Morgunblaðið - 04.03.2011, Side 62

Morgunblaðið - 04.03.2011, Side 62
62 | MORGUNBLAÐIÐ Borðskreyting Blómaskreytar Garðheima útbjuggu margskonar skreytingar fyrir fermingasýninguna. S íðastliðna helgi var hald- in fermingasýning í Garðheimum en þar mátti líta fjölbreytt úr- val skreytinga fyrir fermingarveisluna og lögðu margir leið sína í verslunina til þess að fá innblástur. Að sögn Jóhönnu M. Hilmarsdóttur, deildarstjóra blóma og gjafavörudeildar, eru skærbleikt og dökkblátt sívinsæl litaþemu en í ár koma aðrir litir sterkir inn. „Við höfum verið að velta þessu mikið fyrir okkur með litina því oft eru það ákveðnir litir sem standa upp úr. Núna í ár finnst mér þó eins og allir litirnir séu í gangi,“ segir hún og bætir því við að skærgrænn og svartur sé til dæmis vinsæl litasamsetning hjá piltum í ár. Jóhanna segir Garðheima hafa lagt áherslu á að bjóða upp á al- hliða þjónustu og vöruúrval þegar kemur að skreytingum og er m.a. hægt að láta letra sálmabækur, kerti og servíettur í versluninni. Hvað þemu varðar hafi þau í ár lagt áherslu á að stíla inn á per- sónuleika og áhugmál ferminga- barnanna. „Í eina kertaskreyt- inguna notuðum við litla fótboltaskó og svo var medalía fest á kertið. En það er hægt að nota hvað sem er sem tengist áhuga- málinu,“ segir hún. holmfridur@mbl.is Stíla inn á áhugamál fermingarbarnsins Fermingaveislurnar í ár verða í öllum regnbogans litum og persónuleiki fermingarbarnsins í aða- hlutverki. Stráka? Tvenns konar blátt. Dökkblái liturinn er klassískur en sá ljósblái e.t.v. nýrri. Lime Skærgrænn og svartur er vinsæl litasamsetning í ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhugamálin Skemmtilegt er að gera skreytingarnar persónulegar. Stelpu? Bleikur og fjólublár koma einstaklega vel út saman á borði. Marglitt Sumarleg og litrík skreyting. ’ Í eina kerta- skreytinguna notuðum við litla fótboltaskó og svo var medalía fest á kertið. En það er hægt að nota hvað sem er sem tengist áhugamálinu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.