Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Kristján Snjór Það er betra að fara varlega. Þeir sem hyggja á útivist um helgina ættu að hafa í huga viðvörun sem Veðurstofa Íslands sendi frá sér vegna snjóflóðahættu á Norður- landi. Þar var þeim tilmælum beint til útivistarfólks að vera ekki á ferð þar sem snjóflóð geta fallið. Þeir vara líka fólk við að stöðva ekki far- artæki sín á vegarköflum þar sem hætta gæti verið á snjóflóðum. Á vef Íslenska alpaklúbbsins, isalp.is, má sjá upplýsingar um snjóalög á Norð- urlandi frá Sveini Brynjólfssyni á snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Þar bendir hann útivistarfólki á að snjó- flóð hafa fallið undanfarna daga á ýmsum stöðum í Fnjóskadal, á Siglu- firði og í Önundarfirði. Útivistarfólk verður að vara sig FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Morgunblaðið/Ómar Leifsstöð Færri gestir fóru um flugstöðina á síðasta ári en 2009. Heildarfjöldi erlendra gesta á síð- asta ári var tæplega 495 þúsund og er um að ræða 0,2% aukningu frá 2009, en þá voru erlendir gestir 494 þúsund talsins. Langflestir er- lendra gesta, eða 93%, fóru um Keflavíkurflugvöll, 4% um Reykja- víkur-, Akureyrar- eða Egilsstaða- flugvöll og 3% með Norrænu um Seyðisfjörð. Þar fyrir utan eru far- þegar með skemmtiferðaskipum en tæplega 74 þúsund erlendir gestir komu til landsins með skemmti- ferðaskipum árið 2010, 2% fleiri en á árinu 2009 þegar þeir voru tæp- lega 72 þúsund talsins. Þetta kemur fram í yfirliti sem Ferðamálastofa sendi frá sér í gær. Samkvæmt brottfarartalningum í Leifsstöð fóru 459.252 erlendir gestir frá landinu um flugstöðina á árinu 2010, sem er fækkun um 5.300 gesti frá árinu áður, eða 1,1% milli ára. Erlendum gestum fjölgaði milli ára í febrúarmánuði, mars, júlí, október og desember, svipaður fjöldi kom í júní og nóvember og ár- ið áður en erlendum gestum fækk- aði hins vegar milli ára í jan- úarmánuði, apríl, maí, ágúst og september. Allar brottfarir er- lendra gesta um Leifsstöð eru inni í þessum talningum, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Brottförum Íslendinga fjölgaði umtalsvert milli ára, þannig fóru tæplega 294 þúsund Íslendingar ut- an á árinu 2010 en á árinu 2009 fóru tæplega 255 þúsund utan. Aukningin nemur 15,4% milli ára. Svipaður fjöldi erlendra ferðamanna  15,4% fleiri Íslendingar fóru frá landinu í fyrra en árið þar áður Frá og með deg- inum í dag verð- ur opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnu- mála kvenna, en 30 milljónir króna eru til út- hlutunar að þessu sinni. Ráð- herra velferð- armála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991. Umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauð- árkróki, Ásdís Guðmundsdóttir. Hægt er að sækja um margs konar styrki sem geta numið allt að tveim- ur milljónum króna. Sótt er um styrkina rafrænt á heimasíðu verk- efnisins, www.atvinnumal- kvenna.is, og er umsóknarfrestur til og með 7. febrúar nk. 30 milljónir króna í styrki til atvinnu- mála kvenna Konur Frá atvinnu- málafundi FKA. Sérhæfðir leit- arflokkar Slysa- varnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgar- svæðinu hafa verið kallaðar út klukkan hálfell- efu í dag til leitar að Matthíasi Þór- arinssyni. Að sögn Ágústs Svanssonar, aðalvarðstjóra aðgerða- og skipulagsdeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, verður leitað í grennd við svæðið þar sem bíll Matthíasar fannst á miðvikudag, þ.e. við Esjuhlíðar. Björgunarsveitir leita Matthíasar Matthías Þórarinsson 494.769 erlendir gestir heimsóttu Ísland á síðasta ári að sögn Ferðamálastofu 493.951 erlendur gestur kom til landsins ár- ið 2009 um Leifsstöð, með Nor- rænu og um aðra flugvelli ‹ KOMUR FERÐAMANNA › » Þjónusta við fatlað fólk í Reykjavík Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vef borgarinnar www.reykjavik.is. Hjá Þjónustuveri Reykjavíkurborgar fást upplýsingar um starfsemi borgarinnar. Sími: 411 1111. Þjónustumiðstöðvar: Frá áramótum ber Reykjavíkurborg ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík skv. lögum nr. 152/2010 um málefni fatlaðs fólks. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarljós Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk til framtíðar. Í því felst viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, réttur til aðstoðar við að lifa innihaldsríku lífi og viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindum allra. Framkvæmd þjónustunnar er á þjónustumiðstöðvum Velferðarsviðs í hverfum borgarinnar. Íbúar eru hvattir til að vera í beinu sambandi við sína þjónustumiðstöð með allar spurningar og ábendingar sem upp kunna að koma. Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 115, sími 411-1200 Breiðholts, Álfabakka 12, sími 411-1300 Grafarvogs og Kjalarness (Miðgarður), Langarima 21, sími 411-1400 Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39, sími 411-1500 Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21, sími 411-1600 Vesturbæjar (Vesturgarður), Hjarðarhaga 45-47, sími 411-1700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.