Morgunblaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
Geðlæknir
Hef opnað að nýju stofu í Reykjavík, nú í
Læknastöð Vesturbæjar. Almennar geðlækningar
þ.m.t. samtals-, innsæis- og atferlismeðferð (HAM)
fyrir einstaklinga, hjón og fjölskyldur.
Jón Brynjólfsson geðlæknir
Melhaga 20- 22 , 107 R-vík.
Tímapantanir virka daga kl. 10-16
í síma 562 8090
Lengsta
sjúkraflug
Gæslunnar
Ferð flugvélar Landhelgisgæsl-
unnar til Salzburg í Austurríki til að
sækja Pétur Kristján Guðmundsson
sem slasaðist illa þar á gamlárs-
kvöld er lengsta sjúkraflug sem vél
Gæslunnar hefur farið í. Kom Pétur
heim með vélinni undir kvöld á
fimmtudag. Alls flaug vélin rúmlega
3.000 sjómílur, eða rúmlega 5.500
kílómetra, en vélin millilenti í Esb-
jerg í Danmörku á leiðinni út og
Aberdeen í Skotlandi á heimleiðinni.
Að sögn Hrafnhildur Brynju Stef-
ánsdóttur, upplýsingafulltrúa Land-
helgisgæslunnar, flaug eldri vél
Gæslunnar til Grikklands á árum
áður til þess að sækja flóttamenn
þangað, ekki hafi verið um sjúkra-
flug að ræða. Auk þess var flugið til
Salzburg fyrsta sjúkraflug TF-
Sifjar eftir að hún kom til landsins.
Faðir Péturs, Guðmundur Geir
Sigurðsson, segir flugið heim hafa
gengið í alla staði vel. „Það tók sjö
tíma, tókst frábærlega vel og var
Gæslunni til mikils sóma.“
Pétur er kominn í endurhæfingu
á Grensásdeild og að sögn Guð-
mundar verður nú tekinn einn dag-
ur í einu.
Stuðningssíðu fyrir Pétur má
finna á Facebook undir heitinu I
Ride 4 Petur.
Pétur Kristján kom-
inn á Grensásdeild
Það sáust ekki þreytumerki á þessum ungu
mönnum í gærkvöldi þar sem þeir tóku þátt í
maraþonskvassi til styrktar langveikum börnum
sem hófst í Veggsporti kl. 16 í gær og stendur til
klukkan 16 í dag. Spilað verði skvass í 24
klukkustundir samfleytt í öllum fjórum sölum
Veggsports og geta allir tekið þátt.
Markmið skipuleggjanda viðburðarins er að
brenna alls 100.000 kaloríum og safna 1.000.000
kr. handa Umhyggju, félagi til stuðnings lang-
veikum börnum. Skvassið er á vegum Skvass-
félags Reykjavíkur og verndari viðburðarins er
forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Allt
það fé sem safnast mun renna óskipt til Um-
hyggju.
Morgunblaðið/Ómar
Maraþonskvass til styrktar Umhyggju
Mark Kennedy, lögreglumaður sem
lék tveimur skjöldum, lék lykilhlut-
verk í stofnun umhverfissamtaka á
Íslandi, að því er fréttavefur breska
dagblaðsins Guardian greindi frá í
gær. Í frétt Guardian segir að árið
2005 hafi Ólafur Páll Sigurðsson,
stofnandi Saving Iceland, leitað til
aðgerðasinna í öðrum löndum til að
byggja upp hreyfinguna. Hann
myndaði þar sambönd við aðgerða-
hópa í öðrum Evrópulöndum og
komst í kynni við Kennedy, sem
gekk undir nafninu Mark Stone.
Hann varð fljótt afar virkur í Saving
Iceland, hafði víðtæk alþjóðleg sam-
bönd og átti stóran þátt í að móta
starfsemi aðgerðasinna og mótmæl-
enda hér á landi.
Varð einn af leiðtogunum
Kennedy varð fljótt einn af leið-
togum hreyfingarinnar og mun m.a.
hafa innleitt það að festa sig við
vinnutæki og byggingar og að loka
vegum. Guardian segir að á sama
tíma hafi Kennedy reynt að valda
misklíð innan hópsins.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
Hreyfingarinnar, skorar á bresk
stjórnvöld að birta upplýsingar sem
geta varpað ljósi á hvers vegna þeir
sendu mann hingað til lands í þeim
tilgangi að skaða umhverfisverndar-
hreyfingu.
Segja lögreglumann
hafa leikið lykilhlut-
verk í Saving Iceland
Morgunblaðið/Frikki
Mótmæli Meðlimir í Saving Iceland
mótmælir á Austurvelli í Reykjavík.
Reyndi að valda misklíð innan hópsins
100 krónur dugðu ekki
„Vagnstjórum hefur verið uppálagt að sýna sveigjan-
leika,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Til 14. janúar næstkomandi biðj-
um við ykkur að sýna sveigjanleika
varðandi staðgreiðslugjald ung-
menna.“ Svo segir í bréfi sem var
sent úr þjónustuveri Strætó bs. til
allra vagnstjóra 3. janúar síðastlið-
inn.
Fréttavefur Morgunblaðsins,
mbl.is, greindi frá því í gær að níu
ára gömlum dreng hefði verið vísað
út úr strætó á Hverfisgötunni á
fimmtudagsmorguninn vegna þess
að hann var aðeins með 100 krónur
á sér, en fargjöld fyrir börn hækk-
uðu nýlega úr 100 kr. í 350 kr.
Samkvæmt ofangreindu bréfi
rann sveigjanleikinn út í gær, föstu-
dag, og var því drengurinn innan
aðlögunartímans með sinn hundr-
aðkall. Jafnframt segir í bréfinu til
vagnstjóranna að fram til 14. janúar
eigi þeir að lofa ungmennum að
greiða með 100 kr. og afhenda þeim
miða um leið þar sem gjald-
skrárbreytingin er kynnt fyrir for-
eldrum og forráðamönnum þeirra.
Litið sé á þetta
sem ákveðinn
aðlögunartíma.
Átti að sýna
sveigjanleika
Reynir Jóns-
son, fram-
kvæmdastjóri
Strætó, segir
þetta hafa verið
lagt í hendur vagnstjóranna.
„Við vitum ekki hvað gerðist í
þessu tiltekna máli. Það kannast
enginn vagnstjóri af þeim sem voru
á vakt á þessum tíma við að hafa
lent í þessu en hafi þetta gerst hefði
hann átt að sýna sveigjanleika. Það
var talað um að aðlögun væri fram
undir miðjan mánuðinn,“ segir
Reynir.
„Vagnstjórarnir verða að meta
hversu sveigjanlegir þeir vilja vera
og meta aðstæður. Vagnstjórar
fengu miða sem þeir eiga að af-
henda börnunum þegar þau koma
með hundraðkallinn og skólarnir
eru búnir að vera í gangi í svolítinn
tíma og þar hafa plaköt um hækkuð
fargjöld hangið uppi svo flestir ættu
að vera meðvitaðir um hækkunina.
Vagnstjórum hefur verið uppálagt
að sýna sveigjanleika og kannski í
ljósi þessa kjósum við að fram-
lengja það eitthvað en það verður
þá sent út eftir helgina.“
Reynir segir að þeir séu búnir að
rannsaka þetta tiltekna mál sem
kom upp á fimmtudaginn og ekkert
hafi komi upp á yfirborðið um að
þetta hafi verið einlægur ásetn-
ingur vagnstjóra. „Það er búið hafa
samband við foreldra drengsins og
bæta úr þessu máli og það eru allir
sáttir.“
Morgunblaðið/Heiddi
Strætó Vagnstjórar áttu að sýna
sveigjanleika með miðaverð.
Reynir Jónsson
Kona á þrítugsaldri var í gær úr-
skurðuð í gæsluvarðhald til 18. jan-
úar að kröfu lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Gæsluvarðhaldið er á grundvelli
rannsóknarhagsmuna, að því er seg-
ir í tilkynningu sem lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu sendi frá sér í
gærkvöldi.
Konan var handtekin í Hafnarfirði
í fyrrinótt eftir að eldur kviknaði í
sófa í íbúð í fjölbýlishúsi við Norð-
urbakka.
Talið er að um íkveikju hafi verið
að ræða. Nokkrar skemmdir urðu á
íbúðinni en engan sakaði.
Konan var handtekin á staðnum
en hún var talin undir áhrifum
áfengis og fíkniefna. Hún hefur áður
komið við sögu lögreglu.
Í gæslu út af íkveikju
Handtekin á staðnum, undir áhrifum
Dröfn RE fer til síldarrannsókna í
Breiðafirði á mánudaginn kemur.
Markmiðið er að kanna útbreiðslu
síldar þar og mæla magnið. Síðast
en ekki síst verður Ichthyophonus-
sýking könnuð, að því er segir á vef
Hafrannsóknastofnunarinnar.
Sýking þessi hefur herjað hefur á
síldarstofninn frá árinu 2008 og
valdið miklum afföllum bæði í ung-
síld sem og í veiðistofninum.
Rannsaka síld
í Breiðafirði