Ný saga - 01.01.1987, Side 6
ÍRSKUR SVIKARI
RÆÐISMAÐUR
Á ÍSLANDI
Anna Agnarsdóttir
Haustið 1817 sam-
þykkti Danakonung-
ur í fyrsta sinn skipun erlends
ræðismanns í nýlendu sinni,
íslandi. Það var konungsríkið
Bretland, sem fékk þessa
heimild. Bretar skipuðu al-
ræmdan írskan svikara í em-
bættið, Thomas Reynolds að
nafni. Reynolds dvaldi hér
sumarið 1818 en fáir hafa
heyrt hans getið, þar sem á
hann er varla minnst í íslensk-
um samtímaheimildum.
Hvers vegna var þessi frem-
ur ógeðfelldi maður skipaður
ræðismaður á íslandi? Hver
urðu viðbrögð danskra
stjórnvalda? Og hvernig var
embættisferill Reynolds hér á
landi á árunum 1817-1822?
ÁÍRLANDI
Thomas Reynolds, sem fædd-
ist árið 1771 í Dyflinni, var af
auðugum kaþólskum ætt-
Thomas Reynolds, hinn al-
ræmdi Irski svikari sem var
ræðismaður Breta á íslandi
1817-22.
um.1 Hann tók virkan þátt í
stjórnmálalífi þeirra tíma og
snemma árs 1797 gekk hann í
lið með flokki þjóðernissinn-
aðra Ira (The United Irish-
men) sem stefndu að sjálf-
stæðu írsku lýðveldi að
franskri fyrirmynd. Þar náði
hann brátt nokkrum frama.
Árið 1798 voru þjóðernis-
sinnar að undirbúa allsherjar
uppreisn gegn Bretum með
væntanlegri aðstoð Frakka.
Breskum yfirvöldum tókst þá
að fá Reynolds, sem var um
þær mundir févana, til að
ljóstra upp um samsærið.
Þessi uppljóstrun átti stóran
þátt í því að uppreisnin mis-
heppnaðist og var bæld niður.
Með þessum svikum tókst
Reynolds að helga sér varan-
legan sess í svikarasögu írsku
frelsishreyfingarinnar.
Það er mikilvægt að gera
sér grein fyrir, að umrædd
svik Reynolds voru Bretum
afar þýðingarmikil, en þeir
áttu um þessar mundir undir
högg að sækja í ófriðnum við
franska lýðveldið. írlands-
málaráðherra var Castle-
reagh lávarður, sem var þá að
hefja glæstan feril sinn í
breskum stjórnmálum. Hann
hlaut mikið lof fyrir að bæla
niður uppreisnina. Var Reyn-
olds vel launað, og fékk 5000
pund í reiðufé og lífeyri upp á
þúsuns pund á ári.2 Jafnframt
var hann gerður að heiðurs-
borgara í Dyflinni fyrir milli-
göngu bresku stjórnarinnar.
Eftir að hafa orðið fyrir nokk-
Meö þessum svik-
um tókst Reynolds
að helga sér var-
anlegan sess (
svikarasögu Irsku
f relsishreyf ingar-
innar.
rum morðtilræðum í Dyflinni
taldi Reynolds sér hins vegar
þann kost vænstan að yfir-
gefa heimaland sitt og setjast
að í Englandi ásamt fjöl-
skyldu sinni. Þar lifði hann
um efni fram og leitaði iðu-
lega til stjórnvalda eftir fyrir-
greiðslu og nýjum trúnaðar-
störfum. Innan stjórnarinnar
var á hinn bóginn takmarkað-
ur áhugi á því að nýta hæfi-
leika hans á nýjan leik.
HVERS VEGNA ÍS-
LAND?
1 byrjun janúar 1817 var
Reynolds kallaður á fund
Edwards C~~’:e, aðstoðarráð-
herra Castlereaghs lávarðar.3
Þá var Reynolds, að sögn
sonar hans, búinn að gefa upp
alla von um að fá opinbera
stöðu. Þar var honum tilkynnt
að lávarðurinn, sem nú var
utanríkisráðherra, hefði
lengi haft hug á að gera hann
að ræðismanni og loks „gæti
hann boðið honum ísland!!!"
einu stöðuna sem laus væri,
„því miður". Hann fengi 300
pund á ári í laun og mætti búa
í Kaupmannahöfn eða hvar
sem hann kysi í Danaveldi.
Ræðismaðurinn mundi ein-
ungis þurfa að heimsækja ís-
land einu sinni, og það þegar
honum hentaði. Fyrstu við-
brögð Reynolds voru að hafna
boðinu en hann ákvað síðan
að biðja um umhugsunar-
frest. Daginn eftir var reynt
4