komin heim til mín þegar ég kyssti hana hæ. Ég man og ég á aldrei eftir að gleyma. Svo varð hún amma mín veik. Hún tókst á við veikindin með æðruleysi og reisn. Hún var ánægð með lífs- hlaup sitt, sátt við lífið og tilveruna. Núna er hún á betri stað, umvafin ástvinum og hjá honum afa, ekki lengur veik og þreytt. Með staðfestu sinni, lífsgleði, nægjusemi og kær- leika kenndi hún okkur mikið um lífið. Hún var mér mikil fyrirmynd og ég er svo þakklát fyrir allar minningarn- ar. Þín er sárt saknað, elsku amma mín. Laufey. Elsku Guðrún mín. Nú þegar leiðir skilur langar mig að þakka þér góðu kynnin. Það er lán okkar í lífinu að kynnast öllu því góða fólki sem á leið með okkur langa eða skamma stund. Þú varst ein af þeim. Ég var svo lánsöm þegar þú komst í kórinn okkar Söngfuglana að við sett- umst hlið við hlið. Þú last nótur og við vorum báðar í altrödd. Með þinni skæru rödd lærði ég altið. Þetta leiddi til þess að ég fór að venja komur mín- ar í Stóragerðið. Ef mig vantaði nótu pikkaðir þú á orgelið og síðan stóð ekki á kaffisopanum og alltaf nýbakað bakkelsi með. Við spjölluðum og hlóg- um mikið. Við áttum líkan bakgrunn, báðar sveitastelpur. Ég sé þig fyrir mér í sveitinni með hálft fótboltalið af strákum og eina dóttur. Það þurfti að taka til hendi. Ég mun sakna stunda með þér í Stóragerðinu, en þakka fyr- ir þær sem við áttum. Vertu kært kvödd vinkona mín og Guð blessi þig á nýjum leiðum. Af- komendum þínum bið ég blessunar. Það er gott að minnast mætrar móð- ur. Þín Brandís Steingrímsdóttir. Þóra Guðrún Jósepsdóttir HINSTA KVEÐJA Guðrún okkar Jósepsdóttir var ætíð mætt hjá okkur með bros á vör, kunni öll lög sem ljóð, einkar söngvin og skemmtileg, minnug og fróð. Söngvökufólk þakkar sam- fylgdina, saknar hennar hlýju nærveru og sendir einlægar samúðarkveðjur til hennar fólks. Helgi Seljan og söngvökuhópurinn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, BALDVIN RÓBERT ÞORSTEINSSON, Þorláksgeisla 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 6. janúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fjölskyldan vill þakka heimaþjónustunni Karitas fyrir ómetanlegan stuðning og kærleika á erfiðum tímum. Arabella Eymundsdóttir, Linda Baldvinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir og afi, ÁSTVALDUR GUÐMUNDSSON, sem lést miðvikudaginn 12. janúar, verður jarðsettur fimmtudaginn 20. janúar í Þýskalandi. Rakel, Guðbjörg, Thelma og Anton, Þyri, Gefion, Júlíana, Markus, Jannis og Ole. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, ÞORBERGUR GUÐMUNDSSON frá Raufarhöfn, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Málfríður Anna Guðmundsdóttir, Eiríkur Guðmundsson, Björg Eiríksdóttir, Hrefna Friðriksdóttir og frændsystkin. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FREYR GESTSSON, Sunnuhlíð 23f, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 7. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum samúðarkveðjur og starfsfólki lyflækningadeildar fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigurður Hólm Freysson, Halla Sigurþórsdóttir, Þórhildur Freysdóttir, Ketill Hólm Freysson, Elín Una Friðfinnsdóttir, Gestur Valdimar Hólm Freysson, Björk Viðarsdóttir, Birkir Hólm Finndal Freysson, Kristín Pálsdóttir, Borghildur Freysdóttir, Árni Arnsteinsson, Hólmfríður Freysdóttir, Máni Guðmundsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VIGDÍS VALGERÐUR EIRÍKSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 11. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 15.00. Ásta Guðrún Sigurðardóttir, Árni Ísaksson, Matthías Sigurðsson, Selma Skúladóttir, Eiríkur Sigurðsson, Helga Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.