Saga - 2005, Qupperneq 183
oft séu það einhverjir aðrir en höfundur eða viðfangsefni sem móta
frásögnina til útgáfu.5 Þetta hefur kannski meiri áhrif á heimilda-
gildi slíkra frásagna en hinn ævisögulegi útgangspunktur þeirra.
Með sama hætti greinir Sigurður Gylfi óprentuðu textaflokkana,
þjóðlegan fróðleik, dagbækur, bréf eða blogg, og má segja að þarna
fléttist bæði bókmenntafræðileg og þýðingafræðileg sýn inn í grein-
inguna, enda hljóta slíkar endursagnir ævinlega að bera merki end-
urritunar. Það er t.d. vel þekkt aðferð í þýðingafræði að greina texta
út frá hlutverki þeirra og tilgangi.6 Þannig hafa hlutverk textans og
ytri aðstæður útgáfunnar áhrif á tilurð hans.
Þessu til viðbótar má velta fyrir sér textatengslum heimildanna
við hið endanlega verk, hvort sem það er hin prentaða heimild (sem
Sigurður Gylfi fjallar um í öðrum hluta bókar sinnar) eða hin
óprentaða „frumheimild“ í formi dagbóka, bréfa og annarra slíkra
heimilda (sem hann tekur fyrir í þriðja hlutanum). Segja má að
þessar heimildir standi sem nýjar forsendur sagnfræðiritunar með
því að skapa það sem upphafskona kenninganna um textatengsl,
Julia Kristeva, kallar nýja þetíska stöðu, eða nýja forsendu texta.
Gagnstætt því sem margir telja — því miður að hennar dómi —
snúast textatengsl ekki aðeins um beinar vísanir eða „fyrirmyndir“,
ekki einu sinni um heimildir sérstaklega. Hún skýrir þetta lykilhug-
tak sitt svo:
Eins og við vitum skilgreinir Freud tvö „grundvallarferli“ í
starfi dulvitundarinnar: tilfærsla og samþjöppun. Kruzsewski og
Jakobson kynntu þau, með öðrum hætti, á upphafsstigum
strúktúralískra málvísinda með hugtökunum nafnskipti og
myndhvörf sem eftir það voru túlkuð í ljósi sálgreiningar.
Við þetta verður að bæta þriðja „ferlinu“ — flutningnum frá
einu teiknakerfi til annars. Vissulega felur þetta ferli í sér sam-
þættingu tilfærslu og samþjöppunar, en það skýrir ekki að-
gerðina í heild. Það hefur einnig í för með sér breytingu á hinni
þetísku stöðu — eyðileggingu hinnar gömlu og tilurð nýrrar.
Nýja teiknakerfið má vel búa til úr sama efni: í tungumáli, til
dæmis, getur flutningurinn verið frá frásögn til texta. Eða það
er tekið að láni úr mismunandi teiknum: með víxlun (e. trans-
É G U M M I G F R Á Þ É R T I L Þ Í N — O G Ö F U G T 183
5 Sjá: Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar, bls. 136 og bls. 55–56.
6 Sjá t.d. grein mína: „Teoría, tryggð og túlkun“, Jón á Bægisá 2 (1995), bls. 5–23.
— Sjá einnig: Ástráður Eysteinsson, Tvímæli. Þýðingar og bókmenntir (Reykjavík
1996), bls. 151–155.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 183