Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 43

Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 43
Nú er komið að því: bernskuárin eru að baki, unglingsárin brostin á og örstutt í fullorðinsárin. Allir ungir piltar ættu þá að geta haft sem leiðarvísi bókina Gentleman: A Timeless Guide to Fashion. Óhætt er að fullyrða að þar sé á ferð eitthvert allra besta ritið um klæðnað karlmanna. Farið er í allt frá því smæsta til þess stærsta og fínasta, les- andinn leiddur með góðum skýringarmyndum í gegnum fata- skáp hins vel klædda karlmanns og ætti að vera með það á hreinu í lokin hver munurinn er á vönduðum fötum og óvönd- uðum, hvernig á að binda þverslaufu, strauja skyrtu og tjónka við klæðskerann. Ef ekki tekst að finna bókina til sölu í betri bókabúðum má panta hana af Amazon og bjóða margar bókaverslanir upp á pöntunarþjónustu. Án flutningskostnaðar og íslenskra gjalda kostar ritið um 20 dali. ai@mbl.is Áhugaverðar fermingargjafir Ómissandi handbók fyrir unga herramenn Jakkaföt Það er gott að eiga handbók sem gefur góð ráð varð- andi klæðnaburð. MORGUNBLAÐIÐ | 43 KAKA ÁRSINS 2011 Bernhöftsbakarí er sigurverari í keppninni um köku ársins 2011 Þér er óhætt að treysta okkur fyrir veislunni þinni Upplýsingar í síma 551 3083 Áhugaverðar fermingargjafir Þegar kemur að veglegustu ferming- argjöfunum vilja gefendur iðulega að gjöfin endist helst alla ævi og sendi fermingarbarninu skýr skilaboð um þroska og ábyrgð. Hér á árum áður þóttu vönduð arm- bandsúr sígild fermingargjöf, en hafa í seinni tíð vikið fyrir hljómtækjum, tölvum og jafnvel vélsleðum. Hvernig væri að fara aftur í klass- íska gjafavalið og finna öndvegisúr í gjöf? En úrið má auðvitað ekki vera neitt minna en ekta eðalgripur ef það á að endast vel. Vandað úr með sígilt útlit ætti að fara vel á hendi langt fram á fullorðinsár, og ef hönnunin er vönd- uð og smíðin fyrsta flokks getur úrið jafnvel gengið í erfðir milli kynslóða. Þá er nú aldeilis fermingargjöfin að endast á meðan tölvur og tónlist- argræjur eru löngu farnar í söfnunar- gáminn. ai@mbl.is Gjöf sem getur enst alla ævi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.