Ný saga - 01.01.1987, Page 13

Ný saga - 01.01.1987, Page 13
ÍRSKUR SVIKARI RÆÐISMAÐUR Á ÍSLANDI kammerið einu sinni á ári og athuga hvort nokkrir breskir kaupmenn hefðu sótt um verslunarleyfi á íslandi.48 Slíkar umsóknir bárust hins vegar ekki í ræðismannstíð Reynolds. Á fyrri hluta árs 1820 fékk Reynolds leyfi Castlereaghs, eins og um hafði verið samið, til að halda suður á bóginn sér til heilsubótar. 1 fjarveru hans gegndi Thomas yngri embættinu, en hann var skip- aður vara-ræðismaður Breta á íslandi í maí 1820.49 RÆÐISMANNS- EMBÆTTIÐ LAGT NIÐUR Árið 1822 framdi Castlereagh lávarður sjálfsmorð. Þegar leitað var skýringa komst m.a. sú saga á kreik, að Rey- nolds hefði fjárkúgað hann og hafi það átt einhvern þátt í dauða utanríkisráðherrans.50 Þessi áburður var hins vegar alveg órökstuddur og afar langsóttur. Hann lýsir hins vegar samtíðarálitinu á ræðismanni Breta. Nýi utan- ríkisráðherrann, George Canning, tilkynnti Reynolds, að ríkisstjórnin vildi hafa eins lítið saman við hann að sælda eins og hægt væri. Ræðismannsembættið var því formlega lagt niður árið 1822. Reynolds bjó síðan í París, þar sem liann lést úr kóleru árið 1836. Af ofangreindu má ráða, að aðalástæðan fyrir skipun Reynolds í stöðu ræðismanns Breta á íslandi var sú, að Castlereagh lávarður utan- ríkisráðherra Breta taldi skjólstæðing sinn, pólitískan akkilesarhæl sem best væri geymdur í fjarlægu landi. Á hinn bóginn verður að líta á þá lausn vandans sem fólst í stofnun ræðismannsembætt- is á íslandi í víðara samhengi. Hin mikla útþensla bresku verslunarinnar á þessum ár- um hafði það í för með sér að aðkallandi var að skipa breska ræðismenn sem víðast.51 Ef Bretum hefði ver- ið leyft að halda áfram ís- landsversluninni, sem hófst árið 1809 og mikill áhugi var á, hefði Reynolds eflaust haft nóg að sýsla á íslandi. En svo varð ekki. Verslun á milli ís- lands og Bretlands reyndist engin, þegar til kom. Ræðis- mannsembættið þjónaði því engum tilgangi og var lagt niður af eftirmanni Castlereaghs við fyrsta tæki- færi. Breskur ræðismaður á íslandi var ekki endurskipað- ur fyrr en löngu seinna eða árið 1882. Tilvísanir: l.Sjá t.d. Dictionary of Natio- nal Biography, 16. bindi, bls. 961-3, þar sem heimildalisti fylgir. Einnig má benda á: The Mercenary Informers of '98 containing the History of Thomas Reynolds, Dublin, án ártals. Ævisaga hans er skráð af syni hans, Thomas Reynolds jr.: The Life of Thomas Reynolds, London, 1839, 2 bindi. 2. Til viðmiðunar má taka fram að prestar í Englandi um 1800 höfðu ca. £90 í árs- laun — og þóttu þeir vel- launaðir (M.D. George, Lortdon life in the Eight- eenth Century (Harmonds- worth, 1966), bls. 167. 3. Reynolds: Life, II, bls. 386-7. 4.Sama, bls. 387-8. 5. Sjá t.d. Frank O'Darrell: - Popular Disturbances and Public Order in Regency England, Oxford, 1934. 6.19. mars 1817, Instructions to Thomas Reynolds Esq. H.M.'s Consul in Iceland, P(ublic) R(ecord) O(ffice) (Þjóðskjalasafn Breta), F(oreign) O(ffice) 22/77. 7.16. júní og 11. júlí 1817, Hansard's Parliamentary Debates. The House of Commons, XXXVI, dálkar 1020-23 og 1408-18. 8.7. nóv. 1818, Reynolds til Castlereagh, F.O. 22/81 og einnig prentað í Reynolds: Life, II, bls. 441. 9.Skýrslur hans til bresku stjórnarinnar er að finna í p'r.O., F.O. 40/2. 10.30. apríl 1817, Managing Committee of the Downs Society til Lord Liverpool, B(ritish) M(useum), The Liverpool Papers, Add.MS. 38266. í þessu skjalasafni eru mörg önnur skjöl um þessar veiðar. ll.Sjá Anna Agnarsdóttir: „Ráðagerðir um innlimun íslands í Bretaveldi á árun- um 1785-1815“ Saga 17 (1977), bls. 22-27, 43-45. 12.Samuel Phelps: Observa- tions on the Importance of Extending the British Fisheries and of Forming an Iceland Fishing Society etc. etc., London, 1817. 13. Sjá t.d. 4. júlí 1814, Horne & Stackhouse til Bourke, Rigsarkivet, Kaupmanna- höfn (skammstafað RA), D(epartement) f(or) u(denlandske) A(nliggender) 1771-1848, England II. Depecher 1814-15. 14. „Forordning lor udvidet Handelsfrihed for Island", Lovsamling for Island, Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson útg., Khöfn, 1857, VII, bls. 614-20. 15. Reyndar byrjaði Reynolds strax á því að hafa samband við breska kaupmenn í Liverpool sjá 3. febrúar 1817, Reynolds til Cooke, F.O. 22/77. 16.17. og 20. júní 1817, RA, D.f.u.A., England II, 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.