Ný saga - 01.01.1987, Síða 6

Ný saga - 01.01.1987, Síða 6
ÍRSKUR SVIKARI RÆÐISMAÐUR Á ÍSLANDI Anna Agnarsdóttir Haustið 1817 sam- þykkti Danakonung- ur í fyrsta sinn skipun erlends ræðismanns í nýlendu sinni, íslandi. Það var konungsríkið Bretland, sem fékk þessa heimild. Bretar skipuðu al- ræmdan írskan svikara í em- bættið, Thomas Reynolds að nafni. Reynolds dvaldi hér sumarið 1818 en fáir hafa heyrt hans getið, þar sem á hann er varla minnst í íslensk- um samtímaheimildum. Hvers vegna var þessi frem- ur ógeðfelldi maður skipaður ræðismaður á íslandi? Hver urðu viðbrögð danskra stjórnvalda? Og hvernig var embættisferill Reynolds hér á landi á árunum 1817-1822? ÁÍRLANDI Thomas Reynolds, sem fædd- ist árið 1771 í Dyflinni, var af auðugum kaþólskum ætt- Thomas Reynolds, hinn al- ræmdi Irski svikari sem var ræðismaður Breta á íslandi 1817-22. um.1 Hann tók virkan þátt í stjórnmálalífi þeirra tíma og snemma árs 1797 gekk hann í lið með flokki þjóðernissinn- aðra Ira (The United Irish- men) sem stefndu að sjálf- stæðu írsku lýðveldi að franskri fyrirmynd. Þar náði hann brátt nokkrum frama. Árið 1798 voru þjóðernis- sinnar að undirbúa allsherjar uppreisn gegn Bretum með væntanlegri aðstoð Frakka. Breskum yfirvöldum tókst þá að fá Reynolds, sem var um þær mundir févana, til að ljóstra upp um samsærið. Þessi uppljóstrun átti stóran þátt í því að uppreisnin mis- heppnaðist og var bæld niður. Með þessum svikum tókst Reynolds að helga sér varan- legan sess í svikarasögu írsku frelsishreyfingarinnar. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir, að umrædd svik Reynolds voru Bretum afar þýðingarmikil, en þeir áttu um þessar mundir undir högg að sækja í ófriðnum við franska lýðveldið. írlands- málaráðherra var Castle- reagh lávarður, sem var þá að hefja glæstan feril sinn í breskum stjórnmálum. Hann hlaut mikið lof fyrir að bæla niður uppreisnina. Var Reyn- olds vel launað, og fékk 5000 pund í reiðufé og lífeyri upp á þúsuns pund á ári.2 Jafnframt var hann gerður að heiðurs- borgara í Dyflinni fyrir milli- göngu bresku stjórnarinnar. Eftir að hafa orðið fyrir nokk- Meö þessum svik- um tókst Reynolds að helga sér var- anlegan sess ( svikarasögu Irsku f relsishreyf ingar- innar. rum morðtilræðum í Dyflinni taldi Reynolds sér hins vegar þann kost vænstan að yfir- gefa heimaland sitt og setjast að í Englandi ásamt fjöl- skyldu sinni. Þar lifði hann um efni fram og leitaði iðu- lega til stjórnvalda eftir fyrir- greiðslu og nýjum trúnaðar- störfum. Innan stjórnarinnar var á hinn bóginn takmarkað- ur áhugi á því að nýta hæfi- leika hans á nýjan leik. HVERS VEGNA ÍS- LAND? 1 byrjun janúar 1817 var Reynolds kallaður á fund Edwards C~~’:e, aðstoðarráð- herra Castlereaghs lávarðar.3 Þá var Reynolds, að sögn sonar hans, búinn að gefa upp alla von um að fá opinbera stöðu. Þar var honum tilkynnt að lávarðurinn, sem nú var utanríkisráðherra, hefði lengi haft hug á að gera hann að ræðismanni og loks „gæti hann boðið honum ísland!!!" einu stöðuna sem laus væri, „því miður". Hann fengi 300 pund á ári í laun og mætti búa í Kaupmannahöfn eða hvar sem hann kysi í Danaveldi. Ræðismaðurinn mundi ein- ungis þurfa að heimsækja ís- land einu sinni, og það þegar honum hentaði. Fyrstu við- brögð Reynolds voru að hafna boðinu en hann ákvað síðan að biðja um umhugsunar- frest. Daginn eftir var reynt 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.