Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Slátrarinn Steven Bateman trúði vart eigin augum þegar hann sá tvo hákarla svamla eftir aðalgötunni í Goodna, úthverfi Ipswich-borgar, um 30 km frá ströndinni á flóða- svæðinu í Queensland í Ástralíu. Hákarlarnir eru af tegund naut- háfa en hún er, ásamt tígrisháf og hvítháf, sú hákarlategund sem er hvað hættulegust mönnum. Spá skýfalli um helgina Sem kunnugt er hefur úrhelli leitt til hamfaraflóða í Queensland á síð- ustu vikum, á svæði sem er jafn stórt og Þýskaland og Frakkland samanlagt. Hamförunum er ekki lokið því búist er við enn meiri rign- ingu víða í Queensland um helgina, með vaxandi ám og skyndiflóðum. Óttast er að 75 hafi farist í flóð- unum en efnahagslegt tjón af þeirra völdum er nú áætlað á þriðja þúsund milljarða króna, að því er fram kem- ur á vef The Australian. Kemur tjónið meðal annars fram í því að rekstur fyrirtækja raskast til lengri tíma. Um 50.000 heimili í Brisbane, höfuðborg Queensland-ríkis, voru án rafmagns í gær en íbúar borgar- innar eru um 2 milljónir. Fjölskyldan slapp við tjón Jón Björnsson fluttist til Brisbane um jólaleytið 1979 og hefur verið búsettur þar síðan. Hann er kvænt- ur ástralskri konu að nafni Maureen Björnsson og eiga þau saman dótt- urina Anniku Freyju Jónsdóttur. Aðspurður hvort hann hafi farið illa út flóðunum svarar Jón því til að fjölskylda hans hafi ekki orðið fyrir eignatjóni. Þá er honum heldur ekki kunnugt um að Íslendingar hafi orð- ið fyrir tjóni en um 200 manns rekja þar ættir sínar til Íslands og eru í Íslendingafélagi sem hittist árlega. „Ég hef hjálpað vini mínum að hreinsa til á skrifstofunni þar sem hann vinnur. Það eru allir boðnir og búnir til að hjálpa við að þrífa. Hér hefur mikil drulla farið um allt. Það liggur leðja yfir öllu,“ segir Jón og bætir því við að eðjan fari senn að rotna með tilheyrandi ólykt. Hann segir fjölskylduna munu hjálpa til við hreinsunarstarfið. „Á morgun [í dag] verður tekið á móti sjálfboðaliðum á fjórum stöð- um í borginni og er vonast til að úr verði 6.000 manna hreinsunarlið. Kona mín og dóttir ætla að taka þátt. Fólk ekur á svæðið og síðan er það flutt með strætisvögnum þar sem krafta þess er þörf.“ Miðborgin lömuð Flóðahæðin í miðborg Brisbane varð ekki jafn mikil og óttast var. Engu að síður segir Jón að fólk byrji ekki að tínast þar til vinnu fyrr en eftir helgi, enda séu margar göt- ur í miðkjarnanum enn lokaðar. „Það er gríðarlega mikið verk fram undan við að hreinsa upp í borginni. Það eitt mun taka mánuði. Að því loknu tekur við enduruppbygging. Hún tekur a.m.k. eitt til tvö ár. Þegar Bris- bane-áin flæddi yfir baka sína 1974 dóu tugir manna af völdum rafstraums þegar þeir reyndu að koma rafmagni á heima hjá sér. Því eru strangar kröfur um að rafmagn sé ekki sett á heimili nema með samþykki raf- virkja.“ Færðar nauðþurftir á bátum Jón segir flóðin laða fram samhug hjá íbúum borgarinnar. „Fólk hjálpast að. Vinkona konu minnar fékk far á bát til að ferja vatn og mat til fólks sem var orðið uppiskroppa með nauðþurftir. Mat- urinn í frystikistunum er ónýtur. Vinur minn sagðist nú þekkja ná- grannana betur af því að fólk hjálp- aðist að og kynntist hvað öðru. Þegar ég var að hreinsa á skrif- stofunni hjá félaga mínum gekk ungt fólk inn af götunni og spurði hvort það gæti ekki lagt hönd á plóginn,“ segir Jón sem telur að yf- irvöld hafi ekki búist við slíku stór- flóði. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að í borginni Toowoomba hafi ekki verið til nein gögn til að styðjast við síðan þar varð síðast stórflóð árið 1860. Hákarlar á ferð á aðalgötunni  Nautháfar á svamli í úthverfi í Queensland  Íslendingur í Brisbane segir endurreisnina munu taka nokkur ár  Veit ekki til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tjóni  Stefnt á her sjálfboðaliða Reuters Hamfarir Verslunarmiðstöð í Goodna, úthverfi Ipswich-borgar, á kafi í vatni. Skammt frá sáu vitni hákarlaugga gára vatnsborðið. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að nýfallinn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem ríkið er dæmt til að greiða flogaveikum karlmanni 6,6 milljónir króna í bætur auk vaxta frá 2003, samtals um 10 milljónir, vegna líkams- tjóns sem hann varð fyrir í kjölfar handtöku og vistunar í fangaklefa, gefi tilefni til þess að sýna aukna varkárni og málið verði skoð- að. Maðurinn fékk flogaveikikast við akstur í Njarðvík haustið 2003 og missti stjórn á bílnum sem lenti á vegriði. Í dómnum kemur fram að þegar flytja átti manninn í sjúkrabíl hafi hann barist á móti og því hafi lög- reglumenn handjárnað hann og flutt þannig í fangaklefa. Maðurinn, sem var meðvitund- arlaus, hlaut miska vegna handtökunnar, en greint er frá því að lögreglumennirnir hafi vitað að maðurinn var flogaveikur. Haukur Örn Birgisson, verjandi mannsins hjá Ergo lögmönnum, segir að skömmu eftir handtökuna og áður en varanlegu afleiðing- arnar komu í ljós hafi þessi óhóflega vald- beiting lögreglunnar verið kærð til ríkissak- sóknara, sem fer með rannsókn mála þegar lögreglumenn eiga í hlut. Teknar hafi verið skýrslur af öllum viðkomandi, lögreglu- mönnum, vitnum og sjúkraflutningamönn- um. Við rannsókn málsins á því stigi hafi lögreglumennirnir fullyrt að þeim hafi ekki verið kunnugt um að maðurinn væri floga- veikur. Hann segir að niðurstaða ríkissak- sóknara um að láta málið niður falla hafi ekki verið rétt og órökstudd. Því hafi verið ákveðið að höfða mál til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku en síðan hafi komið í ljós að varanlegar afleiðingar yrðu af handtökunni, en örorkan er metin 17% og miskinn sömuleiðis. Þetta hafi breytt málinu í skaðabótamál vegna líkamstjóns, en nú hafi ríkið þrjá mánuði til þess að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til hæsta- réttar. Skýrar reglur Sigríður Björk segir að sem betur fer sé um sérstakt mál að ræða, en engu að síður verði farið yfir alla ferla til að sjá hvort eitt- hvað megi betur fara. Verklagsreglur um það hvernig lögreglan eigi að bera sig að séu mjög skýrar, ljóst sé hvaða valdbeitingar- heimildir menn hafi og þær séu æfðar, en málið árétti að lögreglan þurfi að beita ein- staklingsbundnu mati hverju sinni. Tilefni til að sýna aukna varkárni  Lögreglan beitti flogaveikan mann óþarflega miklu harðræði við handtöku eftir flogaveikikast  Ríkissaksóknari taldi ekki ástæðu til að gera athugasemd við vinnubrögð lögreglumannanna Morgunblaðið/Júlíus Handtaka Lögreglan þarf að vera viðbúin mörgu og bregðast fljótt við þegar á þarf að halda. Paul Pisasale, borgarstjóri Ipswich-borgar í útjaðri Brisbane, var ekki í vafa um hvað gera ætti við þá sem létu greipar sópa í húsum fólks sem hefði neyðst til að yfirgefa heimili sín. Pisasale varaði þannig þjófa við því að þeirra biði það hlutskipti að verða notaðir sem mælistikur í flóðvatninu. Lögreglan í Brisbane og Ipswich hefur þegar tekið á annan tug manna höndum vegna gruns um þjófnað en birst hafa lýsingar á því hvernig óprúttnir aðilar nota báta til að komast í sem mest þýfi á flóðasvæðinu. Eins og rakið er hér til hliðar er tjónið af flóðunum í Queensland metið á þriðja þúsund milljarða króna. Ber í því samhengi að hafa í huga að Brisbane er stór borg. Hún nálgast óðum Houston, stærstu borg Texas, hvað íbúafjölda snertir en íbúar þessarar fjórðu stærstu borgar Bandaríkjanna eru nú um 2,3 milljónir, eða um 200.000 fleiri en Brisbane-búar. Til samanburðar er áætlað að þúsund manns flytjist til Brisbane og nágrennis í viku hverri. Til marks um eyðilegginguna í Brisbane eru allar bryggjur borgarferjunnar, City Cat, ónýtar og ekki reiknað með að áætlun hennar komist í samt horf fyrr en á næsta ári. Þá urðu þúsundir heimila í 35 hverfum borgarinnar fyrir tjóni. TEKIÐ HART Á ÞJÓFUM Brisbane Notist sem mælistangir Jón, Maureen og Annika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.