Saga - 2005, Blaðsíða 201
sínar til sameiginlegra forfeðra, Óðins og Asíumanna frá Tyrklandi …“ Síð-
an er rakin umræða fræðimanna um „þjóðlega sjálfsmynd (national iden-
titet)“ og segir að sumir telji hana „afurð seinni tíma og er franska byltingin
oft eins konar upphafsviðmiðun. Miðaldasagnfræðingar telja sig hins vegar
hafa nægar heimildir um tilvist þjóðernis fyrr á öldum.“ Þá er stillt upp and-
stæðum sjónarmiðum fræðimanna síðustu áratuga. Öðrum megin standi
svokallaðir módernistar sem ekki „afneiti því að þau fyrirbæri sem við köll-
um þjóðir hafi verið til áður, á miðöldum eða í [svo] árnýöld. Hins vegar
halda þeir því fram að það þjóðerni sem nú er til sé í eðli sínu nýsköpun frá
19. öld.“ Hinum megin skipar höfundur miðaldasagnfræðingum sem halda
því fram „að ekki einungis hafi verið til nöfn yfir þjóðir og þær átt sér sam-
eiginlegt tungumál og sögu heldur hafi vitundin um að tilheyra þjóð verið
útbreidd og skipt máli fyrir sjálfsvitund einstaklingsins.“ Ég sé ekki að þessi
sjónarmið þurfi að vera neitt gagnstæð. En endursögn höfundar verður öll
óljósari en þyrfti að vera vegna þess að hann tekur ekki fram hvaða orð þess-
ir fræðimenn nota á ensku um það sem hann endursegir sem þjóð. Oftast
mun það þó vera orðið nation, og má ráða það af orðum höfundar þegar
hann hafnar aðgreiningu enska félagsfræðingsins Anthonys Smith í ethnie
og nation og segir (bls. 332): „enda eru sjálf orðin þjóð og nation einmitt í hópi
þess fáa sem snertir nútímaþjóðerni sem sannanlega var til á miðöldum.“
Það vissu módernistar auðvitað allan tímann, enda voru þeir ekki að tala
um orðið nation heldur það fyrirbrigði sem þetta orð vísar venjulega til í nú-
tímaensku, nefnilega etnískt samfélag sem hefur stefnuna nationalism, þ.e.
vilja til að mynda sjálfstæða pólitíska einingu eða ríki.
Í framhaldi af þessari umræðu (bls. 333–334) gerir höfundur úttekt á
latnesku orðunum natio, gens og populus eins og þau voru notuð í fornöld og
á miðöldum. En bæði fyrr og síðar er orðið þjóð notað í endursögnum á lat-
ínuheimildum án þess að komi fram hvaða orð er notað á frummálinu. Til
dæmis segir á bls. 337 í endursögn á latínutexta Saxo: „lýsir þjónn Absalons
biskups því yfir að hann hafi meiri skyldur við þjóð sína en herra sinn …“
Allt er þetta svolítið óljóst. Hvergi er gerð grein fyrir því hvaða mun höf-
undur telur vera á því sem er etnískt og því sem er þjóð. Höfundur fer ógæti-
lega á milli tungumála og gerir stundum óljósan greinarmun á orðum og
merkingarmiðum þeirra. Kjarni módernismans í þjóðernishyggjufræðum,
sem ég reyndi að gera skiljanlegan hér áðan, kemur aldrei skýrt fram hjá
honum, nefnilega að það nýja í þjóðerni á nýöld sé að sjá það sem nauðsyn
að ein þjóð (ethnie) myndi eitt sjálfstætt ríki (og verði þar með að nation), að
tengja þannig saman menningarlegt (etnískt) og pólitískt þjóðerni.
Í þessu samhengi má nefna að varla er laust við að höfundur geri lítið
úr innihaldi þjóðarhugtaksins sem slíks. Þannig er fullyrt tvisvar að orðlið-
urinn þjóð- í orðunum þjóðkonungur og þjóðland hafi áherslumerkingu, og
virðist átt við að það hafi eingöngu eða einkum áherslumerkingu, eins og í
orðinu þjóðhagasmiður (bls. 201 og 335). Á hvorugum staðnum er þessi stað-
A F S V E R R I S S Ö G U V Í Ð F Ö R L A 201
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 201