Saga - 2005, Síða 247
Halldórsson sagði á dönsku, þ.e. aukin verulega með réttarbótum konungs,
settum eftir að hún gekk í gildi. Texti Skarðsbókar er lagfærður, eða orða-
munur sýndur neðanmáls, með hliðsjón af öðru álíka gömlu handriti, AM
343 fol., Svalbarðsbók, og tveimur fyrstu útgáfum Jónsbókar, frá 1578 og
1580. Ekki varð til umtalsvert frábrugðinn texti bókarinnar eftir þetta fyrr
en hún var gefin út árið 1707, en þá hefst í sögu Jónsbókar nýr kafli sem er
ekki rakinn í þessari útgáfu.
Sagnfræðilega séð má því segja að Jónsbók Más sé mikilvægari en út-
gáfa Ólafs Halldórssonar 1904, sem jafnan hefur verið notuð síðustu öldina
og leitar fyrst og fremst að upprunalegum texta bókarinnar. Síst skal þó
dregið úr gildi þess frábæra verks sem Ólafur vann, enda mun hann hafa
birt sem orðamun neðanmáls mest af því efni sem hér er skipað í öndvegi
í meginmáli. Már reisir verk sitt að sjálfsögðu á handritakönnun og texta-
vinnu Ólafs, eins og glöggt kemur fram í inngangi hans. Samt var mikil
nauðsyn að fá endurskoðaðan texta lögbókarinnar prentaðan í samfelldu
máli, enda varla til tafsamari lestrarháttur en að tína textann saman úr neð-
anmálsgreinum. Hætt er líka við að margur hafi lokið prófgráðu í sagn-
fræði frá Háskóla Íslands án þess að hafa áttað sig á tveggja hæða kerfi neð-
anmálsgreina í Jónsbók Ólafs Halldórssonar. Í viðauka í útgáfu Más er líka
birt mikið safn réttarbóta, eftir Skarðsbók og útgáfunum 1578 og 1580. Hér
er í fyrsta sinn prentað saktal Jónsbókar, stuttur útdráttur um afbrot og við-
urlög við þeim sem hefur verið hentugur fyrir dómsmenn. Hér eru réttar-
bætur konunga frá 1294, 1305 og 1314, prentaðar eftir handritinu GKS 3270
4to, loks Stóridómur frá 1564. Í útgáfunni er því kominn saman kjarni ver-
aldlegra laga Íslendinga frá síðari hluta 13. aldar til fyrri hluta 18. aldar, að
frátöldum Norsku lögum Kristjáns konungs fimmta sem endilega þyrfti að
gefa út á ný.
Þótt Jónsbók Más hafi þannig mikið sagnfræðilegt gildi leggur hún ekki
síður rækt við textann en efni laganna sem hann birtir. Máli og stafsetningu
útgáfunnar er lýst í 20 blaðsíðna langri ritgerð eftir Harald Bernharðsson
málfræðing. Þar er ekki aðeins gerð grein fyrir hvernig stafsetning er sam-
ræmd og færð til nútímahorfs í útgáfunni, þar er líka heilmikil stafsetning-
arlýsing á aðalhandritinu, Skarðsbók. Þeim sem nota bókina til að komast
að því hvað var lögboðið á Íslandi hlýtur að finnast þetta heldur óskyldur
fróðleikur og áhugaverðara hefði verið að fá greinargerð fyrir þeim hljóð-
kerfisfræðilegu meginreglum sem eru lagðar til grundvallar við val staf-
setningar.
Neðanmálsgreinar textaútgáfunnar þjóna líka textanum fremur en lög-
unum. Þar er til dæmis tekið fram ef prentvillur eru í útgáfunum frá 1578
og 1580, ef orð hafa fallið niður eða bókstafir skemmst í Skarðsbók eða ef
Svalbarðsbók hefur sökinni þar sem Skarðsbók hefur sektinni, þótt bæði orð-
in merki augljóslega það sama. Aftur á móti eru engar efnislegar skýringar
prentaðar við textann. Sagan af lögleiðslu Jónsbókar er rakin afar stuttlega
R I T F R E G N I R 247
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 247