Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 15. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Níu ára barni vísað úr strætó 2. Góð byrjun á HM – öruggur sigur 3. Í gæslu til 25. janúar 4. Flýði og fannst eftir 16 ár  Söngvakeppnin hefst í kvöld en þá verða flutt fimm fyrstu lögin af þeim fimmtán sem berjast um farmiða til Þýskalands. Morgunblaðið rýnir í þau lög sem þá verða fram borin. »51 Söngvakeppnin hefst í Sjónvarpinu í kvöld  Bók Birnu Bjarnadóttur um fagurfræði í skáldskap Guð- berg Bergssonar, Holdið hemur andann, kemur út í enskri þýðingu í Kanada á árinu á vegum McGill Queen’s University Press. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar um skáldskap Guðbergs og fagurfræði íslenskra nú- tímabókmennta í samhengi heims- bókmennta. Holdið hemur andann gefin út í Kanada  Í dag verður haldinn Gildagur í Listagilinu á Akureyri. Verða vinnu- stofur og listhús í gilinu opin og í lista- safninu verður opnuð sýningin Var- anlegt augnablik, samsýning lista- mannanna Sigtryggs Baldvinssonar og Þorra Hringssonar. Þá verða opnaðar sýningar í gall- eríum Gilsins, m.a. sýning Þorsteins Gíslasonar, Stemmur/ Stemma, í Gallerí BOXi. Gildagur í Listagilinu á Akureyri í dag FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 m/s og él norðvestantil, en annars mun hægari austlæg átt víðast hvar og úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins Á sunnudag Gengur í norðan 10-15 m/s með snjókomu eða éljum norðantil, en annars hægari og úrkomulítið. Hiti kringum frostmark syðra, en annars vægt frost. Á mánudag Norðan- og norðvestanátt, víða 5-10 m/s. Snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en skýjað með köflum syðra. Heldur kólnandi. Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla í handknattleik, dvelur um þessar mundir hjá þýska 1. deildar liðinu Gummersbach. Félagið bauð honum út til æfinga í nokkra daga. Ekki er loku fyrir það skotið að hon- um verði boðinn samningur hjá þessu fornfræga þýska liði lítist honum vel á þá og þeim á hann. »4 Ragnar æfir með Gummersbach Fyrsti leikur íslenska lands- liðsins á heimsmeist- aramótinu í handknattleik lofar góðu. Það vann örugg- an sigur á sterkum Ungverj- um, 32:26, eftir að hafa ver- ið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Íslenska liðið var með for- ystu nánast frá upphafi til enda. Næsti leikur Íslands á mótinu verður í kvöld þeg- ar það mætir Brasilíu. »1 Byrjunin lofar góðu á HM „Það er búið að ganga mikið á hjá fé- laginu síðustu vikurnar en þetta er allt að lagast. Við fórum í góða æfingaferð til Spánar strax eftir ára- mótin og nú er- um við komnir með hugann við leikinn á móti Werder Bremen,“ sagði landsliðs- maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður þýska knattspyrnu- liðsins Hoffen- heim, við Morg- unblaðið. »4 Eru með hugann við leikinn við Bremen Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það var mikið um að vera í Skylm- ingamiðstöðinni á Laugardalsvelli rétt fyrir hádegi í gær en þá fóru fram síðustu æfingar fyrir Reykja- víkurleikana, sem borgarstjóri setti í gærkvöldi. Bæði íslenskir og erlendir þátttakendur voru mættir til að hita upp fyrir keppnina og brugðu sverð- um, að sjálfsögðu í mesta bróðerni. Rétt fyrir boðaðan blaðamannafund kl. 12 tók síðan þátttakendur í öðrum íþróttagreinum að drífa að og mátti þar meðal annars líta badmin- tonhetjur með spaðann á lofti og bún- ingaklæddar stúlkur með listdans- skautana undir hendinni. Diljá Hvannberg var ein af þeim sem staddir voru við æfingar í Skylm- ingamiðstöðinni en hún er að taka þátt í Reykjavíkurleikunum í annað sinn. Hún er sextán ára gömul, hefur æft skylmingar í fjögur ár og er í ís- lenska landsliðinu. „Þetta mót sem ég keppi á er fyrir 17 ára og yngri en svo er sérkeppni fyrir þá sem eru eldri. Þetta er mjög skemmtilegt og gaman að fá að keppa við fólk frá öðrum löndum,“ segir Diljá sem stundar nám við Fjölbrautaskólann í Garða- bæ. Hún segir skylmingarnar mjög skemmtilegar og það hafi heillað hvað þær séu öðruvísi og óhefðbundin íþrótt. Hún lenti í þriðja sæti þegar hún keppti á leikunum í fyrra en þeg- ar ég spyr hana hvort hún setji ekki markið á fyrsta sætið í ár svarar hún bros- andi: „Jú að sjálfsögðu. Gera það ekki allir?“ Listhlaupið kemur sterkt inn Reykjavíkurleikarnir standa yfir helgina 14.- 16. janúar og eru al- þjóðleg íþróttakeppni sem fer fram í Laugardalnum. Í ár er gert ráð fyrir að á fjórða hundrað íþróttamenn frá 17 löndum komi hingað til að taka þátt í leikunum en þátttakendur verða alls í kringum tvö þúsund. Á meðal erlendra gesta eru nokkrir verðlaunahafar frá síðustu Ólympíuleikum, Evrópu- og heims- meistaramótum. Í ár verður keppt í 12 íþróttagrein- um; sundi, frjálsum, badminton, dansi, fimleikum, skylmingum, keilu, listhlaupi á skautum, júdói, bogfimi, kraftlyftingum og borðtennis. Af er- lendu gestunum koma flestir til að keppa í listhlaupi á skautum, um 110 manns, en einnig koma um 80 manns til að keppa í sundi og nokkur fjöldi kemur til að taka þátt í keppni í skylmingum. Tólf greinar á þremur dögum  Reykjavíkur- leikarnir haldnir í fjórða sinn Morgunblaðið/Ernir Höggsverðin munduð Þau sýndu ótrúlega fimi, unga fólkið sem var við æfingar í Skylmingamiðstöðinni í gær. Að sögn Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Íþrótta- bandalags Reykjavíkur, er þetta í fjórða sinn sem Reykjavíkurleik- arnir eru haldnir. Uppruna þeirra má rekja til Alþjóðaleika ung- menna sem Reykjavíkurborg hélt árið 2007. „Á þessum árstíma höfðu líka alltaf verið haldin alþjóðleg mót í frjálsum og sundi og þetta byggðist dálítið út frá þeim mótum og þeirri reynslu sem við fengum við að halda Al- þjóðaleikana,“ segir Anna Lilja. Fyrsta árið var keppt í átta greinum en að þessu sinni verða þær tólf. „Aðstaðan í Laugardalnum er frá- bær og í upphafi voru valdar grein- ar sem íþróttafélögin í Reykjavík bjóða upp á og hægt er að stunda og keppa í hér í dalnum. Í ár bætast svo þrjár við; bogfimi, borðtennis og kraftlyftingar.“ Þrjár nýjar keppnisgreinar LEIKARNIR Diljá Hvannberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.