Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Kristján
Snjór Það er betra að fara varlega.
Þeir sem hyggja á útivist um helgina
ættu að hafa í huga viðvörun sem
Veðurstofa Íslands sendi frá sér
vegna snjóflóðahættu á Norður-
landi. Þar var þeim tilmælum beint
til útivistarfólks að vera ekki á ferð
þar sem snjóflóð geta fallið. Þeir
vara líka fólk við að stöðva ekki far-
artæki sín á vegarköflum þar sem
hætta gæti verið á snjóflóðum. Á vef
Íslenska alpaklúbbsins, isalp.is, má
sjá upplýsingar um snjóalög á Norð-
urlandi frá Sveini Brynjólfssyni á
snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Þar
bendir hann útivistarfólki á að snjó-
flóð hafa fallið undanfarna daga á
ýmsum stöðum í Fnjóskadal, á Siglu-
firði og í Önundarfirði.
Útivistarfólk verður
að vara sig
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
Morgunblaðið/Ómar
Leifsstöð Færri gestir fóru um
flugstöðina á síðasta ári en 2009.
Heildarfjöldi erlendra gesta á síð-
asta ári var tæplega 495 þúsund og
er um að ræða 0,2% aukningu frá
2009, en þá voru erlendir gestir 494
þúsund talsins. Langflestir er-
lendra gesta, eða 93%, fóru um
Keflavíkurflugvöll, 4% um Reykja-
víkur-, Akureyrar- eða Egilsstaða-
flugvöll og 3% með Norrænu um
Seyðisfjörð. Þar fyrir utan eru far-
þegar með skemmtiferðaskipum en
tæplega 74 þúsund erlendir gestir
komu til landsins með skemmti-
ferðaskipum árið 2010, 2% fleiri en
á árinu 2009 þegar þeir voru tæp-
lega 72 þúsund talsins.
Þetta kemur fram í yfirliti sem
Ferðamálastofa sendi frá sér í gær.
Samkvæmt brottfarartalningum í
Leifsstöð fóru 459.252 erlendir
gestir frá landinu um flugstöðina á
árinu 2010, sem er fækkun um
5.300 gesti frá árinu áður, eða 1,1%
milli ára. Erlendum gestum fjölgaði
milli ára í febrúarmánuði, mars,
júlí, október og desember, svipaður
fjöldi kom í júní og nóvember og ár-
ið áður en erlendum gestum fækk-
aði hins vegar milli ára í jan-
úarmánuði, apríl, maí, ágúst og
september. Allar brottfarir er-
lendra gesta um Leifsstöð eru inni í
þessum talningum, þ.m.t. brottfarir
erlends vinnuafls.
Brottförum Íslendinga fjölgaði
umtalsvert milli ára, þannig fóru
tæplega 294 þúsund Íslendingar ut-
an á árinu 2010 en á árinu 2009
fóru tæplega 255 þúsund utan.
Aukningin nemur 15,4% milli ára.
Svipaður fjöldi erlendra ferðamanna
15,4% fleiri Íslendingar fóru frá
landinu í fyrra en árið þar áður
Frá og með deg-
inum í dag verð-
ur opnað fyrir
umsóknir um
styrki til atvinnu-
mála kvenna, en
30 milljónir
króna eru til út-
hlutunar að
þessu sinni. Ráð-
herra velferð-
armála veitir
styrkina, sem veittir hafa verið ár
hvert síðan 1991. Umsjón með
styrkveitingum hefur ráðgjafi
Vinnumálastofnunar á Sauð-
árkróki, Ásdís Guðmundsdóttir.
Hægt er að sækja um margs konar
styrki sem geta numið allt að tveim-
ur milljónum króna. Sótt er um
styrkina rafrænt á heimasíðu verk-
efnisins, www.atvinnumal-
kvenna.is, og er umsóknarfrestur
til og með 7. febrúar nk.
30 milljónir króna
í styrki til atvinnu-
mála kvenna
Konur Frá atvinnu-
málafundi FKA.
Sérhæfðir leit-
arflokkar Slysa-
varnafélagsins
Landsbjargar á
höfuðborgar-
svæðinu hafa
verið kallaðar út
klukkan hálfell-
efu í dag til leitar
að Matthíasi Þór-
arinssyni.
Að sögn
Ágústs Svanssonar, aðalvarðstjóra
aðgerða- og skipulagsdeildar lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
verður leitað í grennd við svæðið
þar sem bíll Matthíasar fannst á
miðvikudag, þ.e. við Esjuhlíðar.
Björgunarsveitir
leita Matthíasar
Matthías
Þórarinsson
494.769
erlendir gestir heimsóttu Ísland á
síðasta ári að sögn Ferðamálastofu
493.951
erlendur gestur kom til landsins ár-
ið 2009 um Leifsstöð, með Nor-
rænu og um aðra flugvelli
‹ KOMUR FERÐAMANNA ›
»
Þjónusta við fatlað fólk
í Reykjavík
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vef borgarinnar
www.reykjavik.is.
Hjá Þjónustuveri Reykjavíkurborgar fást upplýsingar
um starfsemi borgarinnar. Sími: 411 1111.
Þjónustumiðstöðvar:
Frá áramótum ber Reykjavíkurborg ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík
skv. lögum nr. 152/2010 um málefni fatlaðs fólks.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarljós Reykjavíkurborgar í
þjónustu við fatlað fólk til framtíðar. Í því felst viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum,
jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, réttur til aðstoðar við að lifa innihaldsríku lífi og
viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindum allra.
Framkvæmd þjónustunnar er á þjónustumiðstöðvum Velferðarsviðs í hverfum borgarinnar.
Íbúar eru hvattir til að vera í beinu sambandi við sína þjónustumiðstöð með allar spurningar
og ábendingar sem upp kunna að koma.
Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 115, sími 411-1200
Breiðholts, Álfabakka 12, sími 411-1300
Grafarvogs og Kjalarness (Miðgarður), Langarima 21, sími 411-1400
Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39, sími 411-1500
Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21, sími 411-1600
Vesturbæjar (Vesturgarður), Hjarðarhaga 45-47, sími 411-1700