Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 ✝ Ottó EinarJónsson var fæddur í Reykjavík 31. desember 1936. Hann lést á Sjúk- arhúsi Akraness 30. desember 2010. Foreldrar hans voru Sigfríður Georgsdóttir og Jón P. Einarsson, látinn 29. okóber 1994. Ottó var elst- ur 10 systkina sem eru: Örn Snævar, Baldur, Sigfríður (Dedda), Jón, Pétur Ingiberg, Laufey, Emilía Guðrún, Ólafur og Ragnar. Dedda og Jón eru lát- in. Ottó var kvæntur Guðleifu Báru Andrésdóttur, f. 19. júní 1941. Hún er dóttir Kristínar Ottó er alinn upp í Reykjavík á Skothúsveginum. Eftir grunn- skólagöngu í Miðbæjarskólanum fór Ottó í Verslunarskólann. Hann lauk ekki námi þar en sneri sér að námi í múraraiðn í Iðn- skólanum í Reykjavík. Hann starfaði sem múrarameistari all- an sinn starfsaldur í Reykjavík, Keflavík, Ólafsvík og í Borg- arnesi. Ottó og Guðleif hófu sinn bú- skap í Ytri-Njarðvík 1960, en fluttu í Borgarnes 1965 og bjuggu þar æ síðan. Ottó var áhugamaður um ferðalög og ferðaðist víða um heim. Hann var maður tækninýjunga bæði í leik og starfi og stundaði hann svif- flug sem ungur maður. Hann var vel lesinn og fróður og fylgdist vel með öllu í samfélaginu. Ottó var félagi í Frímúrarareglunni og í Rótarýklúbbi Borgarness. Ottó verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag, 15. jan- úar 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Sigurðardóttur og Andrésar Konráðs- sonar sem bæði eru látin. Þau eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Andrés Ari, f. 4. febrúar 1960. Hann er kvæntur Ólöfu Guðrúnu Viðars- dóttur og eiga þau þrjá syni, Viðar, Einar Frey og Ara Má. 2) Ragnhildur Edda, f. 14. ágúst 1961. Hún er gift Haraldi Hreggviðssyni. Þau eiga þrjár dætur, Kristínu Báru, Erlu Dögg og Evu Rós. 3) Jón Guð- mundur, f. 8. október 1971. Hann er kvæntur Sigríði Önnu Harðar- dóttur og eiga þau tvö börn, Ottó Andrés og Guðrúnu Ingu. Við lifum á minningum og því ber okkur að skapa góðar og fallegar minningar með samferðafólki okkar – þessi orð nefndi eldri kona við okkur pabba á ferðalagi okkar á sl. ári og eru það orð að sönnu. Nú kveð ég föður minn. Við náð- um vel saman, sér í lagi síðustu árin, en þá hringdi hann í mig nánast daglega hvar sem við vorum staddir í heiminum. Mikið er skrítið að fá ekki símtal þessa dagana en vonandi verðum við dugleg að hringja hvert í annað, við sem eftir lifum, því bönd fjölskyldunnar styrkjast mikið við að fólk ræði saman og deili bæði gleði og áhyggjum. Frá árinu 2006 hefur hitt þannig á að við pabbi náðum að ferðast mikið saman og byrjaði það með glæsi- legri ferð til vinafólks okkar í Kína. Mikið var gaman að sjá pabba „borða“ allt grænmetið og núðlurn- ar sem í boði voru – en ekki hefur verið mikið af þannig mat á Gunn- laugsgötu 12 – og hvað hann var hissa að ekki væri almennileg mjólk til eða mjólkurvörur í Kína. Við átt- um frábæran tíma saman í Kína. Í kjölfarið komu tvær ferðir til Kanarí með okkur Siggu og Ottó Andrési. Pabbi var mikill Flórída- maður og voru ófáar ferðirnar farn- ar þangað á mínum yngri árum, þannig að gaman þótti okkur að sjá hvað hann fann sig vel á Kanarí og náði hann að fara tvisvar sinnum á síðastliðnu ári, bæði með mömmu og vini sínum. Árin 2009 og 2010 voru okkur pabba sér í lagi skemmtileg en þá náðum við að fara fimm hringi í kringum Ísland saman. Ég held að við höfum náð að fara nær alla vegi sem til eru á Vestur-, Norður-, Aust- ur- og Suðurlandi því alltaf breytt- um við til um leiðir. En upp úr stendur þó ferð sem við fórum hinn 18. desember 2009. Veðrið var okk- ur sérlega hagstætt og náðum við stund saman sem ég veit að mun aldrei líða mér úr minni. Við stopp- uðum uppi á Möðrudalsöræfum í 12° frosti og heiðskíru á miðnætti og öll sú dýrð sem við okkur blasti er ógleymanleg. Milljónir stjarna sem voru svo nálægt okkur var ótrúleg sýn, en nú veit ég að þú ert á einni af þeim núna og fylgist með okkur og leiðbeinir eins og þín síðustu orð voru um að þú myndir gera. Mér finnst yndislegt að hafa feng- ið að labba þessi lífsins skref með þér pabbi minn og hafa fengið að læra það hugarfar af þér að vera heiðarlegur, jákvæður og hlusta á hjartað í sjálfum sér. Ég sakna þín og mun alltaf elska þig. Takk fyrir allt. Þinn sonur, Jón Guðmundur. Nú hefur elsku tengdafaðir minn kvatt okkur. Ég kveð hann með miklum söknuði í hjarta mínu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku Ottó. Fyrir næstum 19 árum kom ég inn í fjölskylduna þegar ég kynntist syni þínum, Jóni Guðmundi, og fann ég strax fyrir mikilli hlýju frá þér og Gullu tengdamömmu, þið tókuð svo vel á móti mér. Það var alltaf gott að koma í Borgarnes á Gunnlaugsgötuna og ferðirnar þangað hefðu mátt vera miklu fleiri. Jólin 2009 voru yndisleg því þá fengum við að hafa ykkur í dágóðan tíma. Þið Gulla komuð snemma fyrir jól og voruð fram yfir áramót. Ég man að þið komuð svo aftur fljótlega til okkar í janúar og þá sagði ég við þig: „Velkominn heim“ og ég held að þér hafi þótt vænt um það. Því mið- ur gátum við ekki haft þig hjá okkur núna á jólunum og það var erfitt. Það er ómetanlegt hvað þú hjálp- aðir okkur við byggingu á húsinu okkar. Þú lagðir sálu þína í þetta og þótt þú hafir verið veikbyggður og heilsan farin að bresta þá komstu nær daglega í langan tíma úr Borg- arnesi og gerðir þá hluti sem þurfti að gera. Þú komst æði oft til okkar í heim- sókn, bara smá „skrepp“ úr Borgar- nesi. Stundum var það bara hádeg- ismatur með Eddu dóttur þinni og Jóni Guðmundi syni þínum og svo strax aftur í Borgarnes. Þér fannst ekki mikið mál að keyra á milli landshluta. Þú varst einstaklega yndislegur og ljúfur maður með fallegt hjarta og það tók mig ekki langan tíma að sjá það. Við eigum góðar minningar um þig sem gleymast ekki. Ég veit að þú ert kominn á fallegan stað þar sem þér líður vel. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Sigríður Anna Harðardóttir. Nú þegar ég sest niður til að minnast þín Ottó minn, hrannast minningarnar upp, og söknuðurinn vex, en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að vera í skjóli stóra bróður gegnum ævina. Fyrstu minningarnar frá Skothúsveginum og af Melavellinum þegar þú varst með skúffu framan á þér að selja gotterí, þú gafst mér ávallt eitthvert nammi, sem þá var ekki til of mikið af, eða þegar við vinirnir, ég og Jó- hannes, stóðum fyrir utan Tjarnar- bíó, áttum ekki pening í bíó, þá birt- ist þú og hresstir upp á tilveruna og gafst okkur pening í bíó. Alltaf til staðar. Það er mér ógleymanlegt þegar ég fékk að fara með þér að Smyrla- björgum 1953 til Kalla frænda og Dóru, við vorum þar í 2 vikur, tvær af yndislegustu vikum ævi minnar, allt í þínu skjóli. Þegar ég var í MR útvegaðir þú mér vinnu hjá Jóni Bergsteinssyni múrarameistara. Þar með gat ég fjármagnað skóla- árin að mestu sjálfur.Við unnum lengi saman hjá Jóni í Landsbank- anum og víðar. Ég minnist eins atviks með brosi, þegar þú varst að marmaraleggja 20m langan vegg og 4m háan í Landsbankanum (gamla Ingólfs- hvoli.) Þú varst að sortera plöturnar þannig að æðarnar í marmaranum stæðust á, ekki auðvelt að sjá fyrr en eftirá. Jón alltaf tuðandi í þér að drífa þetta af, það lægi á og þetta skipti engu máli. Þú hélst þó þínu striki og kláraðir verkið með því þó að snúa síðustu marmaraplötunni öfugt bara svona að gamni þínu til þess að sjá viðbrögðin hjá Jóni. Arkítektinn Guðmundur Kr. og Jón komu svo til að skoða vegginn. Guð- mundi fannst veggurinn glæsilegur en segir, snýr ekki þessi plata öfugt? Já, þú varst mikill húmoristi og hafðir hárfínan húmor, vandvirkur nákvæmur og úrræðagóður. Ég minnist þess líka þegar þú bauðst mér á rótarífund í Ólafsvík 8́7. Fundarefnið var aðallega það að stofna sjóð til þess að kaupa píanó fyrir tónlistarskólann. Menn voru óráðnir í því hvaða upphæð þeir ættu að gefa í sjóðinn til að byrja með, hvort það ætti að vera 100 kall, 300 eða 500 kall. Ottó var fljótur að sjá vandræðin á mönnum, stóð upp og sagði: Ég gef 5000 krónur. Menn setti hljóða, stóðu upp og klöppuðu. Það leið ekki langur tími þar til pí- anóið keypt. Sjóðurinn var nefndur Ottó-sjóður, þarna var útsjónarsem- in og hjálpsemin að verki, eins og alltaf. Árin 1958 og 59 var Ottó að vinna við íþróttahúsið á Bifröst, þar kynntist hann Guðleifu Báru Andr- ésdóttur (Gullu) frá Jafnaskarði. Þeirra leiðir hafa legið saman síðan, þau giftu sig 20. maí 1961. Börn þeirra eru Andrés Ari, Ragnhildur Edda og Jón Guðmundur. Ottó minn, ég kveð þig með tárum í augum og þakka þér fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið. Líf mitt hef- ur verið samtvinnað þínu frá upp- hafi, minningin um þig mun ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Hvíl í Guðs friði. Gullu, Andrési, Eddu, Jóni Guð- mundi og fjölskyldum þeirra votta ég mína innilegustu samúð og bið Guð almáttugan að styrkja þau á þessari sorgarstund. Þinn litli bróðir, Pétur Ingiberg Jónsson. Ottó var góður bróðir, jákvæður, geðgóður og vandræðalaus í allri umgengni. Hann bar virðingu fyrir skoðunum og gildum annarra. Ottó og Gulla voru okkur Kristínu afar hjálpsöm og góð þegar við vor- um að hefja okkar búskap, ung og ekki búin að stofna heimili, en við vöndum þá gjarnan komur okkar upp í Borgarnes þar sem línurnar voru lagðar fyrir framtíðina. Ekki skemmdi það stemninguna að ég fékk að vinna sveinsstykkið mitt í nýja húsinu þeirra. Þar fékk ég góða leiðsögn frá meistara sem kunni gott handverk. Ottó var góður múrari. Hann vann verkin þannig að það var alltaf allt rétt. Meistari af gamla skólanum þar sem verk eins og Norræna húsið og marmaralagn- ir í Landsbanka koma við sögu. Ottó var vinnusamur, féll sjaldan verk úr hendi. Ég heyrði það stundum hjá mömmu hvað Ottó var duglegur að vinna sem barn og unglingur, fyrst að sendast og bera út blöð og seinna með því að selja sælgæti á Melavell- inum og var öll sumarhýran lögð til heimilisins. Í fjölskyldu okkar Kristínar hefur það alltaf verið þannig að þegar Ottó hefur komið til tals þá var Gulla allt- af nefnd líka, þau voru samhent hjón og það var gott að koma til þeirra hvort sem það var í Borgarnesi eða í sumarbústaðinn í Öndverðarnesi. Á þessari stundu þegar maður horfir yfir lífshlaup góðs drengs get- ur maður ekki annað en fundið gleði og stolt í brjósti sér vegna þess að minningin um Ottó verður alltaf björt og fögur. Ég veit að Ottó mun lifa í minn- ingunni og eiga sér sérstakan stað í hjarta mínu meðan á ferðalagi mínu á þessari jörð stendur. Guð geymi þig elsku bróðir. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki – (Tómas Guðmundsson) Elsku Gulla, Andrés, Edda og Jón Guðmundur. Við Kristín sendum ykkur og fjölskyldum ykkar innileg- ar samúðarkveðjur. Ólafur og Kristín. Nú er hann Ottó minn farinn, mundi mamma hafa sagt. Ég hef verið 8-9 ára þegar Ottó kom í fjöl- skylduna. Stælgæi á jakkafötum og mokkasínum, meðan allir aðrir voru í nankinsbuxum og á gúmmískóm. Fyrir litlar systur kærustunnar, kom hann með amerískt súkkulaði, svo gott að það vekur enn sömu sælukendina þegar ég sé það í dag. Gulla og Ottó settust að í Ytri- Njarðvík og þangað fékk ég að koma í heimsókn. Þar keyrði Ottó leigubíl, rauðan fínan kagga með stéli, Ö-21. Seinna fór hann í múr- verkið sem varð hans ævistarf. Hann var sérstaklega laginn flísa- lagningarmaður og má sjá þess víða stað. Gulla og Ottó fluttu í Borgarnes um miðja síðustu öld. Fyrst í gamla Friðborgarhúsið, en byggðu síðan nýtt hús á sömu lóð. Samskipti þeirra við mömmu og pabba jukust ár frá ári, eftir því sem þau eltust. Eftir að pabbi dó og mamma flutti í blokkina voru samskiptin dagleg. Ef mamma þurfti til læknis eða átti annað erindi til Reykjavíkur þá spurði ég: „Hvernig ferðu?“ „Hann Ottó minn fer með mig.“ Já, hann Ottó fór með hana hvert sem hún vildi. Þetta var ómetanlegt fyrir hennar sjálfstæði fram á síðasta dag. Henni þótti mjög vænt um Ottó og ég hygg að það hafi verið gagn- kvæmt. Eftir að ég fór að koma heim um jólin kynntumst við Ottó sem full- orðið fólk. Þessi þögli og duli maður reyndist búa yfir mikilli þekkingu og var vel lesinn um hin ýmsu mál. Mesta ánægju höfðum við af að ræða og bera saman, að því leyti sem við gátum, reglurnar sem við vorum í, hann frímúrari og ég Odd- fellow. Sérstaklega þó eftir að við skoðuðum saman höfuðstöðvar frí- múrara í London. Elsku Gulla, Andrés, Edda og J.G. Megi það vera ykkur styrkur að muna að Ottó var góðmenni. Anna María. Ekki er hægt að segja að lát míns elskulega mágs hafi komið óvænt. Hann var búinn að vera mikið veik- ur síðan fyrir jól. Samt er það svo að vonin er alltaf til staðar fram á síð- asta dag. Ottó mágur var hluti af mínu lífi frá því að ég var barn. Mig rámar í þegar Gulla systir og hann voru að draga sig saman. Pabbi og mamma bjuggu þá í Jafnaskarði og Gulla og hann voru að vinna í Bifröst. Ein- hvern tímann fékk ég að verða þeim samferða niður eftir og það sem mér fannst merkilegt var að þau voru alltaf að kyssast og faðmast á leið- inni. Vakti það að sjálfsögðu mikla kátínu þegar ég sagði frá þessu heima. Þessi atburður var samt á margan hátt lýsandi fyrir það sem koma skyldi. Það ríkti ætíð kærleikur og virðing á milli þeirra Gullu og Ottós. Ég held að það hafi ekki liðið sá dag- ur að þau töluðust ekki við þó ekki væri nema í síma, en Ottó var oft heilu árin að vinna annars staðar en í Borgarnesi. Núna þegar hann veiktist þá hjúkraði Gulla honum fram á síðustu stundu. Áður en hann fór á sjúkrahúsið í síðasta sinn kom ég sem oftar við hjá þeim og spurði hvernig honum liði. Svarið var. „Hvernig er hægt að hafa það betra? Hún ber mig á höndum sér.“ Ottó var hæglátur maður, traust- ur og hlýr. Hann var vel lesinn og íhugull og kom maður aldrei að tóm- un kofunum hjá honum. Hann fylgd- ist vel með öllu alveg fram á síðasta dag. Síðasta sinn sem ég hitti hann, á þriðja í jólum, var hann að horfa á fréttirnar og gaf sér varla tíma til að spjalla. Hlýja brosið var þó til staðar þegar ég kvaddi hann. Ég mun sakna þess og allra samtalanna okk- ar. Að lokum langar mig að þakka Ottó sérstaklega fyrir alla þá ást og umhyggju sem hann sýndi mömmu minni. Gagnkvæm virðing og vænt- umþykjan þeirra á milli var aðdáun- arverð. Hann vildi allt fyrir hana gera og hún fyrir hann og stundum var það svo að manni fannst maður vera settur hjá í því sambandi. Öll hans aðstoð hans við hana verður seint fullþökkuð af minni hálfu. Elsku Gulla, Andrés Ari, Edda, Jón Guðmundur og þið öll sem stóð- uð honum næst. Innilegar samúðar- kveðjur og ég veit að allar góðu minningarnar um ljúfan dreng munu hjálpa okkur öllum i sorginni. Arnheiður Andrésdóttir. Fallinn er í valinn Ottó Jónsson múrarameistari úr Borgarnesi. Ottó Einar Jónsson HINSTA KVEÐJA Með klökkum huga þig ég kveð, ég þakka allt sem liðið er, Guð okkur verndi og blessi. Það er sárt að kveðjast við dauð- ans dyr. En svona er lífið og dauðinn ei spyr, hvort finnist oss rétti tíminn til, dauðinn hann engum sleppir. (Ingimar Guðmundsson.) Ég vil gera orð skáldsins að mínum um leið og ég þakka kærum mági mínum yfir 50 ára samfylgd. Ástvinum öllum bið ég guðs blessunar. Þín mágkona, Guðrún. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR, andaðist miðvikudaginn 12. janúar. Útför hennar verður auglýst síðar. Arthur Stefánsson, Áslaug Arthursdóttir, Oddgeir Þór Árnason, Nanna Arthursdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Þorsteinn Arthursson, Guðrún Petra Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.