Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Innihald skeytisins fannst mér vera með þeim hætti að það ætti erindi til yfirmanna í lögreglunni. Frábið ég mér svo frekari bréfaskipti við þig.“ Á þessum orðum endar tölvupóstur Þráins Bertelssonar alþingismanns til Ágústs Sigurjónssonar rannsókn- arlögreglumanns. Hinn síðarnefndi hafði sent níu alþingismönnum tölvupóst vegna aðkomu þeirra að þingsályktunartillögu um það að fall- ið yrði frá kæru á hendur nímenn- ingunum svokölluðu. Þráinn var einn þeirra sem svöruðu Ágústi, en sendi afrit af samskiptunum til Stefáns Ei- ríkssonar, lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu. Ágúst furðaði sig á þessu og innti Þráin eftir skýringum, sem svaraði því til að þar sem bréfið væri stílað á „þingmann“ og „handhafa löggjafar- valds“ liti hann svo á að ekki væri um persónulegt einkabréf að ræða. Ágúst skrifar grein um málið í Lög- reglublaðið, en hann hefur sent formlega kvörtun til Persónuvernd- ar vegna framferðis Þráins. Ekki náðist í Þráin við vinnslu fréttarinnar í gær. Óhress með afskipti þingsins Í upprunalegu bréfi sínu til þing- mannanna, sem sent var í nóvember á síðasta ári, biðlar Ágúst til þeirra um að virða þrískiptingu ríkisvalds- ins. Þeir séu, sem fulltrúar löggjaf- arvaldsins, með öðrum orðum að hafa óeðlileg afskipti af störfum dómsvaldsins. Þessu hafnar Þráinn í svari sínu. Sem alþingismaður beri hann hins vegar ábyrgð á kærunni sem Alþingi hafi gefið út. Henni sé hann ekki sammála. „Um þá skoðun á ég við skynsemi mína, réttlætis- kennd og samvisku,“ bætir hann við. Spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að kvarta til Persónu- verndar segist Ágúst einfaldlega vilja fá úr því skorið hvort Þráinn hafi gert rétt með því að senda yf- irmanni Ágústs afrit af samskiptum þeirra. Ágúst hafi skrifað þingmönn- unum heima hjá sér í sínum frítíma, og ekki í krafti starfsheitis, þótt vís- að sé til þess í bréfinu sjálfu. „Mér þykir ljótt að ekki skuli vera hægt að hafa samband við alþingismann […] án þess að kvartað sé í yfirboðara og þannig reynt að þagga niður í við- komandi,“ skrifar hann í grein sinni. Kvörtunin var send fyrir rúmri viku og engin viðbrögð borist enn. Stuðningur samstarfsmanna „Þeir eru fokreiðir og brjálaðir. Það var þess vegna sem ég ákvað að skrifa um þetta í blaðið,“ segir Ágúst, spurður um viðhorf sam- starfsmanna sinna til málsins. Hann segist jafnframt hafa rætt við Stefán Eiríksson, sem fékk afrit af tölvuspóstssamskipt- unum. „Hann sá enga ástæðu til að gera neitt gagnvart mér í þessu máli.“ Eru ekki skoðana- lausir varðhundar  Segir Þráin Bertelsson hafa reynt að þagga niður í sér Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Varðstaða Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á í kringum hús Alþingis í mótmælum sem geisað hafa með hléum frá síðari hluta 2008. Alþingi kærði níu manns fyrir árás á þingið þann 8. desember það ár. Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is „Fólk sem er svo óheppið – ef við get- um orðað það þannig – að hafa eignast barn á vitlausum tíma og þarf á gæslu að halda núna getur líklega gleymt því að komast út á vinnumarkaðinn, ef ekkert verður að gert,“ segir Kolbrún Gunnarsdóttir sem situr í stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra, um dagvistarmál Reykjavíkurborgar. Útlit er fyrir að rúmlega 400 börn verði án leikskólapláss í borginni í haust en að auki vantar pláss fyrir 400 börn hjá dagforeldrum. Til að standa undir þessum umframfjölda er þörf á 80 dagforeldrum til viðbótar við þá sem eru nú starfandi en hvert dagfor- eldri hefur leyfi til að vera með í mesta lagi fimm börn á skrá. Starfshópur tekinn til starfa „Það er algjörlega óljóst hvernig á að leysa þetta mál,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í menntaráði. „Kreppa eða ekki kreppa, það hefur alltaf verið erfitt að fá dagforeldra til starfa og eftir mína reynslu hef ég enga trú á að þeim fjölgi um 80 á augabragði.“ Að- spurð segir hún að ekki hafi verið rætt um að leyfa aukinn barnafjölda hjá dagforeldrum. Ástandið er einna verst miðsvæðis í Reykjavík. „Það er eiginlega ekki hægt að fá pláss hjá dagforeldri í Vesturbænum og að hluta til skýrist það af því að það er svo hátt fast- eignaverðið og þar af leiðandi er erfitt að réttlæta það að nýta húsnæði sitt fyrir dagforeldraþjónustu, sem gefur kannski ekkert mjög mikið í aðra hönd. Það hefur ekkert verið rætt um að greiða meira með börnum til dag- foreldra til að fá fleiri til starfa og það er kannski eitthvað sem þarf að fara að ræða.“ Aðspurð um leikskólamálin segir Helga að reynt verði að koma fleiri börnum inn á leikskóla með því að finna húsnæði. „Það liggja fyrir hug- myndir um að nýta grunnskólahús- næði betur, sem er jákvætt, en mjög margt þarf að gerast til þess að stand- ast kröfur fyrir leikskólabörn.“ Hún bætir við að ýmsar fjárfestingar þurfi að eiga sér stað til að koma öllum þessum börnum fyrir. Þorbjörg segir starfshóp nú vera að skoða ýmsar útfærslur og mögu- leika á endurskipulagningu í rekstri leikskóla, grunnskóla og frístunda- heimila og geta tillögur m.a. snúið að sameiningu þeirra. Jafnframt verða skólahverfismörk til skoðunar. Hóp- urinn mun skila tillögum í febrúar. Fjölga þarf dagforeldrum í Reykjavík  Úrræðaleysi í dagvistarmálum Leikur Erfitt er fá pláss á leikskóla eða hjá dagforeldri í borginni. Grein Ágústs í Lögreglublaðinu ber yfirskriftina „Eru lög- reglumenn skoðanalausir hundar yfirvaldsins?“ Í nið- urlagi greinarinnar segir hann það skýrt að „einhverjir [séu] þeirrar skoðunar að lög- reglumenn eigi ekki að hafa sjálfstæða hugsun“, og vísar þar til samskipta sinna við Þrá- in Bertelsson alþingismann. „Mín afstaða er aftur á móti skýr,“ heldur Ágúst áfram, „lög- reglumenn mega hafa skoðanir og eiga rétt á að viðra þær rétt eins og hver annar borgari í samfélaginu“. Hann segir aðra þingmenn sem svöruðu erindi hans ekki hafa séð ástæðu til að áfram- senda það til yfirmanns, enda hafi hann ekki átt erindi við neinn annan en viðtakendur. Með áframsendingunni hafi Þráinn vegið gróflega að persónu- og skoð- ana- frelsi sínu. Mega hafa skoðanir TJÁNINGARFRELSI Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og viljayfirlýsing stjórnvalda í tengslum við fjórðu endurskoðunina var birt í gær. Áætlunin er sögð vera á áætlun þó svo að hagvaxtarhorfur séu verri en fyrri spár gerðu ráð fyr- ir. Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir því að lengt verði í lánalínunum frá Norðurlöndum sem voru veittar í tengslum við efnahagsáætlun Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Orðið hefur verið við þessari ósk, munu því stjórnvöld geta dregið á lánin fram til loka þessa árs. Ennfremur ætlar Seðlabanki Íslands að auka vikuleg kaup sín á gjaldeyri á markaði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við fjórðu endurskoðun AGS á efnahagsáætluninni. Í viljayfirlýsingunni ítreka stjórn- völd það sem hefur komið fram í fyrri yfirlýsingum að þau muni endurfjár- magna stóru viðskiptabankanna þrjá ef að eiginfjárhlutföll þeirra fer und- ir lögbundin mörk Fjármálaeftirlits- ins. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að endurskipulagning sparisjóða- kerfisins sé vel á veg komin og að henni verði lokið í febrúarlok. Bankasýsla ríkisins mun í framhald- inu framfylgja tveggja ára áætlun sem er ætlað að tryggja stöðu sjóð- anna til frambúðar og meðal aðgerða sem koma til greina í þeim efnum er sameining einstaka sparisjóða. Meiri slaki en búist var við Í skýrslu AGS í tengslum við fjórðu endurskoðunina kemur fram að hagvaxtahorfurnar fyrir þetta ár séu verri en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. AGS spáir að hagvöxtur í ár verði 2% en áður hafði sjóðurinn reiknað með 3% hagvexti. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á næsta ári verði 3% og 2,5% árið 2013. Í ljósi hægari hagvaxtar en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir hafi verið ákveðið að draga úr kröfum um fjár- lagahalla til að styðja við innlenda eftirspurn. Fram kemur í skýrslunni að efna- hagsáætlun Íslands og sjóðsins gangi samkvæmt áætlun og búist sé við að öll skilyrði verði uppfyllt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að efnahagur Íslands sé smátt og smátt að ná sér eftir mikinn sam- drátt. Hagvöxtur verði á ný á þessu ári en helsta verkefnið sé nú að ná niður atvinnuleysi sem sé mikið. AGS dregur úr hagvaxtarspá sinni  Búist við 2% hagvexti í stað 3% Segir efnahagsáætlun sjóðsins og stjórnvalda vera á réttri leið Reuters Stjóri Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS. Hjónin Sif Sigmundsdóttir og Ró- bert Lárusson, sem reka daggæsl- una Freyjukot við Freyjugötu í Reykjavík, segja ástandið skelfi- legt í miðbænum. Hvergi er dag- gæslupláss að fá og sjálf sjá þau ekki fram á að geta tekið nýtt barn inn fyrr en eftir ár. „Foreldrar hafa bara engin ráð hér í bænum. Það sama á við um leikskólaplássin. Við erum með nokkur börn á leik- skólaaldri sem fengu bara pláss lengst í burtu og þáðu ekki og þess vegna fara þau ekki frá okkur. Þetta er keðjuverkandi,“ segir Sif og bætir við að ástandið sé þannig að konur þurfi nánast að koma beint úr þriggja mánaða sónar til að sækja um pláss. Foreldrar hafa engin ráð ÁSTANDIÐ SKELFILEGT Í VESTURBÆNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.