Saga - 2005, Síða 108
al jafningja. Ef marka má Íslendingasögur snerist mannjöfnuður
höfðingja um stöðu þeirra innan héraðs. Þetta kemur t.d. skýrt fram
í frásögn Eyrbyggju af haustboði Snorra goða: „Þar var ölteiti mörg.
Var þar talað um mannjöfnuð, hver væri göfgastur maður í sveit
eða mestur höfðingi, og urðu menn þar eigi á eitt sáttir sem oftast
er ef um mannjöfnuð er talað.“40 Illugi svarti er kallaður „annar
mestur höfðingi í Borgarfirði en Þorsteinn Egilsson“.41 Þórður gell-
ir var hins vegar „mestur höfðingi í Breiðafirði“ skv. Eyrbyggju.42 Í
Víga-Glúms sögu, sem gerðist fyrir norðan land, kemur fram að
„Glúmur tók nú virðing mikla í héraðinu“ eftir að hafa unnið mál á
alþingi og í lok sögunnar er það sagt „[mál] manna að Glúmur hafi
verið tuttugu vetur mestur höfðingi í Eyjafirði, en aðra tuttugu vet-
ur engir meiri en til jafns við hann.“43 Hér sjáum við dæmi um að
sæmd skipti máli. Bóndi sem jók sæmd sína varð ekki að höfðingja
en treysti kannski stöðu sína innan um aðra bændur. Á sama hátt
skipti sæmd máli fyrir mannjöfnuð höfðingja.
Hér hefur enn ekkert verið fjallað um goðorðsmenn og stöðu
þeirra. Þeir hafa aldrei verið fjölmennur hópur, líklega innan við 1%
bænda. Niðurskipun Landnámu virðist vera afmörkuð út frá fjórð-
ungum og eftir yfirferð um hvern fjórðung, við lok ritsins og í
Kristni sögu eru taldir upp helstu höfðingjar í hverjum fjórðungi á
hinum og þessum tíma (meðal landnámsmanna, árin 930, 981 og
1118). Yfirleitt eru svo taldir upp 35–40 menn (8–10 í hverjum fjórð-
ungi) án þess þó að minnst sé á goðorð. Sá fjöldi minnir samt óneit-
anlega á lagaákvæði um 36–39 goða sem áttu að skipa dóma á þing-
um.44 Bæði í lögum og Landnámu er því gert ráð fyrir að fámenn-
ur hópur höfðingja sé í forsvari fyrir hvern fjórðung. Hér verður að
gera þann fyrirvara að höfðingjalistarnir í Landnámu kunna að
vera viðbót í yngri gerðum hennar, t.d. Styrmisbók eða Sturlubók.45
Á hinn bóginn er trúlegt að í upphaflegri gerð Landnámu hafi ver-
ið taldir upp um rúmlega 400 landnámsmenn, svo fremi sem við
S V E R R I R J A K O B S S O N108
40 Eyrbyggja saga, bls. 120.
41 Gunnlaugs saga ormstungu. Samfund til udgivelse af gammel nordisk littera-
tur 42, útg. Finnur Jónsson (Kaupmannahöfn 1916), bls. 9.
42 Eyrbyggja saga, bls. 16.
43 Víga-Glúms saga, útg. Gabriel Turville-Petre (Oxford 1940), bls. 17, 51.
44 Sbr. Grágás, bls. 371, 400, 461.
45 Sjá t.d.: Gunnar Karlsson, Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi
Íslendinga (Reykjavík 2004), bls. 205–210. Um uppruna listanna hefur töluvert
verið deilt. Barði Guðmundsson, „Goðorðaskipun og löggoðaættir“, Skírnir
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 108