Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
✝ Sverrir HermannMagnússon fædd-
ist 22. febrúar 1921
á Akureyri. Hann
lést í Stafholti, dval-
ar- og hjúkr-
unarheimili aldraðra
í Blaine, Washington
í Bandaríkjunum 6.
desember 2010. For-
eldrar Sverris voru
hjónin Guðrún
Bjarnadóttir, hús-
freyja, f. 5. maí
1888, d. 4. nóvember
1952, og Magnús
Pétursson, f. 26. febrúar 1890, d.
17. október 1976, kennari á Ak-
ureyri. Sverrir átti 6 systkin og
var hann elstur. Þau eru: Har-
aldur Bragi, f. 1. febrúar 1922,
Ingibjörg Ragnheiður, f. 23. júní
1923, Bjarni Viðar, f. 8. sept-
ember 1924, d. 17. júní 2000,
Ragnar Magni, f. 9. september
1925, d. 8. apríl 2008, Viðar, f. 15.
nóvember 1927, d. 6. júlí 1928, og
Gunnar Víðir, f. 22 júlí 1929.
Sverrir kvæntist Erlu Haralds-
dóttur 25. maí 1945, f. 12. sept-
ember 1924, d. 16. ágúst 2010.
Foreldrar hennar voru Ragnheið-
vistum. Maki II: Jerry Rouse.
Börn: Erik Thor Magnússon og
Óðinn (Odi) Hauksson. Barna-
barnabörn Erlu og Sverris eru 9
og barnabarnabarnabarn eitt.
Tveir synir Suzanne, Erik Thor
og Óðinn ólust að miklu leyti upp
hjá þeim Erlu og Sverri og nutu
þar mikils ástríkis ömmu sinnar
og afa. Erik er fasteignasali en
Óðinn stundar nám í læknisfræði.
Sverrir var fæddur og uppalinn
á Akureyri. Hann stundaði nám
við Menntaskólann á Akureyri um
hríð, en fór þá í Kennaraskóla Ís-
lands og lauk þaðan prófi 1943 og
ári síðar prófi frá Íþróttakenn-
araskóla Íslands. Árið 1952 fór
hann í framhaldsnám til Banda-
ríkjanna. Hann stundaði fyrst
nám í sálfræði og uppeldisfræði
við St.Olavs College, Northfield
Minnesota árin 1952-1954 og lauk
þaðan BA-prófi. Settist þá í Uni-
versity of Minnesota og lauk það-
an MA-prófi í sálfræði, þar sem
aðalnámsgreinar hans voru skóla-
stjórn og skipulag skóla. Sverrir
var ágætur námsmaður og var
hvattur til þess af kennurum sín-
um að ljúka doktorsnámi. Hann
vann að því um tíma en þegar
fjölskyldan stækkaði kallaði það á
meiri vinnu og því var það nám
lagt til hliðar.
Útför Sverris var gerð frá
Grace Lutheran Church í Blaine,
Washington, í Bandaríkjunum 18.
desember 2010.
ur Jónína Vigfús-
dóttir og Haraldur
Erlendsson. Erla og
Sverrir eignuðust 6
börn, sem öll eru á
lífi og búsett í
Bandaríkjunum. Þau
eru: 1) Jóhanna, f.
25. október 1945,
MA í sálfræði. Maki:
Victor John Gervol
jr. Börn þeirra:
Erika og Magnús, 2)
Magnús Gunnar, f.
21. nóvember 1947,
fasteignasali. Maki:
Mary f. Lyter. Börn: Steven,
Charles, Sylvia og Nathan. 3)
Arnar Roy, f. 3. ágúst 1955, að-
stoðarrektor við læknaháskólann í
Honolulu á Havaí. Maki: Jaquelin,
f. Gregorie. Börn: Jennifer og
Spencer. 4) Róbert, f. 27. október
1956, útgerðarmaður. Maki: Den-
ise, f. McDougall. Börn: Dwayne,
Michael og Katie. 5) Haraldur
Bruce, f. 2. febrúar 1959, útgerð-
armaður. Maki: Christine. Þau
slitu samvistum. Börn: Brenna og
Holly. 6) Suzanne, f. 19. febrúar
1963, fasteignasali. Maki I: Hauk-
ur Jóhannesson. Þau slitu sam-
Sverrir kynntist Erlu konu sinni
á Laugarvatni er hann stundaði
þar nám í Íþróttakennaraskólan-
um, en hún var þar við nám í Hús-
mæðra-skólanum. Fyrstu búskap-
arárin sín bjuggu þau á Akureyri,
frá 1944-1950. Næstu tvö ár störf-
uðu þau bæði við drengjaskólann á
Jaðri. Eftir það lá leiðin til Banda-
ríkjanna þar sem þau dvöldu við
nám og störf í tæplega 60 ár. Að
loknu námi var Sverrir ráðinn
skólastjóri í Spring Valley í eitt ár
en síðan fræðslustjóri í Faribault,
Minnesota og því starfi gegndi
hann í nokkur ár. Þá fluttu þau
hjón sig um set, fóru til Harr-
isburg í Pennsylvania, þar sem
Sverrir vann fyrir Iceland Seafood
í nokkur ár. Þaðan lá leiðin til lítils
bæjar, Blaine í Washingtonfylki.
Þar bjuggu nokkuð margir Íslend-
ingar um miðja 20. öldina. Sverrir
vann þar fyrst við útgerð, en síðar
við fasteignasölu, stofnaði sitt eig-
ið fyrirtæki og þar unnu sum
barna hans með honum.
Sverrir hafði alla tíð yndi af
smíðum og útskurði, lærði það í
föðurhúsum en gerði minna af því
síðustu ár ævinnar. Hins vegar
lagði hann þá stund á myndlist og
málaði þá mest landslagsmyndir,
fjöll og vötn frá heimalandinu, en
þar dvaldi hugurinn tíðum. Þau
Sverrir og Erla héldu alltaf tryggð
við Ísland, langaði í raun alltaf
„heim“ en voru fljótt bundin er-
lendis vegna barna. Nokkrum
sinnum komu þau í heimsókn og
höfðu þá mest yndi af að ferðast
um landið og undrast þá miklu
breytingu sem orðið hafði á öllu.
Sverrir, ásamt nokkrum öðrum,
tók saman litla bók um Íslendinga
er settust að í Point Roberts,
Blaine, Bellingham og Marietta á
vesturstönd Bandaríkjanna. Hún
heitir: Icelanders on The Pacific
Coast, og er unnin upp úr alman-
ökum frá árunum 1925-1943. Þessi
bók var gefin út í örfáum eintök-
um. Sverrir gaf mér eitt eintak af
henni, er ég heimsótti hann sem
oftar og hafi einhver, sem les
þessa litlu minningargrein áhuga á
að kynna sér hana, þá er sími
minn 551-3202.
Þegar Sverrir fór til náms til
Bandaríkjanna áttu þau hjón tvö
börn sem voru altalandi á íslenska
tungu. Eldra barnið, sjö ára
stúlka, varð eftir hjá foreldrum
hans í eitt ár, en fimm ára drengur
fór með þeim vestur. Þar eign-
uðust þau fjögur börn. Þeim var
ráðlagt að tala eingöngu ensku við
öll börn sín, þannig myndu þau
fyrr aðlagast nýju umhverfi og
standa sig betur í námi. Yngri
börnin hafa því aldrei lært ís-
lensku. Þetta viðhorf er sem betur
fer breytt í dag – en kannski varð
þessi krafa um eina tungu m.a. til
þess, að Bandaríkin urðu eitt land
með eitt ríkistungumál. Sverrir sá
alltaf eftir því að hafa farið eftir
þessum ráðum.
Ég heimsótti Sverri síðastliðinn
ágúst. Þá var hann kominn í Staf-
holt, dvalar- og hjúkrunarheimili
aldraðra í Blaine, þar sem Erla
hafði verið um tíma. Erla andaðist
á meðan ég var í Bandaríkjunum
og þá var Sverrir einn eftir. Fjór-
um mánuðum síðar lagði hann upp
í sína síðustu ferð og kvaddi
öruggur vissu um annað líf á nýj-
um stað.
Blessuð sé minning míns ágæta
bróður.
Ingibjörg Ragnheiður
Magnúsdóttir.
Til minningar um minn gamla
kennara úr barnaskóla Akureyrar
1944-1948.
Sverrir Magnússon kom til
starfa í Barnaskóla Akureyrar
1944 þá 23 ára og búinn að ljúka
námi í Íþróttakennaraskóla Ís-
lands. Hann tók við strákunum í
kjallaranum en það var bekkurinn
kallaður, þar sem okkur var kennt
í kjallara skólans og eingöngu
strákar í bekknum. Í þá daga var
allt pláss nýtt, hvort heldur var
kjallarinn eða risið. Ég man þegar
strákurinn kom og sagðist vera
kennarinn okkar, það var aðeins
13 ára aldursmunur á nemendum
og kennara. Sverrir var góður
kennari sem stóð vel undir kenn-
aranafninu. Hann gat bæði leikið
sér með okkur strákunum og tekið
á lærdómnum með festu. Þegar
dagsskipanin var búin var oft farið
á skíði og fór hann nokkrar ferðir
með okkur í skíðaskála sem skól-
inn átti. Einnig fór hann stundum
með okkur í útilegur upp í Skíða-
staði.
Sverrir var mjög flinkur í hönd-
um og teiknaði vel, þessara hæfi-
leika nutum við strákarnir í
bekknum og lærðum að teikna.
Hann var líka mjög flinkur að
smíða og hef ég séð mjög flotta
gripi eftir hann. Hann átti ekki
langt að sækja hæfileikana, faðir
hans Magnús Pétursson var
handavinnukennari við skólann.
Sverrir kenndi okkur fram að
fermingu. Við skólann kenndi hann
til 1950 er hann flutti suður til
Reykjavíkur þar sem hann kenndi
í tvö ár.
Árið 1952 flutti hann vestur um
haf og settist á skólabekk í ensku
og sálarfræði og lauk BA prófi í
sálarfræði og fór þá í University of
Minnesota og tók þaðan masters-
gráðu í sálarfræði og skólastjórn-
un. Sverrir fékk þá stöðu sem
skólastjóri við Spring Valley
Minnesota í eitt ár. Að því ári
loknu fékk hann stöðu námsstjóra
í Faribandt, Minnesota.
Eftir skólastörfin fór Sverrir að
vinna hjá Iceland Seafood sem var
fyrirtæki SÍS í Harrysburg í
Pennsylvaníu og var þar til 1969.
Eftir það vann hann sjálfstætt
með Ragnari bróður sínum við
fisksölu. Ragnar fluttist aftur til
Íslands og þá flutti Sverrir með
fjölskyldu sína til Blaine þar sem
hann var með fasteignasölu. Yngri
dóttir hans og sonur hennar voru
bæði farin að vinna með honum og
reka þau fasteignasöluna í dag.
Fermingarárgangurinn 1948 átti
60 ára afmæli í maí 2008. Af því
tilefni ákváðum við tveir gamlir
nemendur Sverris að leggja land
undir fót og heimsækja okkar
gamla kennara til Blaine. Með
undirrituðum í för var Hilmar Jó-
hannesson en hann lést 10 dögum
eftir að við komum heim. Sverrir
hafði gaman af að fá okkur og gist-
um við hjá honum í góðu yfirlæti,
yngsta dóttir Sverris og fjölskylda
hennar bjuggu hjá honum í húsinu
en eiginkona Sverris var komin á
elli- og hjúkrunarheimilið Stafholt.
Viku fyrir andlát Sverris talaði
ég við hann í síma og sagðist hann
þá vera orðinn mjög slappur.
Hann var þá búinn að vera rúmt
ár á Stafholti og líkaði vistin þar
vel. Erla kona Sverris lést 16.
ágúst síðastliðinn. Þannig að að-
skilnaður þeirra hjóna varð ekki
langur.
Með þessu greinarkorni kveð ég
minn gamla kennara og vin og
sendi aðstandendum hans innileg-
ar samúðarkveðjur.
Magnús G. Lórenzson.
Sverrir Hermann
Magnússon
Elsku mamma mín, ég kveð þig
núna og þykir sárt að horfa á eftir
þér inn í eilífðina. En það væri eig-
ingjarnt af mér að vilja hafa þig
áfram hjá okkur svona sárþjáða. Ég
þakka þér fyrir allar góðu samveru-
stundirnar, sem ég átti með þér,
elsku mamma mín. Þín verður sárt
saknað. Þú varst ljúf og hláturmild
kona. Þú hafðir mikla unun af tónlist
og kórsöng, enda varstu sjálf í
kirkjukór í mörg ár. Þegar þú hlust-
aðir á fallega tónlist þá lyftist á þér
brúnin, slík var innlifunin. Það var
oft slegið á létta strengi í návist
þinni, því þú hafðir gaman af góðu
Þórhildur
Sigurðardóttir
✝ Þórhildur Sig-urðardóttir hár-
greiðslumeistari
fæddist á Litla-
Melstað í Reykjavík
10. júlí 1927. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 23. desem-
ber 2010.
Útför Þórhildar
fór fram frá Safn-
aðarheimilinu í
Sandgerði, 29. des-
ember 2010.
gríni og hnyttnum til-
svörum.
Við vissum öll að þú
þjáðist í líkama þínum
en þú barst þig yfirleitt
vel og þrjóskaðist
áfram. Nú ertu létt á
fæti og laus undan
þjáningum. Við hugg-
um okkur öll við þá
hugsun. Þú gladdist yf-
ir litlu og hafðir gaman
af því að fara á rúntinn
á jeppanum þínum,
tókst þá gjarnan Sand-
gerðis- og Garðs -ring-
inn, um leið og þú spilaðir hátt tón-
listina þína í bílnum. Bílrúntur og að
vera á ferð og flugi var alltaf þitt
uppáhald. Þér fannst frekar leitt
þegar þú gast ekki lengur farið sjálf
út úr húsi, til þess að fara á rúntinn
og kíkja á mannlífið. Við þökkum þér
fyrir allt og minnumst þín með mik-
illi hlýju. Það var alltaf notalegt að
vera í návist þinni og leita ráðlegg-
inga hjá þér.
Við sjáum þig fyrir okkur núna í
fallegum himnakór, syngjandi og
frísk með Bobbý systur og öllum ást-
vinum okkar, sem farnir eru yfir
móðuna miklu. Elsku mamma mín,
falleg minning um þig lifir áfram í
hjörtum okkar allra.
Þinn,
Friðrik Þór og fjölskylda.
Í dag kveð ég þig, amma mín.
Margar kærar minningar koma upp
í hugann þegar ég hugsa um þig. Allt
sem þú hjálpaðir mér með og kennd-
ir mér. Það var alltaf gott að leita til
þín ef ég þurfti að fá góð ráð. Alltaf
eru einhverjir sem manni finnst vera
áhrifavaldar í lífinu og þú varst það
sannarlega í mínu tilviki. Þú hvattir
mig t.d. til að fara að læra að spila á
gítar og þegar ég var komin með smá
tök á því varstu ekkert smá stolt af
mér.
Þeir voru ófáir kaffitímarnir sem
við áttum saman á morgnana kl. hálf
tíu, hvort sem það var þegar ég var í
skóla eða farinn að vinna. Þetta var
ómetanlegur tími sem ég veit að
fleiri taka undir. Það var alltaf gott
að koma í heimsókn til þín. Þú varst
alltaf svo góð og yndisleg. Þegar ég
kom til ykkar afa var sko dekrað við
mann og þú sást alltaf til þess að ég
færi heim saddur og sæll.
Elsku amma, takk fyrir alla þá
ástúð og umhyggju sem þú veittir
mér óumbeðin. Takk fyrir allar
stundirnar og minningarnar sem eru
ómetanlegur fjársjóður sem ég mun
varðveita með mér um alla tíð. Takk
fyrir allt sem þú kenndir mér og
gerðir fyrir mig og mína.
Jónas Guðbjörn.
Elsku Bobbý.
Hélt alltaf eins
og kannski fleiri að
ég væri viðbúinn
andláti þínu eftir
svona langvarandi
veikindi, en sú var
ekki raunin. Ég á góðar minningar
tengdar þér, en allt of fáar. Það er
þér að þakka að ég og Erla systir
eigum eins innilegt og gott sam-
band og raun ber vitni.
Þú tókst alltaf svo vel á móti mér
þegar ég kom til ykkar þegar ég
var lítill og alla tíð. Þú reyndist
mér svo vel í alla staði, elsku
Bobbý mín.
Ég minnist þess þegar þú varst
orðin veik, þegar við sögðum hvort
við annað: „Nú rífum við okkur upp
úr þessu.“ Ég veit það í dag að
þessi orð voru meint til mín.
Ég gat alltaf leitað til þín. Ég
sakna þín, elsku fósturmamma
mín. Guð er góður og ég veit að
hann kom og sótti þig til að lina
þjáningar þínar og að þú ert í góð-
um höndum hjá honum.
Góður Guð varðveitir þig og gef-
ur þér hvíld.
Langt upp í geiminn víða
Líður vor hjartans þrá,
hærra en stjörnur tindra,
Vor heitustu andvörp ná.
Andinn frá efnisheimi
Upplyftir vængjum tveim,
drepur á himnahliðið,
og leitar til ljóssins heim.
Þröng er hin víða veröld,
vinanna hjálpin dvín,
aðeins frá himnahæðum.
Mér huggunarljósið skín.
Drottinn, í morgunroða
dimmunni breytir þú.
Þorbjörg Elín
F. Friðriksdóttir
✝ Þorbjörg Elínfæddist 6. októ-
ber 1951 og lést 15.
desember 2010.
Útför fór fram í
kyrrþey að ósk
hinnar látnu þann
21. des 2010.
Bænin er leið til ljóssins,
og ljómandi himinbrú!
Aumasta barn, sem biður,
brynjar sig voða gegn,
hér fær það velt því bjargi,
sem hetjunni er um megn.
Hvað svo sem að oss amar,
enginn því gleyma má:
Inn að Guðs ástarhjarta
vor andvörp og bænir ná.
(Sbj. Sveinsson.)
Innilegar samúðar-
kveðjur til allrar þinnar
fjölskyldu og ástvina.
Ásgeir
Breiðfjörð.
Kæra Bobbý systir, ég kveð
þig með söknuð í hjarta. Þú varst
alltaf svo góð við mig og ég dáð-
ist að krafti þínum og dugnaði.
Til vitnis um kraftinn þinn er
söfnun þín fyrir öndunarvél á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
en það afrekaðir þú rúmföst og
mikið veik. Ég veit þú stóðst fyr-
ir þessari söfnun því þér fannst
svo leitt ef þú varst að taka vél-
ina frá einhverjum öðrum, á með-
an þú varst að nota hana. Svona
varstu, alltaf að hugsa um aðra,
settir sjálfa þig sjaldan í fyrsta
sæti.
Þú fórst alltof fljótt frá okkur,
kæra systir, en ég veit þér líður
vel núna, þar sem ástvinir okkar
taka vel á móti þér og mömmu
okkar. Þetta hafa verið skrýtin
jól og frekar erfið, að þurfa að
kveðja ykkur báðar tvær með
svona stuttu millibili. Þið voruð
góðar vinkonur, þú og mamma og
ég sé ykkur núna saman frískar í
heiðbjörtu himnaríki.
Ég þakka þér fyrir allt, mín
kæra systir, og minnist þín með
hlýhug. Falleg minning um þig
lifir áfram í hjörtum okkar allra
sem eftir lifum.
Friðrik bróðir
og fjölskylda.