Ný saga - 01.01.1987, Síða 13
ÍRSKUR SVIKARI RÆÐISMAÐUR Á ÍSLANDI
kammerið einu sinni á ári og
athuga hvort nokkrir breskir
kaupmenn hefðu sótt um
verslunarleyfi á íslandi.48
Slíkar umsóknir bárust hins
vegar ekki í ræðismannstíð
Reynolds.
Á fyrri hluta árs 1820 fékk
Reynolds leyfi Castlereaghs,
eins og um hafði verið samið,
til að halda suður á bóginn sér
til heilsubótar. 1 fjarveru
hans gegndi Thomas yngri
embættinu, en hann var skip-
aður vara-ræðismaður Breta
á íslandi í maí 1820.49
RÆÐISMANNS-
EMBÆTTIÐ LAGT
NIÐUR
Árið 1822 framdi Castlereagh
lávarður sjálfsmorð. Þegar
leitað var skýringa komst
m.a. sú saga á kreik, að Rey-
nolds hefði fjárkúgað hann og
hafi það átt einhvern þátt í
dauða utanríkisráðherrans.50
Þessi áburður var hins vegar
alveg órökstuddur og afar
langsóttur. Hann lýsir hins
vegar samtíðarálitinu á
ræðismanni Breta. Nýi utan-
ríkisráðherrann, George
Canning, tilkynnti Reynolds,
að ríkisstjórnin vildi hafa
eins lítið saman við hann að
sælda eins og hægt væri.
Ræðismannsembættið var
því formlega lagt niður árið
1822. Reynolds bjó síðan í
París, þar sem liann lést úr
kóleru árið 1836.
Af ofangreindu má ráða, að
aðalástæðan fyrir skipun
Reynolds í stöðu ræðismanns
Breta á íslandi var sú, að
Castlereagh lávarður utan-
ríkisráðherra Breta taldi
skjólstæðing sinn, pólitískan
akkilesarhæl sem best væri
geymdur í fjarlægu landi. Á
hinn bóginn verður að líta á
þá lausn vandans sem fólst í
stofnun ræðismannsembætt-
is á íslandi í víðara samhengi.
Hin mikla útþensla bresku
verslunarinnar á þessum ár-
um hafði það í för með sér að
aðkallandi var að skipa
breska ræðismenn sem
víðast.51 Ef Bretum hefði ver-
ið leyft að halda áfram ís-
landsversluninni, sem hófst
árið 1809 og mikill áhugi var
á, hefði Reynolds eflaust haft
nóg að sýsla á íslandi. En svo
varð ekki. Verslun á milli ís-
lands og Bretlands reyndist
engin, þegar til kom. Ræðis-
mannsembættið þjónaði því
engum tilgangi og var lagt
niður af eftirmanni
Castlereaghs við fyrsta tæki-
færi. Breskur ræðismaður á
íslandi var ekki endurskipað-
ur fyrr en löngu seinna eða
árið 1882.
Tilvísanir:
l.Sjá t.d. Dictionary of Natio-
nal Biography, 16. bindi, bls.
961-3, þar sem heimildalisti
fylgir. Einnig má benda á:
The Mercenary Informers of
'98 containing the History of
Thomas Reynolds, Dublin,
án ártals. Ævisaga hans er
skráð af syni hans, Thomas
Reynolds jr.: The Life of
Thomas Reynolds, London,
1839, 2 bindi.
2. Til viðmiðunar má taka
fram að prestar í Englandi
um 1800 höfðu ca. £90 í árs-
laun — og þóttu þeir vel-
launaðir (M.D. George,
Lortdon life in the Eight-
eenth Century (Harmonds-
worth, 1966), bls. 167.
3. Reynolds: Life, II, bls. 386-7.
4.Sama, bls. 387-8.
5. Sjá t.d. Frank O'Darrell: -
Popular Disturbances and
Public Order in Regency
England, Oxford, 1934.
6.19. mars 1817, Instructions
to Thomas Reynolds Esq.
H.M.'s Consul in Iceland,
P(ublic) R(ecord) O(ffice)
(Þjóðskjalasafn Breta),
F(oreign) O(ffice) 22/77.
7.16. júní og 11. júlí 1817,
Hansard's Parliamentary
Debates. The House of
Commons, XXXVI, dálkar
1020-23 og 1408-18.
8.7. nóv. 1818, Reynolds til
Castlereagh, F.O. 22/81 og
einnig prentað í Reynolds:
Life, II, bls. 441.
9.Skýrslur hans til bresku
stjórnarinnar er að finna í
p'r.O., F.O. 40/2.
10.30. apríl 1817, Managing
Committee of the Downs
Society til Lord Liverpool,
B(ritish) M(useum), The
Liverpool Papers, Add.MS.
38266. í þessu skjalasafni
eru mörg önnur skjöl um
þessar veiðar.
ll.Sjá Anna Agnarsdóttir:
„Ráðagerðir um innlimun
íslands í Bretaveldi á árun-
um 1785-1815“ Saga 17
(1977), bls. 22-27, 43-45.
12.Samuel Phelps: Observa-
tions on the Importance of
Extending the British
Fisheries and of Forming an
Iceland Fishing Society etc.
etc., London, 1817.
13. Sjá t.d. 4. júlí 1814, Horne &
Stackhouse til Bourke,
Rigsarkivet, Kaupmanna-
höfn (skammstafað RA),
D(epartement) f(or)
u(denlandske) A(nliggender)
1771-1848, England II.
Depecher 1814-15.
14. „Forordning lor udvidet
Handelsfrihed for Island",
Lovsamling for Island,
Oddgeir Stephensen og Jón
Sigurðsson útg., Khöfn,
1857, VII, bls. 614-20.
15. Reyndar byrjaði Reynolds
strax á því að hafa samband
við breska kaupmenn í
Liverpool sjá 3. febrúar
1817, Reynolds til Cooke,
F.O. 22/77.
16.17. og 20. júní 1817, RA,
D.f.u.A., England II,
11