Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 2

Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ 04.03.2011 Fermingaraldurinn er sérkennilegt aldursskeið. Talað er um fermingarbörn þó ungmennin séu varla hreinræktuð börn ennþá. Þó teljast ein- staklingar á fermingaraldri hreint ekki til fullorð- inna. Að vera hvorki fullorðinn né barn getur ver- ið ruglingslegt, þegar maður er orðinn of gamall til að leika sér á sama hátt og áður en of ungur til að mega gera hitt og þetta sem þykir eftirsókn- arvert. En það er um að gera að njóta þessa millibilsástands og nýta sér það sem barn- æskan og fullorðinsárin hafa upp á að bjóða. Ekkert liggur á að segja skilið við sakleysi og leik æskuáranna þó svo að hækkandi aldri ætti að fylgja aukin ábyrgð og meiri réttur til ákvarð- anatöku. Flestir nýta þennan ákvörðunarrétt þegar kemur að fermingunni, hvort viðkomandi vilji fermast eður ei, eða hvern háttinn skuli hafa á verði ferming fyrir valinu. Valið getur líka staðið um léttvægari hluti á borð við fatnað og hár- greiðslu en mikilvægt er að fermingarbarnið fái að vera með í ákvörðunum. Bæði til að kenna barninu að standa við sínar ákvarðanir, en einnig svo hægt sé að segja þegar fram líða stundir og fermingarhár- greiðslan þykir ómöguleg: „Þú vildir hafa þetta svona!“ Millibils- ástandið Útgefandi Árvakur Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Blaðamenn Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ásgeir Ingvarsson ai@mblis Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir svanhvit@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Árni Sæberg í Garðheimum. Prentun Landsprent ehf. LifunFermingar 57 Bjarki Rúnar ætlar að ferm- ast í sjötíu ára gömlum smóking af afa sínum. 46 Flottir fylgi- hlutir fyrir all- ar fermingar- stúlkur. 42 Ólafur Jóels- son fermdist í fötum sem hann myndi seint láta sjá sig í í dag. 24 Fermingarbörnin vilja óhefðbundnari myndatökur.. 22 Spáð í spilin varðandi fermingartískuna fyrir stelpur og stráka. 60 Fjöldi uppskrifta af girni- legum smáréttum í ferm- ingarveisluna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.