Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRinnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nú er áætlað að smíði á nýju skipi fyrir Ísfélagið í Vestmannaeyjum ljúki í byrjun næsta árs í Asmar, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Varla kom rispa á skipið í jarð- skjálftanum stóra sem reið yfir Chile fyrir tæpu ári og flóðbylgjunni sem á eftir fylgdi. Hins vegar urðu miklar skemmdir á skipasmíðastöð- inni og var hún vart starfhæf fyrst eftir hamfarirnar. Stefán Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Ísfélagsins, segir að samkvæmt eldri samningi hafi verið gert ráð fyrir að skipið kæmi til landsins í lok nýliðins árs. Vegna hamfaranna hafi tafir orðið á smíð- inni og nú reiknar hann ekki með að skipið verði afhent fyrr en eftir heilt ár. Skipið sjálft hafi ekkert skemmst, en eitthvert tjón hafi orðið á búnaði sem átti að fara í skipið. Hamfarirnar hafi verið gífurlegar og hafi haft mikil áhrif á allt samfélagið í Chile. Ísfélagið hafði samið um smíði tveggja skipa í Chile, en Asmar skipasmíðastöðin treystir sér ekki til að afhenda seinna skipið. Stefán sagði að ekkert væri við því að gera og sagðist ekki reikna með að af smíði þess yrði. Kemur ekki ef ekki verður grundvöllur fyrir rekstri Nýja skipið hefur vinnuheitið Snorri og er 71 metri að lengd og 14,4 metrar að breidd. Skipið er tankaskip þar sem besta mögulega aðstaða verður til að kæla afla í tönkum. Að sögn Stefáns er þó óvíst hvort skipið bætist í uppsjávarflota Ís- lendinga á næsta ári eða fer eitt- hvert annað. „Staða sjávarútvegsins hér á landi og það rekstrarumhverfi sem okkur verður skipað að búa við er í upnámi og við vitum ekki hvað tekur við,“ sagði Stefán. „Skipið kemur ekki hingað ef ekki verður grundvöllur fyrir rekstri þess. Við bíðum eftir að heyra hvaða útspil kemur frá ráðamönnum.“ Nýtt skip Ísfélagsins væntan- legt frá Chile eftir eitt ár  Óvissa í sjávarútvegi og óljóst rekstrarumhverfi gæti sett strik í reikninginn Ljósmynd/Ísfélagið Í smíðum Ekki urðu skemmdir á skipinu í skjálftanum og flóðbylgjunni og stóð það óskemmt í slippnum í Talcahuano skammt frá Concepcion í Chile. Hins veg- ar varð mikið tjón á stöðinni og tefst afhending skipsins fram á næsta ár. Eftirlitsmaður frá Ísfélaginu fylgist með smíðinni og er myndin tekin fyrir mánuði. Umhverfis- og náttúruvernd- arsamtök á Íslandi fagna ábyrgri af- stöðu Landsvirkjunar, sem hefur lýst því yfir að ekki verði ráðist í rannsóknarboranir í Gjástykki áður en fyrir liggi niðurstaða stjórnvalda um friðlýsingu Gjástykkis. Samtökin segja í yfirlýsingu eng- um vafa undirorpið að Gjástykki sé eintakt svæði á heimsvísu og rík- isstjórn Íslands sé einhuga um að friðlýsa svæðið algerlega. Þá segja samtökin að leyfi Orku- stofnunar til rannsóknarborana í Gjástykki virði að vettugi umsagnir umhverfisráðuneytisins og fagstofn- ana þess. Fagna afstöðu Landsvirkjunar til Gjástykkis Í fyrra voru skráðar 864 komur í Kvennaathvarfið sem er mun fleiri komur en nokkru sinni áður í 28 ára sögu athvarfsins. Alls leituðu 375 konur í athvarfið á árinu, 118 í dvöl en 257 í viðtöl. Með dvalarkonum komu 54 börn. Meðalaldur kvenna sem komu í athvarfið á síðasta ári er 37 ár en þær voru á aldrinum 17 til 70 ára. Börnin voru frá nokkurra vikna gömlum upp í 17 ára. Konur dvöldu allt frá einum degi upp í 86 daga en meðaldvöl var tvær vikur. Konur með börn dvöldu að jafnaði lengur en barnlausar konur, eða í 18 daga að meðaltali. Að aflokinni dvöl fóru 30% kvennanna heim aftur í óbreytt- ar aðstæður, 12% fóru heim í breytt- ar aðstæður og álíka margar í nýtt húsnæði. Konurnar voru að flýja ofbeldi í nánum samböndum. Í um helmingi tilfella er ofbeldismaðurinn eig- inmaður eða sambýlismaður en þriðjungur fyrrverandi makar. Of- beldismennirnir voru á aldrinum 16 til 70 ára, að meðaltali 40 ára. 13% kvennanna höfðu kært of- beldið til lögreglu. Aldrei fleiri leitað til athvarfsins 54 börn í skjól Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Töluverð röskun hefur orðið á áætl- unarferðum Herjólfs milli lands og Eyja frá opnun Landeyjahafnar í júlí síðastliðnum. Vegna sand- og aur- burðar var Landeyjahöfn lokuð í þó- nokkurn tíma í vetur en eins og sjá má á meðfylgjandi töflu var Herjólfi stýrt til sinnar gömlu hafnar í Þor- lákshöfn í allmörgum ferðum. Að sögn Guðmundar Petersen, rekstrarstjóra Herjólfs hjá Eimskip, voru 11 ferðir felldar niður í byrjun september vegna veðurs en þá hafði Vegagerðin ekki tekið þá ákvörðun að nýta Þorlákshöfn í slíkum tilfellum. „Í upphafi átti það ekki að þurfa. Það var svo tekin ákvörðun um að sigla til Þorlákshafnar 8. september og þang- að var siglt til 17. september vegna veðurs.“ Vegna dýpisvandamála í Landeyja- höfn var ákveðið að sigla til Þorláks- hafnar allan október og fyrstu fimm daga nóvembermánaðar. Þá var einn- ig siglt til Þorlákshafnar í 10 ferðum í lok nóvember vegna sömu vanda- mála. Á þessum tveimur mánuðum, október og nóvember, var alls 81 ferð farin til Þorlákshafnar vegna dýpk- unarvandamála. Guðmundur segir dýpið hafa verið í lagi síðan þá. Vegna óhagstæðra veður- og/eða sjávarskil- yrða var nokkrum ferðum í desember og janúar beint til Þorlákshafnar eða þær felldar niður. Aðspurður segist Guðmundur bjartsýnn á framhaldið. „Það þarf bara að gefa höfninni tíma til þess að þeir sem dýpka læri á hana. Við höf- um fulla trú á því að þetta verði fram- tíðarhöfn fyrir Vestmannaeyjar.“ 81 ferð til Þorlákshafnar vegna dýpisvandamála  Bjartsýni ríkir um framtíð Land- eyjahafnar Ferðir Herjólfs frá opnun Landeyjahafnar Mánuður Ferðir Ferðir farnar Ferðir farnar Samtals felldar niður í Landeyjarhöfn í Þorlákshöfn farnar ferðir Júlí* 1 60 0 60 Ágúst 0 147 0 147 September 14 56 24 80 Október 0 0 62 62 Nóvember 6 74 22 96 Desember 3 92 11 103 Janúar** 10 40 3 43 *frá og með 21. júlí ** Til og með 14. janúar Ljósmynd/Vignir Egill LÁGMÚLI Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali GARÐATORGI 7 210 GARÐABÆ Sími 545 0800 gardatorg@gardatorg.is www.gardatorg.is Til leigu eða sölu mjög glæsilegt og vel útbúið samtals 397,7 fm skrifstofuhúsnæði á frábærum stað við Lágmúla 7 í Reykjavík. Um er að ræða alla 5. hæðina auk 40 fm geymslu í kjallara, hæðin var hönnuð af Go Form arkitektum. Húsið er í toppstandi að utan sem innan. Næg bílastæði. Sölumaður: Arnar Sölvason GSM 896-3601
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.